Norðurland - 28.07.1906, Blaðsíða 1
NORÐURLAND
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir.
Akureyri, 28. júlí 1906.
46. blað.
Norðurland.
Sjötti árgangur blaðsins byrjar
í septembermánuði næstkomandi.
Árgangurinn Kostar
hér á landi 3 kr., í öðrum Norður-
álfulöndum 4 kr. og U/2 dollar í
Vesturheimi.
Síðasti gjalddagi
er fyrir miðjan júní n. á.
Nýir kaupendur
fá í kaupbæti söguna
Spœjarínn,
386 þéttprentaðar bls.,
og auk pess, meðan upplagið hrekk-
ur, það sem út er komið af neðan-
málssögunni
Bandinginn á Sakhalín.
Ennfremur geta þeir fengið
ókeypis
það sem enn er óútkomið af þess-
um árgangi blaðsins.
Nýir kaupendur
eru beðnir að segja til sín sem allra
fyrst og verður þeim þá þegar sent
bæði blaðið og sögurnar.
Sjálfstœði eða sjálfstjórn.
Ríki eða sjálfstiórnarlenda.
Eftir Guðm. Hannesson.
II.
(Síðari kafli).
Það seni hér er sagt ætti að nægja
til þess að sýna að gamla herópið
»sérmálin sér« er næsta vanhugsað,
ef tilætlunin er sú að vér fáum sjálf-
stæði I sérmálunum. Sjálfstjórn höfum
vér fengið í sérmálunum, hún getur
orðið skref í áttina til þess að ná sjálf-
stæði. Vér getum hugsað oss að sjálf-
stjórnarfyrirkomulagið megi endurbæta,
en beinlínis getur slíkt ekki leitt til
sjálfstæðis. Meðan Danir halda því fram
að sín sé dýrðin og drottinvaldið, hljóta
þeir að áskilja sér yfirstjórnar- og eftir-
litsrétt með öllum vorum málum. Þeir
skilja og skýra landsréttindi vor á þann
hátt, að upprunalega hafi ísland verið
sjálfstæðislaus hjálenda Noregs* og er
þá ekki að undra þó hagurinn sé ekki
hærri nú. Af ótakmörkuðu fullveldi sínu
hafi þeir gefið íslandi þá sjálfstjórn
sem það hefir. Af þessu flýtur að sjálf-
sögðu að Iíta svo á, að ráðherra vor
sitji í ríkisráðinu, að forsætisráðherra
Dana riti undir skipun hans og jafn-
framt að hann beri fulla ábyrgð fyrir
þingi Dana.
Samkvæmt stöðulögunum, stjórnar-
skránni 1874 og stjórnarskrárbreyting-
* Matzcn: Statsforfatnret. pag 30 Kbh.
1900.
unni 1903 er ísland sjálfstæðislaus,
innlimuð hjálenda Danmerkur. Ótal
sannanir má færa fyrir því, að í
framkvæmdinni er ástandið þannig,
og Danir segja að það sé einnig
samkvæmt lögum en þessu hafa ís-
Iendingar neitað.
Stjórnmáladeilan í landinu stendur
eingöngu um það hvort vér eigum með
þögn og lagaboðum að skrifa undir
þessa skoðun Dana og festa hana með
hefð; gefa þeim það sjálfstæði yfir Iand-
inu sem vér einir áttum, og fá í stað
þess sjálfstjórn, sem vér einnig áttum.
Það er samskonar verzlun og þegar
Jón Benediktsson á Hólum keypti með
miklum eftirgangsmunum og afarverði
töðu sjálfs sín af fjósamanni sínum.
Fjósamaður aftók að gefa hana hesti
Jóns og sagði að hún ætti að réttu lagi
að fara í kýrnar. Jón sá sér ekki annað
fært en að kaupa töðuna handa hest-
inum og þóttist hafa komið ár sinni
vel fyrir borð.
En það er ekki eingöngu sérmála-
leiðin, sem hefir verið talin vegurinn
til sjálfstæðis. Ymsar aðrar tillögur hafa
komið fram um það hversu vér mætt-
um ná sjálfstæðu voru aftur.
Sumir ætla að landstjórafyrirkomulag,
eins og því er háttað í Canada, megi verða
til þessa. Ekkert er fjær sanni. Canada
er ekki sjálfstætt land, það er sjálfstjórn-
arnýlenda Breta, en hún má sín svo
mikils að hún getur, þrátt fyrir stjórnar-
skipunina, Iifað eftir sínu höfði. Þó
Danakonungur afsalaði sér afturköll-
unarrétti á ísl. lögum, mundi það engu
breyta að þessu leyti. Þeir sem þessa
stjórnarskipun kjósa gera ísland að
nýlendu Dana, auðvitanlega sjálfstæðis-
lausri sjálfstjórnarlendu.
Aðrir ætla að sjálfstæðinu sé náð ef
vér fáum ráðherrann út úr ríkisráðinu
og skipun hans breytt. Þetta væri að
vísu mikill glundroði á innlimunar-
skipulaginu, sem Danir hafa flækt oss
inn í, en ónógt kák væri það eigi að
síður.* Skipulagið yrði fult af ósam-
kvæmni, ef ékki væri jafnframt strikað
yfir stöðulögin og alt sem á þeim hefir
verið bygt. Sjálfstæði getum vér á eng-
an hátt fengið, hvorki með breytingu
á rikisráðssetunni, eða með jarlsstjórn,
ef landið er ekki jafnframt viðurkent
sem sérstakt ríki og alt fyrirkomulag
í framkvæmdinni miðað við það.
Menn tala um breytingu á stöðu-
lögunum, en mjög óljóst um það í
hverju sú breyting skuli innifalin. Það
mun tæpast mögulegt að fá sjálfstæði
vort viðurkent með breytingu á stöðu-
lögunum. Sú eina »breyting« sem nægir
til þessa er að Danir viðurkenni oss
sem sjálfstætt ríki og eru stöðulögin
þá jafnframt úr sögunni. Sem sjálfstætt
ríki getum vér gjört sambandssáttmála
við Dani, ef vér viljum og stofnað kon-
ungssamband eða samvinnsamband við
þá. Þá fyrst væri að tala um verulegt
samband milli Danmerkur og íslands.
* Þetta er réttilega tekið fram í ritgjörð
Jóns Jenssonar.
Það yrði þá löglegt ríkjasamband. Á
þann eina hátt gætum vér orðið «jálf-
stæður sambandsliður. Án þess að vera
viðurkendir sem sérstakt riki getum vér
aldrei orðið sjálfstæð þjóð.
* *
*
Vér sleppum því að athuga hve rétt-
mætar sjálfstæðiskröfur vorar séu og
hverjar horfur séu á því að fá þeim
framgengt, og hugsum oss að alt gengi
í Ijúfa löð. Danir hefðu þá viðurkent
oss sem sjálfstætt ríki í einhveri mynd.
Hverjar afleiðingar hefði það. Hvaða
breyting yrði á högum vorum við þetta?
Breytingin yrði aðallega innifalin í
því að vér mættum til að vera sjálf-
bjarga i öllu. Vér yrðum að launa
stjórn vorri og konungi (ef konungs-
samband héldist), vér yrðum að kosta
óhjákvæmilega fulltrúa erlendis, verja
strendurnar sjálfir. Öll vernd frá Dan-
mörku og allur fjármunalegur styrkur
þaðan hlyti að hverfa. Hugsanlegt er
það að hin gamla skuld sem ríkissjóðs-
tillagið eru rentur af fengist útborgað,
en eflaust enginn eyrir fram yfir það.
Bersýnilegt er það að sjálfstæðið
legði oss mikinn vanda á herðar og
dýrara verður það oss en innlimun.
Það er oftast fyrirhafnarminna að láta
aðra sjá fyrir sér en gjöra það sjálfur.
Þó ber að gæta þess að ef ísland
yrði sambandsland Danmerkur, þá mætti
ef til vill fela Dönum fleiri eða færri
mál með sérstökum samningi, t. d. að
vera fulltrúar vorir hjá erlendum þjóð-
um, og ef til vill strandvarnir. En hag-
urinn er tvísýnn. Eitthvað mundu þeir
vilja hafa fyrir snúð sinn.
* *
*
Ekki er það ósennilegt að sumum
vaxi sá vandi í augum sem sjálfstæðinu
hlyti að fylgja. Til þess að geta hugsað
oss svo hátt, þá þurfum vér að vera
þess umkomnir efnalega og meiri and-
legan þroska heimtar slíkt fyrirkomu-
lag af oss en vér höfum sýnt síðari
árin.
Segja má með nokkrum rétti að allir
séu lítt fróðir um það hve dýrt sjálf-
stæðið yrði oss. Að eins má fullyrða
að kostnaðarauki yrði það eflaust. Það
er og sennilegt að sjálfstæðið yrði oss
sá bezti skóli í landsmálaþroska, sem
vér gætum fengið. Sjálfstæðið skapaði
þroskann eins og æfingin kraftana.
Mjög mikið er því ekki úr mótbár-
um þessum gjörandi að svo stöddu.
En hugsum oss að þær væru góðar
og gildar. Það væri þá heimska að
krefjast sjálfstæðis og gjöra það að
stefnumarki.
Það væri þá ekki annað sem oss
stæði til boða en sjálfstjórn undir yfir-
ráðum Dana. Vér ættum þá að viður-
kenna þau afdráttarlaust. Öli deila um
ríkisráðssetuna, skipun ráðherrans og
yfirráðarétt Dana yfir öllum vorum mál-
um er þá fjarstæða ein. Og það er
þá alls ekki konungur sem vér eigum
við. Það yrði þá óhjákvæmilega hin
danska þjóð.
Vér' höfum um tvo kosti að velja:
sjálfstæði eða sjálfstjórn undir fullum
V. ár.
FUNDUR
í Iðnaðarmannafélagi Akureyrar verður
haldinn sunnudaginn 28. þ. m. kl. 10
árdegis í Barnaskólahúsinu.
Akureyri 25. júlí 1906.
Félagsstjórnin.
yfirráðum Dana. Millivegur er enginn.
Enginn jarl eða landstjóri getur farið
bil beggja. Annaðhvort verður ísland
ósjálfstæð sjálfstjórnarlenda Danmerkur
eða sjálfstætt ríki.
\
r
Arásir
Landvarnarblaðanna.
»Guð varðveiti mig fyrir vinum mfn-
um, fyrir óvinum mínum skal eg verja
mig sjálfur.«
Ekki er ósennilegt að mörgum Þjóð-
ræðismanni hafi dottið í hug eitthvað
líkt þessu við að lesa Landvarnarblöðin
í seinni tíð.
Orðbragð og ummæli þeirra blaða
um þá menn og þann flokk, er þau
hafa verið í félagi við, hefir verið svo
undarlega einkennilegt, miklu líkara því
sem þau væri að tala við og um ó-
vini sína en vini sína og félaga.
Einar Benediktsson lætur Ingólf flytja
greinar um Dr. Valtý Guðmundsson,
sem ekkert gefa því eftir að ómaklegri
óbilgirni, sem menn annars eiga að
venjast um þann mann í stjórnarblöð-
unum og er þá langt jafnað, því lík-
lega hefir enginn maður, sem fengist
hefir við stjórnmál í þessu landi, orðið
fyrir ósæmilegri árásum utanlands og
innan en hann. Lengi hefir stjórnar-
flokkurinn lifað á þeim manni, sumpart
af þeim hugsunum og athugunum, er
hann hefir gert um landsmál, en að
öðrum þræði á því að skamma hann
og svívirða. — Oss finst satt að segja
að Landvarnarmenn séu of góðir til
þess að höggva þar í gamla heima-
stjórnarfarið, leita sér fylgis með því
að sverta hann.
* *
*
Þá er Dagfari að öðrum þræði ekki
si'ður nokkuð stórhöggur, þegar hann
þykist vera að brytja Þjóðræðismenn-
ina niður með orðaskálm sinni. Hann
hefir reyndar verið það frá upphafi vega
sinna og er lítið kynlegt við það. Það
er einkenni bernskunnar, að minsta kosti
að því er oss mennina snertir, að hreyf-
ingarnar eru illa samstiltar. Þarf. þá
heldur ekki að undra sig á því, þó
meiri hlutinn af höggunum hafi verið
vindhögg.
Það sem blaðinu rennur mest til rifja
um þessar mundir er stefnuleysi Þjóð-
ræðisblaðanna. Þykir honum það koma
einna bezt í ljós ef litið er á undirtektir
þeirra og ummæli um Danmerkurför
þingmannanna. Skoðanir stjórnarand-
stæðinga um þá för út um land alt
hafa verið mjög skiftar. Sumir Þjóð-
ræðis- og Landvarnarmenn töldu sjálf-