Norðurland - 30.11.1906, Side 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir.
15. blað. s Akureyri, 30. nóvember 1906. { vi. ár.
*
:*
5D
Góð Kaup!
Frá 1. desember næstkomandi selur
Gudmanns Efterfl verzlun
alla ÁLNAVÖRU, HÖFUÐFÖT, SKÓFATNAÐ
og ýmislegt fleira að minsta kosti með
sm’ 20 pct. afslætti.
Þegar pess er gætt, að verzlunin hefir fjöl-
breyttar, góðar og ódýrar vörur, pá mun fóikinu
skiljast, að hér verður að ræða um óvenjule^
happakaup
*
*
óvenjuleg 1^^
• « • • t • • • t • « 4 « t • t • •> •
BÆKUR.
Arne Qarborgr Huliðsheimar
Þýtt hefir Bjarni Jónsson
frá Vogi. Rvk. Gutenberg
1906. Bókaverzlun Quðm.
Gamalíelssonar.
Ekki er hún skrautlega til fara bókin
sú arna. Kápan er úr þunnum óhroða-
pappír, fyrri hluti bókarinnar er prent-
aður á hvítan, þunnan gljápapptr, en
allur síðari helmingurinn á gulleitan,
hrufóttan blaðapappír. Til þess að
hvað væri eftir öðru, hafa prentararnir
»múkað« hingað og þangað með litar-
daufum rákum og skellum eftir þver-
um og endilöngum blaðsíðunum. Það
er eins og fátækt skáldsins og útgef-
andans sjáist á bókinni. Eins og kunn-
ugt er gefur Guðm. Gamalíelsson að
eins út góðar bækur, en þær seljast
mun lakar en illar, því svo er smekk
flestra farið enn sem komið er.
En það vill nú svo vel til, að bók-
in þarfnast ekki skrautsins. Hún er eins
og sumar ungu stúlkurnar, sem forsjón-
in hefir prýtt þeirri fegurð, sem skín
í gegnum léleg föt og lítinn hag og
ekki verður hulin. Frumhöfundurinn er
ágætisskáld, bók þessi eitt hið bezta
rit hans, og þýðingin fyrirtak. Það er
víða vikið frá orðum frumritsins, en
anda þess, hugsun og áhrifum finst
mér ótrúlega vel náð.
Frá efni bókarinnar verður ekki
sagt. Aðalþátturinn er saga í ljóðum
um skygna stúlku, sem »sér allar
vættir illar og góðar«. Sýnir bókin
ágætlega norska þjóðtrú, hve lík hún
er íslenzkum þjóðsögum, þó sumt sé
á annan veg. Skygni, forvitri, álfar,
dvergar, tröll og fylgjur, alt er þetta
svipað og hjá oss. Þá er daglega lífið
norsku alþýðunnar, sem lýst er í bók-
inni, furðu líkt því, sem hér gerist.
Fjöldi kvæðanna gæti eins vel verið
frumortur á íslenzku, hvað efnið snert-
ir, aftur væri það óhugsandi, að þau
væru ort í Danmörku. Er það blindur
maður, sem ekki sér og finnur, hve
náið er nef augum og íslendingar
Norðmönnum, er hann les bók þessa.
Þjóðtrúin, hugsunarhátturinn, fátæktin,
daglegu störfin, fjöllin, hríðarnar og —
málið, alt er svo náskylt oss, að undr-
um gegnir, jafnvel gátur barnanna, sem
sem þau skemta sér við í rökkrinu:
Norskan.
>Fire heng og fire gjeng,
naar lauvet det spretter;
tvo stend i sky, tvo finn vegen til by
og ein diltar etter.«
»Kui med jure paa fire gjeng,
naar lauvet det spretter;
horn stend i sky, augo ser imot by,
men rova sleng etter.€
»Vaar herre han fær det aldri sjaa,
men me ser det kvar dag?«
Sin jamlike er det, han ej fær sjaa,
men som me ser kvar dag.«
íslenzkan.
»Fjórir ganga, fjórir hanga
fullir og mettir,
tveir vita upp og tveir að garði,
en einn dregst á ettir.«
»Á kú eru fjórir fætur og spenar
fullir og mettir,
horn vita upp, en heim vita augu
og halinn á ettir.«
>Drottinn aldrei um eilífð sér það,
en eg sé það hvern dag?«
»Sinn líka drottinn sér víst aldrei,
við sjáum hann hvern dag.«
Annars kennir svo margra grasa í
bók þessari, að seint yrði upp talið.
Þar eru t. d. sumum stjórnmálamönn-
unum lögð þessi orð f munn.
Eg strauminn geri að stöðuhyl
og strengi skugga á dægri.
Eg aflur á bak og áfram vil
og eins til vinstri og hægri.
Nú seftjörn bygð mín orðin er
með ógn af skrítnum dýrum,
vinst ekki á né aftur fer
hún á að verða að mýrum.
og en öðrum þessi:
Einn eg ráska og ríkja vil
og ráðum aðra bera;
'egg’ eS upp, mega aðrir til,
á undan skal eg vera.
Eg hneppi í fjötur hvern þann kraft,
er hátt vill merkið bera,
og legg á alt mitt hérað haft,
svo hæstur megi eg vera.
Það eru líklega Danir, sem eru að
tala um Islendinga og sundurlyndi
þeirra í þessum erindum:
Þó margir þeir verði sem mýið
og megnugri’ en gljúfrafoss
þá vegast á þræll og þýið
til þrauta’ en sleppa oss.
Og hatrið er hálft og litlaust
þó hafi þeir læti og óp,
því illþýðið er svo vitlaust
að aldrei það berst í hóp!
Þá fá »meðreiðarmennirnir« og kongs-
myndasmiðirnir laglega nafnbót:
En heiður þeim sem heiður ber
og hæst skal. þeim bezta veita.
En nafnbótin sú, sem æðst þar er,
hún »attaníoss« skal heita. — —
Ekki veit eg hversu aiþýðu fellur
bók þessi í geð, en eg þykist hafa
varið þeim aurum vel, sem eg keypti
bókina fyrir. Mér var sönn ánægja að
lesa hana og börnin mín sækjast eftir
að lesa í henni, þó erfitt veiti þeim
að skilja sumt.
G. H.
Willard Fiske: Chess in Ice-
land and in Icelandic Li-
terature with historical
notes on other tablega-
mes. Florence MCMV'
Ix + [2] + 400. (Lítið 4
blaða brot).
Bók þessi, sem eigi alls fyrir löngu
er komin hingað til landsins, hlýtur
að vekja ýmsar hugsanir og spurn-
ingar, eigi að eins hjá lesendum henn-
ar heldur og öðrum er bókina Iíta,
eigi eingöngu hjá skákfræðingum og
taflmönnum, sem kallaðir eru, heldur
og öðrum, er ekkert hafa við töfl
fengist. Ef svo að segja hvert manns-
barn á landinu kannaðist eigi við
nafn höfundarins, ræktarsemi hans við
landið, ást hans á hinni íslenzku þjóð
og virðingu hans fyrir fslenzkum bók-
mentum og menningu, þó mundu
margir falla í stafi yfir því að sjá
þessa stóru og glæsilegu bók, skrif-
aða á ensku, útgefna á Italíu og
hljóðandi um svo sjaldgæft efni. Ekk-
ert er tilsparað til þess að gera tók-
ina svo vel úr garði sem hægt má
verða: pappírinn er af beztu tegund
og miklu betri en í nokkurri bók, sem
út hefir verið gefin á Islandi, prent-
unin hin vandaðasta, myndirnar skýrar
og ekki sízt hin ágæta mynd af höf-
undinum sjálfum — hin síðasta, sem
til er af honum — framan við
bókina og gerir hún hana enn þá
eigulegri og kærari.
Eins og aðaltitill bókarinnar bendir
á, hljóðar hún mest um »skáktafl á
íslandi*, sögu þess og ýmiskonar
rannsóknir því viðvíkjandi, einkum
uppruna orða þeirra og nafna, sem
koma fyrir bæði í nútíðar skák-máli
og eldri ritum íslenzkum, þar sem
getið er um skáktafl. Til skýringar
og skilningsauka eru tilfærðir kaflar
úr slíkum ritum, kvæði og vísur, og
þýtt á ensku. Kosta þessar þýðingar
oft langar, málfræðislegar rannsóknir,
svo hér er einnig ýmislegt, sem matur
væri fyrir málfræðinga að spreyta sig
á, því rannsóknir þessar snerta ýmsar
tungur og verða sumstaðar allvíðtæk-
ar. Kemst maður brátt að raun um,
ef það var áður ókunnugt, að höfund-
urinn hefir verið víða heima einnig í
þessum greinum. — Það væri annars
ógjörningur í stuttri blaðagrein að
skýra nákvæmlega frá innihaldi þess-
arar bókar, sem eg tel bæði merkilegt
og fágætt ritverk. Fáar munu þær
þjóðir — og óefað engin á Norður-
löndum — sem á svo fullkomna skák-
sögu og vert er þess að minnast í
sambandi við þetta, að það er höf-
undi þessarar bókar eingöngu að þakka
að vér íslendingar eigum nú — á
Landsbókasafninu — hið fullkomnasta
safn af norrænum skákritum, sem til
er í heimi.
Ætla mætti, að í þessari stóru bók
væri útrætt efni það, sem höfundurinn
hafði tekið sér fyrir hendur að rann-
saka og rita um, en því fer fjarri að
hann liti svo á. Sjálfur naut hann
ekki þeirrar ánægju að leggja síðustu
hönd á verk þetta, sem hafði kostað
hann afarmikið fé og fyrirhöfn, en
jafnframt veitt honum margar ánægju-
stundir, því starf og rannsóknir var
honum fyrir öllu, og þótt hann væri
fjölhæfur maður, þá var hann allur
með lífi og sál við hvert það starf,
sem hann tók sér fyrir hendur. For-
málann hafði hann eigi lokið við, en
af honum sér maður þó, að áform
hans var, hefði heilsa og aldur enzt
til, að gefa út annað bindi, sem flytja
skyldi: Nákvæmar rannsóknir viðvíkj-
andi orðinu hnefatafl, sem fyrir kemur
í fornritum vorum; skrá yfir íslenzka
málshætti og orðatiltæki, sem lúta
að skáktafli; athuganir um skákmenn
(Brikker) og aðra muni úr skáktafli,
sem finnast í ýmsum söfnum ytra og
ýmsir halda að gerðir séu á íslandi;
ennfremur skyldi hér endurprenta helztu
ritgerðir um íslenzka skák, sem út
hafa komið hér á landi og erlendis
og loks skrá yfir skákbókmentir Norð-
urlanda með athugasemdum; mundi
þetta síðara bindi hafa staðið þessu
fyllilega á sporði, bæði að stærð og
innihaldi og mikil bót er það í máli
að von er gefin um að sum af þess-
um ritum, sem safnað var til áður
höfundurinn dó, verði gefin út smám-
saman í ársriti því er gefið verður
út um íslenzk efni á kostnað gjafa-