Norðurland

Útgáva

Norðurland - 03.11.1906, Síða 2

Norðurland - 03.11.1906, Síða 2
Nl. 36 í Ijós þá ósk sína, að það verði fram- vegis íslandsráðherrann en ekki for- sætisráðherrann danski, sem undirriti útnefningu ráðgjafans á íslandi. Pá eru öll háðsyrði ráðgjafans gleymd um þá hótfyndni andmælenda hans, að vilja ekki lofa danska forsætisráð- herranum að »komast upp á hornið.« Sjálfur er hann þá búinn að skifta um skoðun aftur, taka að sér þær skoð- anir, er.hann einu ári áður hafði haldið fram að ættu að eins rót að rekja til persónulegrar óvildar. Eru þetta ekki eftirtektaverð dæmi? Þau ættu að verða meira en til að- hláturs. Pau ættu að verða öllum ís- lenzkum stjórnmálamönnum til viðvör- unar, kenna þeim að dæma varlega og hóflega um skoðanamun andstæðing- anna, brýna fyrir þeim þau sannindi, að engin skoðun getur litið svo fjar- stæð út, að hún eigi ekki heimtingu á því að vera rædd með rökum. Er ekki eitthvað bæði ilt og broslegt við það, að maðurinn sem viltur er vegar- ins sigi hundum sínum á þá menn, sem eru að reyna til að benda honum á rétta leið. X TIL FÁNANS. Rís þú, unga íslands merki, upp með þúsund radda brag. Tengdu’ í oss að einu verki anda, kraft og hjartaíag. Rís þú, íslands stóri, sterki stofn, með nýjan frægðardag. Hvort skal nokkur banna og bjóða börnum frjálsum þessa lands, og til vorra œttarslóða augum lita ræningjans? Fylkjum oss í flokki þjóða. Fram, að lögum guðs og manns. Gætum hólmans. Vofi valur víðskygn yfir storð og hlé. Enginn fjörður, enginn dalur auga hauksins gleymdur sé. Vakið, vakið, hrund og halur, heilög geymið íslands vé. Storma’ og ánauð stóðst vor andi stöðugur sem hamraberg. . Breytinganna straum hann standi sterkur, nýr á gömlum merg. Heimur skal hér lita í landi lifna risa fyrir dverg. Skin þú, fáni, eynni yfir eins og mjöll i fjallahlið. Fangamarkið fast þú skrifir fólks i hjartað ár og síð. Munist hvar sem landinn lifir litir þinir alla tíð. Hvert eitt landsins fley, sem flýtur fáni vor, þig beri hátt. Hvert þess barn, sem Ijósið litur, lífgar vonir sem þú átt. Hvert þess lif, sem þver og þrýtur, þínum hjúp þú vefja átt. Meðan sumarsólir bræða svellin vetra’ um engi og tún, skal vor ást til íslands glæða afl vort undir krossins rún, djúp, sem blámi himinhœða, hrein, sem jökultindsins brún. Einar Benedikfsson. * * * Kvæði þetta er prentað hér eftir »Valnum« ísfirzka. Pað blað mun enn vera óvíða hér nyrðra, en kvæðið þess vert að því sé á lofti haldið. Segir »Valurinn« að Sigfús Einarsson tónskáld hafi samið snjalt lag við það. Auðséð er að kvæðið gerir ráð fyrir hvíta krossmarkinu í bláum feldi, eins og fánanefndin í Reykjavík hafði lagt til. X Fáni íslands. Eitt þeirra mála, sem eru að komast á dagskrá þjóðarinnar, er um íslenzk- an fána handa landinu. Stúdentafé- lagið f Reykjavík hefir haft málið til meðferðar og ýms af blöðunum syðra hafa flutt greinar um það. Reyndar er ekki svo mikil hætta á, að oss þyrfti að verða skotaskuld úr því að eignast fána, sem liti vel út og væri nógu sérkennilegur, ef vér gætum orðið nægilega sammála um það, að vér eigum og þurfum að fá hann. Á því ríður mest eins og nú stendur. En bæði er það að »það skal vel vanda sem lengi á að standa* og svo mundi það eflaust greiða fyrir málinu, ef vér gætum bráðlega orðið á eitt sáttir um hvern fána vér vild- um hafa. Oss er því ánægja að því að flytja hér greinarkorn um fánann og nýja tillögu um gerð á honum. * í 42. tölubl. af Reykjavík þ. á. er grein um íslenzka fánann tilvonandi. Með leyfi Norðurlands vildi eg fara nokkurum orðum um hana og málið sjálft. Eg vil þá fyrst geta þess, sem eg er greinarhöfundinum samdóma um, en það eru þau ummæli, sem hann hcfir eftir »Lögréttu«-Brján og höfundurinn lýsir velþóknun sinni á. Sömuleiðis er eg honum samdóma um hvíta krossinn (rétta) í bláa feldinum, sem Brjánn stingur uppá að sé gerður að fána íslands. Til þess tel eg hann með öllu óhæfan, en þó einkum af því, að hann yrði svo líkur sænska fánanum. Svo sem kunnugt er, er hann blár með ljósgulum krossi. Mundi oft veita örðugt að greina íslenzka fánann frá honum í fjarlægð og gæti það komið sér illa. Eigi veit eg hvort hvítur skákross í bláum feldi er fáni Skotlands, en hitt er víst að svona litur fáni er stafurinn M. í fánastafrofinu. Sá fáni virðist því eigi heppilegur þjóðfáni. Þó þarf slíkt eigi að vera til fyrir- stöðu. Verzlunarfáninn argentínski er t. d. eins og stafurinn J f fánastaf- rofinu. En eg kann ekki við neitt krossmark í fána vorum, finst það minna um of á pápisku tímana, þegar alstaðar þurfti krossmark, »bæði undir og ofaná«. En nú kem eg að uppástungu J. Ól. og skiftast þá leiðir okkar. Hann stingur uppá að fáni íslands verði stór, hvít, fimmblöðuð stjarna á blám feldi og bætir því við: »Það merki á engin þjóð á undan oss.« En J. Ól. veit víst ekki að fáni Kongó- ríkisins er næstum alveg eins og fáni sá, er hann stingur uppá. Sá er aðeins munurinn að stjarnan í Kongó- fánanum er Ijósgul og getur því ekki komið til mála að hafa fána vorn þannig. Að vísu er það aðalatriðið að ís- land fái löggiltan fána, en ekki hitt hvernig hann lítur út, en þó vil eg hér gera grein fyrir nýrri uppástungu um fána handa landinu: Lengdin er hugsuð hálfu meiri en breiddin. Næst stönginni er blár rétt- hyrndur þríhyrningur »Hypotenúsa« hans snýr inn (að fánastönginni) og er jafnbreið fánanum, en rétta hornið snýr út í fánann. í miðjum þríhyrn- ingnum er hvít sjöblöðuð stjarna. Fyrir framan þríhyrninginn eru sam- sfða sjö láréttar rendur, allar jafn- breiðar; þrjár þeirra eru hvítar en fjórar bláar og skiftast litirnir á; miðröndin er hvít og jafnframt styzt, en yztu rendurnar báðar bláar og jafnframt lengstar. Svona fáni er bæði laglegur og ó- brotinn og engin þjóð í heimi á fána, sem honum sé líkur í höfuðatriðunum. Að sönnu eru bláar rendur í fánum ýmsra landa t. d. Grikklands, San- Salvador og Uruguay, en þríhyrning- urinn gerir þenna fána alveg sér- kennilegan. Verzlunarmaður. X Loftskeyta framfarir. Svo segir um þær í merku þýzku blaði: »Altaf harðnar meira og meira á framsókninni, að leysa til fullnustu verkefni »neista flrðritunarinnar» og þótt enn sé ekki náð öllu, þá er samt árangurinn mikill. Það er nú leyndar- mál, sem allir vita, að herskipin í Mið- jarðarhafsflotanum brezka fá að minsta kosti einu sinni á sólarhringnum boð- skeyti frá hinni stórkostlegu loftskeyta- stöð í Poldhu í Cornwall: fyrst hepn- aðist að senda skeytin frá Poldhu til Gibraltar stöðvarinnar og svo til Malta, Kýpreyjar (Cyprus) og Port Said og um alt Miðjarðarhafið. Því næst tókst frá þessum landstöðvum að koma skeyt- um til sérhvers ensks herskips, hvar sem var, og nú að lokum svo langt komið að masturstengurnar, að minsta kosti á skipum sem stödd eru í vest- urhluta Miðjarðarhafs, geta með mestu nákvæmni tekið við beinum fyrirskip- ana-skeytum, sem sumpart fara yfir Frakkland og Spán, sumpart jafnvel yfir Þýzkaland í svipandi rafmagns- bylgjum, er berast land frá landi. Nærri má geta, hve mikilvægt þetta er á ó- friðartímum. Aðrar eins óvæntar hremm- ingar eins og í japansk-rússneska stríð- inu eiga nú ekki framvegis að þurfa að koma fyrir. En hvað sem öðru líður, einir um þessar fundninga- framfarir eru Englendingar ekki; Þjóðverjar eiga síns vegar fulla hlutdeild í þeim. Loft- skeytastöðin við Nauen, eitt af úthverf- um Berlínar, sem verið er að reisa, á að verða hin stórkostlegasta í heimi. Það er turn af járni ger, sem verður yfir IOO metra hár. Þar verður og við- tökustöð fyrir skeyti frá herskipum þýzka flotans, hvar sem þau eru stödd, og sendingastöð til þeirra sömuleiðis. Rekstur stöðvar þessarar hefst I. okt. Og jafnframt koma frá Danmörku fréttir um mikilvægar endurbætur á ioftskeytasendingum. Danskur maður, Valdemar Poulsen verkfræðingur, hefir fundið þær upp. Hann girðir fyrir það, að loftskeyt- um verði náð nema með viðtökutól- um, er samstilt séu afgreiðslustöðinni. Og hann getur látið kraftinn, er skeytin flytur, streyma í eina átt, í stað þess sem hann hefir annars far- ið í allar áttir. Með þeim hætti verða hans margfalt meiri not. Nú segja danskir sérfræðingar, eft- ir því sem Politiken fullyrðir, að ekki sé viðlit að ritsímar geti kept við loftskeyti eftirleiðis. Það er að minsta kosti mikil framför frá þeim hugmyndum, er þeir gerðu sér um loftskeyti í fyrra sumar. Meðan verið var að þröngva ritsímanum upp á íslendinga, var eins og varla nokkur danskur maður hefði hugmynd um, að loftskeytin væru annað eða líkleg til að verða annað en leikfang. (Fjallkonan.) X Sven Fenger. Svo heitir einn kennarinn við lýð- háskólann í Askov, ungur maður og gáfaður og drengur hinn bezti. Fyrir nokkuru hefir hann skrifað í »Höj- skolebladet* langt mál um bókmentir íslendinga á síðastliðinni öld. Getur hann þar flestra hinna merkari skálda vorra og lýsir þeim nokkuð. Lýkur hann lofsorði eigi alllitlu á hinar nýrri bókmentir vorar, telur þær fullkomlega þess verðar, að Danir veittu þeim marg- falt meiri eftirtekt en nú á sér stað, og finnur alvarlega og einarðlega að þekkingar skorti þeim, á oss íslend- ingum, er nú ríkir meðal Dana. Þeim, er þetta ritar, er persónulega kunnugt um, að S. Fenger hefir lif- andi áhuga fyrir því, að útbreiða þekkingu á öllu því, er við kemur íslandi meðal landa sinna, og með það fyrir augum hefir hann skrifað ofangreinda ritgjörð. Sjálfur les hann alt fáanlegt um land vort og þjóð, og hefir sett sér það markmið að nema íslenzka tungu til fullnustu og hefir honum þegar orðið nokkuð á- gengt í því efni. Líka hefir hann fast í hyggju að heimsækja ísland innan skamms og dvelja hér sumarlangt, til þess að kynnast lffi og háttum þjóð- arinnar með eigin sjón og raun og afla sér aukinnar þekkingar í íslenzkri tungu. Meðal annars farast honum svo orð í fyrnefndri ritgjörð: »Vér, sem fest höfum hugann við hinar dýrlegu menjar, sem íslending- ar hafa varðveitt með hinni snildar- legu sagnaritan sinni, höfum blátt á- fram þá skyldu af hendi að inna, að leitast við að skilja þá nú, og því frekar höfum vér ástæðu til þessa, sem nútíðar bókmentir þeirra hafa svo mikið gildi, að það er ekki þýðingar- laust fyrir oss að kynnast þeim.« Þar næst hvetur hann lesendur Háskóla- blaðsins til að lesa allar þýðingar, er fáanlegar séu á dönsku, úr íslenzkum bókmentum, og heitir liðsinni sínu, hvað leiðbeiningar snerti, í þvf efni; vill hann að lýðháskólarnir gangist fyrir því, að hið merkasta úr bók- mentum vorum verði þýtt á dönsku, »ef of mikils þyki krafist, að Danir læri íslenzku*. Auðsætt er, hve mikla þýðingu það hefir fyrir oss, er augun opnast á á- hugasömum mentamönnum nágranna- þjóðanna á mikilvægi bókmenta vorra nú á tímum og það mönnum, sem hafa einlægan vilja á að skilja kröfur vorar og hugsunarhátt sem bezt. Meðal þeirra er S. Fenger. Endist honum ald- ur og heilsa, megum vér íslendingar vænta hins bezta frá honum. Ingimar Eydal. X

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.