Norðurland - 13.01.1906, Síða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir.
18. blað J Akureyri, 13. janúar 1906. j V. ár.
2>reyting stöðu/aganna.
Ekki eru þau óbróðurleg ummæl-
in, sem höfð eru eftir danska lög-
fræðisnemanum Sehested, um sam-
band vort við Dani. Eftir kenningu
hans eiga þeir að geta svift oss öllu
sjálfsforræði, þegar þeim þóknast;
til þess þurfa þeir ekki annað en
breyta einum lögum, lögum sem
þeir hafa sett oss sjálfir og vér aldrei
viljugir undirgengist.
Þetta er þá orðið úr Gamla sátt-
mála.
Því miður er þetta ekki að eins
kenning þessa eina manns, heldur
munu þeir vera æði margir bræður
vorir við Eyrarsund, sem eru á
sömu skoðun, og þykir þeim þá
ekki illa til fallið að iáta oss íslend-
inga við og við heyra hana, svo
ofmetnaður vor verði ekki of mikill.
En þó þetta sé svona, þá ber oss
íslendingum fremur að líta á það
sem vel er til vor gert en illa, þeg-
ar þess er kostur og því ber oss
líka fremur að líta á ummæli þau
sem höfð eru eftir Birck fólksþings-
manni.
Öll ummæli hans sem prentuð
voru í 16. bl. Nls. eru afareftirtekta-
verð fyrir oss; hann hefir mjög líka
skoðun og Landvarnarmenn á rétt-
arstöðu vorri samkvæmt hinni nýju
stjórnarskrá. Hann heldur þessari
skoðun sinni fram, eins og þeir, ekki
til þess að gleðja sig yfir veldi Dana
yfir íslandi, heldur til þess að benda
á að fyrirkomulagið sé ilt og þurfi
breytingar, en langþýðingarmest af
tillögum hans er þó sú, að stöðu-
lögin séu endurskoðuð og samþykt
ekki að eins af Dönum einum, held-
ur líka íslendingum.
í þessum ummælum rofar fyrir
sömu hugsjónunum, hjá dönskum
stjórnmálamanni sem þeim, sem nú
eru svo altíðar í heiminum, að það
muni vera heillavænlegast fyrir þjóð-
irnar að búa svo saman, að hvor-
ugri þeirra eða engri sé nauðung
sýnd. Danir hafa reyndar vanalega
átt gott með að skilja þetta þegar
um aðrar þjóðir hefir verið að ræða,
sem þeim voru voldugri og ríkari,
en þeim hefir ekki veitt eins létt að
heimfæra þessar kenningar og hug-
sjónir til sjálfra sín, í viðskiftum
sínum við þá, sem voru minni
máttar. Einmitt þessvegna eru þess-
ar kenningar Bircks eftirtektaverðari
fyrir oss og þessvegna sýnist tími
til þess að íhuga hvort ekki væri
nú færi til þess að fá breytingu á
þessum lögum.
Það eitt að umræður gætu fengist
um málið, bæði hér og þó einkum
í Danmörku, væri mjög þýðingar-
mikið. Engin réttmæt ástæða sýnist
verða færð fyrir því, að danska
þjóðin gæti ekki nú eða vildi ekki
skilja sjálfstæðishvatir vorar. Hún
hefir um undanfarna tíð fylgt við-
skiftum Svía og Norðmanna með
miklu athygli og að því er séð
verður með því nær eindregnu fylgi
við Norðmenn og málstað þeirra.
Því skyldi hún þá ekki geta skilið
oss íslendinga, óskir vorar um að
sambandinu milli landanna verði
skipað svo, að vér fáum sem mest
sjálfstæði og verðum sem mest
sjálfbjarga?
Hve miklu fegra og drengilegra
viðfangsefni væri það ekki fyrir ís-
lenzka prófessorinn okkar í Kaup-
mannhöfn, úr því hann vill fást við
pólitík í hjáverkum sinum frá vís-
indastörfunum, að taka sér fyrir
hendur, með kappi sínu og dugn-
aði, að flytja þetta mál vort við
Dani, en skrifa í útlend blöð og
tímarit rangfærðar skýrslur um
undirlægjuskap vorn við þá, eða
senda heim kappsfullar og frekju-
kendar æsingagreinar gegn þeim
mönnum hér heima, er ekki hafa
viljað sætta sig við það, eða taka
því þeyjandi, að af oss gangi í við-
skiftum vorum við Dani?
Hve miklu meira mundi þá ekki
íslenzka þjóðin, sem hefir alið hann,
blessa minningu hans á ókomnum
tíinum?
í umræðum um málið og þó
einkum í því, ef skipuð væri nefnd
eða nefndir, bæði af Dönum og ís-
lendinguni, mundi felast viðurkenn-
ing frá Dana hálfu fyrir því, að
inálið væri ekki til lykta leitt. Það
eitt væri ekki þýðingarlítið réttar-
atriði fyrir oss íslendinga. Með því
móti getum vér líka búist við að
taka undirstöðuna að þeirn grund-
velli, er vér viljutn byggja á, hvort
sem yrði af samningum eða ekki
við Dani í þetta sinn.
Dr. Valtýr Guðmundsson skýrði
frá því á fundinum í Khöfn, að
hann hefði borið þá tillögu fram
við stjórnina árið 1901, að stöðu-
Iögin væru endurskoðuð og þau
síðan lögð bæði fyrir þing Dana
og vor íslendinga og að sutnir af
dönsku ráðherrunum hefðu verið
því fylgjandi að svo væri gert. Þykja
mönnum þetta ekki athugaverð tíð-
indi? Danskir ráðherrar — sumir
þeirra — reyn^í ekki ótilleiðanlegir
til að bjóða fram ívilnanir á stöðu-
lögunum, þó vér höfum sjálfir ekki
haft einurð á að fara fram á slíkt.
Það er ekki tilgangur þessarar
greinar að taka fram hver eigi eða
þurfi að vera helztu atriðin í breyt-
ingum á stöðulögum vorum. En
eitt grundvallaratriði þyrftum vér
að sjálfsögðu að festa oss í huga
og innræta hver öðrum. Stöðulög
sem samþykt væru af Dönum og
íslendingum, yrðu um aldur og æfi,
svo að segja, sá réttargrundvöllur
sem sambandið milli þjóðanna bygð-
ist á. Fyrir því mættum vér ekki
ganga að neinu því, er vér gætum
séð fyrir að mundi verða þröskuld-
ur á leið þjóðar vorrar á ókomnum
tímum.
Þessi sannleiki er tekinn skýrt fram
í þessum þremur gullvægu latnesku
orðum: Prímum non nocere o: fyrst
og fremst ber að gæta þess að gera
ekki ógagn. Hve miklu öðru vísi
mundi ekki líta út fyrir þjóð vorri,
ef stjórnmálamenn vorir hefðu ætíð
haft hugsun þessara orða nógu skýra
í huga sér? Hve margt óheillaverkið
væri þá ekki ógert nú, frá því á
dögum Sturlunga og fram til und-
irskriftarmálsins?
En hvað sem því líður, þá eru
stöðulögin máttarviðirnir i stjórn-
arskrá vorri og stjórnarskipun. En
þessir viðir eru fúnir; þessvegna
brakar í byggingunni hvenær sem
á hana reynir og mundi það ekki
vera með fram þessvegna, hve örð-
ugt reynist að byggja þá höll, er
allir geti séð að lengi muni standa?
Fyrst þarf að höggva burtu öll fúa-
sprekin og setja aðra viði traustari
í staðinn.
Þá fyrst gæti „frelsishöllin" okkar
„staðið stöðug" og það yrði til bless-
unar fyrir oss, en jafnframt til vegs
og sóma fyrir bræður vora Dani.
\
Búddatrúir) og
siðmenning Kristninnar.
Mr. Stead, hinn óþreytandi, hefir dvalið
austur á Rússlandi fyrirfarandi mánuði —
sérstaklega í þeim erindagerðum, að reyna
til, sem sjónar- og heyrnarvottur, svo og
trúnaðarmaður helztu höfðingja og for-
sprakka landsins, að skýra fyrir sjálfum
sér og heiminum hið mikla óstjórnar upp-
nám, sem þar er við að stríða. Þá var hinn
nýi boðskapur keisarans enn þá ókunnur,
þótt Stead vissi þá þegar, að sú alsherjar
stjórnarbreyting, sem boðuð er, væri fyrir
dyrum. Eigi mun og síðar vænna — segir
Stead — því sá landskjálfti reið að, sem
þá hina sömu daga ógnaði öliu ríkinu.
Hann bætir og við, að eftir svo inngróna
og aldurlanga einræðiskúgun, var þjóðlík-
aminn svo sjúkur orðinn og ráðlaus, að
engu tauti varð við komið — nema að
reyna þetta, sem þó kæmi máske um
seinan: að steypa saman eitiveldi (alræði)
og þjóðrceði. Og þetta er líka þráðurinn í
hinni nýju stjórnarskrá. En hverfum nú
frá Rússlandi og bíðum fleiri tíðinda
þaðan.
Það er hin japanska siðmenning, sem
engu síður en Rússland fyllir huga og sál
Mr. Steads og ótal annarra vitringa og
leiðtoga þjóðanna um þessar mundir.
Mr. Stead (í nóvbr. hefti blaðs síns
Review of R., o: revjú of revjú), mælir
sérstaklega fram með tveim greinum í
öðrum blöðum, annari eftir Búddatrúar-
mann, Anesakí, prófessor í trúarspeki í
Tokíó. Greinin þykir koma óvænt, en
mælist hið bezta fyrir. Hina greinina
skulum vér geyma oss, en tilfæra nú
þegar hið helzta, sem Mr. St'ead fræðir
oss um úr þessum Búddamanns fyrirlestri.
Fyrirsögnin er spurningin: *Mun eigi
mega samþýða Búddatrú og kristindóm?«
í upphafi máls síns segist höf. ekki sjá
JVýir Kaupendur
að 5. árg.
NORÐURLANDS
fá allan árganginn fyrir
B&gT einar 2 krónur 1SK5
og auk þess í kaupbæti
hina ágœta skáldsögu
-3P ,,Spæjctrinn“
386 péttprentaðar bls.
neitt ókleyft í 'því að samþýða hinar ýmsu
trúarflokkaskoðanir í kristninni, þótt langt
muni eiga í land. En þá ætti — segir
hann — að vera eins hægt að mynda
»harmoníu« úr Búddatrú og kristinni trú.
»Sé kristind. algild trú — ékki eins og
hann er sýnilega að skoða, heldur eins
og hann er boðaður sem fagnaðarerindi;
þá má Búddatrúin krefjast sama réttar,
úr því hún bbðar og ber með sér sam-
svarandi allsherjar fyrirmynd (ideal).«
Að finna og ákveða samhljóðan beggja
þessara algildu trúarbragða, hyggur höf.
að muni alls eigi reynast torveldara, þegar
stundir líða, en skapa samhljóðanina milli
kenninga hinna kristnu flokka.
»Eða ætti,« spyr hann, »Búddatrúin að
afhenda sína köllun og kröfur kristin-
dóminum? Getur Búddatrúar þjóð ekkert
veitt eða kent siðmenning þessa heims,
nema hún sé áður orðin kristin? Gæti
hún ekki haldið sinni trú, ef hún kristn-
aðist í anda og hugskoti og kæmist á
þann hátt inn í alls herjar samrætoi vax-
andi siðmenningar? Og er það hinsvegar
óhugsandi, að kristnar þjóðir vildu kom-
ast í sararæmi við Búddatrú og siðmenn-
ingu?«
Þá útlistar hann grundvallareinkenni
beggja trúarbragðanna.
»Aðal-mismunurinn er sá, að Búddatrúin
er mannvitsleg (intellectual), en kristin-
dómurinn leitar hjartans og tilfinninganna.
Hin fyrnefnda heimtar frið og hvíld fyrir
vitið (andann), en hin er trú vonar og
kærleiks.«
Þá rekur hann uppruna beggja, annarar
frá Bramatrúnni, en hinnar frá Hebreun-
um, og segir: >Þar liggur hinn skýlausi
mismunur trúanna. Önnur hefir sprottið
upp og náð fullkomleik sínum í rósamri
endurlausn skynseminnar frá böli þessa
heims, og hin hefir eins á sinn hátt vaxið
og náð endimarki sínu í brennheitum kær-
leik til föðursins á himnum — hvor fyrir
sig á hennar algerðasta stigi, sem náðst
hefir. Báðar trúrnar, skoðaðar í sambandi
við þeirra sögulega rakasamband, sýna
ósamhljóða, ef ekki gagnólíka trúarreynslu
mannkynsins.«
En hvar ber þeim saman?
Samkynja frumparta í báðum finnur höf.
í persónuleik beggja hæstu fyrirmynda,
þ. e. í persónum höfunda þeirra, Búdda
og Krists. Persónuleikur eða holdgan
Dharma (guðs) fyllir Búdda, sem þorði
að segja: »Sá sem sér Dharma, sér mig.«
»Kenning hans og speki var ekkert annað
en það, sem hann var sjálfur í insta eðli