Norðurland - 25.11.1905, Blaðsíða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir.
11. blað.
Akureyri, 25. qóvember 1905.
V. ár.
Ollum þeim hinum mörgu,
fjær og nær, er heiðr-
uðu jarðarför vors elsku-
lega sonar, eiginmanns,
tengdasonar og bróður
Jóhanns Vigfússonar með nærveru sinni
og á annan hátt syndu oss alúðlega
hluttekningu í sorg vorri, vottum vér
vort innilegasta þakklæti.
Akureyri 22. nóvember 1905.
Anna Vigfússon (fædd Schiöth).
M. H. Porvaldsdóttir. V. Sigfásson.
A. Schiöth. H. Schiöth.
Marin Vigfúsdóttir. Valgerður Vigfús-
dóttir. Hallclóra Vigfúsdóttir.
Cil skólasfjóra
Jóns Jl. Jíjð/fs/fn.
Pér eruð að senda mér tóninn í
39. blaði Gjallarhorns og þykir mér
rétt að hafa það meira við yður, en
aðra samverkamenn yðar, í þeim vín-
garði, að svara yður nokkurum orð-
um, enda megið þér eiga það, að
þér eruð einurðarbetri en þeir menn,
sem eru að skrifa í það blað, um
þessar mundir, þorið að láta nafns
yðar getið, jafnvel svo einurðar-
góður, að ekki er alveg hættulaust
fyrir virðingu yðar.
Þér eruð að reyna til að verja
ranghermi sjálfs yðar um undir-
skriftirnar til ráðherrans. Þér hefðuð
ekki átt að vera að því. Nl. hefði
af sinni vanalegu góðsemi Iátið
þetta falla niður, eins og svo margt
annað, sem bæði þér og aðrir sam-
verkamenn yðar hafa oftalað. Því
eruð þér þá að ala á þessu? Ó-
sannindum verður ekki breytt í
sannleika þó þau séu endurtekin.
Mundi yður þykja það málsbætur,
ef einhver lærisveina yðar segði ó-
satt, að hann stæði fast á ósannind-
unum og bætti nýjum við? Eða
haldið þér að aðrar reglur gildi
fyrir yður í þessu efni, af því þér
eruð orðinn gamall og gráhærður
og veitið forstöðu einni af helztu
mentastofnunum landsins?
Eg verð að prenta upp fyrir yður
áskorunina til ráðherrans, svo þér
hafið hana, svart á hvítu, fyrir framan
yður og svo þér eigið hægra með
að átta yður þegar þér berið hana
saman við utnmæli sjálfs yðar. Á-
skorunin hefir áður verið þrentuð í
íslenzkum blöðum, svo yður var
vorkunnarlaust að vita innihald henn-
ar nákvæmlega. Sérstaklega var til
þess ætlandi af yður, mentuðum
manninum, sem eruð búnir að skrifa
tvær greinar um áskorunina, með
yðar nafni, í blöðin og hefðuð það
ekki verið þér, þá er eg alveg viss
um að sá maður hefði verið kall-
aður glópur, sem hefði, með rit-
smíðum sínum, lýst eins mikilli
vanþekkingu á undirskriftunum og
þér hafið gert; en ef til vill á annað
orð betur við yður í þessu sam-
bandi.
Undirskriftaskjölin hljóða á þessa
leið:
Undirskrifaðir kjósendur í . . . hreppi
. . . sýslu skora he'rmeð alvarlega á ráð-
herra fslands, að hann ráði hans hátign
JnunJmunJiJþesjaðJrestajtaðfesting
á lögum um ritsíma, talsíma o. fL þar til
ejJrjóðinJiefirJttJostáaðlátajipJJlja
Jinjjiraðskeytamálinunuðkosrnngumtil
alþingis.
Komi þessi áskorun ekki til ráðherrans
fyr eti staðfesting nefndra laga er um garð
gengin, eða verði henni ekki sint, þá skora
undirskrifaðir kjósendur hér með alvarlega
á stjðrn landsins
að rjttfaJnngjsemJgtJjrgjjtJtuJilnýrra
kosninga,
til þess að þjððin eigi kost á að girða
fyrir það nú þegar, að hiin sœti annari eins
meðferð af fulltráum sínum eftirleiðis.
Má eg nú ekki snöggvast biðja
yður að athuga yðar eigin orð. Þau
standa í greininni yðar makalausu,
í 32. bl. Gjallarhorns, þar sem yður
tókst að unga út smekklegu samlík-
ingunni um þessar undirskriftir og
svo undirskriftir kaupmanna forðum.
Yðar orð eru á þessa leið:
»Það eru frelsis og föðurlandsvin-
irnir, sem nú eru að biðja um laga-
synjanir *. Blöð þeirra sem áður
voru harðorðust móti lagasynjunum,
eggja °g æsa alþýðu manna til að
biðja um lagasynjanir *.« . . .
Nú vildi eg biðja yður, herra
skólastjóri, að benda mér og allri
þjóðinni á það, hvar farið er fram
á lagasynjanir í áskoruninni til ráð-
herrans. Þér eruð tninni maður ef
þér getið það ekki. Eða réttara sagt,
þér ættuð að vera svo mikill maður,
að kannast hreinskilnislega við á-
virðing yðar, því lagasynjun er
hvergi nefnd á nafn í áskoruninni.
Með því munduð þér ekki að eins
bæta fyrir ávirðing sjálfs yðar, held-
ur gerðuð þér með því það þarfa-
verk að stinga sjálfur upp í alla þá
lygalaupa, sem hafa verið að breiða
út þau sömu ósannindi, sem þér
hafið tekið að yður með þessum
ummælum yðar.
Eg skal svo í þetta sinn sleppa
yður við nánari rannsókn á þessari
fyrri grein yðar. En fyrir það megið
þér ekki halda að yður verði slept
orðalaust með seinni greinina.
Fyrst er þá það að þér eruð þar
að halda hlífiskyldi yfir annari af
höfuðlygum ** stjórnarblaðanna í
þessu undirskriftamáli, þeirri, að á-
skoranirnar hafi átt að senda til
*Leturbreytingin gerð af ritstjóra NIs.
**Lygi þýðir ósannyndi móti betri vitund
og allir hljóta að geta séð að ósannindi
stjórnarblaðanna eru ósannindi móti bttri
vrtund, þar sem undirskriftarskjölin fóru
milli jafnmargra manna og efni þeirra
hefir auk þess verið prentað í blöðunum.
En þessum ósannindum þeirra mætti svo
skifta i flokka, í höfuð-lygar og undir-
lygar.
konungs. Þér skrifið sjálfur á þessa
leið:
»En að því er áskoranirnar snertir,
þá er það víst að flestir töluðu svo
um þær fyrst, er farið var að hefja
máls á þeim hér um slóðir, sem
senda ætti þær konungi og það veit
ritstjóri Nls. eins vel eins og eg.«
Munnflapur álíkt þessu heyrist
stunduin hjá hálfkjökrandi krökkum,
sem staðin eru að ósannindum.
Hverir voru þessir „flestir" er „töl-
uðu svo um þær fyrst?" Hverir
ætli svo sem það hafi verið nema
þér sjálfur og samverkamenn yðar.
Þið hafið víst tönlast á þessu þang-
að til þið fóruð að trúa því sjálfir,
en fyrir það getur ykkur orðið hált
á því að bera það fram í blöðunum.
Ekki er hægt að eltast við það, þó
þið stingið svona sögum að ein-
hverjum fáráðlingi, sem hvorki veit
uþp né niður í málinu, en þegar
þið farið líka með þær í blöðin, er
þó vinnandi verk að tína þær sam-
an og benda öllum á þær, og það
þó tína þurfi þær upp úr eins ó-
geðslegu lygahylki eins og Gjallar-
horni. En fyrir aðra eins frammi-
stöðu og þessa, þessa konga-lygi,
veit maður varla hvort maður á að
aumkva ykkur eða þá hlæja að
ykkur.
En þar sem þér segið að mér
hafi verið eins vel kunnugt um það
eins og yður að áskoranirnar ætti
að senda konungi, þá getur sú setn-
ing ekki færst til sanns vegar nema
á einn hátt. Mér er alveg ókunnugt
um að það hafi átt að senda þess-
ar áskoranir konunginum og veit
að það kom aldrei til orða nema
hjá þeim mönnum, sem rangfærðu
undirskriftirnar og sögðu ósatt um
þær. Ef þér viljið kannast við það
sama, þarf okkur ekki að bera á
milli um þetta atriði. En ef þér ekki
getið sætt yður við þessa skýringu
á þessum ummælum yðar í minn
garð, neyðist eg til að Iýsa þau ó-
sannindi. Mér er alveg sama hvort
þér kjósið heldur.
Þá takið þér að yður að reyna til
að hrekja þau ummæli mín í Nl.,
að aðalkjarninn í áskorununum sé í
því fólginn að óskað sé eftir nýjum
kosningum. Þér gerið það á yðar
vanalega, prúðmannlega hátt, þegar
þér eigið í ritdeilum, með þeim um-
mælum, að ekki hafi „ritstjórinn er
hann reit þetta haft í huga grein
þá er stendur í lærdómskveri Balles
gamla og svo hljóðar": ,Afleggið
lygar og talið sannindi hver við sinn
náunga’". Þetta eru nú yðar röksemd-
ir og get eg verið yður sammála
um það, að þér ættuð heldur að
rita röksemdalaust. Því ekki skuluð
þér láta yður detta í hug að nokk-
ur skynbær maður taki undir það
með yður, að hægt sé sanna nokk-
uð viðvíkjandi undirskriftunum, með
því að vitnaí Alþingistíðindin. Undir-
skriftirnar og undirskriftarskjölin eru
alveg sérstæð. Þau verða að dæmast
eftir innihaldi þeirra sjálfra og engu
öðru. Þessi uppfundning yðar með
Alþingistíðindin er svo gamalkarla-
leg, bendir á svo mikinn sljóleik í
hugsuninni, að eg vil hreint og beint
ráða yður frá að halda henni á lofti.
En nú skulum við athuga undir-
skriftarskjalið dálítið betur. Áskorun-
in til ráðherrans er í tveiin liðum.
í fyrri liðnuni er ekki farið fram á
lagasynjun eins og þér og félagar
yðar eru að bulla með, heldur er
farið fram á frestun á staðfestingu
laga. Þessi frestun bendir, eftir öll-
um atvikum, til þess, að eitthvað
þurfi að gerast meðan á frestuninni
stendur og það er skýrt tekið fram
í orðum áskorunarinnar hvað þetta
sé sem eigi að gerast, nefnilega nýj-
ar kosningar til Alþingis. Aðalkjarni
þessa fyrri liðs er því óbein áskor-
un um nýjar kosningar; það eru
þær sem áttu að skera úr deilumál-
inu, þær sem áttu að skera úr hvort
það sé stjórnin eða þjóðin, sem eigi
að vera húsbóndinn á heimilinu.
En þó verður þetta ennþá ljósara
þegar síðari kaflinn er lesinn með;
þar er farið fram á þingrof sem fyrst,
ef áskoruninni verði ekki sint; en
allra skýrast sézt þetta þó af upp-
hafinu á síðara lið, því þar er gert
ráð fyrir því að vel geti farið svo
að áskoranirnar verði ekki komnar
til ráðherrans fyr en búið sé að
samþykkja lögin; kjarni áskorananna
getur ekki verið frestunin, af því
þsér gera ráð fyrir að svo geti farið
að engu sé að fresta og þá getur
hann heldur ekki verið annar en
krafan um nýjar kosningar.
Herra skólastjóri. Hvort finst yður
nú að það sé eg eða þér sjálfur sem
þurfi liér að festa sér í minni orðin
„Afleggið lygar" o. s. frv.? Svo yð-
ur veiti hægra að skera réttilega úr
því, ættuð þér að lesa dálítið meira
í barnalærdómi yðar; yður er engin
skömm að því, en þér ættuð ekki
að lesa hann til þess að leita í hon-
um að setningum, sem þér svo kast-
ið fram sem staðlausum brigzlyrðum
til náungans, heldur til þess að leita
í honum að yðar barnslega hugar-
fari. Eg vona að það hafi verið svo
gott, að þér lærið aftur að roðna,
þegar þér náið í það.
Eg er ekki enn þá búinn að
benda yður á helminginn af rang-
færslum yðar í síðari greininni; þær
eru svo margar, að rúmið leyfir ekki
að hrekja þær allar í einni grein,
enda má taka til þeirra síðar. En
eg má þó ekki algjörlega sleppa
því ranghertni, sem felst í orðum
yðar um rétt „Mikla norræna rit-
símafélagsins" til þess að fá einka-
leyfi sitt endurnýjað eftir 20 ár. Þér
látið prestinn segja, að því hafi verið
logið í hann, „að ritsímafélagið gæti
fengið framlenging einkaleyfis síns
eftir 20 ár, hvað svo sem þing eða
stjórn segði". En þetta er alveg satt