Norðurland


Norðurland - 13.01.1906, Qupperneq 3

Norðurland - 13.01.1906, Qupperneq 3
73 NI. Glímur. Veðglíma fór fram hér í leikhúsi bæjar- ins fyrra laugardag. Voru aðgöngumiðar seldir og svo var kapp bæjarbúa mikið að miðarnir seldust upp því nær strax og fengu þó miklu færri en vildu. Er það gleðilegt og bendir til þess að enn er áhugi manna á þessari þjóðlegu skemtun ekki lítill og virðist sem mjög auðvelt væri að giæða hana, ef menn vildu sýna henni fullan sóma. Glímurnar áttu að vera þrjár og skyldi sá er ynni tvær af þeim fá 100 kr. af laun- um. Hafði verzlunarstjóri Grímur Laxdal boðið fram 100 kr. og urðu síðar margir í því félagi, en Jóhannes Jósefsson verzlunar- stjóri bauð fram 100 kr. fyrir sitt leyti. Þess- irglímdu: JðhannesJósefsson verzlunarstjóri og Ólafur V. Davíðsson verzlunarmaður, er báðir hafa verið taldir ágætis glímumenn. Höfðu þeir og æft sig báðir um nokkura hríð áður en glímurnat' fóru fram. í dóm- nefnd voru þessir: Ásgeir Pétursson, kaup- maður, Guðlaugur Pálsson, snikkari, og Vig- fús Sigfússon, hóteleigandi. Glímurnar fóru svo, að Jóhannes Jósefs- son vann þær allar; feldi hann glímubróð- ur sinn fyrst á klofbragði en tvær seinni glímurnar á krœkju-, hlaut hann því að sjálfsögðu verðlaunin. Er það mál margra manna að Ólafur muni ekki hafa notið sín fullkomlega um kvöldið, því hann sé íþrótta- maður en ekkert megum vér um það dæma. Nokkurt útlit er fyrir að glímur þessar verði til þess að glímum verði meira sint hér í bænum en áður. T. d. er oss það kunnugt, að ýmsir hafa skorað á Guðlaug Pálsson, snikkara, sem talinn er einn af beztu gh'mumönnum bæjarins, að æfa flokk manna og sýna glímur á leiksviðinu. Væri vel til fallið að fleiri vildu gera þetta og er ekki útlit fyrir annað en að þeim mundi vel tekið hér, ef þeir vildu sýna list sína. Hvað segja t. d. Mývetningar um það að glíma hér eitt kvöld, eða þreyta glimur við Akureyrarbúa. Mætti að því verða hin bezta skemtun og jafnframt gagn. Er það illa farið hve ungir menn æfa lítið krafta sína og fimleika. X ísland erlendis. Frá fréttaritara Norðurlands í Khöfn. f sænska blaðið Uppsala hefir Finnur prófessor Jónsson ritað grein um stjórnar- skipun fslands. Fræðir hann Svía á því, að nú muni deilum íslendinga og Dana að öllu vera lokið, enda sé landið nú svo frjálst og óháðjjDönum sent framast verði á kosið, en segir þó, að forsætisráðherra Dana líti yfir íslenzk lög til þess að gæta þess, að þingið fari ekki út fyrir verksvið sitt. — Hér var fundur haldinn í stúdentafélag- inu um dönsku greinina í „Reykjavík". Vóru þar allir á eitt mál sáttir um, að slíkt væri hið mesta þjóðarhneyksli, er danska flokkn- um ætti ekki að haldast uppi. Var samþykt með öllum atkvæðum gegn einu (Valdemars Erlendssonar þingeyings) að félagið léti opin- berlega í Ijós skoðun sína á þessari miklu þjóð- arsmán. Fylgdi öðlingurinn Bogi Melsteðstú- dentum hér að máli. Var svo samþykt að skrifa stjórn danska flokksins stutt bref urn þetta og heita á hana, að hún léti blað sitt ekki flytja fleiri greinar um íslenzk sérmál á dönsku og Ieiða henni fyrir sjónir, hvílík óhæfa slíkt væri. Var kosin 5 manna nefnd til þess. X Mannalát. Qróa Jónsdóttir kona Jóns Pálmasonar verzlunarmanns hér í bæ andaðist 24. þ. m. Hún varð að eins 29 ára gömul. Hún var dóttir Jóns bónda Guðmundssonar, er lengi bjó á Strjúgsstöðum; hún var vel gefin kona til sálar og líkama og var manni hennar mikill söknuður að henni og öllum þeim, er þektu hana. í meira en t ár þjáðist hún af megnri vanheilsu. Nýfrétt er hingað lát Jðseps bónda Ein- arssonar á Hjallalandi í Vatnsdal í Húna- vatnssýslu. Var hann einn af beztu bænd- um sýslunnar, maður höfðinglyndur og drenglundaður. Bæ sinn bygði hann upp allan mjög reisulega, girti alt túnið með grjótgarði og stækkaði það, og bætti jörð- ina á marga vega. Hann var maður frábær- lega karlmannlegur og svipmikill og mun mörgum hafa dottið í fiug einhverir forn- k appar vorir, er þeir sáu hann fyrst. Sjö sinnum enn. íupphafi inngangsgreinarinnarí »Norðra« er komist svo að orði: »BIaðið (o: »Norðri«) er gefið út af hlutafélagi, sem hefir keypt blöðin >Gjallarhorn« og »Stefni« Þau hætta að koma út með áramótunum, en »Norðri« kemur í stað þeirra*. — Vér gátum þess til að potti hefði verið hvolft yfir þessi sáluðu blöð, svo þeim yrði hægra andlátið, því bæði vér og aðrir munu hafa skilið ummælin svo, sem blöðin væru bæði dáin. En auðsjáanlega hefir »Gjallarhorn« sloppið með lífsmarki undan pottinum, því 8. þ. m. birtist það hérumbil í sömu mynd, sem það hafði, meðan það var enn hér á veg- inum með oss og hótar því að sýna sig enn þá sjö sinnum við hátíðleg tækifæri, þegar ritstjóranum verður mest mál á að skýra þjóðarmálin fyrir alþýða. Aftur hefir enn ekki sézt neitt Iífsmark með »Stefni«, sem þó mun hafa átt eitthvað ótalað við kaupendur sína. Hefir hann víst verið svo að fram kominn áður, að honum hefir auðnast að gefa upp andann — undir pott- inum. Truscoft-moforar, sem eru auglýstir hér í blaðinu, eru amerikskir, og kendir við mann þann, sem býr þá til. Þeir fengu heiðursverðlaun (grand prize) á St. Louis sýningunni í fyrra. Sigurjón Jóhannesson á Laxamyri ætlar að flytja hingað til Akureyrar á næsta vori. Hefir hann þegar samið um byggingu á íbúðarhúsi handa sér og verður það reist á Oddeyri fyrir utan hús sonar hans, stúdents Lúðvíks Sigurjónssonar kaupmanns. Hlekkjaherfið. Vér leyfum oss að benda á auglýsingu hér í blaðinu um hlekkjaherfið. Meðmælin eru gefin af einum merkasta bóndanum í Svarfaðardal, sýslunefndarmanni Gísla Jónssyni á Hofi. Bæjarsfjórnarnefndir. Þessar fastar nefndir voru skipaðar á síð- asta bæjarstjórnarfundi hér í kaupstaðnum fyrir ár það, er nú er að byrja: Fjárhagsnefnd: Bæjarfógetinn, Otto Tul- inius, M. B. Blöndal. - Fátœkranefnd: B/ej- arfógetinn, Frb. Steinsson, Eggert Laxdal. — Eyrarlandsnefnd: Stefán Stefánsson, Kristján Sigurðsson, Júlíus Sigurðsson. — Veganefnd: Frb. Steinsson. Oddur Björnsson, Kristján Sigurðsou.- Vatnsleiðlsunefnd: M. B. B!ön- dal, Eggert Laxdal, Júlíus Sigurðsson. — Styrktarsjððsnefnd: Stefán Stefánsson, Oddnr Björnsson, Frb. Steinsson. — Hafnarncfnd: Bæjarfógetinn, Otto Tulinius, Magnús Krist- jánsson. — Skðlanefnd: Bæjarfógetinn, Ste- fán Stefánsson, Geir Sæmundsson. - Heil- brigðisnefnd: Bæjaríógetinn, Guðmundur Hannesson, Kristján Sigurðsson,— Sóttvarn- arnefnd: Bæjarfógetinn, Guðm. Hannesson, Kristján SigurðssonByggingarnefud: Ste- fán Stefánsson (ti! 6 ára). - Bókasafnsnefnd : Bæjarfógetinn, Oddur Björnsson, Eggert Laxdal. — / kjörstjórn: Bæjarfógetinn, Krist- ján Sigurðsson, Frb. Steinsson. Blöðrusel sáu þeir nokkurn hákarlaveiðamennirnir úr Hrísey. Leiðrétfing. í næst síðasta blaði Norðurlands misprentað- ist í fáeinum númerum blaðsins í auglýsingu um Dan motorinn, að hann eyddi 60—70 pundum á klukkutímanum. í staðinn fyrir pundum átti eðlilega að standa kvintum. Þetta eru þeir beðnir að athuga, sem fengið hafa blöðin með prentvillunni í. Hús fil sölu. Gott ÍBÚÐARHÚS og nýtt geymsluhús með stórri lóð er til sölu á Oddeyri. Allar upplýsingar pessu við- víkjandi gefur JÓH. JÓSEFSSCN, Oddeyri. p ólkakstur^sleða mjög FALLEGA, ÓDVRA og HENT- UGA hér á íslandi, selur JÓH. JÓSEFSSON- Oddeyri. Keypt fæst fbúðarhús við eina af aðalgötum Akureyrar með stórri og góðri lóð, nægilegri til að byggja á 2 stórhýsi, ágætum matjurtagarði og stórri spildu af brekkunni, upp af kaupstaðnum, mjög hentugri til garðræktar og túnræktar. Byggi’igameistarar bæjarins ættu sérstaklega að athuga þetta tilboð. Akureyri 11. janúar 1906. Cggert £axdal. húsið í Aðalstræti nr. 34 er til leigu frá 14. maí næstkomandi. Jakob tSís/ason. Skozka blekkjaherfið, sem eg keypti hjá yður síðastliðið vor, hefir reynst mér ágætlega. Það mylur áburðinn einkar vel, sé honum hreytt hæfilega gisið, og hann ekki mjög harður þegar herfað er, enda mikið fljótt að vinna með því, sér- staklega þegar þess er gætt, að breiðsla og hreinsun eftirá, nálega hverfur. Svo ber þess líka að gæta, að óhætt má fullyrða, að þar, sem herfið er brúkað, verður grasvöxturinn meiri. Bóndi hér skamt frá, sem eg lán- aði herfið til afnota, gefur því sér- lega góðan vitnisburð og mun fljót- lega útvega sér eitt þeirra. Hofi í Svarfaðardal 24/s '05. jSís/i Jónsson. íslands bezfi þilskipaflofi til sölu. Hjá Islandsk Handels- & Fiskerikompagni fást eftirfylgjandi skip keypt: Nafn skipsins. Sigling. Fet á • Register Tons. Hvenær bygt. Byggingar- efni. Sann- sýnt verð. fást fyrir. lengd. breidd. dýpt miðskipa. 1. -Arney .... Kutter 64.5 19.0 9.5 59 1872 Eik. Kr. 8000 2. Bjarney . . . • — 59.7 16.5 8.5 43 ? Eik. - 6000 3. Drangey . . . — 62.i I8.1 8.7 53 1885 Eik. - 8500 ’5o 4. Engey .... — 65.6 17.9 9.4 57 1871 Eik. - 11000 cg 5. Flatey .... Skonnort 52.4 14.4 6.2 32 1875 Eik og fura. - 5000 s 6. Grímsey . . . Kutter 70.8 18.6 9.5 61 1885 Eik. - 9000 c 7. Hvanney . . . — 63.5 17.5 8.5 50 1883 Eik. - 8000 n C/5 8. Jómsey .... — 61.7 18.6 9.8 60 1884 Eik. - 10000 Ut 9. Kiðey .... — 74.5 19.4 9.7 78 1878 Eik. -12000 UJ 10. Langey .... — 56.2 19.4 8.2 43 1873 Eik. - 7500 11. Málmey .... — 63.o 18.5 9.3 52 1881 Eik. - 8500 Skipunum hefir verið vel við haldið frá því þau voru keypt og nú síðustu árin ig03/05 hafa þau hvert af öðru fengið grandgæfa viðgerð (frá 2000—500° kr. hvert skip) og þá alt tekið burt, sem nokkuð þótti athugavert við, hátt og lágt, og nýtt sett í staðinn. Skipum þessum er því nú hægt að halda út ( fleiri ár. án nokkurs viðgerðar- kostnaðar, og það mun ýkjalaust mega fullyrða að þau séu í lang fremsta flokki af íslenzkum fiskiskipum, hvað gæði og allan útbúnað snertir. — Skipin ganga til fiskiveiða frá Patreksfirði og má þar sjá þau af og til í sumar, en að loknum fiskiveiðum, í ágúst lok, fást þau til kaups, og verða til sýnis á Patreksfirði og í Flatey frá september- byrjun. — Af því félagið hefir í hyggju að hætta þilskipaútvegnum fást skipin með vægara verði og betri skilmálum en nokkurstaðar annarstaðar er hægt að fá jafngóð og velútbúin skip fyrir. Frekari upplýsingar hjá undirrituðum aðalerindreka félagsins hér á landi. Patreksfirði 1. maí 1905. Pétur A Ólafssoi).

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.