Norðurland


Norðurland - 19.05.1906, Qupperneq 3

Norðurland - 19.05.1906, Qupperneq 3
145 N/. einn af allra mestu framkvæmdar-mönnum við Faxflóa. Þá hafa enn 2 skip strandað á Reykja- víkurhöfn, kolaskip til Björns kaupm. Guð- mundssonar og frönsk fiskiskúta. \ Burtfarapróf við gagnfræðaskólann á Akureyri 1906. Hans Einarsson Eyjafj.s. 1 ágætiseink. 6i st. Kristján Jakobsson S.Þing.s. I. eink. 57 - Kristján Sigurðsson Eyjafj.s. I. — 55 - Elinborg Björnsdóttir Skgfj.s. I. — 53 - Anna Sigurðardóttir R.vík I. — 52 - Jón S. Ólafsson Bafðastr.s. I. — 52 - Vilhelm Jakobsson N.Múla.s. I. — 52 - Geir Jón Jónsson S.Þing.s. I. — 52 - Jónína Valtýsdóttir N.Múla.s. I. — 5i - Þorsteinn Stefánss. Eyjafj.s. I. — 50 - Jón Siggeirsson Eyjafj.s. 2. — 47 - Tryggvi J. Árnason Eyjafj.s. 2. — 42 - Pálmi Kristjánsson Eyjafj.s. 2. — 41 - Gísli Bjarnason Eyjafj.s. 2. — 40 - Þorst. G. Sigurðsson Eyjafj.s. 2. — 39 - Páll Guttormsson N.Múla.s. 2. — 37 - $ Slys á Ausfurlandi. Nýlega varð fiskiskúta frá Eskifirði fyrir miklum áföllum í stórsjó úti fyrir. Brot- sjór laskaði skipið til stórra muna og tók út skipstjórann, röskan mann úrReykja- vík. í sama óveðrinu hrakti nærfelt alt fé bónda eins við Eskifjörð í sjóir.n. Fórust þar 120 fjár. Bóndinn hafði komið fénu saman og var á heimleið með það, en varð að yfirgefa það til þess að bjarga unglingspilti, sem með honum var. Fyrirlesfrar um Island. Séra O. P. Monrad hefir nýlega haldið fjölda fyrirlestra í Danmörku um Island og íslendinga. Hann er andríkur maður, ágætlega máli farinn og mesti íslandsvin- ur. Má ganga að því vísu, að fyrirlestrar hans verði oss til sóma og auki þekk- ing Dana á högum vorum og hugsunar- hætti. Þess má geta, að séra Monrad er mjög styðjandi það mál, að ísland eigi að ná aftur fornu frelsi, Það eitt verði beztu málalokin fyrir Dani og íslendinga. Handbók fyrir hvern mann heitir dálítill bæklingur, sem cand phil Einar Gunnarsson í R.vík gefur út og er kominn í þriðju útgáfu. Er þar marg- víslegur fróðleikur, sem daglega getur að haldi komið um peninga vog og mái, póst- burðargjöld, fargjöld með póstskipum,skatta o. fl. Verðið 25 aurar. Giffing. Á laugardaginn var voru hér gefin saman í hjónaband frk. Maren Vigfúsdóttir, veit- ingahússeiganda og Einar Gunnarsson kaupmaður. Skipaferöir. >lngeborg<, kaupskip Höepfners og Gud- manns verzlana kom hingað um síðustu helgi. *Nor< timburskip til þeirra félaganna Jóns Guðmundssonar og Sigurðar Bjarna- sonar timburmeistara kom 16. þ. m. Með því kom Sigurður Bjarnason frá útlöndum. >Vesta<, saltskip til Tuliniusar konsúls kom 17. þ. m. Hákarlaveiöin. »Eiríkur«, skip Gudmanns verzlunar kom hingað 17. þ. m. með um 60 tn. lifrar. Mannaláf. Eggert Stefánsson bóndi frá Glerá andað- ist hér í bænum 11. þ. m.62 ára gamall; 7 síðustu árin bjó hann hér á Akureyri, en hafði áður búið lengi á Glerá, rausnarbúi. Próf í sfýrimannafræði hafa 19 menn tekið í Reykjavík á þessu vori. Að eins einn þeirra var af Norðurlandi, Stefán Jónsson úr Eyjafjarðarsýslu. pjóöminningarháfíðin sem getið var um hér í blaðinu verður víst ekki haldin á þessu sumri. Framkvæmd- arnefndin hefir sagt af sér störfum, einkum vegna þess að ekki þótti tiltækilegt að fara að halda hátíð þegar horfur eru jafnískyggi- iegar og nú. Á fíðarfarinu er engin gagngerð breyting en sem komið er, stöðug norðanátt. í næstliðinni viku var Iengst af bjart veður og kalt, en tók nokk- uð að deginum af sólbráð. Um helgina snjó- aði enn töluvert og skemdi á jörð. En þ. 16. birti upp með gaddhörku og hefir verið bjart síðan og úrkomulaust. Síðustu tvær næturnar hefir verið hér um bil frostlaust. í gær var bezta veður og tók mikið hér í nærsveitum, en af miklu er að taka. í dag stilt veður. Enn mun enginn fellir hér í sýslu. Úr Skagafirði berast hingað hinar hörmulegustu fregnir. Betur að þær væru ýktar. Samsöngur var haldinn hér um síðustu helgi og aft- ur í gær og rennur ágóðinu til Magnúsar organista Einarssonar, sem viðurkenningar- vottur fyrir hina ótrauðu og óeigingjörnu starfsemi hans í þjónustu sönglistarinnar hér í bænum. Heklungar sungu, þeir sem hér eru í bænum, en fengu aðstoð nokkurra beztu söngmanna bæjarins, fyrst og fremst síra Geirs Sæmundssonar og Péturs og Friðriks Þorgrímssona og Sigtryggs Benediktssonar. Þá las Stefán Stefánsson kennari upp sögur og kvæði, en frk. Herdís Matthías- dóttir lék á harmonium. Húsfyllir var f fyrra skiftið en nokkuru færra í gær, vegna póstkomu og annríkis, enda er síra Geir ekki öðru vanur, en að húsið sé fult hvenær setn hann syngur hér opinberlega. Sild. Alla þessa viku hefir verið töluverður síldarreitingur í lagnet.hér á pollinum, en þó mest í morgun. Dinesen hefir fengið nær 200 tunnum út í Sandgerðisbót ( staura- vörpu og tveim vörpum var kastað hér í gær og er töluvert af síld i þeim báðunt. Vörpurnar eiga þeir Otto Tulinius konsúll og Eggert Laxdal kaupmaður. Mikið af síldinni er fremur smátt ett þó nokkuð sæmilega væn millisíld. Sveitamenn ættu að nota sér þennan afla og kaupa síld til skepnufóðurs. Presfkosning. Síra Benedikt Eyjólfsson í Berufirði hefir verið kosinn prestur að Bjarnarnesi með öllum greiddum atkvæðum. Veöurathuzanir á Möðruvöllum í Hörgárdal. Eftir Sigfr. Þorsteinsson 1906. Apríl. Um mið an dag (kl. 2). Minstur h. (C) á sólar-j hringnum.j Loftvog (þuml.) Hiti (C.) 'C 3 lO KO U (D r- > g 1 2 cn •I Sd. 1. 75.3 9.6 SV 1 7 3.o Md. 2. 74.6 9.o SV 3 10 R 2.9 Þd. 3. 73.4 11.5 0 10 5.0 Md. 4. 72.7 5.0 sv 1 8 -4- 1.0 Fd. 5. 73.5 ~1.5 vsv 3 10 S -4- 4.8 Fd. 6. 74.2 9.5 sv 2 10 R -4- 3.2 Ld. 7. 74.4 -4- 2.8 3 10 S -4- 3.5 Sd. 8. 74.8 5.0 vsv 2 10 R -f- 4.9 Md. 9. 75.f 2.0 vsv 1 7 O.i Þd. 10. 75.o -T- 0.3 vsv 1 10 R -4- 2.0 Md.ll. 75.9 2.o sv 0 10 4- 7.0 Fd. 12. 74.2 3.o 0 10 S -4- 3.0 Fd. 13. 75.i — 3.7 0 10 -4- 7.9 Ld. 14. 74.8 -4- 3.6 1 10 ■4- 17.9 Sd. 15. 76.2 -4- 3.5 NV 0 8 -4- 9.o Md.16. 76.6 -4- 4.5 0 0 -4- 17.9 Þd. 17. 76.7 -4- 2.7 0 0 -4- 17.o Md.18. 75.6 1.0 0 5 -4- 9.0 Fd. 19. 74.5 3.o 0 8 -4- 9.1 Fd. 20. 73.7 2.0 NAU 1 10 -4- 5.5 Ld. 21. 75.3 0.3 NAU 2 10 S -4- 1.5 Sd. 22. 76.4 1.0 VSV 1 10 S -4- 13.0 Md.23. 76.o 4.0 SV 1 8 4- 6.0 Þd.24. 76.6 3.3 0 •1 -4- 3.0 Md.25. 76.i 0.3 SV 1 3 4- 1.9 Fd. 26. 75.0 2.0 NAU 0 10 s -4- 3.1 Fd. 27. 75.9 -4- 3.5 NAU 3 10 s 4- 6.0 Ld. 28. 76.5 -4- 4.6 NAU 2 10 S 4- 8.0 Sd. 29. 77.3 -4- 4.7 NAU 1 9 -4- 7.3 Md.30. 76.6 -f- 4.7 NAU 1 10 4- 8.3 Síra Hálfdán Guðjónsson á Breiðabólstað er settur prófastur í Húnavatnsprófastsdæmi. Til leigu. Fyrir einhleypt fólk eru 2 góð herhergi strax til leigu f steinhús- inu á Oddeyri. Menn snúi sér til verzlunarstjóra Ragnars Ólafssonar. Nýr hjólhesfur er til sölu í verzlun Sn. Jónssonar. Snemmbæra kú kaupir verzlunarstjóri Ragnar Ólafs- son nú strax. Óveður eru hér tíð, þessvegna ættu karl- menn að kaupa sér kápur og frakka og kvenfólk sjöl og klúta í verzlun Jósefs Jónssonar á Oddeyri. mr Skófatnaður og mr stórt úrval ' Höepfners verzlun. Verzlun Sn. Jónssonar gef- ur mönnum kost á, að hafa hin svo nefndu MÁNAÐAR- REIKNIN GA VIÐSKIFTI, með mjög sanngjörnum verzlunarkjörum. Biðjið ætíð um Offo Mönsfeds danska smjörlíki. Sérstaklega má mæla með merkjunum „Elefant“ ,Fineste“ sem óviðjafnanlegum. Reynið og dæmið. og m o £ £ «3gs ló l- *■ > •gZ c § rt ‘5,43 ö£ p S B 5 b. íl .5. C 1*0 IO y, _ sO o, 5 ^ So° +-•02 c ‘3 C25C Æ73 l -OJ 12-S! JLo u- +. b . ®> ÖI Z .•=> SgíH b _ < LÍFSÁBYRQÐARFÉLAQIÐ »T ryg‘ í Kaupmannahöfn (stendur undir eftirliti Danastjórnar) tekur menn í ábyrgð með eða án læknisvottorðs fyrir lág fastákveðin iðgjöld, sem borgist æfilangt eða um tiltekinn árafjölda, eftir ósk ábyrgðarkaupanda. »TRYQ“ borgar vátryggingarupphæðina við dauða eða þegar ábyrgðarkaupandi hefir náð tilteknum aldri, eftir ósk hlutaðeiganda. ,/TRYQ hefir hagfeldastar ábyrgðir fyrir börn. ,/TRYQ- veitir bindindismönnum sérstök hlunnindi. Nánari upplýsingar viðvíkjandi félaginu og töflur þess eru fúslega í té látnar af umboðsmönnum félags- ins, sem eru þeir Björn prestur Björnsson, Laufási og Hallgr. verzlunarstjóri Davíðsson, Akureyri Félagið óskar eftir umboðsmönnum um alt Norður- land og eru peir, sem kunna að vilja taka að sér um- boðsmensku fyrir félagið, beðnir að snúa sér SEM FYRST til undirritaðs aðalumboðsmanns fyrir Norður- land. Rolf Johansen, Reyðarfirði. I m

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.