Norðurland - 03.11.1906, Blaðsíða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir.
Akureyri, 3. nóvember 1906. j VI. ár.
Carl Höepfners verzlun
á Akureyri
mun framvegis sneiða hjá því, að hafa framhaldandi viðskifti —
nema hönd selji hendi — við þá, sem alls ekki eða laklega
hafa staðið í skilum við verzlunina tvö undanfarin ár, nema þá
að sérstakar ástæður hafi orðið þess valdandi. — Sömuleiðis verð-
ur framvegis ekki lánað félausum mönnum, eða mönnum sem
ekki eru fullveðja.
Þar á móti óskar verzlunin að hafa sanngjörn og frjálsleg við-
skifti við alla, er að jafnaði verzla skuldlítið, og sem greiða
skuldir sínar — ef nokkurar eru — í þeim vanalegu kauptíðum.
Allur útlendur varningur fœst með mjög vœgu verði.
Flestar íslenzkar afurðir keyptar.
Akureyri 1. nóvember 1906.
Kristján Sigurðssoi)
verzlunarstjóri.
10. blað.
Standmynd
Kristjáns níunda.
Líkneskis-brask stjórnarinnar.
Sjö höfðingjar í Reykjavík, þeir
Klemens Jónsson, Hallgr. Sveinsson,
Júlíus Havsteen, Eiríkur Briem, O.
Zoega, Jón Helgason og D. Thomsen
hafa sent út áskorun um það til allra
íslendinga, „æðri sem lægri, ungra
sem gamalla, að leggja fram, eftir því
sem hver hefir efni og vilja til, fjár-
upphæð, til þess að koma upp stand-
mynd gristjáns konungs níunda, sem
ætlast er til að verði sett upp á hæfi-
legum stað f Reykjavík." Segjast þeir
sjömenningarnir hafa verið kosnir til
þessa þjóðlega starfs af fjölmennum
fundi í höfuðstaðnum.
Enginn efi er á því að þessi ráð-
stöfun er komin beina leið frá stjóm
vorri; hún var að burðast með þessa
hugmynd í harðindunum í vor, en
þá urðu undirtektirnar svo daufar,
að henni mun hafa þótt ráðlegast
að fresta því að senda út áskoranir
um samskot til þessa fyrirtækis. Satt
að segja munu ýmsir hafa efast um
að hún hefði einurð til þess að halda
þessu máli lengra áfram, jafndaufar
og undirtektirnar voru alment, enda
aðkall til fjársöfnunar með meira
móti, fyrst eftir mannskaðana miklu
á Suðurlandi, síðan til Ingólfslík-
neskisins og nú síðast eftir brunann
hér á Akureyri. ,
Óneitanlega setur stjórn vor sig
ekki úr færi um að halda konungs-
valdinu að oss íslendingum. í sumar
voru allir íslenzkir þingmenn boð-
aðir utan til Danmerkur og það látið
í veðri vaka að ónáð konungs lægi
við ef þeir kæmu ekki. Séð hefir
hún oss og fyrir heimsókn konungs-
ins á næsta sumri með miklu dönsku
fylgdarliði og nú þykir henni loks
ekki annað sæma, en að heimta skatt
af þjóðinni til þessarar dýrkunar á
konungsvaldinu.
Ekki er nema skylt að viðurkenna
að Kristján konungur níundi var
sæmdarmaður í hvívetna. Qóðvild
sýndi hann líka landinu oftar en
einu sinni, er hér var óáran í landi,
eins og títt er um þjóðhöfðingja við
þegna sína. Aðalástæðan til þessarar
fjársöfnunar er það þó talið, að kon-
ungurinn hafi heimsótt oss, óverð-
uga þegna sína, á þúsund ára afmæli
þjóðarinnar og fært oss stjórnar-
skrána.
Hér er líka um þá einu ástæðu
að ræða, er verulega sé hægt að taka
til greina, er um þetta mál er að
ræða. Nú á tímum munu mentaþjóð-
irnar líta svo á, að sú ein ástæða sé
réttmæt til þess að reisa upp lík-
neskjur af þjóðhöfðingjunum, er þær
viðurkenna að þeir hafi búið svo við
þær f stjórnmálunum, að mikils sé
um vert að halda þeirri sambúð á
lofti, niðjunum til athugunar og síð-
ari höfðingjum þeirra til eftirbreytni.
Sá mælikvarði er og réttmætur.
En hvernig víkur þessu við er á hann
er mælt, að því er stjórnarskrána
snertir og ríkisstjórn Kristjáns 9. hér
á landi? Samþegnar vorir, Danir,
fengu stjórnarskrá sína 1849. Fyrir
það blómgaðist hagur dönsku þjóð-
arinnar, eftir að hún varð sjálfs sín
ráðandi og það þrátt fyrir miklar
ófarir hennar í Slesvíkur ófriðinum.
En hjá oss hélt alt áfram í sama
kaldakolinu, sem á einveldistímun-
um. Kristján 9. tekur við ríkisstjórn
1863, en stjórnarskrána fáum vér fyrst
1874. Þau árin, sem hér liggja á milli,
er háð af vorri hálfu hörð og látlaus
barátta við konungsvaldið og full-
trúa þess um réttindi þjóðar vorrar.
Og hvernig stjórnarskrá fengum vér
svo? Ekki æðstu lög frjálsrar þjóð-
ar, heldur náðargjöf útlandrar yfir-
drotnunar. Þeirri sömu stefnu var
og fram við oss haldið, því nær öll
ríkisstjórnarár Kristjáns 9. Og það
höfum vér fyrir satt, að rýmkun sú
er vér fengum á sjálfstjórn vorri
1903 sé ekki síður að þakka krón-
prinsinum, hinum núverandi kon-
ungi vorum, en Kristjáni 9. Sjálfur
var hann mjög íhaldssamur í stjórn-
málum, enda alinn upp í skóla ein-
veldishugsananna. Ráðgjafar hanslétu
sér og Iengstum mjög fátt, ekki að
eins um kröfur þjóðar vorrar, heldur
líka kröfur Dana sjálfra.
Því fer mjög fjarri að vér viljum
hafa nokkurn þann heiður af hinum
látna konungi vorum, er honum ber.
Mannkosti hafði hann eflaust mikla
til að bera. En hverja sögu ber að
segja eins og hún gengur, en ekki
villa mönnum sýn með konunga-
smjaðri og ómaklegum uppveðrungs-
fagurgala.
Reisi fslenzka þjóðin þessa mynda-
styttu, fáum vér ekki betur séð en
að í því felist viðurkenning hennar
á því, að sú stefna hafi verið rétt-
mæt, sem haldið var að oss af stjórn
Kr. 9. Lagalegt gildi hefði sú viður-
kenning að vísu ekki, en hún hefði
engu að síður mikið siðferðislegt
gildi, einkum nú, er svo skamt er
um liðið frá lati hans, og þau
mál eru enn óútkljáð, er voru deilu-
málin á ríkisstjórnarárum hans.
Þjóð vor á rétt á sjálfstæði, landið
heimtingu á réttindum sínum aftur.
Sá konungur er viðurkennir þessi
réttindi, reisir sér sjálfur minnisvarða
í sögu þjóðar vorrar og jafnframt í
öllum íslenzkum hjörtum. Þann minn-
isvarða á þjóð vor að fága. og mun
gera það. Ytri mynd hans á hún
líka að reisa. En hvort þeirrar viður-
kenningar verður langt eða skamt
að bíða, fáum vér ekki betur séð
en að líkneskisgerðin mætti bíða
þess tíma.
X
Skoðanamunur
\ x \ eða hatur.
i.
Einu sinni áður höfum vér bent á
það hér í blaðinu, hve óvarlegt það
sé, að reyna til að brjála dómgreind
manna, með því að halda þvf fram,
að skoðanamunur andmælendanna sé
runninn af rótum persónulegrar óvild-
ar. Tilefnið var í það skiftið ummæli
ráðgjafa vors á Hrafnagilsfundinum
fræga. Honum þótti þá sem öll mót-
spyrna gegn stjórn hans á landinu
væri af því komin, að »ein familía*
vildi niður af sér skóinn. Vér viljum
ekki bera honum á brýn, að hann
hafi þá talað móti betri vitund, enda
sæti það ekki vel á æðsta manni lands-
ins frammi fyrir miklum fjölda áheyr-
enda. En hafi svo ekki verið, fáum
vér ekki betur séð, en að ummæli
hans hafi borið vitni um undarlega
kynlega þröngsýni, því ámátlegri sem
maðurinn var betur gefinn og svo
hátt settur, að meira víðsýnis mátti
vænta af honum en illa siðuðum og
óhlutvöndum mönnum.
Lítum snöggvast á það, sem um
var deilt á Hrafnagiisfundinum.
Tvö stórmál voru þar til meðferðar
og ekki annað svo teljandi sé; annað
var samningur sá, er ráðherrann hafði
gert við M. n. ritsímafélagið, hitt var
undirskriftarmálið.
Ráðherrann hélt því þar fram, að
sjálfsagt væri að láta sæsímann koma
á land á Austurlandi. Um þetta var
alls engin deila. Allir voru sammála
um það, að svo framarlega sem sæ-
þráður yrði lagður til landsins, yrði
að leggja hann þangað. En hvernig
stóð eiginlega á því, að enginn skoð-
anamunur varð um þetta atriði? Ástæð-
an var blátt áfram sú, að ráðherrann
hafði sjálfur skift um skoðun, tekið
að sér skoðun andmælenda hans; því
fám árum áður hafði hann haldið
því fram með miklum ofsa á þingi
þjóðarinnar, að það væri hin mesta
fjarstæða að láta sér detta slíkt í hug
og það þó enginn annar vegur sýnd-
ist þá fær til þess að útvega landinu
hraðskeytasamband við umheiminn.
Vér ætlum ekki að fara að rifja
upp allar þær fjarstæður, sem ráð-
herrann bar þar fram fyrir kjósendur
sína um loftskeytaaðferðina. Sannan-
irnar á móti þeim eru fyrir iöngu
komnar fram, svo allri þjóðinni er
orðið kunnugt um þær, enda liggur
það utan við tilgang þessara stuttu
hugleiðinga. En er ekki eitthvað af-
káralegt við það, að maður, sem ný-
búinn er að skifta um skoðun á mikil-
vægu atrjði, skuli bregða öðrum um
illar hvatir, þó þeir láti í ljós skoð-
anamun á öðrum atriðum í sama mál-
inu? Þessi skoðanamunur hefði jafnvel
ekki þurft að vera annar en sá, að ein-
hverjir hefðu haldið fram sömu skoð-
uninni, sem hann sjálfur hafði barist
fyrir, að þeir hefðu ekki verið eins
liðugir í snúningnum eins og hann
sjálfur.
En þá hitt málið, undirskriftarmál-
ið? Hvað hefir gerzt í því síðan á
Hrafnagilsfundinum? Á þeim fundi
hélt ráðherrann því fram, að undir-
skrift forsætisráðherra Dana væri bæði
eðlileg og réttmæt í alla staði, þó
hann sjálfur hefði haldið fram alt
annari skoðun á þinginu 1903. Sjálf-
ur hafði hann þar skift um skoðun
og þessari nýju skoðun sinni heldur
hann fram á þinginu 1905, svo að
enginn aldanskur ráðgjafi hefði getað
gert það ósleitilegar. Honum verður
það ágengt þar, að mikill meiri hluti
þingmannanna vinst til þess að fella
með honum hógvær mótmæli gegn
þessari dönsku ráðstöfun. Svo líður
að eins eitt ár, eða tæplega það. Þing-
mennirnir fara til Danmerkur og þar
verða þeir allir sammála um að láta