Norðurland


Norðurland - 25.11.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 25.11.1905, Blaðsíða 2
Nl. 42 og hefir sýnilega engu verið logið í prestinn. Það væri fróðlegt að iieyra sannanir yðar á móti því, eða orðuðu þér setningar yðar eins og þér gerið til þess að komast hjá sönnunum, en láta lesendurna halda að þetta væri ósatt? Úr því ritsíma- félagið hefir rétt til að fá einkaleyfið endurnýjað eftir 20 ár, með þeim ákvörðunum eða ummerkjum sem samningurinn setur, þá er auðsætt að þing og stjórn geta ekki svift félagið þessum rétti eftir 20 ár, jafnvel þó hægt verði þá að halda uppi hraðskeytasambandi, sem gæti orðið stórkostlegur gróðavegur fyrir landið, og enginn getur um það sagt, hvað loftskeyti geta verið orð- in ódýr eftir 20 ár. Eg skal að endingu í þetta sinn geta þess, að mér er alt annað en ljúft að þurfa að vera að setja yður í gapastokkinn fyrir ritsmíðar yðar. Mér finst þér ættuð að fá að lifa í ró, það sem eftir er og það fengjuð þér líka ef þér væruð ekki sjálfur með ófriði og munduð þér þá njóta sæmilegra mannvirðinga. Og sannar- lega verður yður enginn virðingar- auki að því að segja það sem þér ekki getið staðið við. Eg veit ekki hvort það er af því að þér séuð far- inn að tapa yður svona mikið, að þér komið með allar þessar rang- færslur, eða þér eruð svo blindur af flokksofstæki að þér verðið að verk- færi í höndum yður verri manna til þess að segja það sem er ósatt, eða verður yður til vanvirðu. Og eg vona að sómatilfinning yðar sé ekki orð- in svo lítil, að yður þyki lengur sæma að standa galandi, þarna uppi á brekkunni, með svartan blett á tung- unni, ekki að eins framan í þeim mönnum, sem þér eigið að ala upp í góðum siðum, heldur líka frammi fyrir allri þjóðinni. SlGURÐUR HjÖRLEIFSSON. Bækur. Mystiken: En Livsanskuelse og en Religion. Et Forsög af Nathcinael. Akure^ri. 1905. Það er ekki svo oft að útlendar bækur eru prentaðar hér á íslandi, að mér finst rétt að geta um þetta kver, sem Oddur Björnsson hefir ný- lega prentað fyrir danskan höfund sem kallar sig Nathanael. Eins og nafnið ber með sér, er efni bókarinnar um trúarbrögð og sérskoðanir höf. í þeim efnum. Hann er einn af átján, sem horfið hafa frá kenningum kristin- dómsins og hefir myndað sér sjálf- stæða lífsskoðun, sem komi í hans stað. I aðalatriðunum er hún sú, að mennirnir séu einn liður í langri keðju, sem byrjar á dauðu efnunum, en af þeim taka svo við jurtir, þá dýr, svo maðurinn og að lokuro hærri verur. Allir hafa byrjað sem dautt efni og allir verða að verum, sem standa ofar en mennirnir, — svo miklu ofar, að alfullkomnun verði náð. — Mikill hluti kversins eru rök að því, að endur- lausnarkenningin sé röng, enda hafi Kristur aldrei verið söguleg persóna. Guðspjallasögurnar um Krist séu ekki annað en gamal-indverskar helgisögur, aðallega um Búdda. Vitnar hann í fjölda rita, máli sínu til stuðnings. Eg skal engan dóm leggja á þessar skoðanir, en sýnilega eru þær höf- undinum alvöru- og áhugamál, sem hann hefir vandlega yfirvegað og lesið mikið um. Þegar eg sá fyrir nokkuru handritið af kverinu, sem alt var skrifað á óvandaðan umbúðapappír með blýant, en hver stafur og hver komma hnitmiðað niður af sýnilega skjálfhentum eldri manni, þá fanst mér, sem oft endranær, að á vorum dög- um væri alvaran mest og samvizku- samlegust yfirvegunin á trúarefnum — ekki hjá kirkjunnar kristna lýð, held- ur einmitt þeim, sem vilst hafa út úr hjörðinni. Frágangur á bókinni er hreinasta snild og betri en oftast gerist í Dan- mörku. G. H. % Guðmundur Friðjónssor) Og leiðarþingið á Húsavík. Einn af þeim, sem tóku til máls á leiðar- þinginu á Húsavík 20. f. m. var Guðm. Friðjónsson frá Sandi. Jafnvel þótt ræðuhald hans hlytí mestu og beztu lófaklappsverð- laun á því þingi, varð hann og ræða hans fyrir mestu umtali og útásetningum eftir á; vakti ræða hans svipaða dagdóma og ef merkisklerki hefði orðið það á, að tala guðlast á stólnum. Eg, sem var einn af tilheyrendum Guð- mundar get ekki stilt mig um að segja álit mitt um ræðu hans, þótt eg kunni að verða á annari skoðun en þeir, sem hneyksluðust eða Iétust hneykslast á öfgum þeim og fjar- stæðum, sem þeir þóttust finna hjá þessurn snjalla ræðumanni. Guðmundur setti fram þessar spurningar í byrjun ræðu sinuar: „Hvernig stendur á því, að æskan eður æskulýðurinn í Þingeyjarsýslu er orðinn andvígur þingmanni kjördæmisins eins og hann víðsvegar um landið er orðinrl and- vígur mörgum þingmönnum og yfirieitt, utanlands og innan, er orðinn andvígur stjórninni og meiri hluta þingsins. Þessum spurningum svaraði ræðumaður sjálfur á þá leið, að stjórnin og meiri hluti þingsins væri ekki í samræmi við æskuvon- irnar og hugsjónir æskulýðsins og því hlyti æskulýðurinn að rísa öndverður rnóti stjórn- inni og þinginu, og að lyktum setti hann fram þessa setningu: „Æskan er skyldug að setja sig upp á móti hverri einustu stjórn, af því að allar stjórnir svíkja »program« sitt að einhverju leyti, og bregðast því æskuvonunum.« Þessa setningu hafa margir hér dæmt óvægt, kallað þetta öfgar, sem ekki væri bót mælandi, og enginn mælsku- garpur mttndi geta varið. Eg skal játa það, að þegar eg heyrði þessa setningu frá vörum ræðumanns hnykti mér við, því nrér fanst svo afarmikill á- herzluþungi liggja í orðum hans, en eg lét eigi hugann hlaupa út um alla heima og geima, til þess að grenslast eftir hvort skeytið hefði hitt rétt þessa eða hina stjórnarathöfn hinna ýmsu þjóða, sem sagan segir frá, enda hefði eg verið lítt fær til þess leiðangurs, en eg fór að athuga, hvort skeytið hefði hitt rétt það markið sem næst var, blessaða heima- stjórnina okkar, og virtist mér, fyrir mitt leyti, að það hefði tekist snildarlega, því hver í lífverði stjórnarinnar mundi vilja og geta tekið það hlutverk að sér, að verja það með óhrekjandi rökum, að stjórn vor hefði á engan hátt brugðist æskuvonum hinnar ungu kynslóðar, sem nú hefir snúist ein- huga á móti stjórninni og meiri hluta þingsins í helztu málum, sem á dagskrá eru og þingið hefir ráðið til lykta. Ef slík vörn tækist ekki, sem eg óhikað þori að fullyrða, þá er áðurnefnd setning ræðu- mannsins engin fjarstæða í tilliti til þessar- ar stjórnar. En þá kemur til athugunar, hvort æskulýður vor sé réttmætur að hefja shka uppreisn gegn stjórn og stjórnarfiokki, þótt vonir hans og hugsjónir hafi brugðist fyrir aðfarir stjórnarinnar. Ber það ekki vott um deyfð og drunga í þjóðlífinu, ef æsku- lýður þjóðarinnar lætur ekkert til sín taka og vekur engin andmæli, þótt stjórn og þing fari í gagnstæða átt við vonir hans og hugsjónir? Voru það ekki æskumenn þjóðar vorrar, á fyrsta fjórðungi næstliðinnar aldar, sem með frjálslyndum, góðum og göfugum hugsjónum í hjarta og með heitri ættjarðar- ást í brjósti, settu sig upp á móti þáver- andi stjórn og stjórnarfari, ávítuðn kjarkleysi og kveifarhátt þjóðarinnar og hvöttu hana til dáða og drengskapar? Hafi nú þessir æskumenn haft gildar og réttmætar kröfur gagnvart stjórn og þjóð, því skyldi þá eigi æskulýður vor, á fyrsta tug þessarar aldar, hafa sama réttmæti gagnvart stjórn og þingi, ef hugsjónir hans eru eins góðar og göfugar, og bygðar á hreinni og heitri ættjarðarást, eða skyldi það vera réttmæt krafa að hann þegi, fyrst vér nú höfum fengið svonefnda heimastjórn og þingræði, þótt þessi stjórn byggi sumar gerðir sínar að eins á eintómri von um samþykki meiri hluta þingsins; eða er það réttlát krafa, að hin uppvaxandi kynslóð, sem óhjákvæmilega hlýtur að búa við uppskeruna af því, sem stjórn og þing er nú að sá, steinþegi, þó það sé beint á móti hugsjónum hennar, og þótt þingræð- inu sé beitt, ekki að eins eindregið gegn næstum V3 hluta þingsins, heldur gegn miklum hluta þjóðarinnar? Ritað 29. október 1905- Húsvíkingur. S Til Matthíasar Jochumssonar. Þú, skáldakóngur, sem að allir unna. íslandsbörn þér fagna hér í kvöld, þau minnast þín á meðan lýsir sunna, á meðan Saga geymir rúnaspjöld. Er skáldið aldna hreyfir hörpustrenginn, þá hlýnar, birtir inst í hverri sál. Svo gamalungur áður kvað hér enginn og enginn gaf oss dýrri Bragamál. P. H. Að kvöldi hins n. þ. m., þá er sr. Matth. Jochumssyni var haldið afmælis- samsætið á »HóteI Akureyri«, ætlaði nokk- ur flokkur Akureyrarbúa að hafa blysför heim að hótellinu og syngja ofanskráða vísu. En af ástæðum sem mörgum eru kunnar, þótti það ekki viðeigandi og fórst því fyrir. Hugsanaþokan. Gamall maður hér í bæ, sem annað hefir þótt betur til lista lagt en að skrifa um pólitík, er nú farinn að skrifa um hana í »Gjallarhorni« og kallar sig ýmist »Auðunn« eða »Auð- unn vestfirzka*. í 39. Gjh. þ. á. kemst hann að þeirri niðurstöðu að hægri menn í Danmörku líti svo á, að ráðherra vor beri líkci (í blaðinu stendur lilla, sem er algerlega rangt og mun vera ein af þessum merki- legu fáfræðis-prentvillum blaðsins) á- byrgð fyrir Fólksþinginu, en aftur virðist að vinstri menn sé þar á báð- um áttum.« Eftir kenningu höfundarins á það þvf að vera óvíst hvort ekki báðir flokkar í Danmörku líti svo á, að vér stöndum undir grundvallalögum Dana, með öllu sem af því leiddi. Það er næsta einkennilegt, að þetta er sagt í grein, sem á að sanna að landvarnarstefnan hér á landi sé óþörf og telur líklegt að 4 af blöðum landsins megi heita »landráðablöð« og getur það í því sambandi, sem um er að ræða, ekki átt við önnur blöð en þau, sem standa næst landvarnarstefnunni. En það einkennilegasta við greinina er þó það, að höfundurinn hefir ekki minstu hugmynd um annað en að rök- semdafærsla hans sé bæði góð og gild, hefir ekki hugboð um að ef svo væri að Danir líti svo á stöðu vora, sem hann lýsir, gengi það landráðum næst að nokkurt blað í landinu væri annað en »landvarnar«blað. En svona getur þokan lagst þétt yfir hugsun skynsamra manna. Ráðherrann í sfúkunni. í Gh. fræðir herra »Auðunn« oss á því, að ráðherra vor hafi tekið sér sæti á þingi Dana í stúku sendiherr- anna og gert það samkvæmt stöðu- lögunum og væri ekki ófróðlegt ef herra »Auðunn« vildi benda Nl. á I.var það stendur í stöðulöjunum, að aann eigi að sitja þar. En hvað sem stöðulögunum líður, þá er það víst að það var ekki ráð- herra vor, Sem tók sér það sæti, I.eld- ur var honum skipað þar til sætis af fyrverandi ráðaneytisforseta Deun’zer. í fyrsta skifti sem ráðherra vor mætti á þingi Dana — þar sem hann reyndar hafði alls ekkert að gera — gekk hann inn í herbergi það, sem ætlað er dönsku ráðherrunum einum, og getur hver getið sér til hvort hann ekki hefði þegið að setjast á ráðheira- stólinn í þingsalnum, ef honum hcfði verið boðið upp á það, eftir því scm menn líta á þægð ráðherra vors við Dani. En það er af ráðherranum að segja, þegar þar var komið, að þar tók Deuntzer á móti honum og gaf hon- um í. skyn að þar hefði hann ekkert að gera; spurði þá ráðherra vor hvar hann þá mætti vera og vísaði ráða- neytisforsetinn honum á stúku sendi- herranna og á hann heiðurinn af því, að ráðherra vor situr nú ekki á þingi Dana og enginn annar. Guðmundur Hannesson héraðslæknir hefir fengið ávarp frá III búendum i Vestmannaeyjum, þar sem þeir leggja mjög fast að honum að sækja um eyjarnar. Hver einasti búandi á eyjunum hafði skrifað undir áskorunina, nema að eins einn. Þeir líta sýnilega meira á heill félags síns Vestmannaeyingar, heldur en sumir stjórnarliðshöfðingjarnir hérna á Akur- eyri sem skárust úr leik, því þessi eini búandi í Vestmannaeyjum, sem .skarst úr hópnum, hafði alls ekki gert það af pólitískum ástæðum. Skylt er þó að geta þess, að nokkurir af þeim mönnum hér í bæ, sem ekki skrifuðu undir áskorunina til G. H. gerðu það ekki af pólitisku ofstæki, heldur af þvf að þeir litu svo á, að þeir gerðu ekki rétt í því að reyna til að halda honum hér, ef honum væri óljúft að vera hér lengur. Þeim hefir ef til vill fundist, að ekki hafi verið svo drengi- lega breytt við hann af sumum um- dæmisbúum, að það væri keppikefli fyrir hann að þurfa að veita þeim hjálp. Sennilega líður nú ekki á löngu, að Nl. geti flutt umdæmisbúum og öllum Norðlendingafjórðungi fregnir af því, hvað G. H. ræður af í þessu efni, og óhætt mun að fullyrða það við hann, að hvað sem nokkurum pólitískum ofstækismönnum líður, eru héraðsbúar hans varla jafn samhuga um nokkurn hlut sem þann, að óska eftir að hann verði hér áfram, eins og undirskriftirnar til hans hafa sýnt svo greinilega. Síra Maffhíasi hefir verið sent úr Reykjavík skraut- ritað ávarp til menja um 70 ára af- mæli hans, með 220 undirskriftum. Uudir ávarpinu, sem að maklegleikum fer hinum lofsamlegustu orðum um skáldið, standa nöfn flestra hinna helztu Reykjavíkurbúa.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.