Norðurland


Norðurland - 13.01.1906, Síða 2

Norðurland - 13.01.1906, Síða 2
Nl. 72 sínu.« En »sömuleiðis er Kristur sonur guðs, ekki einungis fyrir það að hann elskaði guð eins og föður sinn, heldur og fyrir það, að hann var frá eilífð orðið frá guði, sem guð auglýsti sig í». — — »í báðum trúarbrögðunum hvílir þungamiðja guðsmeðvitundarinnar á persónuleik stofn- arans, sem býr meðal mannanna, og Ieiðir þá til þess eina, sem sendi hann, eða til þeirrar eilífu fyrirmyndar, sem hann sá augliti til auglitis. Trú á persónu sem þessa þýðir að verða, fyrir hana, eitt í þeim sannleika, sem þessi persóna opin- berar og að lifa í henni kærleikans lífi. Að allir megi vera eitt, eitt í föðurnum, eitt í syninum og eitt í báðum. Það er ekki einungis kjarni kristinnar trúar, heldur líka insti mergur Búddatrúarinnar.* Geta tvenn alsönn (absolút) trúarbrögð verið til? Höf. rannsakar mismun og skyldleika beggja trúanna, og ályktar síðan svo: »Kristindómurinn er vissulega algild trú, þ. e. trú, sem einskis annars þarf til að vera sjálfstæð, en sín eigin sannindi; hún er sú trú, sem kennir einn veg til guðs fyrir Jesúm Krist. En — mun algildi einn- ar trúar ónýta að sjálfsögðu sannleik og algildi annarar? Mótsögn virðist í því vera fólgin, að tvö trúarbrögð kallist al- gild, og svo má sýnast, að kröfur hverrar um sig uppfyllist með því eina móti, að önnur lúti hinni.« En þá ályktar höf. frá hinum kristna þrenningarlœtdómi, og virð- ist komast vel frá að sanna með þeim lær- dómi sína setning d: að eitt algildi geti »gengið upp« í öðru. »Eg sé ekki betur en að hvorutveggi trúin kenni holdgun samsvaranda guðs og trúi svo, aðrir á og fyrir Krist, en hinir á og fyrir Búdda. Mismuninn sé eg í sögu og skapferli og öðrum eðlilegum háttum og hlutföllum, en ekki í hinu algilda.* Nokkuru síðar segir hinn merkilegi höf. svo: »Japan, þar sem þetta form Búdda- trúarinnar hefir mesta þýðingu, frambýður kristinni trú góðan jarðveg og viðtökur. Það eru engar öfgar að segja, að kristin trú hafi verið fullþroskuð fyrir Japan, þegar áður ert krossínn var hér gróður- settur. Hinsvegar mun engan Japana furða, þótt hann finni hreinustu Búddatrúarsetn- ingar í kristindóminum, eins og hjá Tómas á Kempis: Imitatíó Kristi eða í hinni auð- mjúku og mildu trú hins heilaga Fransis- kuss.« Höf. segist ekki neita, að svo kunni að fara, að kristind. verði alheimstrú, en varla«, segir hann, »munu Austurþjóðirnar sleppa þeirra arfgengu hugsunar-trú.< »Hér í Japan kemst að líkindum á kristin trú, án páfa og helgra kirkjuþinga, en alt að einu mun þó Búddatrúin í þeirri trú búa eins og undirstaða um aldur og æfi«.------ »í einu orði að segja: Vér Búddamenn er- um reiðubúnir að eftirfylgja Kristi; já, vor trú á Búdda er trú á Krist. Ve'r sjáum Krist af því vér sjáum Búdda. < Ritstjóri hins ameríska blaðs: Hibbert Journal tilfærir enn fremur nokkur stór- merkileg svör og ummæli þessa japanska spekings. Um Krists afturkomu sagði hann svo: »Eins og sannleikurinn birtist og varð hold við upptök beggja trúarstrauma, Krists og Búdda með trú á persónu, með trú og kærleik: eins þarf í framtíðinni, ef nýr Kristur eða Búdda á aftur að birtast. Það verður fyrst að vakna þrá og þörf og sam- hugi milli þjóðanna. Vera má og að sá, sem kemur, sé ekki ein persóna, heldur heil þjóð. Hafi hvorugur, Kristur eða Búdda komið forgefins, þá vonum á afturkomu Krists eða á þann, sem vér köllnm »Búdda metteja♦. Hvar sem Búddatrú er fyrir mega Kristn- ir óhætt byggja ofan á. Hver trúin fyrir sig ætti að halda aukacinkennum sínum og siðum, en byggja báðar á hinni djúpu rót heilagrar trúar«. »Vér höfum farið langan veg til þess að fullkomna siðafræði vora og aga vorar kynslóðir til góðs lífernis; skynsemisleiðin er löng, en hún er trygg. Þér hafið hærri siðaspeki, en fyrir trúboða yðar kristnu landa höfum vér hingað til orðið litlu nær.« »Hin nýja siðmenning vesturþjóða heims- ins á ofmarga auðkýfinga og ofmikið í eftirdragi til þess að eftirfylgja honum, sem Guð útvaldi til að deyja, svo hann mætti lifa.« Við siðafræði Krists bæti eg engu. En það er satt, enginn er góður nema Guð. En að útiloka Guð úr siðafræð- inni, sem summum bonum (0: hin æðstu gæði) er að gera gjaIdþrot.« Ritstjórinn nefndi mðral Vilhjálms Þýzka- landskeisara og hina vestrænu pólitík. Þá fyrst hrutu hinum japanska trúmanni nokk- ur bituryrði. Hann mælti: Þar sé eg ekki kristindóm, heldur Ieifar hinna gömlu römmu Gyðinga. Ávarp keis- ara Vilh. til hersins, er herja skyldi á Kín- verja, var fult af ofstæki og heiðindómi. »Hin ókristilega aðferð hjá vesturþjóð- unum gerir allsherjareining trúarbragða ó- mögulega; Ógni menn oss með þeim of- stopa, erum vér Japanar albúnir að veita fult viðnám, ekki einungis í nafni Búdda, heldur og í nafni sjálfs Krists«. M.J. % Bækur. K. Prytz og Th. Thorkelsson: Undersögelse af nogle is- landske varmekilders ra- dioaktivitet og af kildeluft- arternes indhold af Argon og Helium. Kbh. 1905. Þó ritlingur þessi beri nafn tveggja rithöfunda, er hann eingöngu saminn af landa vorum cand. mag. Þorkeli Þorkelssyni frá Flatatungu. Hann ferð- aðist hér um landið 1904 til þess að rannsaka, hvort ekki yrði vart við radium eða önnur fágæt efni í hver- um vorum og laugum. Hafði hann til þessa nokkurn ferðastyrk af Karls- bergssjóðnum. Ritgjörð þessi skýrir frá árangrinum af ferðinni og vís- indalegum rannsóknum á hveravatni o. fl. eftir Þ. Þ. Ekki verður sagt að hér sé um auðugan garð að gresja, hvað þessi fágætu efni snertir og hefði það þó verið notandi, ef þau hefðu fundist til stærri muna, því eftirspurn eftir þeim er mjög mikil. Að vísu reyndist loftið kringum hverina mjög leiðandi fyrir rafmagn, sem orsakast af radí- umgufu (emanation), en annars varð engra efna vart, sem oss geti að not- 'um komið. Þorkell Þorkelsson er sá eini eðlis- fræðingur, sem vér ísl. eigum nú sem stendur. Hann hefir sezt að í Dan- mörku, því hér er ekkert að starfa í þeirri fræðigrein. Það eru að eins prestar, læknar og sýslumenn sem hér eru gjaldgeng vara. Þetta leiðir ef- laust til þess, að vér missum marga efnilega menn og er ilt til þess að vita. Saga þessara íslendinga, sem setj- ast að erlendis, er ætíð á einn veg: Þeir sem geta sér góðan orðstýr eða fnegð eru hvervetna kallaðir danskir, en kynni þeir sig að einhverju mis- jöfnu, er því aldrei gleymt að þeir séu Islendingar. q. //_ Ástœðulausar árásir. »Gamall kunningi,« sem ritar í síð- asta Gjallarhorn, er með ástæðulausar árásir á blaðið og ritstjóra þess fyrir það, að það flutti í vor fréttir, sem því bárust frá Danmörku, um að von væri á að tilboð frá loftskeytafélagi í Parísarborg mundi verða lagt fyrir síðasta þing. »Kunninginn« er svo góðgjarn að hann gefur í skyn að rit- stjórinn hafi sett þessa fregn í blaðið á móti betri vitund. Vér vonum að fyrir flestum lesend- um NI. sé óþarfi að taka það fram, að þegar fregnin var sett í blaðið vissi ritstjóri blaðsins ekki annað, en að hún væri sönn. Bréfið sem fregnin var tek- in úr, er Iíka ennþá til og hægt að færa fullar sannanir fyrir þessu. Tilboðið lá ekki formlega fyrir þing- inu og því getum vér ekkert um það dæmt hveruig það hafi verið, því upp- lýsingar þær, sem þingtíðindin gefa um það, eru alls ónógar. Satt að segja fór svo fyrir oss éins og farið mun hafa fyrir æði mörgum öðrum mönn- um hér á landi. Tilboð þetta hvarf út huga vorum eftir að önnur betri tilboð komu um loftskeyti, eða þá skýrari og ákveðnari og þeim var fylgt fram af meira kappi. »Kunninginn« mun líka gera alt of mikið úr áhrifum þeim, sem fregnin um þetta tilboð hafði á hugi manna °g þingmálafundina. Það var fregnin um að maður væri kominn til Reykja- víkur með loftskeytatæki og að senda ætti hingað loftskeyti alla leið frá Bret- landi, sem sannfærði menn um, hve hraklega væri logið um loftskeytin í blöðum stjórnarinnar og af sumum fylgismönnum hennar. Þegar svo útrætt var um ritsíma- málið á þingi, — en þá fyrst vissum vér að ekkert varð úr þessu franska tilboði — þótti oss ekki ástæða til þess að fjölyrða um það og er dálítið spaugilegt að sjá það stjórnarblaðið taka þetta mál að sér til umræðu, sem ekki er ennþá farið að segja lesendum sínum frá loftskeytastöðinni í Reykjavík. \ Jieknetaveiðarnar. Þórarinn Tulinius, stórkaupmaður, hefir enn góðfúslega sent Nl. skýrslu Falcks konsúls í Stafangri um síld- veiðina hér Við land síðasta sumar, og er hún mjög eftirtektaverð fyrir oss, ekki síður en áður. Svo er að sjá af skýrslunni, að þær litlu veiðar, sem reknar eru af íslend- ingum, séu taldar með, og eins það, sem Danir hafa við þær átt, sem enn er mjög lítið. En þegar um veiðina er talað í heild sinni, gætir þessara veiða vor íslendinga því nær alls ekki, ekki fremur en ef sykurtoppur er reistur upp við kirkjuturn. Það eru Norðmenn frá vesturströnd lands- ins, sem reka þær því nær einir og auka flota sinn hér árlega; þeir fylla tunnurnar, en vér hjálpum þeim til þess að salta ofan í þær og þökkum fyrir. í fyrra höfðu 2 skipin hringnætur en í sumar, segir konsúllinn, að þær hafi verið 13. Fyrstu hringnæturnar fengu Norðmenn frá Vesturheimi, en nú þegar búa þeir þær til sjálfir. Þeir vilja vinna það í landinu, sem þeir þurfa að nota við veiðar sfnar, og þeir geta búið til. En auk þess voru hér fleiri norsk skip við reknetaveiðar en nokkuru sinni áður og fengu öll sæmilega veiði. ’ Árið 1900 var reknetaveiðin 536 tunnur, 1901 816 tunnur, 1902 5000 tn., 1903 40000 tn., 1904 85000 tn. og árið 1905 um 120,000 tunnur, og sýna tölurnar bezt hve feiknamikla þýðingu veiðarnar hafa nú orðið. »Aflinn var þetta ár töluvert meira virði en nokkuru sinni áður,« segir konsúllinn, »fyrst og fremst af því, að hann var svo miklu meiri en áður, en líka af því, að hann komst í miklu hærra verð. Verðið á markaðinum var fyrst um 20 aura fyrir kilogrammið (= 2 pund), en hækkaði smátt og smátt upp í 25 aura fyrir kg. Séu 80 kg. talin í tunnunni að meðaltali, hafa fengist um 20 kr. fyrir tunnuna, eða 2,400,000 kr. fyr- ir alla veiðina, en þareð nokkuð var selt fyrir lægra verð framan af, og útflutningsgjaldið frá íslandi er um 2 kr. fyrir tunnuna, má ætla að gróð- inn af veiðinni sé um 2 miljónir kr.« Munað hefði oss íslendinga um þann skilding og þó minna hefði verið. Reynslan sýndi það nú, eins og í fyrra, að þau skipin, sem höfðu hring- nót, öfluðu bezt og græddu mest. 2 skip, sem höfðu sína hringnótina hvort, veiddu yfir 4500 tunnur, og sumir fiskimennirnir fengu um 600 kr. hlut á vertíðinni, sem ekki var meira en 3 mánuðir. Konsúllinn fullyrðir að Norðmenn muni hafa miklu meiri útbúnað næsta ár til þessara veiða, einkum muni miklu fleiri útvega sér hringnætur og hafi margir þegar pantað þær. Veiðin með reknetum var í ár yfir- leitt nokkuð minni en síðastliðið ár, þó ágóðinn yrði meiri, af því verðið var hærra. »Með nótum aflaðist í sumar sem leið ekki nema nokkur hundruð tunn- ur af síld við ísland«, segir konsúll- inn, »og þeir sem enn þá reka þá veiði töpuðu miklum peningum. Víða var legið inni í fjörðunum við nætur alt sumarið, án þess að næturnar væru bleyttar í sjónum eitt einasta skifti og verður þá afleiðingin og úr- slitin bágborin bæði fyrir eigendurna og fiskimennina. Það sýnir sig að það getur ekki lengur borgað sig að reka þessar veiðar, menn mega ekki lengur liggja inni á fjörðunum og bíða eftir síldinni, flskimennirnir verða sjálfir að leita síldina uppi úti á hafinu. Gæði síldar þeirrar er fiskaðist má teljast mjög vel viðunandi og hið sama má segja um meðferðina. Varan var sjaldan vond, á pækilbrendri síld bar nú mjög lítið og þakka eg það mest nýju og endurbættu tunnunum, sem menn nú eru skyldir að lögum til þess að nota. Það sýnir sig að þessi lagasetning var mjög þarfleg. Kostnaðaraukinn við þessar tunnur er smáræði í samanburði við þann sparn- að, sem af því leiðir að varan verður miklu betri«. Samkvæmt beiðni frá dönskum flski- félögum höfðu 4 menn danskir tekið þátt í veiðinni á skipum konsúlsins. Jóhannes Jóhannesson sýslumaður og bæjarfógeti á Seyðisfirði ætlar að sigla til útlanda bráðlega, sér til heilsubótar og dvelja erlendis fram á næsta sumar.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.