Norðurland - 27.10.1906, Side 2
Munið eftir að uppboðið hjá J. Qunnarssyni & S. Jóhannessyni verður haldið Oóð TElKNIBESTIK selur Sigtr. fónsson.
1. NÓVEMBER
Nl.
32
Talsímafréttir
Jrá Reykjavík 26. þ. m.
Innanríkismála-ráðgjafi Dana hefir
boðað lækkun á burðargjaldi með
póstum milli Danmerkur og íslands.
Fjallkonan 24. þ. m. hefir það
eftir einum af umboðsmönnum bruna-
ábyrgðar-félaganna i Reykjavik, að
líkur séu til þess að Akureyrarbruninn
verði til þess, að útlendu brunaá-
byrgðarfélögin hætti að starfa hér á
landi.
Ráðaneytisskifti hafa orðið á Frakk-
landi. Clemenceau erforsætisráðherra.
Sfössel hershöfðingi hefir verið
settur frá embætti, án eftirlauna.
Utanrikisráðherra Austurrikis hefir
farið frá embætti.
Maður hengdi sig nýlega á Stokks-
eyri, hafði verið geðveikur.
%
Rétthverfan og
m ranghverfag.
Tveir bréfkaflar.
Vér leyfum oss að prenta hér tvo
bréfkafla, er oss hafa borist nýlega.
Báðir eru þeir eftir merka menn, er
unnið hafa að stjórnmálum þessa lands.
Fyrri kaflinn er úr bréfi til héraðslæknis
Guðmundar Hannessonar, síðari kaflinn
úr bréfi til ritstjóra þessa blaðs.
I.
Eg get ómögulega stilt mig um
að rita yður nokkurar línur, til þess
að Iýsa fyrir yður ánægju minni yfir
ritgerðum yðar í Norðurlandi um ís-
lenzk stjórnmál: fullan skilnað við
Dani. Sérstaklega hefir grein yðar í
49. og 50. bl. Nls.: Jafnrétti við
Dani, vakið eftirtekt mína. Rökin fyrir
stefnu þeirri, er þér haldið þar fram,
eru svo einkar skýr og liggja svo í
augum uppi, að maður verður hissa
á því, að þúsundir íslenzkra manna
skuli ekki fyrir löngu vera búnir að
kveða upp úr með skilnaðinn, og
færa þau rök fyrir, sem þér hafið
gert. Hafið góða þökk fyrir. Þessi
ritgerð er hæfilegt svar þeim, er mest
guma af þingmannaförinni og telja svo
og svo mikið með henni unnið í við-
skiftum vorum við dönsku stjórnina.
Þessi skilnaðarhreyfing er líka, auk
þess að vera í sjálfu sér hin eina
skynsamlega og réttmæta, mjög tíma-
bær, það því fremur sem von er á
nýjum borðhöldum og nýjum fleðulát-
um milli íslendinga og Dana að ári.
Ur því eg finn þetta, gamall fauskur-
inn, skil eg ekki að æskulýður Iands-
ins finni það ekki. Eg get naumast
annað ætlað, en að skilnaðarstefnan
eigi víst fylgi úr þeirri áttinni. Þessa
von el eg í brjósti, þó eg viti, að
feðurnir margir hafi gefið börnunum
ilt dæmi. Eg treysti því, með öðrum
orðum, að börnin verði föðurbetrung-
ar.
II.
Mér hefir verið ánægja að því að
lesa alt það, sem staðið hefir í Norður-
landi um íslenzk stjórnmál. í vetur
varð það fyrst allra blaða til þess að
benda á, að það væri stöðulögin, sem
mestu skifti um í framtíðarviðskiftun-
um við Dani. Áður en þingmennirnir
fóru til Hafnar, varð það eitt blað-
Kjötbúðin
heldur áfram.
Framvegis verður hún í húsi Fr. Kristjánsson-
ar bankastjóra í Hafnarsirœti. — Eftir tvær til
þrjár vikur á búðin að verða til.
Upp frá því kaupi eg kjöt eins og áður.
Akureyri 26. okt. 1906.
Virðingarfylst
V. Knudsen.
anna til þesa að kveða upp úr með
það, sem þingmenn vorir helzt áttu
að segja Dönum, að vér vildum fá
landsréttindin aftur. Það hefði verið
hreinlega og drengilega gert. Og mér
hefir þótt mjög mikilsvert um hinar
ágætu ritgerðir Guðmundar Hannes-
sonar, sem nýlega stóðu í blaðinu.
En eg get þó ekki að því gert, eg
hefi ekki trú á því að við fáum per-
sónusamband við Dani að svo stöddu.
Það fáum við lfklega ekki fyr en við
erum orðnir svo mikils máttar að við
tökum það sjálfir, hvað svo sem Danir
segja. En hvenær ætli að við verðum
það? Það má guð einn vita. En hug-
fast skulum við hafa það samt, að
það er alt undir þjóðinni sjálfri komið.
Sem stendur getum við ekkert fengið,
sem Dönum er alvarlega illa við.
Allar vonir um það eru staðlausar í-
myndanir. Hvenær sem Dönum er al-
vara um eitthvert mál hér á landi, fá
þeir nóga menn með sér, menn sem
ráða við þjóðina. Enginn höfðingi þessa
lands sýnist hafa orðið eins kynsæll
eins og Gizzur Þorvaldsson. Niðjar
hans eru á öðruhvoru leiti. Þeir eru
klæddir glæsilegustu einkennisbúning-
um, skínandi af dönskum krossum. Þeir
sjást bæði í höfðingjaættum landsins
og eins í bændaættunum, meðal þeirra
manna sem fimlegast fikra sig áfram
til valda og metorða. Og fyrir þessum
mönnum liggur þjóðin á maganum; svo
mikill er ræfilshátturinn. Móti þeim gerir
hún veizlur, og veitir þeim lotningu
sína.
Eg vil ekki skrifa meira um þetta
af ógeði.
X
Eftir brunann.
Nákvæm rannsókn hefir farið fram
á því hvar hann kom upp í Hornhús-
inu og mun fullnægjandi skýrsla hafa
um það fengist. Enginn minsti grunur
er á þvf að kveikt hafi verið í húsinu
af mannavöldum. Ekkert hefir fram
komið við rannsóknina, sem gefi minstu
átyllu til slíkrar grunsemdar. Því mið-
ur er ekki ástæðulaust að taka þetta
fram, því fyrirspurn var gerð hingað
í talsímanum um það frá Reykjavík,
hvort satt væri að maður einn hér í
bænum hefði verið tekinn fastur fyrir
grun um að hann hefði kveikt í húsinu.
Daginn eftir brunann var fregnin um
hann strax send héðan til Kaupmanna-
hafnar. Þegar kunnugt var orðið um
hann þar, hafði konungur þegar sent
ráðherra vorum skeyti og látið í Ijós
hluttekningu sína. Jafnframt hafði hann
óskað eftir nánari fréttum af brunanum.
Miklu fleiri urðu fyrir eignatjóni en
um var getið í NI. síðasta. Meðal þeirra
má eflaust telja Kolbein Árnason kaup-
mann, Jónas Gunnlaugsson dbrm., sem
misti alla búslóð sína óvátrygða og
Björn Jakobsson gullsmið.
Eftir upplýsingum, sem bæjarstjórn
kaupstaðarins hefir útvegað, urðu 79
menn húsviltir við brunann. En fleiri
voru það þó sem húsviltir urðu fyrstu
nóttina, því gestir voru í sumum hús-
unum. Hjá umboðsmönnum brunabóta-
félaganna hér nema vátryggingarnar
nokkuð yfir 140 þúsund kr. En óvá-
trygð eign er talin miili 40 og 50 þús.
kr. Við það bætíst svo atvinnumissír
og margskonar annað óhagræði.
Bæjarstjórnin hefir gengist fyrir sam-
skotum handa þeim, sem mesta hafa
þörfina á bráðri hjálp. Hæstur á gjafa-
listanum er O. Tulinius kaupmaður með
50 kr. Einn utanbæjarmaður, héraðs-
læknir Helgi Guðmundsson á Siglufirði,
hefir gefið 30 kr. Samskotin þurfa að
verða almennari hér í bænum en útlit
var fyrir að þau yrðu f fyrradag. Einn
af alliaríkustu borgurum bæjarins hafði
ekki mátt sjá af neinu til þessara sam-
skota.
X
Stökur.
Valt er að treysta á timana
tótin sum og fleira:
Þeir setja i okkur „simana* —
svo er það ekki meira.
Valt er að treysta á vatnsveiting,
vinsemd milli Eyra,
bryggjusmið og brunaþing,
broddavír og fleira.
Ljót eru þessi skuldaskjöl —
sköpum fáir renna;
heldur en fara á vonarvöl
vil eg glaður brenna.
Jón Xrukk.
X
Patreksfjarðarverzlun
sú, er Islandsk Handels & Fiskeri-
kompagni hefir rekið um nokkur ár,
hefir verið seld nýlega konsúl Pétri A.
Ólafssyni. Eignin hafði kostað félagið
um 120 þúsund kr., en mun hafa verið
seld fyrir töluvert minna.
Skipin.
>Hólar« fóru héðan í síðasta sinn á þessu
ári 21. þ. m. Með skipinu fóru héðan Sigur-
jón Jóhannesson frá Laxamýri, Sigtryggur
Jóhannesson kaupmaður, Jón Ingimundarson
bóndi á Brekku, Halldór Friðjónsson, Valde-
mar Thorarensen og ungfrú Aðalheiður Gísla-
dóftir.
Kátlez blekkinj.
Þegar >ritstjóri« Norðra var að skrá-
setja sína löngu >Enogolopellu« um brun-
ann á Oddeyri, tók hann fyrir sig síðasta
Norðurland, til þess að leita sér upplýs-
inga, enda hefir hann notað þær dyggilega.
En svo verður hann fyrir því slysi, að
prentvilla var f Norðurlandsgreininni og
hefir ekki þurft meira til, til þess að rugla
höfuðið á aumingja >ritstjóranum«. Þar
stendur á einum stað suðaustri fyrir suð-
vcstri. Ritstjórinn telur þetta >tuddalega
blekkingartilraun* við sig og sína líka.
Reyndar hefir prentvillan sjálfsagt ekki
blekt neinn nema hann einan, því rétt á
undan henni stendur, að eldurinn hafi
færst austur og nokkurum línum neðar
að vindurinn hafi enn staðið nokkuð af
vestri.
En þetta þarf ekki mikið til.
Messað
verður hér í kirkjunni á morgun kl.
12 á hádegi.
Leiðrétting.
í síðasta hefti >Eimreiðarinnar« í kvæð-
inu Sólstöðuþula, er ti. vísuorðið: >al-
náttúru aðalsláttur,« á að vera: alnáttúru
œðasláttur. ý ^
X
VeQurathusranir
Möðruvöllnm í Hörgárdal. Eftir Sietr. Þorsteinsson.
1906. Sept. Okt. Um miðjan dag (kl. 2). Minstur h. (C) á sólar-j hringnum.
Loftvog 1 (þuml.) | Hiti (C.) v. s w E $ Úrkoma
Md. 5. 75.0 7.5 NAU 2 10 R 4.8
Fd. 6. 75.i 9.o 0 10 3.5
Fd. 7. 74.0 9.o NAU 1 10 3 8
Ld. 8. 75.3 9.o 0 10 4.2
Sd. 9. 76.i 13.o 0 2 4.3
Md.10. 74v 13.5 SAU 3 8 5.4
Þd. 11. 74.7 12.6 SSV 2 6 7.0
Md.12. 74.6 12.6 0 10 6.5
Fd. 13. 72.4 12.5 SAU 4 9 7.0
Fd. 14. 74.2 13.o 0 2 6.0
Ld. 15. 75 0 8.0 NAU 1 10 3.o
Sd. 16. 75.2 8.2 0 10 O.o
Md.17. 75.0 11.0 SV 3 8 R 2.2
Þd. 18. 75.4 6.4 0 10 R 4.8
Md.19. 76.i 11.5 VSV 2 5 2.9
Fd. 20. 77.1 10.9 SV 1 4 2.5
Fd. 21. 77.2 10.5 0 2 -0.2
Ld. 22. 76.8 12.0 0 8 —3.o
Sd.23. 76.3 16.0 S 1 10 1.5
Md.24. 75.6 14.o SV 2 9 10.3
Þd.25. 75.7 10.5 SV 3 6 6.1
Md.26. 74.8 11.0 VSV 3 10 R 5.6
Fd. 27. 76.o lO.o 0 4 3.5
Fd. 28. 76.8 10.1 NV 1 2 1.0
Ld. 29. 76.3 8.7 SV 1 2 — l.o
Sd. 30. 76.o 8.0 SV 1 1 -0.5
Md. 1. 76.o 11.5 0 10 3.,
Þd. 2. 75.8 10.5 SV 2 1 -04
Md. 3. 75.6 4.« 0 2 -3.0
Fd. 4. 75.5 6.0 0 2 -4.5
Fd. 5. 75.3 12.4 0 3 O.o
Ld. 6. 75.3 lO.o 0 10 l.i
Sd. 7. 75.0 11.0 0 10 0.9
Md. 8. 75.8 8.0 0 2 1.5
Þd. 9. 75.0 9.o S 2 10 -2.0
Md.10. 75.0 9-5 0 10 6.0
Fd. 11. 75.3 4.6 NAU 1 10 1.0
Fd. 12. 75.9 -4-1.1 N 1 10 S -4.5
Ld. 13. 76.1 -4-4.3 0 10 -9.5
Sd. 14. 72.6 4.7 SV 2 9 —7.0
Md.15. 74.4 -r-5 0 NV 1 7 s —5.S
Þd. 16. 74.8 -4-0.2 0 10 —8.0
Md.17. 75.2 -4-7.8 0 6 —7.8
Fd. 18. 75.0 1.5 sv 1 10 —9.5
Fd. 19. 75.0 6.8 ssv 1 10
Ld. 20. 75.4 7.1 0 10 —2.0
Sd.21. 74.7 8.1 s 1 10 0.3
Md.22. 73.3 9.6 s 1 10 1.0
Þd. 23. 74.0 5.0 0 9 1.6
Md.24. 74.4 1.6 0 10 —1.0
Fd. 25. 74.9 1.6 0 7 —4.1
Mustads
Export Margarine,
í eins punds stykkjum,
er á við gott smjör- ~m
Jjalgaardsullaroerksmiðjur
í Noregi, eru áreiðanlega þær beztu,
umboðsmaður þeirra á Akureyri er
kaupm. Sigvaldi Þórsteinsson.