Norðurland - 29.09.1906, Blaðsíða 3
15
Nl.
komlega norskt. Víðar en í Noregi munu
slík æskulýðsfélög vera til, bæði í Dan-
mörku og víðar, þó þau Iíklega séu einna
blómlegust hjá Norðmönnum.
U. M. F. A.
*
Ur ýmsum áttum.
Fyrir’nokkuru andaðist einn
Auðmaður
grafinn. #
af auðugustu mönnum heims-
ins, Alfred Beit að nafni. Hann
r<5ði að mestu leyti yfir hinum miklu
demantanámum í Suður-Afríku og græddi
á þeim þau ógrinni auðæfa að hundruðum
núljónum króna skifti. Eins og nærri má
geta var viðhöfnin ekki lítil við jarðarför
hans. Maður sem var þar viðstaddur lýsir
greftruninni á þessa leið:
Vér stóðum berhöfðaðir kringum gröfina,
sem hafði verið tekin við rætur stóreflis
álmviðar. »Af jörðu ertu kominn«, sagði
hvítklæddur prestur og kastaði á rekunum,
Talsímasambandiö.l
Ellefsen hvalveiðamaður hefir boð-
ið Mjófirðingum að lána hreppnum það
fé, sem til þess þarf að koma á tal-
sfmasambandi við Seyðisfjörð. Er gert
ráð fyrir að til þess þurfi 8—9000
kr. — Talið er líklegt að tilboðið verði
þegið og síminn verði kominn upp
þar á næsta hausti.
í annan stað er sagt að Norðfirð-
ingar hafi hug á að fá talsímasamband
við Eskifjörð.
Talsímasambandið milli Reyðarfjarð-
ar og Egilstaða er nú fullgert. Þá er
fullyrt að Thor E. Tulinius og Frakka-
stjórn í sameiningu hafi f hyggju að
leggja talsíma frá Fáskrúðsfirði til
Reyðarfjarðar.
Bæjartalsímann á Seyðisfirði mun nú
langt komið að leggja og sama er að
segja um talsímann hér í Akureyrarbæ.
Ókunnugt er þó enn þá hvenær hann
verður fullgerður.
en hvorki sáum við né heyrðum mikið til
moldarinnar. Þegar mokað var ofan f gröf-
ina hvarf moldarhljóðið á blómabingnum,
sem huldi kistuna og gröfin sjálf var eins
°g herbergi bygt úr blómum. Hún var öll
klædd að innan fagurgrænum hárburknum
og innan um þá voru hingað og þangað
fléttaðar hvítar liljur og dýrindis skrautblóm.
Grafarbarmarnir voru skreyttir breiðum
hring af hvítum rósum og bleikrauðum
nellikublómum. Sjálf kistan stóð á mjúkum
bing af burknum og mosa, með hvítum
blómstjörnum.
Söngflokkurinn söng sálminn >Far þú í
friði,< en hann hafði ekki haft mikið af
fnðnum að segja um dagana maðurinn sem
verið var að grala. Hann hafði naumast
unt sér hvíldarstundar alla æfi. Hann dó
ógiftur og barnlaus og eigur hans skiftust
að mestu leyti milli erfingjanna, sem ef til
vill eyða þeim sér og öðrum til lítils gagns.
Á Ítalíu er verið að undirbúa
Qiftinga- sýningu á fögrum stúlkum. Um
'lotterU. meyjar) sera fn'ðastar þykja,
verður haldið »Iotterí« og fær þær hver
sem vinnur til giftingar, þó er sá hængur
á, að ef stúlkan neitar að giftast mann-
inum, fær hann að eins ákveðna peninga-
upphæð. — Þeir munu þó þykja útgengi-
legir >lotteri«-seðlarnir þeir.
\
Slysfarir.
Áskell Hannesson hreppstjóri f Aust-
ari-Krókum hafði slasast mikið í fimtu-
dagsveðrinu mikla. Hafði verið að bjarga
heyjum sínum, en hurð, sem Iegið hafði á
einu heyinu, borin grjóti, hafði tekið
upp 0g eitt horn hennar lenti á höfði
hans. Strax hafði hann liðið í öngvit,
en þó raknað við aftur að nokkuru
leyti. Læknis var strax vitjað. — í gær-
kveldi fréttist aftur af honum. Var
hann þá á nokkurum batavegi og von
um að hann mundi ná heilsu aftur.
Bátur fórst i. þ. m. á Steingríms-
firði með 5 mönnum, er allir drukn-
uðu. Þetta var í góðu veðri og þess
til getið að stórfiskur hafi hvolft bátnum.
Hvalavelðarnar
frá Mjóafirði, sem þeir Ellefsen og
Berg reka, hafa í sumar gengið með
lakara móti. Sama er að segja um
hvalveiðar þær, er aðrir hvalveiðamenn
hafa rekið fyrir Austurlandi.
Bsjarbrunl.
Bærinn Hleinargerði í Eyðaþinghá
brann nýlega til kaldra kola og öll
taðan. Menn komust af.
Minnlsvarði
síra Davíðs prófasts Guðmundssonar
var afhjúpaður á sunnudaginn var á
Möðruvöllum. Síra Geir próf. Sæmunds-
son hélt ágæta ræðu og Stetán kennari
Stefánsson mælti nokkurum kveðjuorð-
um til hins látna merkismanns um leið
og hann afhjúpaði minnisvarðann, sem
reistur er af sóknarbörnum síra Davíðs
sál., prestum prófastsdæmisins og nokk-
urum vinum hans öðrum, einkum á Akur-
eyri — Varðinn er úr granitsteini, um
hálía fjórðu alin á hæð og að öllu hinn
veglegasti; mun hann hafa kostað um
500 krónur.
Læknisembœtti.
Bíldudals-læknishérað er veitt Þor-
birni Þórðarsyni héraðslækni í Naut-
eyrarhéraði.
Landlæknisembættið erauglýst laust;
umsóknarfrestur til 20. okt. Fullyrt er
að Guðmundi Björnssyni héraðslækni
sé ætlað það embætti.
Steingrímur Matthíasson, sem héðan
fór með »Ceres« til Reykjavíkur með
frú sinni, verður að sögn settur hér-
aðslæknir í Rvík í vetur og jafnframt
kennari við læknaskólann.
Járnbrautarrannsóknir.
Verkfræðingur Þorvaldur Krabbe hef-
ir nýlega farið austur um sveitir frá
Reykjavík, í erindum stjórnarinnar, til
þess að lfta eftir járnbrautarstæði. Eng-
ar mælingar hefir hann gert, að eins
riðið um svæðið og skoðað það. Bezt
leizt honum á, að brautin lægi yfir Mos-
fellssveit, upp Mosfellsdal, þaðan upp
Gullbringur og yfir Mosfellsheiði beina
stefnu að efstu bygð í Grafningi, síðan
fram með Þingvallavatni og Sogi niður
að Ölfusárbrú. Þessa vegalengd telur
hann um 60 kilómetra og áætlar kostn-
aðinn lauslega 1 >/2 miljón kr. Yfir lág-
lendið í Árnes- og Rángárvallasýslu
segir hann brautargerð nokkuð auð-
veldari.
3 nýjar Qoodtemnlara stúkur
hefir Sigurður Eiríksson stofnað ný-
lega í Strandasýslu. Sú sýsla hefir að
þessu verið eina sýslan á landinu,
sem Goodtemplarareglan hefir ekki átt
stúkur í.
Eftlrmæll.
Nl. er ritað úr Fram-Skagafirði.
Þann 15. apríl næstl. andaðist að
heimili sínu Bjarnastaðahlíð konan Þor-
björg Ólafsdóttir 59 ára gömul; hún
var dóttir Ólafs hreppstjóra Guðmunds-
sonar og Þóreyjar Ólafsdóttur, sem
bjuggu allan sinn búskap í Litluhlíð;
ólst hún upp með foreldrum sínum,
þangað til hún var 21 árs, að hún
giftist eftirlifandi manni sfnum, Sveini
Guðmundssyni frá Fremra-Svartárdal
og tók þar við bústjórn; í Svartárdal
voru þau skamma stund en keyptu
bráðlega jörðina Bjarnastaðahlíð og
bjuggu þar allan sinn búskap. Þeim
fæddust 15 börn, af þeim dóu 4 í
æsku, en 11 lifa, 3 sýnir og 7 dætur.
Þrátt fyrir hinn mikla barnahóp, sem
ávalt var á heimili þeirra, stóð þó bú
þeirra með allmiklum blóma, enda
voru þau samhent í öllu, og ekki sízt
í því, að helga heimilinu alla sína
krafta, og krafta sína lagði hún fram
með ánægju, þvf svo mátti heita að
æskufjör og útlit hennar væri ólamað
fram að síðustu árum. Hún var með
merkustu konum þessarar sveitar, og
er því saknað af öllum kunnugum.
Barnaveiki
er hér f bænum. í fyrradag dó úr henni
barn hjá Benjamín Benjamínssyni á Odd-
Verzlun
SN. JÓNSSONAR
hefir
Lampa,
Lugíir,
Lampaglös
og mjög margt lömpum tilheyrandi.
eyri. Á nokkurum börnum hefir orðið vart
við grunsama hálsbólgu, en glögg bama-
veikiseinkenni hafa ekki sézt á þeim, öðrum
en barni því sem dáið er.
AlSir
þeir, sem skulda verzlun Sn.
Jónssonar, en lítil eða engin við-
skifti hafa nú við hana, áminn-
ast hér með um að greiða skuld-
irnar að fullu, eða í öllu falli
að mestu leyti og þá að semja
um það sem þeir ekki geta
borgað, séu engir samningar
þar um áður gjörðir, fyrir þann
25. þ. m. Þeir sem ekki gefa
aðvörun þessari gaum, verða
sjálfir að bera allar afleiðingar
af forsómun þeirri.
Peir af föstum viðskiftavin-
um verzlunarinnar, sem skulda
henni, eru vinsamlegast beðnir
að greiða það, að svo miklu
leyti, sem þeim jfrekast er unt,
fyrir þ. 1. október n. k. og
því jafnframt að semja um borg-
un á því sem þá ógreitt verð-
ur, séu engir samningar áður
þar um gerðir,
Það er vinsamleg bón mín,
að menn gefi þessari auglýs-
ingu minni gaum.
Með vinsemd og virðingu.
Akureyri O. þ. 10. sept. 1906.
Jóhannes Stefánsson.
Skólasveinar og meyjarl
í verzlun minni fást nú fjölbreytt skólaáhöld, svo sem vanalegar stílabækur
og aðrar pappírsbækur í ýmsu formi, blek, pennar, margskonar teikni-
áhöld, póstpappír, umslög o. s. frv. Alt afaródýrt.
9á/l Jónsson.
52
»Já, það er hættuleg tala, aulabárðarnir ykkan Eg býzt við að
tregnin um afrek ykkar sé nú komin alla leið til Irkutsk og samt
sem áður haldið þið enn þá hópinn.«
Svo skreið gamli karlinn aftur niður í bátinn sinn og sigldi burtu,
en við fórum lengra upp í gilicf, suðum fiskinn, skiftum matvælunum
milli okkar og kvöddum hver annan þegar við vorum búnir að snæða.
Eg og Darjin fylgdumst að, Volodka fór með Tscherkessunum og
hinir fóru saman þrír og þrír. En upp frá því sáumst við aldrei
framar og eg veit ekki hverir af þeim eru enn á lífi og hverir eru
dauðir. Eg hefi heyrt sagt að Tatarinn hafi náðst seinna og verið
sendur í útlegð hingað. En hvort það er satt veit eg ekki.
Sömu nóttina læddumst við Darjin, áður en dagur rann, fram hjá
Nikolajevsk. Inni í bænum lágu allir og sváfu. Einu kveðjurnar sem
við fengum. voru þær, að hundur gelti að okkur þegar við lædd-
umst fram hjá einu yzta húsinu. Þegar sólin kom upp höfðum við
farið tvær mílur vegar eftir skógum og kjarri og svo skriðum við á
fjórum fótum út að veginum. En rétt í því við ætluðum að fara
fram úr skóginum heyrðum við bjöllur hringja og nálgaðist hljóðið
okkur. Við lögðumst bak við runna og gægðumst fram og rétt á
eftir kom vagn með þrem hestum fyrir og þaut rétt fyrir framan
okkur. En inni f vagninum sat lögreglustjórinn, með uppbrettan krag-
ann og var steinsofandi.
Við signdum okkur báðir, Darjin og eg og hugsuðum sem svo : Guði *
sé lof að hann var ekki heima í bænum í gær. — Við gátum oss
þess til að hann hefði farið til þess að taka okkur fasta.«
VIII.
Inni í kofanum fór hitinn að verða eins og í bakaraofni og lét
eg því eldinn kulna út í ofninum. Klakinn fór að renna af glugg-
unum og mátti því ráða í að kuldinn væri farinn að minka úti fyrir,
þvf sé reglulega kalt hér uppi bráðnar klakinn aldrei af gluggunum,