Norðurland - 30.09.1905, Qupperneq 2
Ni.
IO
þetta opna bréf keisarans og geta menn
því ekki látið skoðanir sínar í ljós um
málið, hverjar sem þær eru.
Noregur og Svíþjóð.
Stórþingið í Noregi samþykti 22. f. m.
með 104 atkv. mót 11 uppástungu stjórn-
arinnar um það, að skjóta einingarmálinu
undir Svíastjórn og leita samkomulags við
Svía um að slíta einingunni og koma ýms-
um málum í lag, sem nauðsyn ber til þeg-
ar einingunni er slitið.
Málaleitanir stórþingsins voru þvínæst
sendar til sænsku stjórnarinnar, sem tók
málinu vel og gekk inn á uppástungu
stórþings Norðmanna um það að vinna að
því að útkljá einingarmálið í sameiningu
og bróðerni.
Því næst voru valdir fulltrúar af beggja
hálfu tii þess að fjalla um málin.
Af Svía hálfu eru þessir kosnir: Ríkis-
ráðherra Lundeberg, utanríkisráðherra
Wacktmeister greifi, kenslumálaráðherra
Hammarskjöld og ríkisráð Staaff.
Af Norðmanna hálfu eru þessir kosnir:
Ríkisráðherra Michelsen, utanríkisráðherra
Lövland, forseti stórþingsins Berner og
fyrv. ríkisráð B. Vogt.
Fulltrúarnir komu fyrst saman 31. f. m.
í Karlstad.
Fyrsta málið, sem var á dagskrá, var
um vígi og virki á Iandamærum beggja
landanna.
Menn segja að báðum pörtum semji vel
og útlit sé fyrir góðar málalyktir; annars
fara ekki neinar nákvæmar sögur af samn-
ingnum ennþá því að alt fer fram fyrir
Iuktum dyrum.
Eugland og Japan.
Þessi tvö ríki bindast sterkari trygða-
böndum en áður hefir átt sér stað milli
þeirra.
í sambandi því sem þessi ríki gerðu sín
á milli 1902 er svo ákveðið, að þau teldu
sig skyldug til þess að hjálpa hvort öðru
þegar á þau er ráðist af fleirum en einni
þjóð, en nú hafa ríkin heitið hvort öðru
liðsinni, ef á þau er ráðist, móti sérhverj-
um óvini í allri Asíu. Hinn brezki floti
er reiðubúinn til þess að hjálpa Japönum,
þegar þeir þurfa hjálpar með, en svo
skuldbinda Japanar sig til þess að veita
Englengingum liðstyrk ef þeir þarfnast.
Það er gefið í skyn, að þetta bandalag
sé einungis stofnað í þeim tilgangi að
varðveita friðinn framvegis og eru menn
almennt ánægðir yfir þessum samningi á
Englandi.
Fjórar persónur hafa gert tilraun til þess
að synda yfir sundið milli Englands og
Frakklands frá Dover til Calais. 1875 tókst
kapt. Webb að synda yfirum og hafa marg-
ir gert tilraun síðan, en engum hefir hepn-
ast það síðan.
Síðast í fyrra mánuði lögðu þessar fjórar
persónur af stað, árla morguns frá Dóver,
en gáfust öll upp.
Það hefir vakið töluverða eftirtekt víða
út um löndin, að einn hluttakandinn í
þessu kappsundi var 19 ára gömul stúlka,
ungfrú Kellermann, ættuð frá Australiu.
Hún lagði af stað kl. 6 V2 um morguninn,
en þegar hún hafði synt 8 mílur frá landi
þá varð sjórinn mjög ókyr, en bylgjugang-
urinn hafði svo ill áhrif á hana, að hún
varð að gefast upp sakir sjóveiki. Faðir
hennar fylgdi henni á bát og spilaði á
gramofón til þess að fjörga hana á leið-
inni, en eftir 6 tíma varð hún að láta
taka sig upp.
Sjaldgœft tilboð.
Fulltrúamálstofan í Brasiliu hefir heitið
hverjum þeim, sem finnur upp varnir móti
brjóstveiki og krabbameini eða ráð til að
lækna þessa sjúkdóma, 10 miljónum í
skæru gulli.
Innanríkisráðherra Brasiliu skal velja
visindamenn af ölium stórþjóðum í nefnd
sem á að athuga og leggja dóm á þær
uppástungur og uppfyndingar, sem koma
fram í þessa átt. Meðlimir þessarar nefndar
verða tveir kennarar við læknaháskólann
í Rio de Janeiro og fjórir frægir læknar
frá háskólunum í Paris, London, Wien og
Romaborg.
Verðlaun þessi verða borguð þegar hið
uppfundna efni hefir verið reynt í tvö ár
og reynist óbrigðult.
Kólera i Þýzkalandi.
Þessi asiatiska drepsótt gausuppí austur-
hluta Prússlands fyrir skömmu. Strangar
varúðarreglur hafa auðvitað verið við-
hafðar og ýmsir bæir settir í sóttkvíun;
en veikin hefir breiðst töluvert út samt
og altaf fréttist af nýjum tilfellum. Nú er
sagt að 50 manns hafi sýkst í Austur-
Þýzkalandi á örstuttum tíma, þar af hafa
23 dáið.
Sóttin hefir líka gosið upp í Austur-
ríki og breiðst þar dálítið út, en þar mun
veikin vera vægari, færri tilfelli og þar
að auki segja símaskeytin, að ýmsir hafi
orðið veikir af sótt, sem líkist kóleru.
Kína.
Sú fregn hefir borist hingað að keisara-
drotningin í Kína ætli að láta það boð
út ganga um nýár, að parlamenti verði
komið á fót þar, eftir 12 ár.
Það á því að senda nefndir á hverju
ári í þessi 12 ár út um löndin til þess
að kynna sér fyrirkomulagið hjá öðrum
þjóðum, sem hafa þingbundna stjórn. Fyrsta
nefndin sem Ieggur af stað fer til Japan,
Bandaríkjanna, og Norðurálfunnar. Þessi
nefnd mun nú bráðlega hefja för sína.
Frá Miðjarðarhafinu.
Á eyjunni Strombóli fyrir norðan Sikiley
er eldfjall eitt, sem gosið hefir jafnt og
þétt í mörg þúsund ár, stundum meira
og stundum minna; altaf sýður í gýgunum
þar, sem senda reykjarmekki langt í loft
upp. í lok f. m. hefir eldfjall þetta gosið
með óvanalegum krafti. Gýgirnir senda
glóandi grjóti hátt f loft upp í allar áttir;
yfir eyjunni hvílir reykjarmökkur hérumbil
1,200 fet á hæð. Það er mælt að eyjar-
skeggjar séu afarskelkaðir og margir hafi
flúið burt af eyjunni,
lndland.
Þar er skipaður nýr undirkóngur í stað
Curzons Iávarðar, þessi nýi undirkongur
er jarlinn frá Minto, sonur hins þriðja jatls
af Minto. Hann er fæddur 1847.
Hann hefir verið við skotska lífvörðinn,
gert herþjónustu við tyrkneska herinn 1877,
var 1' ófriði í Afghanistan 1879, var með
Egypska leiðangrinum 1882, var deildar-
foringi meðan á uppreisninni í Kanada
stóð 1885 og varð yfirlandsstjóri í Kanada
1898.
Balkanskagi.
Það er mælt að Montenegríningar eigi
í vændum stjórnarbót.
Nikolaj fursti af Montenegro vill fara að
dæmi Rússlands og kalla saman þjóðfund
og gefa þegnum sínum kost á að taka
meiri þátt í stjórn landsins en áður. Efna-
hagur ríkisins kvað vera slæmur og Nikolaj
mun halda, að hann hafi meira lánstraust
ef fjármálin komast í hendur fulltrúaþings.
Þess er einkum getið, að forsetanum sé
áhugamál að varðveita og styrkja prent-
frelsi að svo miklu leyti, sem það er í
sannleikans þarfir.
í Montenegro kvað vera til að eins eitt
opinbert blað, sem kemur út einu sinni á
viku og ritstjóri þess er sjálfur höfuðpaur-
inn Nikolaj fursti, svo hann getur nokk-
urnveginn sjálfur séð fyrir því hversu gott
sannleiksmálgagn blaðið er, (Maðurinn þyrfti
að fá sannsöglina í »Rvík.<i sér til fyrir-
myndar).
Danmörk.
Nýlega hefir Sameinaða gufuskipafélagið
skift um oddvita sinn. Jakob Brandt sem
hefir verið oddviti félagsins nokkuð lang-
an tíma, hefir sagt af sér frá 1. sept. sakir
heilsuleysis.
Hinn nýi oddviti heitir Richélieu aðmír-
áll. Hann var lengi hermálaráðgjafi í Sí-
am og kom hingað heim aftur fyrir fáum
árum. Menn gera sér bctri vonir um hann
og blöðin hér láta vel af manninum.
Kaupmannahöfn 20/9 ’05.
Noregur og Svíþjóð.
Um nokkurn tíma hafa gengið misjafnar
sögur af friðarsamningum í Karlstað. Menn
biðu með óþreyju eftir nýjum fregnum og
bjnggust við hinu versta. Það leit svo út
um tíma að fulltrúarnir gætu ekki orðið á
eitt sáttir og vopnin yrðu að skera úr á-
greiningnum. Svíar krefjast þess harðlega
að Norðmenn rífi niður öll sín vígi og
virki á landamærunum, en Norðmenn hafa
verið mjög ófúsir á að ganga að þeim
kostum skilyrðalaust. Norðmenn hafa einn-
ig krafist þess að deilunum yrði lokið
með gerðardóroi og ríkin skyldu beyja
sig undir máíamildanir stórveldanna. Því
neituðu Svíar algerlega og sögðu, að um
slíkt gæti ekki verið að tala fyr en út-
kljáð væri um eyðileggingu allra virkja
á landamærunum og Norðmenn hefðu gengið
inná uppástungur Svía. Nú segja síðustu
fréttir, að horfurnar séu betri og bezta
von sé um, að menn verði á eitt sáttir í
öllum aðalatriðum samningsins og honum
verði brátt Iokið í friði og góðu samkomu-
lagi; enda er það ótrúlegt að þessar tvær
menningarþjóðir geri sér þá smán að bera
vopn hver á aðra á vorum dögum og
þar sem andi hins fræga Nobels ætti að
ríkja.
* *
*
I Svíþjóð hafa í þessum mánuði farið
fram kosningar til annarar málstofu í þing-
inu og hafa þeir frjálslyndu borið sigur
úr býtum á mörgum stöðum.
Rússland.
Það er mælt að kosningar til fulltrúa-
þingsins fyrirhugaða eiga að fara fram 1'
nóvember. Það er í fyrsta skifti; sem slíkt
hefir átt sér stað í Rússlandi, að þjóðin
fengi að kjósa sér fulltrúa til þess að ræða
um stjórnmál landsins.
I Kaukasus eru sífeldar óeirðir og upp-
þot og eru þar framdar miklar eyðilegg-
ingar og manndráp. Tatarar sitja um líf
Armeninga og kristinna manna, sem verða
að flýja upp í fjöllin út í bláinn til þess
að forða lífi sínu.
Naptanámurnar og steinolíunámurnar í
Baku hafa verið eyðilagðar að miklu leiti
og margir stórauðugir menn orðið öreigar.
Mörg þúsund manna hefir beðið bana og
ástar.dið er hið hræðilegasta.
Um þessar mundir er Rússakeisari á
ferð í Finnlandi ásanit konu sinni og börn-
um. Ekki vita menn neitt hver muni vera
tilgangur þeirrar ferðar.
Áður en rússneski ráðherrann Witte fór
frá Ameríku heimleiðis eftir friðarsamn-
ingana, bauð hann Bandaríkjaforsetanum
Rosevelt, frömuði friðarins að heimsækja
Rússland á næsta ári og er svo sagt, að
forsetinn hafi heitið komu sinni þangað.
Japan.
Það hefir verið sagt, að þar hafi miklar
óeirðir og uppþot átt sér stað einkum í
Tokio eftir að fregnin um friðarsamning-
inn fréttist þangað. í einu þorpi Yoko-
hama hafi yfir fimm þúsund manns gert
uppþot ráðist á lögregluna og eyðilagt
opinberar byggingar. Vopnað lið hefir ver-
ið sent þangað til þess að skakka leikinn
og er nú sagt að alt sé rólegt aftur.
Einkum voru frjálslyndir menn reiðir út
í Kamuru út af framkomu hans í friðar-
samningnum og hafa menn haft í heiting-
um að myrða hann og ættingja hans.
Kamura liggur sjúkur af lifrarveiki í Port-
smouth.
Ítalía.
í Kalabríu 'og Sikiley hafa verið voða-
legir jarðskjálftar allan þennan mánuð,
ýms þorp hafa eyðilagst og fleiri hundruð
manns beðið bana, fólkið flýr úr hýbýlum
sinum og býr úti á víðavangi undir berum
himni. Stöðugt koma fregnir um nýja
jarðskjálftakippi og eyðileggingar. Það er
sagt að Vesuvius og Stromboli gjósi um
þessar mundir með óvenju afli.
Þýzkaland.
í Wiesbaden er nýlega dáinn Nikulás
prins frá Nassau 73. ára gamall.
Hann var bróðir Sophiu drotningarinnar
í Svíaríki.
Nú er sagt að sýki sú í Prússlandi, sem
menn hafa viljað gefa nafnið kolera og
hefir að vísu líkst töluvert hinni asiatisku
koleru, sé að miklum mun í rénun. Nú
heyrist ekki getið um nema fá ný tilfelli
þessa síðustu daga. Það er sagt, að alls
hafi dáið þar 69 manns úr þessari illkynj-
uðu veiki.
Marokkomálið.
Nú er ákveðið að samningarnir milli
Frakklands og þýzkalands skuli fara fram
í Algecire nálægt Gibraltar.
Það var sagt, fyrir fáum dögum, að nú
væri alt komið í lag og málinu væri svo
vel komið, að hægt væri að byrja á samn-
ingunum; eina málið sem menn voru ekki
á eitt sáttir um var lán það, sem soldán-
inn af Marokko vill taka
Nú segja síðustu fregnir horfurnar séu
ekki sem glæsilegastar og í París hefir
það valdið mikilli óþreyju og óánægju, að
að Þýzkaland vill draga málið altaf á
langinn. Það er sagt að Þýzkaland sæki
ráð til sendiherra von Tottenbach, sem
er svarinn fjandmaður Frakka-
Mönnum þykir það ills viti að sendiherra
Þýzkalands í Madrid var kallaður heim
mjög snögglega án þess að menn hafi get-
að fengið að heyra nokkurar ástæður.
Nýlega er dáinn í Ameríku auðmaður-
inn Jonathan Reed. Maður þessi, sem átti
margar miljónir króna var mjög einkenni-
legur í hátterni sínu; um hann hefir því
margt verið rætt í ýmsum stórblöðum
heimsins. Þegar kona hans andaðist fyrir
12 árum þá sór hann það við allar helgar
vættir, að hann skyldi aldrei yfirgefa þá
konu, sem hann hafði elskað. Hann lét
gera grafhvelfing eina stóra og fagra þar
sem líkið af konu hans var geymt í mjög
dýrmætri kistu og þar hefir maður þessi
dvalið í öll þessi ár og ekki verið fáan-
legur til þess að yfirgefa kirkjugarðinn
Evergreen í Brooklyn. Hann átti eina fagra
og mikla höll í New-York, sem hann lét
standa auða, og þeir sem vildu koma að
máli við hann urðu að leita hans f graf-
hvelfingunni í Brooklyn.
Frakkland.
Nýléga er dáinn í Dakor Iandnemi Pierre
Savorgraude Brazza, 53. ára gamall. Hann
fann Kongo og nam flestar nýlendur Frakka.
Nýlenduráðaneytið í Frakklandi hafði sent
Brazza til þess að fá greinilega vitneskju
um grimd þá og hörku, sem beitt væri
gegn innfæddum í nýlendunum. Nú hafði
Brazza lokið starfi sínu og ætlaði að fara
að leggja af stað heim til Frakklands en
þá varð hann snögglega sjúkur og dó.
Ameríkumenn hafa kallað Brazza post-
ula Afríku, hinn mikla herstjóra og stjórn-
vitring, sem öllu kom í lag.
I miðjuin þessum mánuði dó í Róm
fyrverandi ráðherra René Goblet fræg-
ur stjórnmálamaður. Hann varð 77 ára
gamall.
Ungverjaland.
Forsætisráðherra Fejervary hefir sótt
um Iausn fyrir sig og sitt ráðaneyti.
Ástæðan til þess að ráðaneytið segir af
sér er mælt, að sé það, Fejervary gat
ekki fengið vilja sínum framgengt í því
að koma á almennum kosningarrétti í
Ungverjalandi.
Fejervary hefir altaf verið álitinn mjög
afturhaldssamur, en það er sagt að hann
hafi í vandræðum sínum fundið upp á því
að gerast forgöngumaður þessa máls til
þess að tvístra mönnum í »parlamentinu«,
sem altaf hefir verið andvígt þessu ráða-
neyti þenna stutta tíma, sem það hefir
setið að völdum.
Keisari Franz Jósef hefir tekið á móti
úrsögninni, en falið ráðaneytinu að gegna
störfum sínum um stundar sakir. Það er
mælt að keisarinn ætli að kalla saman
foringja meiri hlutans í parlamentinu til
þess að heyra álit þeirra um myndun
nýs ráðaneytis.
Danmörk.
Hér var enski flotinn á ferðinni í byrjun
þessa mánaðar. Hann kom hér víða við
Iand og var hvívetna fagnað hið bezta.
Hingað til Hafnar komu 25 herskip af
ýmsum gerðum, þar á meðal eitt af heinis-
ins stærstu herskipum. Hér Iá flotinn í 4
daga og var hér mikið um dýrðir þá dagana,
veizluhöld og hverskonar fagnaður.
Englendingum fanst ástæða til þess að
sýna Dönum mátt sinn eins og Þjóðverjar
gerðu, og því sendi stjórnin enska þenna
flota hingað skömmu eftir að þýzki flotinn
var hér. Það Ieyndi sér ekki, að hér var
um stórveldi á sjó að ræða.
Enski flotinn kom einnig að ströndum
Þýzkalands á leið sinni, en þar var tekið
á móti flotanum sem skyldan bauð, en
engin vinátta sýnd, og Vilhjálmur keisari
gat naumast leynt óánægju sinni yfir þessu
ferðalagi
Verzlunarhús
það, Chr. Fr. Nielsen, sem auglýsing er
frá hér í blaðinu, hefir einnig skrifstofu
í Reykjavík og sýnishorn af vörum þeim,
er það hefir á boðstólum. Nl. hefir borizt
frá því skrá yfir 20 merk verzlunarhús
í Danmörku og víðar, sem það hefr um-
boðssölu fyrir.