Norðurland - 02.06.1906, Síða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir.
38. blað.
Akureyri, 2. júní 1906.
V. ár.
]VIý rit um rjáttúru íslands.
Helgi Pe'tursson: Om Islands
Qeolosrl. Kbh. 1905. 80 106
bls. (Doktorsdisputatia )
í riti þessu reynir höf. að rekja
myndunarsögu Islands eftir þeim gögn-
um einkanlega, er hann hefir aflað sér
á rannsóknarferðum sínum um landið
undanfarin ár.
Eins og vænta mátti er saga hans
allmjög á annan veg en eldri fræði-
manna, er um þetta mál hafa ritað.
Pví miður er hér hvorki rúm né
staður til að skýra nákvæmlega frá
niðurstöðu þeirri, er höf. kemst að um
myndun og byggingu Iands vors, en
á fátt eitt vildi eg minnast, því marga
veit eg, er langar til að vita eitthvað
um það, hversu hólminn okkar varð
til.
í 27. árg. Andvara skýrir próf.
Þorv. Thoroddsen frá því, hversu
hann álíti að ísland hafi til orðið.
Ritgerð þessi er að mörgu leyti mjög
fróðleg og ættu þeir, sem fræðast
vilja í þessu efni að kynna sér hana.
Aðalatriðanna skal hér getið til saman-
burðar.
»Á miocenetímabilinu miðju«, segir
R. Th., »3. tímab. tertiæru aldarinnar,
var ísland partur af landbálki miklum,
er náði yfir Atlantshaf frá Skotlandi
til Grænlands. Pessi landbrú um hafið
þvert var eldbrunnið hálendi, myndað
af ótal hraungosum og höfðu hraunin
runnið úr sprungum og gígaröðum«.
Ressi hraun eru blágrýtis eða stuðla-
bergs (basalt) lögin í fjöllunum okkar.
— »Um miðbik »miocene«tímans hefir
verið langur hvíldartími, svo að stórir
skógar breiddust yfir landið, sem síð-
ar urðu að surtarbrandi og mókolum.
Surtarbrandslögin skifta blágrýti íslands
í tvær deildir — eldri og yngri. —
Eftir þennan hvíldartíma byrjuðu gos-
in aftur og ný blágrýtishraun hlóðust
hvert ofan á annað. Við og við, bæði
fyr og síðar, brutust aðrar bergteg-
undir gegnum blágrýtið og inn á
milli laganna, svo sem liparit« eða
Baulugrjót. Liparitgos hafa átt sér
stað alt fram á vora daga. — Á
seinni hluta »miocene«tímans brotnaði
blágrýtishálendi þetta, »sem var 10 —
12 þús. fet á hæð, og tók að sökkva;
þá varð ísland viðskila við önnur lönd
og hefir síðan verið eyland í miðju
hafi. Á næsta tímabili, »pliocene«tím-
anum, hélt landið áfram að síga og
miðbik þess tók að sökkva en ákafar
og stórar sprungur mynduðust yfir
landið þvert frá suðvestri til norð-
austurs. Úr sprungum þessum urðu
ógurleg eldsumbrot og móberg og
þursaberg myndaðist; gosin héldust á
hinum sömu brotlínum um ísöld fram
á vora daga«. — »Framan af voru
öskugos tíðust« — og mynduðu þau
móbergsbeltið um miðbik landsins eða
»lögðu grundvöllinn til þess«, en síðan
urðu hraunin almennari, fyrst grági-ýtis-
hraun (dolerit) síðan blágrýtishraun.
»Sumstaðar hafa þykk lög af nýju
móbergi myndast ofan á grágrýtis-
hraununum.« »Hinir stóru flóar á ís-
landi mynduðust við landsig og brotn-
un jarðskorpunnar seint á »miocene«,
en dalir og firðir grófust niður f blá-
grýtishéruðunum á »pliocene«, en
dýpkuðu við ágang jökla á ísöldu.« —
F*. Th. álítur að ekki hafi nema ein
ísöld gengið yfir landið og ekki fyr
en efiir lok »pliocene« og eftír að
móbergs og þursabergslögin og grá-
grýtishraunin voru mynduð. Telur hann
lítil líkindi til þess, að ísland hafi verið
íslaust, eða flestir jöklar hafi bráðnað
af því nokkurn tíma á ísöldinni.
Dr. Helgi Pétursson skiftir mynd-
unarsögu Islands í tvö aðaltímabil.
Fyrra tímabilið nær fram til þess tíma,
að landbálkur sá hinn mikli, er náði
frá Bretlandi til Grænlands, springur
sundur og sekkur í sæ, en Island
stendur eftir »sem klettur úr hafinu«.
Á þessu tímabili mynduðust eldri blá-
grýtislögin, sem höf. kallar »regionala«-
blágrýtið eða »basalt«-myndunina. Hefir
það líklegaverið áfyrrihluta »miocene«-
tímans, jafnvel ekki ólíklegt, að þessi
basaltgosaöld hafi byrjað fyr. Efst f
þessum hraunlagabálk eru þykk grá-
grýtishraun og er grjótið í þeim, að
útliti og byggingu, gagnlíkt Reykja-
vfkur-grásteininum. — í þessum lögum
kveðst höf. hafa fundið ótvíræðar ís-
aldarmenjar, rispur og harðnaðar jökul-
urðir, í Skriðugili í Fnjóskadal. Eftir
því ætti ísöld að hafa gengið yfir
landið á tertiæru öldinni og máskg
fleiri en ein. Loftslag álítur höf.
að verið hafi allmismunandi meðan
»regionaIa« basaltið var að myndast,
og telur líklegt, að surtarbrandslögin
séu engan vegin jafngömul, eða frá
sama tíma, heldur menjar af jurta-
gróðri, er skrýtt hafi landið á ýmsum
tímum. Rau geti því ekki markað nein
tímamót. Pegar þessum stórkostlegu
blágrýtismyndunum tertiæru aldarinnar
var Iokið, Iinti eldgosum á öllu blá-
grýtissvæðinu og hefir hvergi á þeim
bært síðan nema á íslandi, og svo
lítur út, að hér hafi einnig orðið
langt hlé á gösunum meðan land-
bálkurinn var að sökkva í sæ og
eyðast af áhrifum lofts og lagar. Pá
grófust djúpir dalir niður í gegnum
blágrýtislögin á spildum þeim, er eftir
stóðu (Island, Færeyjar) og einhvern
tíma á þessum tíma hafa skeljalögin
miklu á Tjörnesi myndast. Hefir sjór-
inn þá staðið töluvert hærra við strend-
ur landsins en nú. Pykt skeljalaganna
ber þess ljósan vott, hve afarlangt
þetta hlé hefir verið.
Undir Iok »pliocene«tímans hófust
gosin að nýju og halda áfram gegn-
um ísaldir og örisistímabil alt fram á
þá jarðöld, sem vér nú lifum á. Petta
er síðari þátturinn, síðara aðaltímabilið
í myndunarsögu landsins, og nú hlað-
ast upp á rústum þeim, er eftir standa
af hinum risavöxnu og víðáttumiklu
blágrýtisbyggingum, voldugar berg-
myndanir, er höf. kallar einu nafni
»insularbasalt« eða eyblágrýti, því nú
er ísland orðið eyja, — til aðgrein-
ingar frá »regionalbasaltinu« eða land-
bálksblágrýtinu, er myndaðist á meðan
það var hluti af stóru meginlandi. —
Eyblágrýtismyndanirnar svara að nokk-
uru leyti til móbergs og þursabergs-
myndana P. Ths. Eru þær bygðar úr
víðáttumiklum grásteinshraunum, — er
ekki má blanda saman við grágrýtis-
lögin efst í landbálksblágrýtinu —,
hörnuðum jökulurðum og fornum leir,
móbergi og þursabergi. Grásteins-
hraunin hafa fallið út yfir hið þáver-
andi yfirborð landsins; eru þau megin-
hluti þessara myndana og miklu víð-
áttumeiri, en ekki nærri eins þykk og
hið eiginlega þursaberg, sem ekki er
annað en leifar af fornum eldvörpum.
Mikið af því sem áður hefir verið talið
gosmóberg og þursaberg (»vulkanske
Tuffer og Breccier«) eru harðnaðar
jökulbotnurðir og vatnalög. — Rústir
af gígum þeim, er grásteinshraunin
hafa ollið upp um, hefir höf. fundið
á nokkurum stöðum, t. d. við Ketu
á Skaga, Pórðarhöfða og víðar. Vest-
mannaeyjar telur hann forna gígaþyrp-
ingu frá þessu tímabili.
Hefðu þessi gos ekki orðið hér á
landi og þau jarðlög myndast, sem
hér hefir verið frá skýrt á fallsvæðum
fornblágrýtisins, mundi útlit landsins
hafa orðið alt annað en það nú er.
Landið væri þá að öllum líkindum
sundurklofið í jökullausa eyjaklasa líkt
og Færeyjar. — Jökulflákar síðari ís-
aldanna hefðu þá sennilega ekki orðið
eins víðáttumiklir.
Mararbotninn umhverfis landið innan
við 100 faðma dýpi er myndaður sam-
tímis eyblágrýtinu og á ofanverðu því
tímabili (plistocenetímanum) mynduðust
firðirnir íslenzku með troglöguðu botn-
unum. Pessi fjarðatrog eru grópin eftir
skriðjökla síðustu ísaldarinnar, þegar
landið var síðast aljökli hulið.
Enginn getur sagt með vissu hve
myndunarsaga landsins nær yfir langt
tímabil, en vafalaust skiftlr það mörg-
um miljónum ára.
Hér hefir nú að eins mjög lauslega
verið drepið á nokkur helztu aðalat-
riðin í þessu merka riti, sem höf.
hlaut doktorsnafnbót fyrir við Kaup-
mannahafnarháskóla.
Kenningar Dr. Helga Péturssonar
um jarðfræði Islands eru að mörgu
leyti spánnýjar og hljóta að marka
nýja stefnu í jarðfræðissögu og jarð-
fræðisrannsókn landsins, svo framar-
lega þær í öllum meginatriðum reyn-
ist réttar. Auðvitað eru þær sumar,
enn sem komið er, nokkuð vafasamar
og á veikum rökum bygðar, eins og
eðlilegt er, þegar þess er gætt að höf.
er kornungur og hefir enn ekki átt
kost á að rannsaka nema lítinn hluta
landsins og það lauslega. — En auð-
séð er á ritum hans, að hann hefir
til að bera óvenjulega skarpskygni,
sterkt ímyndunarafl og hugflug. Hon-
um hættir ekki til að láta gamlar
kenningar, þó rótgrónar séu, villa sér
sýn eða binda sig við borð, ef hon-
um virðast þær koma í bága við hans
eigin athuganir og ályktanir þær, sem
hugsunarrétt verði af þeim dregnar.
Maður sem er slfkum kostum búinn
virðist nærri því sjálfkjörinn til þess
að ryðja nýjar brautir í sinni grein.
Pað má því óhætt gera sér beztu
vonir um, að rökin fyrir kenningum
Dr. H. P. styrkist og fjölgi og vafa-
semdunum fækki við frekari og ná-
kvæmari rannsóknir. — Allir sem unna
vísindalegri rannsókn hljóta því að óska
þess af heilum hug, að höf. endist heilsa
og aldur til þess að skygnast lengra og
dýpra inn í hina myrku og torskildu
myndunarsögu lands vors, að honum
megi auðnast að ráða sem flestar af
þeim »rúnum, sem náttúran sjálf hefir
ritað á fjöll og undirlendi, sævarstrendur
og jökultinda«, eins og próf. Porv.
Thoroddsen svo fagurlega að orði
kemSt’ 5/. St.
%
Brot úr ferðasögu.
IV.
Það er ekki ætlun mín að
Hðfn. , . , , , _
lýsa þessari hofuðborg Dan-
merkur, þessu höfði sem nú er orðið
svo stórt, að þjóðarlíkaminn fær tæpast
undir því risið. Jón Thoroddsen kallaði
Höfn fyrir löngu síðan Babylon við
Eyrarsund, en lftil ástæða var þá til
að nefna hana Babylon við það sem
nú er orðið, því smáborg hefir Höfn
í raun og veru ætíð verið þangað til
á síðasta mannsaldrinum. Hve breyt-
ingin er stórfengleg sézt bezt á því
að í ungdæmi sfra Matthíasar var
garður mikill utan um' alla borgina
og 4 hlið á, sem lokað var á kvöldin.
Þá brunnu og grútarlampar á götun-
um. Nú er gamli bærinn að eins mið-
bik stórrar borgar, með raflýstum,
jarðbikuðum strætum, með sæg af
ríkmannlegum skrauthýsum og götu-
vögnum, sem sífelt þjóta í allar áttir,
dregnir af ósýnilegu afli, rafurmagn-
inu — þessu undraafli vorrar aldar.
Þar búa nú sexfalt fleiri menn en á
öllu íslandi og þó er ummál borgar-
innar miklu minna en meðal hrepps
á voru landi.
Ætla mætti, að það væri sönn á-
nægja að koma eftir io ár á fornar
stöðvar, þangað sem maður var orðinn
nauðakunnugur, komast aftur inn í
stórborgarlífið og menningarstrauminn
eftir einveru og einangran heima. Mér
varð þó ekki að þessu. Það var ekki
laust við að mér leiddist hvenær sem
eg ekki hafði ákveðið starf fyrir hönd-
um. Sjálfur var eg breyttur, borgin
breytt, gamlir kunningjar horfnir og
óþektir menn komnir í staðinn. Það
var ekki að ganga að þvf gruflandi
að hér var eg útlendingur og átti
ekkert erindi annað en að læra sem
mest af því, sem að gagni mætti koma
heima og sjá ungu íslenzku menta-
mennina, sem mest eru kunnir heima
fyrir þjóðlegan, einarðan hugsunar-