Norðurland - 19.05.1906, Blaðsíða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, Iæknir.
36. blað. } Akureyri, 19. maí 1906. j V. ár.
Sameiginlegur fundur
fyrir allar nefndir Iðnaðarsýningarinn-
ar verður haldin á Hótel Akureyri
næstkomandi sunnudag, kl. 4 e. h.
Áríðandi að allir mæti.
Akureyri, s/s 1906.
Sigurður Hjörleifsson.
ísland fyrir íslendinga.
ii.
(Síöari kafli).
Sumt af því sem gera þarf, til þess
að landið verði
fsland fyrir íslendinga
-— margt af því verður að ganga gegn-
um greipar löggjafarvaldsins — öll póli-
tísk mál. Eg tala nú ekki um þau málin
í þetta sinn, því að þess gerist ekki
brýn þörf, með því að á þeim er at-
hyglin vakin oft og víða, bæði í blöð-
unum og á mannamótum.
En á hin málin vildi eg benda, sem
almenningur hefir beinlínis í höndum
sér og getur ráðið til lykta alveg af
sjálfsdáðum, án þess að hömlur lög-
gjafarvaldsins komi þar til greina.
Þessi mál eru viðskiftamál þjóðarinn-
ar og samneyti okkar við útlendinga.
Þar er einn annmarki altaf í veg-
inum, sem hamlar því, að sœmd þjóð-
arinnar beri höfuðið hátt og er hann
sá, að þjóðleg samiök brestur meðal
almennings, til þess að efia innlenda,
íslenzka framför.
Með öðrum orðum. Hátterni lands-
lýðsins ber þess engan vott, yfirleitt,
að fólkið, yfirmenn og undirgefnir,
vilji gera Iandið að landinu okkar ein-
ungis, að því er séð verður.
Reyndar vakir þessi löngun í hug-
um margra manna, á víð og dreif.
En hún er ekki nógu öflug. Verkin
sýna merkin í þessu efni eins og
fleirum. Eintóm löngun í þessa átt,
og bæn í einrúmi, þær eru ónógar.
Framkvœmdirnar verða að fylgja.
Og þá sjást framkvæmdirnar í dags-
ljósinu, þegar viðleitni þeirra manna
nýtur styrks almennings, — þeirra
manna viðleitni, sem ryðja veginn og
brjóta ísinn.
Þeir menn hafa nú á síðustu árum
verið að rísa á legg víðsvegar í land-
inu, sem reynt hafa að koma á fót
innlendum iðnaði. Skinnasútun, súkku-
laðigerð, brjóstsykurframleiðsla, vindla-
gerð, sápusuða — alt þetta og fleira
í þá átt hefir verið sett á stofn í
landinu. En misjafnlega hefir það verið
stutt. Almenningurinn og einstakling-
arnir hafa víst eigi haft það hugfast,
æfinlega, að þessir vegryðjendur inn-
lendrar framleiðslu eru þess maklegir
að vera styrktir á þann hátt, að vera
teknir fram yfir útlenda menn, sem
vilja hafa okkur að féþúfu og vcra
sjálfir að eins — farfuglar á féþúf-
unni.
Þúsundir króna hafa farið, og tugir
þúsunda, árlega út úr landinu fyrir
klæðagerð, sem Norðmenn hafa haft
á höndum fyrir okkur. Nú eru tóvélar
að eflast í landinu, sem ættu að geta
fullnægt okkur, ef þær væru studdar.
En er þjóðin svo innrætt, að þessi
innlenda viðleitni vinni hjarta hennar
og hönd?
Eg efast um það.
Danadekrið er svo rótgróið í alþjóð
vorri að hörmung er til að vita — og
gengur gráti næst.
Ef vér viljum vera þjóð, þá verðum
vér að byggja landið fyrst og fremst
og þar næst að efla alt það, sem
eykur þjóðina og styrkir hana heima
fyrir.
Innlend verzlun er þar á meðal.
Engin verzlun getur verið innlendari
en sú, sem verzlar með afurðir lands-
ins okkar. Hvar sem þessháttar fyrir-
tæki rís á legg, ætti alls ekki að
skorta stuðning almennings.
Sú var tfðin, að innlendur matur
fékst ekki í landinu — ekki einusinni
í helztu bæjum landsins — alt var
keypt frá útlendingum. Og þessi þjóð
heldur, að hún sé orðin sjáltstæð, og
hélt það, meðan hún átti þess engan
kost að selja eða kaupa ketbita eða
annan íslenzkan mat — í sínu eigin
landi, nema á hlaupum og í smá-
smokkum og illa tilreiddan.
Enn þá er vanséð, hvernig þeirri
viðleitni reiðir af, sem víðsvegar hefir
brytt á í seinni tíð. Vonandi er, að
íslenzkt hangikjöt og önnur alíslenzk
ágætis matvæli verði etin og sæmileg
talin hverjum manni. En eg óttast þó,
að danskt svínakjöt verði nú bráðum
tekið fram yfir hitt góðgætið — í fínu
samkundunum. Skamt er síðan vanda-
maður ráðherrans vildi ekki að hann
reykti íslenzkan vindil — ekki nógu
fínt! Þá má búast við því, að íslenzkur
matur þyki ósamboðinn æðstu mönnum
landsins.
En undarleg er sú þjóðernis með-
vitund, sem vill heldur styrkja hálf-
danskan kaupa-hrapp, sem gengur með
dönsku völuna undir tungurótunum,
heldur en þá alinnlendu stofnun, sem
stendur á bjargstuddum íslenzkum
grundvelli — hvort sem sú stofnun
heitir tóvinnuvél eða kjötbúð, vindlagerð,
sápusuða eða sútunarsmiðja.
Meðan þjóðin vaknar ekki af þessum
dönsku-dvala. er hún ekki sjálfstæð
orðin að eðlisfari og því síður f húð
og hár, eða frá hvirfli til ilja.
Meðan almenningur landsins, æðri
menn og lægri, telja sér ósæmd að
því, að vera al-íslenzkir, innan rifja
og á ytra borðinu, erum vér örkvisa-
þjóð og ættlerar.
Þeir menn, sem vilja hamla því,
að þjóðin verði sjálfstœð — og það
gera þeir menn, sem eru þess fýsandi,
að vér innlimumst Dönum — eru
komnir í beinan skottlegg frá Gissuri
jarli, sem mestur svikari hefir verið í
landinu og þjóðar-Júdas, um þúsund ár.
Engin vafi leikur á því, að barátta
er fyrir höndum í landinu, barátta í
þá átt að gera þjóðina trúa sjálfri sér.
Herópið, sem þeir menn hafa, er
fylgja þeirri stefnu, er og verður þetta:
fsland fyrir fslendinga !
G. F.
X
Utan úr heimi.
Vér höfum séð nokkur norsk blöð
frá byrjun þessa mánaðar. Stórtfðindi
eru engin. Vissa er þó fyrir að Witte
forsætisráðherra Rússaveldis hefir feng-
ið lausn frá embætti sínu og heitir sá
Goremykin er komið hefir í stað hans.
Frá Serbíu er illa látið af stjórn
Péturs konungs, og vilja þeir losna
við hann. — Morðingjar Alexanders
konungs ráða þar nú öllu í land-
inu og þykir ekki ólíklegt að konung-
urinn hafi upphaflega verið í vitorði
með þeim. Er fullyrt að Serbar hafi
helzt augastað á Valdemar prins, bróð-
ur konungs vors.
X
BÆKUR.
Matth. Jochumsson: Frá
Danmörku. Nokkrir
fyrirlestrar tll fróðleiks
og skemmtunar, ásamt
kvæðum og myndum.
Kh. 1906. 212 bls.
Enginn íslendingur er annar eins
hamfaramaður að rita og síra Matt-
hías. Honum vex ásmegin með aldr-
inum, og nú, þegar hann er kominn
yfir sjötugt, koma út frá honum tvær
og þrjár bækur á ári auk fjölda kvæða
og blaðagreina. Bók þessi, sem hér
er uin að tala, kom út í vetúr; hún
er allmikið rit, í stóru átta blaða broti,
með nær 80 ágætum myndum, og
kennir þar margra grasa. En mest er
það lýsing á Danmörku, einkum landi
þar og útsjón, bókmentum, listum og
lærdómi, vísindum, skólum og þættir
úr sögu Iandsins, einkum frá tímabil-
inu 1840 — 52, eða stjórnarárum Krist-
jáns konugs 8. og stríðinu út af her-
togadæmunum; en þá báru Danir
hærra hlut. Öll er bók þessi ritin af
hinni alkunnu málsnild og fjöri, sem
höf. er lagin, enda gægist skáldið þar
út um aðrahvora línu. I gegnum alla
bókina skín sá tilgangur höfundarins,
að ætla sér að kynna Islendingum
Dani betur en verið hefir, og efla
þannig velvildar- og bróðurhug vorn
til Dana; var það vel gert að ríða á
vaðið með það og leggja þannig sitt
fram til þess, að styðja sátt og sam-
lyndi meðal þessara bræðraþjóða, sem
svo mikið eiga saman að sælda. Kvæði
allmörg eru í bókinni; eru flest þeirra
ágæt, og sum með því allra bezta,
er síra M. hefir orkt, t. d. Hafnar-
sæla og Gefjun.
Að tiltölu er bókin mest sögulegs
efnis, enda er sagan jafnan keltubarn
síra M.; en hann les og segir söguna
eins og skáld, hirðir ekki um ná-
kvæmnina, en setur á hana sinn
skáldlega blæ. Þessvegna verður bókin
einkar skemtileg aflestrar og í mörgu
fróðleg fyrir þá, er lítið vita um Dan-
mörk, bókmentir þeirra, lærdóm ög
listir.
En svo skemtilega og vel sem bók
þessi er samin, virðist svo, sem höf.
hafi ekki náð þeim tökum á efninu,
sem þurfti. IJað eru nærfelt eingöngu
Danir um og fyrir 1850, sem hann
er að tala um; upptalning lærðra
manna, listamanna og skóla frá sfðara
hluta aldarinnar er svo stutt, og hefir
lítið að þýða. Fyrir oss Íslendinga
þurfti alls ekki að vera að verja niinn-
ingu Kristjáns konungs 8. fyrir mis-
skilningi á afstöðu hans gagnvart her-
togadæmunum og þýzku pólitíkinni
þar fyrir 1848; það kemur oss lítið
við, en oss var áður minning hans
heilög og kær; oss varðar og lítið
frammistaða Dana í stríðinu um her-
togadæmin 1848 — 51, bardagar þeirra,
vörn og vopnaskifti, þó að það sé
skemtiefni fyrir Dani, af því að þeim
gekk þá vel; og ekki verður það
nema hálfsögð saga, fyrst ekki var
sagt frá síðustu úrslitum þeirra mála
Föstudaginn 11. þ. m. burt-
kallaðist okkar elskulegi eigin-
maður og fósturfaðir, Eggert
Stefánsson. JarðarfÖr hans fer
fram laugardaginn 26. þ. m.
frá heimili okkar, Strandgötu
17, kl. 12 á hádegi.
Oddeyri, 17. maí 1906.
Anna Davfðsdóttir.
Anna Sigurðardóttir.
1865, en á það er varla minzt. Öll
hin síðari saga Dana er oss jafn ókunn
fyrir þetta; og þó er saga þeirra eftir
1865 það langmerkasta fyrir oss, og
sem að öllu samanlögðu hafði lang-
mesta þýðingu fyrir oss, oss reið lang-
mest á að fá eitthvað að vita um; það
er þeirra stórmerkilega innri framfara-
saga nú síðustu 40 árin. Það eru að
eins lýðskólarnir, sem dálítið er sagt
frá. En á alt annað, sem þeir hafa af-
kastað, og gert hefir þessa litlu þjóð
að öndvegisþjóð í sumum greinum,
er ekki orði minst: hinar stórfenglegu
búnaðarframfarir þeirra, samvinnufé-
lagsskap í verzlun og vöruvöndun, rækt-
unarstórvirki Heiðafélagsins, og svo
margt annað, sem einmitt er svo fýsi-
legt fyrir oss Islendinga að fara og
kynnast. Fað hefði gert oss íslending-
um bókina stórum þarfari, einn sögu-
legur kapítuli um þessi atriði í staðinn
fyrir pólitíkina fyrir og um 1848 og
alt þjarkið um hertogadæmin. Pað er
að mestu sú Danmörk, sem var, en
ekki sú sem er, sem verið er að lýsa
— sögulegt yfirlit afturi tímann, og þó
varla minst á afstöðu hennar gagnvart
íslandi, hvorki þá og því síður nú.
En öðrum kann nú annað að sýn-
ast, og það eitt er víst, að bókin er
bæði skemtileg og líka fróðleg; mynd-
irnar eru bæði margar og góðar, og
prýða bókina mjög. Málið er bæði
fallegt og fjörugt, eins og höf. er von
og vísa; þó rakst eg á tvö orð, sem
eru illa hafandi: annað er stafnsfesta
(bls. 42) yfir Stavnsbaand; Stavn þýð-
ir heimili, heimkynni, en ekki stafn,
og ætti að heita heimafesta eða heima-
bönd á íslenzku (heima=heimili). Hitt
orðið er rómanskur (tvisvar á bls. 162).
Pað á að vera sama og rómantiskur,
en svo er kölluð skáldskaparstefna sú,
er fyrst kom upp og fekk nafn sitt f
Þýzkalandi 1798 (í Athenæum Schle-
gels). Rómanskar heita aftur á móti
þjóðir þær, er ætt sína eiga að meiru
eða minnu leyti að rekja til Rómverja
hinna fornu; en engin skáldskaparstefna
er við þá kend.* — Höfuðrit Brand-
esarheitir ekki »Höfuðstraumar siðmenn-
ingarinnar á 19 öld« heldur bókment-
anna (bls. 135).
Stór galli er það á jafnvandaðri og
eigulegri bók og þessi er, hvað hún
er lilaðin meinlegum prentvillum t. d.
ortstýr (bls. 132) fyrir orðstír; í flokk
* Að eins einn stíll í byggingarlist.