Norðurland


Norðurland - 06.01.1906, Page 2

Norðurland - 06.01.1906, Page 2
Nl. 68 Sannleikurinn er sagna beztur: Ef vér komum sunnan úr hlýjari löndum, þá sýnist ísland svo ófrjótt, hart og hrjóstrugt, að það er aldrei nema eðli- Iegt þó margur útlendingurinn álíti það óbyggilegt siðuðum mönnum. Og ekki verður það álitlegra, þegar þess er gætt að hafís getur lagst að strönd- unum þegar minst varir, en jarðskjálftar og eldgos vofa yfir höfði manna eins og biturt sverð í veikum þræði. Vissulega er ekki mikið yfir lands- kostunum að láta! Landið er afskekt harðindajörð. Hér vex hvorki skógur né korn. Landsins börn verða að sækja hvert mjölpund og hverja spýtu til útlanda. Fáfræðin ein veldur því, að nokkur skuli líkja íslandi saman við hlý lönd og frjósöm eða hyggja það jafnvel standa þeim framai að landskostum. Slík trú á landið er hættuleg, eins og ætíð er, að trúa því sem ekki er. * * * Þrátt fyrir alt þetta má eigi að síður til sanns vegar færa að ísland eigi góða framtíð í vændum og geti orðið sæmilegur bústaður fyrir siðaða þjóð! Alt er viðmiðað og dæmist eftir því, sem það er borið saman við. Þeim, sem kemur að sunnan, sýnist landið hart og hrjóstrugt ,hinum, sem kemur að norðan, þykir það ágætt í samanburði við annað verra. Ætla mætti að þeim liði betur, sem lifa í blíðara loftslagi og betri lönd- um. Eg er ekki viss um að úr þessu sé mikið gerandi. Vaninn sljóvgar, og þeim sem sffelt venst góðu finst ekki svo mjög til um það. Eg efast um að Suðurlanda börnin gleðjist meira yfir rósum og skrautblómum vorsins þar, en íslenzku börnin yfir fíflum sínum og sóleyjum hér. Eg efast um, að sælunnar sé fremur að leita í háreist- um höllum, en Iátlausu húsi mannsins, sem vel hefir fyrir sig og sína. Aftur er það kynleg kredda, sem stundum heyrist hjá oss, að harðindin og erfiðleikarnir séu stóreflis kostur. Það séu þeir, sem ali upp menningu og mannsdáð og hefji á hærra stig. Slík skoðun kemur í bága við alla reynslu. Hvervetna er nóg við að stríða, og það eru sannarlega ekki köldu löndin, sem hafa verið vagga menningar og framfara. Menningin er öll suðræn. Frá Kína, Assyríu, Egipta- landi, Grikklandi og Ítalíu hefir hún seint og síðarmeir brotist norður á við, breytt hinum óálitlegustu löndum í frjósamar, ræktaðar lendur og gert heimkynni villimanna að bústöðum öfl- ugra og framtakssamra menningarþjóða. Það er einmitt þetta vald mannvitsins og mannshandarinnar yfir náttúrunni, sem gefur einnig oss íslendingum góðar vonir um að oss verði framtfð- ar auðið, ef ekki er mönnunum um að kenna. Eg er sannfærður um, að ís- lendingar standa að andlegum og lík- amlegum hæfileikum jafnfætis öðrum þjóðum, þó orðnir séu þeir nú aftur úr í mörgu. Beztu lönd verða léleg í höndum þeirra sem ekki kunna með að fara, en það land má sannarlega vera ilt, sem ötul og hyggin þjóð getur ekki gert að\ sæmilegu heim- kynni. Af því eg trúi á fólkið í land- inu, get eg trúað á landið og framtíð þess. Vér getum að vísu aldrei hindrað arðskj álfta, eldgos eða hafís. Vér getum heldur ekki lengt sumarið til muna, en batna mun það þó að því skapi 'Sem mýrum og foræðum fækk- ar. Alt þetta er nóg til þess, að lands- kostirnir standa ætíð að baki mörgum öðrum löndum, en vér getum orðið jafn farsælir fyrir því, enda er sætt sameiginlegt skipbrot hvað það snertir. Fæstir geta verið þar seni bezt er og ákjósanlegast. Víst er um það að oss íslendingum stendur ekki annað betra land til boða, nema vér skiftumst sinn í hverja áttina og hættum um leið að vera sérstök þjóð með sérstakri tungu. Þetta kann að vera hið bezta og ákjósanlegasta fyrir þá sem eingöngu hugsa um nokkur líkamleg þægindi og óvissa auðsvon. Þeim mönnum er vorkunn þó þeir leiti til Ameríku eða annara landa. Fyrir heiminn og siðmenninguna hygg eg það tjón. Þjóðirnar eru einstaklingar heimsins °g *eggja allar sinn þýðingarmikla skerf til menningar og framfara. Vér höfum einnig gert það íslendingar og mundi sjást skarð í þekkingu Norður- álfunnar, eða að minnsta kosti Norð- urlanda, ef íslendingar hefðu hvergi verið, og enginn þeirra stungið niður penna. Hvað oss sjálfa snertir þá væri slfk sundrun íslendinga blátt áfram sjálfsmorð. Þessa afskektu harð- indajörð, sem vér búum á eigum vér, og hún stendur til mikilla bóta. Það verður farsælla og framtíðavænlegra að búa á henni og bæta hana, en að sundra börnunum sínu í hverja áttina og gerast lítilsmetnir leiguliðar stór- bændanna í sveitinni, eða ánauðugur verkalýður auðmannanna í kaupstaðn- um. — Landið er illt, en vér getum gert það gott. Með nægri forsjálni, dugn- aði og þolgæði getum vér eflaust breytt svo flestu til batnaðar, að ná- grannarnir sem nú líta með nokkur- um rétti á oss sem hálfgerða skræl- ingja bendi síðan á Islendinga við hliðina á Hollendingum, sem dæmi þess hversu þjóðin geti skapað landið og há menning þrifist þrátt fyrir alla erfiðleika. En út f þessa erfiðu bar- áttu leggjum vér hvorki til þess að verða danskir og auka veldi Dana eða til þess, að hjara hér á enda álf- unnnar, sem verndaður forngripur og sýnishorn úreltrar norrænnar menn- ingar. Vér gerum það með þeirri sann- færingu og þeirri trú, að vorið sé að koma eftir langan vetur og fram- tíðin flytji oss íslendingum eigi ein- göngu vöxt og viðgang, heldur eigum vér eftir að lifa nýja gullöld, mynda bókmentir, sem verði heimsfrægar í sinni röð og gerast einnig fyrirmynd annara í fleiri greinum, ekki sfzt í því hversu mannvitið, mannshöndin og einbeittur vilji getur gert gott land úr illu og þjóð varðveitt frelsi sitt, þjóðerni og þjóðarsóma sér og öðrum til blessunar, þó lítil sé. , G. H. » » » « t « » « » « » « « • • » » «-*- Hákarlsafli. Nýlega hafa Hríseyingar farið á motor- bát til hákarlaveiða út hjá Hrólfsskeri og útá Hjalla (út af Gjögri). Lágu þéir rúmt dægur og fengu nær 50 hákarla og 5 tunnur lifrar. Hér er eitt dæmi þess hvert gagn má hafa af motorbátunum, því varla hefði það verið árætt að fara þetta á árum, nú í há- skammdeginu. Er þetta og karlmannlegri vinna en að sitja við spilin í öllu skamm- degismyrkrinu. X Um hrossasölu til útlanda. Eftir að grein herra stórkaupmanns Arthurs Sörensens, um hrossasöluna til Danmerkur, kom út í Norðurlandi 14. okt., hefi eg leitast við að afla mér upplýsinga um þetta þýðingarmikla mál, og vil nú biðja yður, herra rit- stjóri, um rúm í blaði yðar fyrir þessar línur. Það leynir sér ekki, að grein S. er stíluð að miklu leyti gegn Louis Zöllner, sem um mörg undanfarin ár hefir haft á hendi útflutning og sölu mikils meiri hluta allra þeirra íslenzkra hesta, er fluttir hafa verið út. Verzlunarhúsið Carl Höepfner, sem S. er umboðsmaður fyrir hér á landi, hefir um nokkur undanfarin ár flutt út kiingum 50 hesta árlega, þangað til í fyrra; þá flutti það út 200—300, af þvf að eftirspurnin var þá miklu meiri f Danmörku en áður, sökum þess að Rússar höfðu bannað hesta- útflutning eftir að stríðið við Japan byrjaði; en Danir hafa keypt mikið af rússneskum hestum, eins og kunnugt er. Þessi útflutningur Sörensens er nú samt ekki stór, þegar hann er borinn saman við það, sem Z. hefir flutt, en það eru 2600—3600 hestar árlega nú f mörg ár. Hestar þeir, er S. hefir flutt út, hafa einnig verið sérstaklega valdir, og hefir því sá útflutningur minni almenna þýðingu, eftir því sem nú er varið búnaðar- háttum og viðskiftalífi manna í þeim sveitum, sem mest verzla með hesta. S. beinir þeirri ásökun að Z., að hann hafi með vilja reynt til að eyði- leggja verðhækkun íslenzkra hesta er- lendis, með því að láta selja þá á uppboði. Það ætti nú raunar eigi að þurfa nema heilbrigða skynsemi til að sjá, að þetta getur ekki verið rétt. Z. hefir í mörg ár selt að minsta kosti 4/5 hluta allra þeirra hesta, er út hafa verið fluttir, og hefði hann gert það á þann hátt og með það mark fyrir augum, sem S. gefur í skyn, þá sjá allir, til hvers það hefði leitt. Þetta er auðvitað gagnstætt öll- um sanni, og það er auðvelt að sýna og sanna, að Z. hefir þvert á móti tekist að fá verðið til að hækka smátt og smátt, þannig að það er nú 18 kr. hærra til jafnaðar, en þegar hann byrjaði að flytja út hross. í fyrra flutti Z. út 3495 hesta, og af þeim fóru c: 500 til K.hafnar. Nú í ár taldi hann líklegt, að hægt væri sð bæta söluna, einkum með því að selja á uppboði, eins og nærri allir íslenzkir hestar eru seldir í Englandi. Hagurinn við að selja á þann hátt er sá, að hestarnir seljast fyr, og spar- ast þannig sá kostnaður, sem haga- ganga hestanna hefir í för með sér; en sá kostnaður er tilfinnanlega hár á hverjum degi. Þetta er og samkvæmt þvi, er herra Guðjón Guðmundsson skýrir frá í Búnaðarritinu um sölu hesta þeirra, er hann fór með á sýn- inguna í sumar er leið; enda voru þeir hestar seldir á uppboði. Hin að- ferðin, sú er Sörensen brúkar, hlýtur að verða ærið kostnaðarsöm, þar sem hestarnir eru fyrst fengnir umboðs- manni til umboðssölu. Hann reiknar sér 10 kr. fyrir hvern hest í umboðs- laun, auk alls kostnaðar. Síðan selur hann hestana minni hestakaupmönnum og af þeim kaupa svo loks þeir menn, sem þurfa að fá og brúka hestana. Það virðist þvf vera auðsætt, að mikill óþarfakostnaður á að geta spar- ast við það, að selja hestana beint til þeirra, er þurfa að fá þá; en það verður einmitt helzt með uppboðssölu. Nýjar tilraunir kosta vanalega tölu- vert. Hér sýnist mér tilraunin einmitt hafa tekist vel. Kaupfélag Skegfirð- inga átti nokkurra af hestum þeim, er Z. seldi í Danmörku, en önnur fé- lög áttu enga af þeim. Eg geri mér í hugarlund, að Skagfirðingar séu all- vel ánægðir mcð verð það, er þeir fengu, kr. 81.66 fyrir hestinn. Eg skal um leið skýra frá, hvaða verð hinir ýmsu eigendur hafa fengið fyrir hesta þá, er Z. hatði til umboðssölu í ár. KaupfclagArnesinga,Stokkseyri fekk: kr. 62.08, 63.95, 67.10 og 75.90 og fyrir tvævett kr. 40.94. Kaupfélag Arnesinga, Reykjavík kr. 68.46. Verzlunarfélag Dalasýslu kr. 59.12, þar á meðal tvævett. Kaupfélag Húnvetninga kr. 66.18. Pálmi Pétursson (fyrir 3 góða hesta) kr. 121.35. Verzlunin »Framtíðin« kr. 80.50 Vopnafjarðarverzlun kr. 71.12. Z. hefir ásett sér, að auka flutn- inginn til Danmerkur næsta sumar, og selja á uppboði eins og nú. Hesta- markaðurinn í Englandi hefir síðan snemma í haust verið afar daufur og eykur það auðvitað ástæðuna til að selja sem mest í Danmörk og gera markaðinn þar sem beztan og hag- feldastan. Samkeppni í hestasölunni hefir alt- af átt sér stað, og verður svo lfklega fyrst um sinn, og svo verður auð- vitað eins, þótt markaðurinn færist meira frá Englandi til Danmerkur, og mun engin geta við því gert að svo stöddu. Jafnaðarlega þegar hestafarmar Z. koma til Newcastle auglýsa aðrir uppboðssölu á íslenzkum hestum á ýmsum stöðum, og stundum eru ís- Ienzkir hestar sendir frá öðrum bæjum til Newcastle til að seljast þar, annað- hvort til að keppa, eða af því að hlutaðeigendur búast við betri sölu þar. Þetta er almennur gangur í verzl- un og viðskiftum og er engu meiri ástæða fyrir S. að kvarta yfir því, en fyrir aðra, sem verða fyrir hinu sama. Annað mál er það, að þessi framboðs- samkeppni er skaðleg fyrir seljendur, þvf eðli hennar er það, að lœkka verðið. Eg benti á þennan einfalda og auðskilda sannleika í blaði fyrir nokkurum árum, en þá var æpt að mér og mér brugðið um úreltar skoð- anir, einokunarfylgi og eg man ekki hvað. Vera má að eg minnist á þessa hlið málsins einhverntíma síðar, ef eg hefi tíma til. Það hefir nokkurum sinnum verið vakin athygli á þvf, einkum minnist eg þess að Guðjón Guðmundsson hefir gert það, Bergur Helgason o. fl., hve þýðingarmikið það væri fyrir álit og verðhækkun íslenzkra hesta, ef að eins væru fluttir út tamdir hestar og nokkurn veginn fullþroskaðir. Eins og nú hagar til í hinum eiginlegu hesta- sveitum t. d. í Skagafirði, þá mundi afleiðingin verða sú, ef t. a. m. eng- inn hestur væri fluttur út yngri en fjögra vetra, að útflutningshestarnir yrðu miklu færri en nú, ef miðað er við það, að sú höíðatala héldist, sem nú er. Mjög verulegur hluti af við-

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.