Norðurland - 30.11.1906, Blaðsíða 2
Nl.
54
sjóðs höfundarins og mun cand. Hall-
dór Hermannsson bókavörður við hið
íslenzka bókasafn Cornell háskóla í
íþöku annast um útgáfuna. Þarf því
eigi að óttast að aflagað verði í með-
förum það sem birt verður. Hann
hefir og ásamt öðrum manni tekið
þar við með útgáfu þessarar bókar,
sem höfundurinn hvarf frá og sérstak-
lega átt mestan þátt í að semja nafna-
skrána aftanvið.
Hinn góðkunni látni höfundur hefir
með bók þessari, sem er hið lang-
stærsta ritverk hans, reist. sjálfum
sér þann minnisvarða, er lengi mun
standa, þótt mörgum kunni að dylj-
ast. Ekkert var honum jafnmikið á-
hugamál sem það, að auka kynning
og veg íslenzkra bókmenta og menn-
ingar meðal erlendra þjóða. Bók þessi
mun gera hvorttveggja.
B.J.
Útflutningur á
íslenzkum skepnum.
ii.
Nl. flutti 15. þ. m. lítinn útdrátt
úr dönskum blöðum um hrossafarm
þann er fluttur hafði verið með skip-
inu »Echo« og kom til Alaborgar 9.
sept. þ. á. Töluðu blöðin svo um þetta,
sem mjög hraklega hefði verið farið
með skepnurnar. Öll frásögn Nls.
þræddi ummæli blaðanna og verður
ekki betur séð en að þau byggist á
skýrslu þeirra manna, er voru sjónar-
vottar að því, hvernig hestarnir litu
út, þeir af þeim sem komust lífs af
úr þeim flutningi. Engar líkur sýnast
vera fyrir því að sögumönnum blað-
anna hafi getað gengið annað til, en
að fara með rétta fregn og benda á
að slíkt mætti ekki koma fyrir. Eng-
inn hefir heldur hreyft rökum eða þá
líkum fyrir því að persónuleg óvild til
nokkurs manns hafi getað ráðið frá-
sögninni. Við þessa frásögn bætti svo
Nl. nokkurum athugasemdum um þörf-
ina á eftirliti af hálfu stjórnarvaldanna
með útflutningi á lifandi skepnum héð-
an úr landi. Það var aðalefni og til-
gangur greinarinnar að benda á þörf-
ina á þessu eftirliti og fáum vér ekki
betur séð en að flutningurinn á »Echo«
hafi verið sorglega ljóst dæmi því til
skýringar.
Því nær hið sama sýnist hafa vak-
að fyrir höfundum greina þeirra er
ritað hafa um þetta í Isafold og Lög-
réttu; báðir benda þeir með skýrum
orðum á þessa þörf. T. d. segir grein-
arhöfundurinn í Lögréttu (Daníel Dan-
íelsson): »Það er víst óhætt að segja
að öll þau skip, sem nú eru notuð
til hestaflutnings héðan frá landi eru
afarilla útbúin sem hestaflutningaskip
og mennirnir sem um skepnurnar
sýsla, alls ekki því starfi vaxnir«.
Hér er miklu harðar að kveðið en
Nl. gerði og er þó höf. víst nákunn-
ugur þessum hestaflutningi. Á öðrum
stað í greininni segir svo um útflutn-
ing Zöllners, að á skipum hans sé
flestur útbúnaður líkur og á hinum
skipunum (0: Sameinaða félagsins), en
»oft miklu þrengra og stundum hestar
hafðir á þilfari; ætti það alls ekki að
líðast, þó Zöllner eigi í hlut.«
Herra alþingismaður Jón Jónsson,
sem hér er umboðsmaður Zöllners,
þykist þurfa að leiðrétta það sem stóð
í Nl. Reyndar fáum vér ekki séð að
hann leiðrétti neitt það sem þýðingu
hefir, en hinu kemur hann upp um
sig, að hann hefir látið blað sitt þegja
yfir fregninni, þó hann vissi vel um
hana áður. Helzta leiðréttingin á að
vera sú, að ofmikið sé gert úr því hve
margir hestarnir hafi verið hraklega
útlítandi, ekki hafi þurft að skjóta strax
nema 8 og 7 hafi verið fengnir dýra-
lækni til hjúkrunar. Aðrir segja um
þetta að þurft hafi að drepa 22 af
hestunum og mörgum hafi orðið að
koma til lækningar og vitum vér ekki
hver þar fer með réttara mál. Ef til
vill hefir ekki sírax þótt ástæða til
þess að drepa nema 8, en hinir verið
drepnir síðar, þegar vandlegar var búið
að líta eftir þeim. En annars er fregn
Nls. um þetta atriði þýdd orði til orðs
eftir blaðinu »Nordjylland«, eins og
blaðið af Nl. ber með sér og verður
engri aðdróttun um rangfærslu við það
komið.
Annars virðast þau sönnunargögn,
sem alþingismaðurinn ber fyrir sig,
vera þess eðlis að varlega sé með þau
farapdi. Hann vill hafa að litlu eða
engu ummæli þeirra manna, er voru
sjónarvottar að því hvernig hestarnir
litu út, er þeir komu á land; ekki
þykir honum það heldur nokkurs um
vert að Dýraverndunarfélagið danska
skerst í málið til þess að koma fram
ábyrgð á hendur þeim sem sekur sé
og að það lætur sér svo ant um það
að það sendir áskorun þess efnis til
annars lands, en hann heimtar að fólk
taki trúanlegt það sem skipstjórinn og
húsbóndi hans segja honum um þetta,
einmitt þeir mennirnir, sem helzt eru
bornir sökum í þessu máli. Sú regla
mun þó vera næsta almenn, að taka
minna mark á því sem sakborningur-
inn segir, heldur en því, sem óvilhöll
vitni bera um hvert mál sem er, og
virðist ekki að svo stöddu vera nein
ástæða til þess að gera hér undan-
tekning frá þessari reglu.
Annars hefir Nl. enga löngun til
þess að kíta um smáatriði þessa máls.
Hvað marga hestana þurfti að drepa
er ekkert aðalatriði, heldur hitt að
þetta geti orðið til þess, að vér tök-
um upp hér þann sið mentaþjóðanna
að líta eftir útflutningi á lifandi skepn-
um. Líkunum fyrir þeirri þörf virðist
fremur fara fjölgandi en fækkandi þeg-
ar málið er tekið til íhugunar og hafi
Z. og umboðsmenn hans góða sam-
vizku af þeim flutningi, ætti þeim sjálf-
um að koma bezt að eftirlitið fengist.
Þó er eitt atriði í grein herra J. J.
sem oss virðist ástæða til að athuga dá-
lítið betur. Hann segir að til jafnaðar
fari bezt um þær skepnur sem á þil-
farinu séu. »Þar skortir eigi loft og
fé okkar og hestum, sem vanast er
við útivistina, eins og allir vita, kem-
ur fátt ver en skortur á góðu lofti.
En við því er auðvitað hættara niðri
í skipinu, þótt ætíð sé gert alt sem
mögulegt er til þess að leiða loft niður
um skipin.« Fyrst og fremst getum
vér ekki séð líkur fyrir því að íslenzkar
skepnur þurfi fremur gott loft, en aðrar
skepnur; loftið er jafnt lífsskilyrði út-
lendra skepna sem innlendra, en auk
þess getur loftleysi niðri í skipunum
ekki stafað nema af tveim ástæðum,
annaðhvort því að skipin eru svo ó-
heppilega útbúin fyrir lifandi skepnur,
að örðugt er að veita nægilegu lofti
um þau, eða þá af því að ofmörgum
skepnum er hrúgað saman í lestinni.
Það er einmitt þetta sem vér viljum
að haft sé eftirlit með. Að bezt fari
að jafnaði um skepnur á þilfarinu við
flutninga héðan af landi til útlanda,
er óbein sönnun fyrir því að eitthvað
sé verulega athugavert við þann flutn-
ing. Það er þó lélegur skúti, sem er
lakari en úti. Sumir eiga ef til vill
hægra með að skilja þetta, ef vér hugs-
um oss menn 1' stað hestanna og fer
því varla mjög fjarri að bera þetta
saman, því hestarnir eru mjög við-
kvæmar skepnur. Sjálfsagt kjósa marg-
ir að spóka sig á þiljum uppi, fremur
en vera niðri í skipinu, en þó þá helzt
þegar gott er veður. Þegar sjóarnir
ganga yfir skipið munu fæstir kjósa
vistina á þilfarinu, en mikill sjógangur
getur komið fyrir í hverri ferð sem
héðan er farin til annara landa. Kenn-
ingin um þessa góðu vist á þilfari er
því ekkert annað en bláber villukenn-
ing. Það getur reyndar rétt verið að
betra sé fyrir skepnurnar að springa
á sundi í öldunum, en að kafna í loft-
leysi niðri í skipinu en hvorugt mun
þó gott vera.
5»
Verzlunar-samsteypan.
Miklar fréttir voru það, sem Nl.
flutti í síðasta blaði, að danskt félag
hafði keypt, eða væri því nær búið
að kaupa allar verzlanir Örum & Wulffs
og Gránufélagsins hér norðan og aust-
an lands. En síðan er það orðið kunn-
ugt að ráðgert er að verzlanir stór-
kaupmanns Þórarinns Tuliniusar og
jafnvel fleiri verzlanir hér norðaustan-
lands gangi í félagið. Það er og fullyrt að
Þórarinn Tulinius sé aðalmaðurinn í
þessum samtökum og muni verða for-
stjóri fyrirtækisins. Það hefir og komið
til orða að Thorefélagið gangi inn í
þetta nýja félag. Annai aðalhluthafinn
er talið að verði Austurasíufélagið
(Östasiatisk Kompagni) í Höfn, sem
hefir yfirráð yfir afarmiklu fé og mörg
skip í förum. Nokkurir stóreignamenn
í Höfn eru og tilnefndir sem hluthafar.
Búast má við því, að félag þetta eigi
bráðlega eina verzlun á hverjum verzl-
unarstað frá Hornafirði til Sauðárkróks.
Talað hefir verið um að skipa
undirforstjóra (3?) og er fullyrt að
Chr. Havsteen kaupstjóri muni verða
einn þeirra.
Um Gránufélagið er það að segja,
að það er að sönnu innlend eign að
nafninu til, en í raun réttri hefir
Holme stórkaupmaður alt ráð þess í
hendi sér, getur selt allar eignir þess
með 6 mánaða fyrirvara. Hlutafé fé-
lagsins mun vera 100,000 kr. og
býðst þetta nýja félag til þess að
borga hluthöfum út 80 %, og er það
töluvert meira en margur mun hafa
búist við. Líkur sýnast því vera mjög
miklar fyrir því, að aðalfundur fé-
lagsins verði fús til þess að selja.
Eftir því sem frézt hefir með hrað-
skeytum hingað, hafa stúdentar í Höfn
hreyft einhverjum mótmælum, gegn
þessari sölu á verzlununum. Þau mót-
mæli verða sjálfsagt þýðingarlaus. í
fjármálum eru slík mótmæli höfð al-
gerlega að engu og að því er vér
getum bezt séð, eru þau líka mjög
ástæðulítil, þó vér ekki efum að stú-
dentunum gangi gott eitt til fyrir land
þeirra og þjóð. En í rauninni er breyt-
ingin ekki stórvægileg frá því sem
nú er, aðallega í því einu fólgin, að
nokkur dönsk gróðafélög slá sér sam-
an og auka hlutafé sitt. Vér fáum ekki
séð að íslenzku verzlunarstéttinni þurfi
að standa nokkur verulegur stuggur
af þessum samtökum; verði sú reynd-
in á verður henni sjálfri um að kenna.
Félagsskapur þessi gæti orðið til þess,
að þoka henni dálítið betur saman og
knýja hana til framkvæmda og yrði
þá henni og landinu til verulegs gagns.
Óttinn við einokunartilraunir þessa fé-
lags ætti að vera ástæðulaus í verzlun-
arfrjálsu landi. Náttúrlega kysu flestir
íslendingar helzt að vér hefðum sjálfir
það bein í hendi, að vér værum færir
um að annast alla verzlun vora sjálfir
og jafnframt allar siglingar hingað til
landsins. En meðan jafnmikið vantar
á að vér getum það og nú er, og að
þjóðin hafi alvarlegan vilja á því, get-
um vér ekki láð útlendingum að þeir
leita sér hér að gróða. Þó verður það
að sjálfsögðu að vera markmið þjóðar-
innar að gera verzlunina innlenda.
En svo er á það að lfta að það er
mjög líklegt að oss geti staðið nokk-
ur hagur af þessari verzlunarsam-
steypu. Ekki sýnist ósennilegt að
hún verði til þess að vér fáum tölu-
vert meiri skipaferðir hér norðanlands
og austan og betra samband við um-
heiminn, t. d. við Hamborg og jafn-
vel Vesturheim. Er þá ekki ósenni-
legt að félagið reki hér stórsölu að
einhverju verulegu leyti og gæti það
orðið allri verzlunarstétt vorri til hagn-
aðar og jafnframt landinu í heild sinni.
Líklegt sýnist það og að félag þetta
muni hafa hér með höndum ýmsan
atvinnurekstur (fiskiveiðar í stórum
stíl ?), er geti veitt mörgum góða at-
vinnu og þjóðin geti líka lært eitt-
hvað af.
Verði af þessari félagsmyndun —
sem fullar horfur eru á nú — fáum
vér ekki séð að ástæða sé til þess
fyrir oss að taka henni illa heldur
bíða átekta. Dáðleysi og ótélagslyndi
sjálfra vor bætum vér ekki upp með
lítt hugsuðum ónotum og afllausum
olbogaskotum.
*
Skarlatssóttin
útbreiðist hér í bænum jafnt og þétt.
Sem stendur er hún í 17 húsum og
sjúklingarnir rúmir 30. Af þeim eru
9 nemendur á gagnfræðaskólanum en
5 á kvennaskólanum. Þessir 5 sjúkl-
ingar eru allir einangraðir og hefir
sýkin ekki gert þar vart við sig af
nýju í alllangan tíma. Hefir því verið
leyft að byrja þar aftur kenslu. Kensla
á gagnfræðaskólanum verður ekki höfð
um hönd fyr en útlit er fyrir að sýk-
in sé stöðvuð þar. Einn sjúklingur í
bænum er þungt haldinn, en sýkin
yfirleitt væg.
í læknishéraðinu fara enn engar sög-
ur af sýkinni; aftur höfðu 3 sjúkling-
ar veikst nýlega á Breiðumýri í Reykja-
dal, og mun veikin þar komin héðan
úr bænum. Læknis hafði verið vitjað
þegar og Iofsverður áhugi þar nyrðra
að verjast sýkinni.
Um sóttvarnir hefir verið leitað á-
lits landlæknis og stjórnarráðs, en um
síðustu helgi fól landlæknir héraðslækn-
inum hér allar ráðstafanir gegn henni
hér í bænum.
Hér í Akureyrarbæ er hætt við að
sýkin verði ekki stöðvuð úr þessu, vegna