Norðurland - 24.11.1906, Side 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir.
14. blað. j Akureyri, 24. nóvember 1906. J VI. ár.
BÆKUR.
íafturelding- Nokkurar grein-
ar um landsmál cftir Guðm.
Hannesson. Akureyri. 1906.
Bókaverzlun Odds Björns-
sonar-
Sennilega fer því fjarri að hægt sé
að segja um oss íslendinga nú, að
hugir vorir séu svo einráðnir, að vér
viljum sem einn maður vinna að því
að ná undir oss yfirráðunum yfir landi
voru. Að vísu ber að Iíta á blaða-
mannasamtökin sem gleðilegan vott
um það, að hjá mörgum séu hugirnir
farnir að færast að því marktniði. Fram-
förin er alveg bersýnileg. Fyrir svo
sem hálfu ári hefðu þessi samtök
verið alveg óhugsandi og því síður
hefðu þau verið hugsanleg á síðasta
þingi, þegar meirihluti fulltrúa þjóðar-
innar lét vinna sig til þess að neita
að mótmæla undirskrift forsætisráð-
herrans danska undir útnefningu ráð-
herra vors. En þó framförin sé ekki
lítil, má þó vfst ekki við öðru búast
en að ýmsir séu ennþá andvígir allri
sjálfstæðisviðleitni hjá oss. Ekki eru
t. d. nema um 6 — 7 mánuðir síðan,
að einn af fulltrúum þjóðar vorrar lét
danskan blaðamann hafa það eftir sér
í blaði suður í Danmörku, að hann
teldi það dauðasynd stjórnarandstæð-
inganna, að vilja ekki sætta sig við
þann grundvöll, er lagður hefði verið
með stjórnarskránni 1903. Og í þess-
um sama anda hafa verið flest ummæli
blaða þeirra, er fylgt hafa stjórninni
að málum, því nær alt fram að þess-
um tíma. En breytingin á þjóðinni er
þó bersýnileg. Yngri mentamennirnir
hafa fyrir löngu ráðið það við sig,
hvar þeir ætla að skipa sér í flokk í
þessu máii, og þeim fjölgar óðum,
sem fylkja sér undir sama merkið.
Síðan vér fengum stjórnarskrána hafa
hugir þjóðarinnar víst aldrei hneigst
meira í sjálfstæðisáttina en nú. Rað er
farið að elda aftur, en til þeirrar aftur-
eldingar hefir enginn lagt veigameiri
skerf, en Guðmundur Hannesson bæði
áður með greinum sínum og nú með
þessari bók sinni.
Lesendur Norðurlands hafa áður átt
kost á því að kynna sér tvo kaflana
í bók þessari, en ekki mega þeir fyrir
það halda, að þeir hafi Iesið hana
alla, eða þeir geti látið sér nægja
það, sem þeir hafa áður séð úr
henni. Bókin þarf helzt að lesast öll
í einu, til þess mönnum verði full-
Ijóst hvert hún fer, í hvaða átt hún
vill benda hugum manna. Ætti að
binda efni hennar í einu orði, fáum
vér ekki betur séð, en að orðið sé
sjálfstœði. Ekki svo að skilja, að þá
sé eingöngu átt við sjálfstæði vort
gagnvart dönsku þjóðinni, sjálfstæðið
í stjórnmálunum, heldur líka og engu
síður hið siðferðislega sjálfstæði. Sið-
ferðislega sjálfstæðiskrafan er sú grund-
vallarhugsun, sem hvervetna kemur
fram í bókinni og alt er miðað við.
pessvegna ræðst höfundurinn með svo
þungum og alvarlegum orðum á þann
ómagahugsunarhátt, er kemur fram í því
að vilja láta nokkuð af rétti vorum til
Dana í því skyni að fá fyrir það vernd
þeirra og fé. En hann heldur hugsun-
inni lengra áfram, sýnir fram á, hversu
þær náðargáfur, er margir hafa viljað
láta Dani veita oss, hljóti að verða
oss dýrari en alt annað, af því ekkert
verði jafndýrkeypt, bæði fyrir þjóðirn-
ar og einstaklingana, eins og ölmusu-
gjafirnar.
Höfundurinn hefir megna ótrú á því
að vér fáum notið jafnréttis í samband-
inu við Dani, en telur að sambandið
verði því minni vandkvæðum bundið,
sem það verður minna og óbrotnara.
Fyrir þessu færir hann góð rök, og
þessi kenning er, að því er vér vit-
um bezt, alveg ný í stjórnmálum vor-
um. Ekki svo að skilja að ekki hafi
áður verið á það minst að vér ætt-
um að skilja við Dani, en það hefir
helzt verið í því sambandi að þeir
vildu ekki verða við óskum vorum
og réttarkröfum. Pað hefir fremur
verið notað sem grýla á Dani, en að
bak við það væri full sannfæring um
að skilnaðurinn væri oss fyrir beztu.
En höfundinum er þetta alvörumál; í
hans augum er sambandið neyðar-
kostir, sem æskilegast væri að kom-
ast hjá ef hægt væri, en á það
verður þó að líta, að það er ekki
á voru valdi að slíta því sambandi og
eins og málum vorum er komið verð-
um vér að vera í einhverju sambandi
við þá. Konungur Dana er líka kon-
ungur vor íslendinga og engum dett-
ur í hug að vilja rengja rétt hans til
konungdómsins og höfundinum ekki
heldur. Samt sem áður verður síðasti
kaflinn, sem höfundurinn kallar »SkiIn-
að«, ef til vill þýðingarmesti kaflinn
tyrir þjóð vora. Ekki af því að skiln-
aður íslendinga og Dana liggi neitt
nærri. Verði nokkurntíma af honum,
erum vér sem nú lifum ekki í neinum
færum til þess að spá um hvenær hann
verður. En kaflinh er þýðingarmikill
fyrir það að hann hrekur þær villu-
kenningar, sem þjóð vorri eru svo
hættulegar, að vér séum að öllu leyti
ófærir um að standa straum af oss
sjálfir. Ekkert getur verið þýðingar-
meira fyrir oss í baráttunni fyrir sjálf-
stæði voru, en tilfinningin fyrir því
að ef vér værum orðnir sjálfstæðir og
engum háðir, þá mundi oss að engu
leyti þurfa að farnast ver efnalega en
oss gerir nú, að vér séum menn til
þess að vera sjálfbjarga. Fleiri atriði
þess máls þarf að vísu að athuga en
höf. gerir, en hann hefir þó tekið þau
atriðin til íhugunar sem mesta hafa
þýðinguna.
Vér viljum ekki skýra nánar frá efni
bókarinnar í þetta sinn. Þess ætti ekki
að gerast þörf, því vér vonum að flestir
lesendur blaðsins geri sér far um að
sjá hana og lesa.
Höf. hefir tileinkað æskulýðnum bók
sína. Sumir munu skilja það svo að í
því felist nokkur viðurkenning um að
það, sem bókin ræðir um, sé fremur
mál framtíðarinnar, en nútímans, en
jafnframt felst í því nokkurt vantraust
til þeirrar kynslóðar sem nú er uppi
og mestu ræður í landinu, efinn um
að hún muni reynast svo þrautseig að
hún haldi sjálfstæðismáli vor áfram ó-
spiltu, ef Danir veita því enn verulega
mótspyrnu, óttinn fyrir því að hún
muni fremur kjósa þann kostinn, að
láta síga undan. Sá ótti er því miður
ekki ástæðulaus. En einmitt þess vegna
á bókin Iíka brýnt erindi til allra full-
tíða manna í landinu, því hún heldur
upp fyrir þjóðinni spegli þeirrar ves-
almensku, er hún sýndi með því að
selja rétt sinn af hendi, af því hana
skorti þá manndáð og sjálfstraust, er
til þess þarf að taka á herðar sér þær
skyldur, er þeim réttindum fylgja.
X
Um fiskverkun.
Eg sem rita þessar línur, kom
hér til Eyjafjarðar með »HóIum« 15.
ágúst síðastliðinn og hafði þann starfa
á hendi í sumar að kaupa fisk fyrir
verzlunina Edinborg á Akureyri. Fisk-
urinn sem keyptur hefir verið er nú
kominn áleiðis til Spánar og Ítalíu,
og var hann aðgreindur af tveim
fiskimatsmönnum, útnefndum af sýslu-
manninum í Eyjafjarðarsýslu. — Eg
leyfi mér að taka það skýrt fram,
að fiskverkuninni hér við Eyjafjörð
er mjög svo ábótavant, og álít eg
lífsspursmál fyrir þetta hérað að hún
taki algerðum stakkaskiftum, ef menn
hafa nokkurn hug á að framleið héð-
an vandaða og góða vöru, sem stað-
ið geti jafnfætis sunnlenzkum fiski,
sem sendur er til Spánar og Ítalíu.
Og þetta ætti að vera hægðarleikur,
og það því fremur, sem eg þori að
fullyrða að öll skilyrði fyrir fiskverkun
eru hér betri en á Suðurlandi, sér-
staklega hvað snertir hagstæðari veðr-
áttu. Eg vil ekki og get ekki vel dæmt
um af hvaða ástæðum fiskverkun yfir
höfuð er svo mjög ábótavant hér, enda
skiftir það minstu í sjálfu sér, en samt
ímynda eg mér að sökin liggi engu
síður hjá kaupendum en seljendum.
Kaupmenn hafa að sögn keypt fisk-
inn hér óaðgreindan og keypt jafn-
háu verði vonda vöru og góða, og
er auðsætt hve ill áhrif slíkt getur
haft á vöruvöndun yfir höfuð. Fiski-
mennirnir hugsa sem svo. Það er þýð-
ingarlaust fyrir mig að vanda verkun
á fiskinum mínum, eg fæ ekki meira
fyrir hann heldur en þeir sem verka
hann illa. Þessi hugsunarháttur þarf
að hveifa. Kaupendur þurfa að láta
aðgreina vöruna og gefa mönnum svo
vel fyrir góða vöru, sem frekast er
unt, en gjöra mikinn verðmun á lakari
vörum. Eg hlýt áð álíta stórt fram-
faramál fyrir Eyjafjörð að geta fram-
leitt vel vandaðan fisk, sem komist
gæti í álit á spánverskum og ítölsk-
um markaði, því þótt fiskur seljist
stundum eins vel f Kaupmannahöfn og
víðar eins og á Spáni og Ítalíu, er nú
hin síðari ár fengin vissa lyrir því að
Spánarmarkaðurinn er tryggari og stöð-
ugri. Hin síðari ár hefir sunnlenzkur
fiskur fengið betra orð á sig á Spáni
heldur en áður, og mun það mikið að
þakka ferð herra Þorsteins Guðmunds-
sonar yfirmatsmanns til Spánar í hitt-
eðfyrra. Hann hefir gert sér mjög mik-
ið far um að senda einungis vandað-
an fisk á aðalfiskimarkað heimsins og
á hann sannarlega miklar þakkir skilið
fyrir það.
Um leið og eg minnist á að vöru-
vöndun á saltfiski hér við Eyjafjörð
sé á lágu stigi, sérstaklega að því er
snertir þvoti og þurk á fiskinum, get
eg með ánægju minst á það, að áhugi
er nú þegar farinn að vakna hjá fiski-
mönnunum á því að gera sitt til að
bæta verkunina. Þeim hefir yfir höfuð
fallið mjög vel að skifta við verzlun-
ina Edinborg með vörur sínar. En til
þess að verzlunin haldi áfram slíkum
viðskiftum, útheimtist, að menn legg-
ist á eitt og vandi vöruna sem hægt
er, undir þvf er komið að norðlenzkur
fiskur geti jafnast á við sunnlenzkan
fisk á heimsmarkaðinum.
Úr því eg fer að rita um þetta mál,
finn eg skyldu mína að gefa eftir megni
í fám orðum leiðbeining um fiskverk-
un yfirleitt, þó að reglur þessar verði
svipaðar þeim, er áður hafa verið
prentaðar.
1. Hálsskera skal fiskinn, þó svo
að lífoddinn sé ekki skorinn í sundur,
undireins og búið er að taka hann af
önglinum, svo að blóðið geti runnið
úr honum meðan hann er Iifandi.
2. Þegar fiskurinn er fluttur á land,
skal varast að kasta honum á land,
heldur bera hann upp úr bátunum.
3. Þegar fiskurinn er afhöfðaður,
skal einkum viðhafa alla varkárni að
þunnildin ekki rifni frá, og má því
ekki skera undir vætubeinið, og eins
ber að varast að láta langt roð fylgja
fiskinum, heldur skera þvert yfir framan
við hnakkakúluna.
4. Bezt er að þvo fiskinn upp úr
hreinum sjó áður en hann er flattur
og sömuleiðis eftir að hann er flattur,
og hreinsa þá vandlega úr honum blóð
það, sem kemur fram við flatninguna.
5. Flatningu á fiskinum þarf að
vanda. Bezt er að mænufletja ekki
fiskinn, en fletja hann samt ekki mjög
djúpt, og skera hrygginn úr rétt fyrir
neðan mænu, og þá um leið gæta þess,
að ekki komi skurður í fiskinn eins og
oft vill verða. Hafa skal kviðuggana
báða dálkmeginn og fletja fiskinn aft-
ur að sporðblöðku og sneiðskera dálk-
inn svo aftarlega, að ekkert blóð verði
eftir í honum.
6. Leggja skal fiskinn slétt í saltið
og er nauðsynlegt að salta hann inni
í húsi. Áríðandi er að salta hann^úr
hreinu og góðu salti og salta hann
vel, eða ekki minna en sem svarar 9
skeppum í hvert skippund og gæta
þess að hann sé jafnt saltaður en saltið
þó mest þar, sem hann er þykkastur.
7. Þegar fiskurinn er þveginn út