Norðurland - 10.03.1906, Blaðsíða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir.
Akureyri, 10. marz 1906.
26. blað.
Atvinna.
Tveir duglegir snikkarar og
einn duglegur inúrari geta feng-
ið atvinnu við kirkubyggingu á
Patreksfirði frá byrjun maímánað-
ar næstk .Atvinnan verður í nokk-
ura mánuði. Peir sem vilja sinna
[oessu gefi sig sem fyrst fram
og tiltaki daglaun sín og vinnu-
tíma pr. dag.
Menn snúi sér sem fyrst til
undirritaðs.
Oeirseyri, 23. jan. 1906.
Markús Snæbjörnsson.
jfrá útlöndum.
Frá fréttaritara Norðurlands.
K.höfn 17. febr. 1906.
England.
Þar er nú lokið kosningum og hefir
stjórnin unnið svo glæstan sigur, að hvorki
hún né andstæðingar hennar hefðu þorað
að gera sér svo háar vonir, sem raun
varð á. Flest allir fyrverandi ráðherrar
féllu, þar á meðal sjálfur flokkshöfðingi
Toryanna og fyrverandi forætisráðherra
Balfour. Einn flokksmaður hans bauðst óð-
ara til að leggja niður þingmensku — og
þáði Balfour boðið. Þykir líklegt, að Bal-
four komist að, en þó er það ekki víst,
því að nú hafa stjórnarmenn ákveðið að
einn maður úr þeirra liði verði í kjöri í
mót honum. Situr ráðaneytið nú fast í
sessi næsta kjörtímabil, ef innri óeirðir og
sundurlyndi verða því ekki að banameini,
því að það telur miklu fleiri menn en allir
aðrir þingflokkar til samans.
Þessar kosningar hafa verið mjög snarp-
ar. Er sagt, að harðari kosningahríð hafi
ekki verið háð á Englandi. Má geta þess,
að á einum kjörfundi var reyktri síld kast-
að framan í Balfour. Á öðrum fundi varð
að fleygja fjórum konum út. Það var á
fundi, er sjálfur ráðaneytisforsetinn, Cam-
pell Bannermann hélt. Grenjuðu konurnar
svo hátt um kosningarrétt kvenna, að
ekki var annað fyrir hendi en að fleygja
þeim út, hverri á eftir annari. Á þriðja
fundinum sagði fríverzlunarmaður einn um
Chamberlain, að Júdas Ischariot og ind-
verskir kyrkingamenn (alkunnur bófalýður)
væru sannir sæmdarmenn hjá honum!
Þessi stórkostlegi sigur frjálslynda flokks-
ins — stjórnarflokksins — hefir það fyrst
og fremst í för með sér, að tollmálapóli-
tík Chamberlains er nú niður kveðin, lík-
lega að fullu og öllu — og það er hún,
sem hefir átt svo drjúgan þátt að hrak-
förum íhaldsmanna. Að vísu sagði hann
sjálfur i lok kosninga, að hann og flokkur
hans hefði að sönnu beðið ósigur, en stefnu-
skrá hans og hugsjónir væru þar fyrir
ekki úr sögunni. Hann hyrfi sjálfur (o:
Chamberlain) af sjónarsviðinu, en einhver
mundi koma í sinn stað, berjast fyrir þeim
og leiða þær að lokum til sigurs.
Um 30 jafnaðarmenn hafa nú og náð
sæti á þingi Breta. Foringi þeirra heitir
Keir Hardie.
Það er í frásögur fært, að John Burns,
verkmannaráðgjafinn, bað Játvarð Breta-
konung um leyfi til að þurfa ekki að bera
einkennisbúning, en konungur synjaði hon-
um þess. En alt fyrir það fór B. í jakka
á fund konungs og var veitt áheym eigi
að síður.
Heimsfriöurinn — Morokkófundurinn.
Sjaldan hafa verið minni horfur á friði
en nú. Allar þjóðir hervæðast af meira
heljarkappi, en nokkuru sinni fyr. Eng-
lendingar luku þessa dagana smíðum á
mesta skipi, sem enn hefir séðst á vorri
jörðu. Það heitir Dreadnought og er 18
þúsund ton.
Um þessar mundir halda og fulltrúar
frá flestum stærstu ríkjum í heimi fund
um Morokkómálið, er eg hefi áður getið
um. Var það Vilhjálmur Þýzkalandskeis-
ari, er mestu réð um, að hann var haldinn.
Segir fróðum mönnum þunglega hugur um
árangur hans. Er aðaldeiian milli Þjóð-
verja og Frakka og hún veltur á því, að
fulltrúi Þjóðverja krefst þess fyrir hönd
þjóðar sinnar, að alþjóðalögregla hafi lög-
gæzlu á hendi í Marokkó, en Frakkar
vilja vera þar einir um hituna, vilja að
frönskum lögreglumönnum — o: þeim ein-
um — sé falin hún á hendur. Er enn eigi
auðið að sjá, hver úrslit verðs.
Rússland.
Nú virðist afturhaldið aftur ofan á í
Rússlandi. En menn vona að það verði
ekki lengi. Berst nú hver hörmungafregn-
in á fætur annari af hryðjuverkum stjórn-
arinnar gagnvart þeim andstæðingum henn-
ar, er tekið hafa þátt í eða grunaðir eru
um að hafa átt hlut að einhverju samsæri
gegn henni. í Ríga voru 5—600 manna
líflátnir og á öðrum stað lét hún (0: Rússa-
stjórn) leiða 50 menn út og skjóta!
Frd Finnlandi.
Þar er á ferðinni nýtt frumvarp til kosn-
ingarlaga, mjög frjálslynt. Þingið á að
vera ein deild, þingmenn 200 að tölu.
Kjörtímabilið er þrjú ár. Kosningarrétt
hafa bæði konur og karlar, ef þau eru 21
árs eða eldri. Kjörgengir til alþingis eru
menn 25 eða jafnvel stundum 24 ára.
Þingmenn skulu búsettir í kjördæmi sínu.
Því miður hefir og nýja afturhaldsbliku
dregið upp í Finnlandi. Þar hefir stjórnar-
ráðsritari (Ministerstatssekretær) nýlega
verið skipaður þvert ofan í vilja þjóðar
sinnar, er Langhoff heitir. Er það kunn-
ugt um hann, að hann er rússneskur
mjög í anda og hinn mesti afturhalds-
seggur.
Frá Danmörku.
Lík Kristjáns konungs IX. var flutt til
Hróarskeldu í gær. Verður hann jarðaður
á morgun. Er Vilhjálmur Þýzkalandskeis-
ari væntanlegur í dag. Koma nú hingað
prinsar og furstar alla leið austan úr Síam
til að vera við jarðarför konungs.
Mannaláf.
Nýlega er dáinn í Svarfaðardal einn
af merkisbændum sveitarinnar Arni
Jónsson í Dæli.
'4
Crú/n á landið.
Fyrir skömmu ritaði útlendingur
mér nokkurar línur um grein þá, sem
staðið hefir í Nl. undir þessari fyrir-
sögn. Kvað hann lýsingu mína yfirleitt
rétta en þótti hún eigi að síður helzt
til glæsileg og betri vitnisburður gef-
inn landinu og framtíðarhorfum þess
en ástæða væri til. Maður þessi er
nauðakunnugur hér á landi, en þekkir
auk þess nágrannalöndin ágætlega og
hefir dvalið þar vfða árum saman.
Aftur þykir Sigurjóni Friðjónssyni *
eg bera landinu of illa söguna og vefja
vantraustsins gráu slæðu utan um lýs-
ingu mfna á því. Enginn gerir svo
öllum líki.
Eg vil benda S. F. á það, að þeg-
ar dæma skal um landskosti íslands
þá er að tala um samanburð við önn-
ur lönd. Þeir einu geta því vel um
þetta dæmt, sem bæði þekkja ísland
og önnur lönd, ekki eingöngu af bók-
um, heldur af éigin reynd. Þó S. F.
hefði alla aðra góða hæfilegleika til
þess að dæma um þetta mál, þá brest-
ur hann aðalatriðið, því í útlöndum
hefir hann ekki dvalið svo eg viti og
þekkir ekki önnur lönd af eigin reynd.
Mín spá er sú að ef hann væri þar
kunnugur, þá bæri hann landinu engu
betur söguna en eg. Eigi að síður
gæti hann gert sér góðar vonir um
framtfð þess.
Það er einkum eitt atriði sem hann
telur »aðalþátt réttrar skoðunar og
trúar á Iandinuc og honum þykir eg
gleyma: áhrif landsins á þjóðina sem
landið byggir. í hans augum leiðir hin
»stórfelda náttúra* íslands til þess að
hér myndist »stórar sálir og þroskuð
þjóðc.
Ekki efa eg það að landið hafi lík
áhrif á íbúa þess. (Eg hefi einusinni
haldið allítarlega ræðu um þjóðarein-
kenni íslendinga í sambandi við ísl.
landshætti), en hræddur er eg um að
margt sé samt að athuga við þessa
skoðun S. F.
Hvað er það sem sérstaklega er
stórfelt við náttúruna hér? Jafnheitur
er sjórinn í öðrum Jöndum, vetrar-
frostið víða meira, hríðarnar engu
minni, fjöllin miklu hærri, hlákurnar
miklu stórfeldari. Það skyldi þá helzt
vera hafísinn og bjarta vornóttin, sem
sérstaklega væri stórfelt hér.
Eg er hræddur um að hér sé um
líka kreddu að ræða og þá að hér
verði menn öðrum framar miklir menn,
af þvf hér sé við svo margt að strfða.
Eg veit ekki til að íslendingar á Græn-
landi hafi verið stærri sálir og þrosk-
aðri þjóð en laklega í meðallagi og
sáu þeir þó nóg af stórfeldum hafís og
björtum vornóttum. Þjóðirnar í heim-
skautalöndunum hafa sjaldnast fengið
orð fyrir mikinn andlegan þroska.
Hann á þar einmitt erfitt uppdráttar
* Eg vil spyrja hann hvaðan hann hafi það
að eg álíti Iandið svo ilt að það geti
ekki orðið hæfilegur bústaður siðaðra
þjóða.
V. ár.
vegna þess að baráttan fyrir daglegu
brauði er þar erfiðari en víðast annar-
staðar.
Svo er vissulega fleira stórfelt en
fjöllin og hríðarnar. Sléttan getur
verið næsta stórfeld og töfrandi að
sögn þeirra sem lifað hafa í hinum,
útlendu sléttulöndum. Skógarnir eru
það engu síður. Sennilega er ekki orð
á því geiandi að land vort sé miklu
svipmeira eða stórfeldara en fjöldi
annara landa. Það er víðar Guð en í
Görðum.
Aftur gæti eg bent S. F. á margt
miður heppilegt hjá oss íslendingum,
sem stendur í nánu sambandi við
landshagi vora. Óvíða mun t. d. tauga-
veiklun og móðursýki þrífast betur en
hér. Margur maður hefir komið til
mín með bogið bak, beygða sál og
veiklaðan vilja undan þessum blessuð-
um »erfiðleikum«, sem eru svo mikils
virði í sumra augum. Þetta er nú sá
andlegi þroski sem landið hefir gefið
þessum börnum sínum.
Hollast mun oss vera Islendingum
að líta blátt áfram á land vort eins
og það er, lofa það hvorki né lasta
um skör fram. Vissulega mundu hér
verða »stærri sálir og þroskaðri þjóð«
ef erfiðleikarnir væru færri, en senni-
lega eru þeir þó ekki svo gífurlegir
að ekki megi úr þeim bæta, ef kapp
er á það lagt.
S. F. finst að trú mín á fólkið komi
illa heim og saman við það að vér
séum mótstöðulitlir fyrir útlendum á-
hrifum. Eg sé ekki að þetta komi í
bága. Japanar hafa tekið gott og ilt
eftir útlendingum og er eigi að sfður
mikið í þá spunnið. q
4
,JY[áigagn sannsög/innar',
sem ekki tná sjá sati orð á prenti.
»MáIgagn sannsöglinnar* í Reykja-
vík segir hvert orð ósannindi í frétt-
inni, sem Nl. flutti í haust um síma-
slit milli Kína og Japan. Fréttina hafði
eg skrifað — í bréfi til föður míns —
og hann síðan leyft að hún væri tekin
upp í blaðið.
Heimildir mínar hafði eg úr dag-
blaðinu »Politiken«, sem út kom 6.
sept. sfðastl. Þar er sagt frá símaslit-
unum, að 6 símar hafi slitnað í nánd
við Shanghai. Þetta, að símarnir slitn-
uðu, er vitanlega aðalatriðið, en hitt
skiftir minna máli, þó þeir ef til vill
hafi ekki allir legið yfir til Japan. I
þessu sama blaði er og prentað upp
samtal fréttaritara blaðsins við for-
mann St. n. ritsímafélagsins, kammer-
herra Suenson, þar sem hann sjálfur
endurtekur fregnina og segir að auki
nokkuð nánar frá.
Að því er snertir þá 3 af þessum
símum, er St. n. r. átti, þá segir
»Politiken«, að tveir af þeim séu á
milli Shanghai í Kína og Nagasaki á
Japan og einn sé til eyjarinnar Gusts-
law, en þrátt fyrir þessi símaslit segir