Norðurland - 30.09.1905, Qupperneq 3
Leiðarþing
hélt Magnés Kristjánsson, alþingis-
maður á laugardaginn var í leikhúsi
bæjarins. Allmargir bæjarbúar mættu,
bæði kjósendur og aðrir. Fyrir hrað-
skeytamálinu gerði þingmaðurinn helzt
þá grein, að ritsímasamningurinn væri
það bezta og ódýrasta, án þess að
færa rök að því og álíka veigamikla
greiréjgerði hann tyrir undirskriftarmál-
inu. Þeim kenningum var tekið með
þögn og kulda. Auk þess skýrði hann
stuttlega frá nokkurum öðrum málum,
helzt þeim er beinlínis snerta kjör-
dæmið eða héraðið. Nálega engar um-
ræður urðu á eftir og alls engar um
deilumálin, því eftir lestur þingmanns-
ins þótti ekki taka því að færa rök á
móti því litla er hann sagði, enda
voru menn þá orðnir svo syfjaðir að
fáir munu hafa treyst sér til þess. —
Ofurlítið vöknuðu menn þó við það,
að bæjarfógeti Guðlaugur Guðmunds-
son fiutti þingmanninum þakkarávarp
fra sjálfum sér fyrir samvinnuna.
Þegar út kom sagði einn, af áheyr-
endunum, að fundur þessi hefði ekki
átt að heita leiðarþing, heldur leiða
þingið.
Torfunefsbryggjan.
Þeir timburmeistararnir Sigtryggur
Jónsson og Snorri Jónsson, sem út-
nefndir voru til þess að rannsaka
smíðið á skipabryggjunni á Torfunefi,
að því leyti, er það var hægt, eftir
hrun bennar, hafa sent bæjarstjórninni
skýrslu sína.
Skýrsla þessi ber það með sér að
bryggjusmíðinni hefir verið áfátt í ýms-
um greinum, þegar tekin er til sam-
anburðar lýsing sú af bryggjunni, er
smíða skyldi eftir.
Verölaun fyrir úffluff smjör.
A leiðarþinginu á laugardagskvöldið
var benti einn fundarmaður á ofurlft-
inn »smágalla«, sem hann hafði fund-
ið á gerðum þingsins í sumar. Auð-
vitað treysti hann því, að sá galli yrði
fljótlega bættur.
Fundarmanni fanst sem sé óvið-
kunnanlegt að veita verðlaun fyrir að
flytja út smjör og selja það í útlönd-
um, en verðlauna alls ekki samskonar
smjör, ef það væri selt fyrir sama
eða hærra verð hér á landi og etið
hér með jafngóðri lyst.
Auðráðið var, að ýmsa langaði í
gott íslenzkt smjör, og þótti maðurinn
hafa satt að mæla, því nokkurir opn-
uðu munninn þegar í stað. En það
kom ekkert smjör, og svo sögðu þeir
»heyr« heldur en ekki neitt.
* *
*
Það er annars eftirtekta vert atriði
þetta, sem fundarmaðurinn drap á.
Sjáum vér ekki sama andann —
sömu stefnuna í fleiri gerðum þessa
þings — þessa stefnu, að flytja hið
íslenzka út úr landinu á kostnað þjóð-
arinnar sjálfrarf
Vonandi er, að þessi »smágalli« á
stefnu þingsins verði leiðréttur, þegar
þjóðin hefir fyrir alvöru fundið »smjör-
þefinn« af gerðum þess.
Áheyrandi á leiöa-þinginu.
Fjálslynda blaðið
á Seyðisfirði er að reyna til þess
að láta taka eftir sér með því að segja
það sem er allra vitlausast. Nýlega
lagði það til að forsprökkum bænda-
fundarins væri refsað eins og upphlaups-
mönnum og nú endurtekur það þetta
bull með þeim ummælum, að þeir
hafi raskað friðhelgi löggjafarþingsins.
»Sömuleiðis styngur það upp á því,
að ritstjóra Norðurlands sé refsað fyr-
ir það að hann hljóp ekki frá mörgum
sárveikum sjúklingum í Akureyrarbæ,
til þess að gegna yfirsetukonustörfum
að ástæðulausu, sællar minningar.
Austri ætti að vita það að þó farið
sé að veita verðlaun fyrir naut hér á
landi, er ekki enn þá beinlínis farið
að veita verðlaun fyrir höfuðin á naut-
unum«.
Síra Einar Þórðarson
alþingismaður fer í næsta mánuði
til Danmerkur og dvelur þar í vetur.
Veifingar á Seyðisfirði.
Þess var áður getið í Nl. að Seyð-
firðingar neituðu veitingamanninum þar
herra Kristjáni Hallgrímssyni um fram-
lengingu á vfnveitingaleyfinu. Hann
hætti því vínveitingum 18. f. m. Að
rúmum mánuði liðnum sótti hann aft-
ur til bæjarstjórnarinnar um vínveit-
ingaleyfi, en hún neitaði því samdæg-
urs. — Nú hefir og Gísli kaupmaður
Hjálmarsson á Norðfirði boðist til að
reisa veitinga- og gistihús á Seyðis-
firði fyrir 30 þús. kr. og reka það án
vínveitingaleyfis, ef hann fái góða lóð
með vægum kjörum undir bygginguna.
Samningum um það var þó ekki lok-
ið fyrir fám dögum síðan.
Af skarlafsóff
hafa þrír sjúklingar veikst í Hrísey
á tveim heimilum. — Barnaveiki fekk
barn þar í eyjunni, en batnaði fljótt
eftir innsprautingu af barnaveikisblóð-
vatni. Annars hefir barnaveiki stungið
sér niður í sumar ekki alls óvíða í
vesturhluta Höfðahverfishéraðs en mörg
tilfellin verið svo væg að læknis hefir
ekki verið leitað.
Vifnisburður Húnvefninga.
Húnvetningar fá þakkirnar hjá »mál-
gagni sannsöglinnar« fyrir að vera að
ónáða þingmenn sína með því að segja
þeim hvað þeir vilja. Grein í blaðinu
byrjar á þessa leið: »Húnvetningar
hafa menn alment ætlað til þessa að
væru með mennilegri mönnum hér á
landi. En nú er nokkur grunur á það
fallinn, að talsverður hluti þeirra sé
meðal fáfróðustu og óupplýstasta lýðs
þessa lands«.
Sigurður Sigurðsson
skólastjóri lagði af stað héðan í gær
vestur að Hólum. Hann mun illa mega
missast þaðan, en þó líkiega enn þá síður
frá Ræktunarfélaginu.
Mannalát.
Sigurlaug Ounnarsdóttir í Ási í Hegra-
nesi andaðist fyrir nokkuru eftir Iangvinnan
sjúkdóm. Hún var kona Olafs dbrm. í Ási
og móðir Björns augniæknis og þeirra
systkina.
Hún var um langan tíma einhver allra
merkasta kona í Skagafirði.
Sigurður Sigurðsson Skipstjóri á Odd-
eyri andaðist hér í bæ 27. þ. ni. úr lungna-
bólgu.
Síra Guðmundur Guðmundsson
prestur í Gufudal Iætur af prestskap á
þessu hausti og sezt að á ísafirði,
Brúarvígslur.
Landritarinn vígði brúna á Lagarfljóti
14. þ. m. Við þá athöfn voru saman komn-
ir um 600 manna.
Ráðherrann vígði brú á Soginu 9. þ. m.
Voru þar um 11 hundruð manns. Sú brú
er 60 álna löng og 4 álna breið. Hefir kost-
að um 16,000 kr.
Dr Þýngeyjarsýslu.
„Echo" fór frá Húsavík 23. þ. m. með
1600 fjár beint til Belgiu. Þar hafði farm-
urinn verið seldur fyrirfram. — í Friðþjóf
er verið að skipa út í dag (27. sept.) nær
2000 fjár. Meiri hluti þess fjár er úr Norður-
Þingeyjarsýslu. Sauðir hafa yfirleitt reynst
óvanalega og óskiljanlega þungir eftir ekki
betrasumar. f farminum sem fór með „Echo"
viktaði hver kind að tneðaltali 123V2 pd.
og var þó talsvert í honum veturgamlir
sauðir. Þyngstur sauður í Hólsfjallahópnum
var 186 pd., enda var hann 3 vetra, margir
150 pd. Kjötið á Húsavík er 16-22 a. pd.
gærur alment komnar upp í 42 a. og jafn-
vel 45 a., mör 20 a., haustull hvít 62 a.
mislit 52.
Úr Múlasýslum.
Búnaðarsamband Austurlands hélt fund
19. þ. nt. í stjórnina voru kosnir: síra Ein-
ar Þórðarson formaður, sfra Magnús B.
Jónsson, skrifari og hreppstjóri Björn Halls-
son á Rangá, gjaldkeri. Varastjórn: síra Björn
Þorláksson, Jónas Eiríksson á Eiðum og
Sigfús Halldórsson í Sandbrekku.
Daginn eftir var sýslufundur fyrir báðar
sýslurnar. Samþykt að halda áfram skóla-
stofnuninni á Eiðum. Er gert ráð fyrir að
hún verði að mestu verkleg, sett í samband
við gróðrarstöð Sambandsins.
Halldór Vilhjálmsson búíræðiskandídat er
ráðinn fastur starfsmaður Búnaðarsambands
Austurlands og verður i vetur 2. kennari á
Eiðum.
Ceres
kom í fyrrakvöld. Með henni var Arnór
Arnórsson frá Chicago með fjölskyldu sinni
og æthr að sögn að setjast að í Reykjavík.
Ung og góð mjólkurkýr,
sem á að bera fyrri part
næsta vetrar, óskast keypt.
Kristján Nikulásson.
▲▲▲▲▲▲▲▲▲▲▲▲▲▲▲▲▲▲▲▲▲▲
þrifnar og hraustar stúlkur geta
fengið veturvist í gagnfræða-
skólanum á Akureyri.
▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼
Útlendai)
skófaínað
fyrir börn og fullorðna sel eg með
góðu verði. Sömuleiðis margskonar
skósvertu og reimar.
3. 3veinsson.
fTóð kýr er til sölu.
^ Ritstjóri vísar á.
Hinum heiðruðu við-
skiftavinum mínum
geri eg hér með
kunnugt, að eg skuld-
bind mig ekki til að borga inni-
eignir við verzlun mína í pen-
ingum, heldur að eins í einstök-
um tilfellum, ef svo um semst
við verzlunarstjóra minn,að nokk-
uru leyti í vörum og að nokk-
uru leyti í peningum.
Gudm. Efterfl.
Fatatau,
Xjó/atau og Cuistfau
mikið úrval og mjög ódýrt
fást hjá
Guðl. Siguiðssyni
& Y. Gunnlaugssyni
Skólapiltar geta fengið fæði í
vetur með mjög góðum kjör"
um og á hentugum stað.
Ritstjóri vísar á.
Barnaskólini).
Þeir, sem ætla sér að láta börn
sín ganga í barnaskóla Akureyrar
næsta vetur, eru beðnir að gefa sig
fram á skrifstofu bæjarfógeta fyrir 7.
október. Þeir, sem ætla sér að beið-
ast eftirgjafar á kenslueyri, verða að
hafa sótt um hana til bæjarstjórnar-
innar fyrir 15. n. m. Þurfamanna-
börn fá kauplausa kenslu, en þeir,
sem að þeim standa, verða að gefa
sig fram við bæjarstjórnina innan
15. n. m.
Akureyri 29. sept 1903.
Skólanefndin.
JCanc/sápa margar sortir.
Xex mjög ódýrt.
jKöfuðföt ágæt til vetrarins.
JCérept og fique,
Saloscher handa körlum,konum
3kófatnaðurým\skox\a.x o. m fl.
kom nú með „Ceres" til
Guðl. Sigurðssonar.
& V. Gunnlaugssonar.
Tú með skipunum „Mjölni"
I "Ceres" hefi eg fengið
I H mikið af allskonar vörum,
▼ svo setn allskonar korn-
vöru, brauð, flesk ost o. fl., mik-
ið af álnavöru góðri og ódýrri,
kaffi, sykur og margskonar sæl-
gæti, hálstau og slaufur fyrirtaksfallegt, vandað og fallegt skótau, mikið
at blikkvöru, lampa af mörgum tegunduni, góða og ódýra, margskonar
ritföng, tóbak, skotíæri, leirtau o. fl. fl., sem oflangt er upp að telja. —
Það borgar sig að líta á vörurnar. — Alt selt ódýrt móti borgun út í
hönd. — Von á meiri vörum síðar.
Sláturfé kaupi eg með sanngjörnu verði fyrir peninga út í hönd og
móti vörum.
Akureyri 30. sept. 1905.
Davíð Sigurðsson.