Norðurland

Útgáva

Norðurland - 30.11.1906, Síða 3

Norðurland - 30.11.1906, Síða 3
55 þéttbýlisins, enda ómögulegt að full- yrða nema sýkin sé miklu víðar í bænum, því víða stingur sér niður væg hálsbólga, sem vel getur verið skarlatssótt. 5» Hraðskeytafréttir frá Reykjavík. Þórður Thoroddsen læknir og stór- templar varð fimmtugur 15. þ. m. Templarar héldu honum mikla veizlu 28. þ. m. Tóku um 100 manns þátt i henni. Stúdentafélagið i Reykjavik bauð iil almenns borgarafundar þar i gœrkvöldi um fánamálið. Fyrir hönd félagsins œtluðu þeir að tala, formaður félags- ins Bjarni fónsson frá Vogi og cand. mag. Guðm. Finnbogason. Bœrinn Álasund í Noregi hefir gef- ið Akureyrarbæ 2 fullsmiðuð hús og eitthvað af rúmfatnaði. Miklir mannskaðar sagðir við Noreg. % Landstjórafyrirkomulag. Lausafregnir hafa um það gengið hér í vikunni að von væri bráðlega á nýju samkomulagi milli blaðamannanna um að fara fram á landstjórafyrirkomu- lag, landstjóra sem konungur skipaði með undirskrift forsætisráðherra Dana. — Engin hæfa er fyrir því að sam- komulag sé að verða um þetta, enda hefir það mál ekki enn þá verið rætt svo alment, að rétt væri að bindast samtökum um það mál, áður en það hefir verið skýrt betur fyrir þjóðinni. Þjóðólfur og blaðamannasamfökin. Sá kvittur hefir verið borinn út hér, að Þ. sé í þann veginn að hverfa frá blaðamannasamþyktinni aftur, af því flokksmenn ritstjórans þar syðra væru samtökunum andvígir. Vér höfum gert fyrirspurn um þetta til Reykjavíkur. Svarið var á þá leið að fyrir þessu væri engin hæfa. Þrátt fyrir vitanleg- an kala sumra stjórnarsinna til þess- ara samtaka, væri blaðið þeim fylgj- andi af fullri alúð. Norðri flutti jafnframt ávarpi blaðamann- anna ranga frásögu um hvenær Nl. hafði skrifað undir ávarpið. Honum þótti eitthvað mannalegra að láta líta svo út sem hann hefði sjálfur skrifað undir á undan Nl., sem þó ekki var. Vér gáfum blaðinu kost a að leiðrétta þetta mishermi, og mundum ekki hafa skift oss af því að öðru leyti, ef blaðið hefði gert það athugasemdalaust. En við þetta bætir blaðið athugasemd um, að Nl. hafi verið ætlaður nauða-naumur tími til að íhuga innihald ávarpsins. Sá tími var þó um þrír sólarhringar, og þóttumst vér ekki þurfa lengri tíma við, því vér skildum ávarpið svo, og skiljum það enn svo, sem þar sé farið fram á það, sem Nl. hefir haldið fram öllum blöðum fremur. Hinu trúum ver ofurvel, að umhugsunartíminn hafi verið nokkuð naumur fyrir þá, sem ætíð eru á báðum áttum. Nl. kemur út í dag vegna póstferðar- innar suður. Blaðið kemur ekki út á morgun. Úr ýmsum áttum. Dr. A. P. Martin, sem fyr Framfarir var forstöðumaður háskólans í Kína. * í Peking, hefir dvalið um nokkurn tíma á Vesturlöndum. Þegar hann kom aftur til Peking, sýndist honum Hest Kfl. vera breytt. Segir hann frá á þessa leið. Götur bæjarins. sem áður voru nærfelt ófærar yfirferðar og afrenslislausar, eru nú að nokkuru Ieyti steinlagðar og ræstar, eins og tíðkast á Vesturlöndum. Hús rísa upp með nýtízkusniði, járnbraut er lögð rétt að keisarahöllinni, verið er að undir- búa raflýsingu og rafmagns-götuvagna, ný blöð þjóta upp með degi hverjum. Hingað og þangað eru Iestrarsalir og blöðin lésin þar upphátt fyrir þeim, sem ekki eru læsir. Og ekki er eingöngu hugsað um höfuðstaðinn Peking, því út um alt land ferðast menn með blöð og bækur, til þess að Iesa þau upphátt fyrir ólæsri alþýðu *. Kvennaskólar með nútímasniði þjóta upp og sá siður Iegst óðum niður að afskræma fætur stúlkubarna. A keisaraekkjan góðan þátt í þeim framförum. Nýtt stafrof hefir og verið tekið upp í stað gömlu mynd- skriftarinnar. Það léttir lestur bóka stór- lega. Járnbrautir og önnur nýtízku-fyrir- tæki aukast og eflast með degi hverjum. Er því líkast sem gamla fastheldnin sé orðin að nýunga-og breytingagirni. Þó vér íslendingar eigum við Baráttan margt að stríða, þá höfum við hafið. vúr ag segja af þeirri baráttu við hafið, sem ýmsar aðrar þjóðir eiga í. Allir hafa heyrt getið um Holland, hversu sjórinn gekk þar á land fyrir öldum síðan og breytti stórum landflæmum í djúpa flóa, og hversu Hollendingar hafa náð aftur drjúgum hluta af landi þessu og hlaðið varnargarða hvervetna með- fram ströndunum. Baráttan við hafið er einn hinn þyngsti útgjaldaliður Hollend- inga á ári hverju og óðara en manns- höndin hætti að verja landið, væri sjór- inn búinn að gleypa heil héruð, —■ A vesturströnd Jótlands sverfur sjórinn lát - laust af landinu og er óvíst nema sá tími kunni að koma, að Jótland eyðist, að miklu leyti af sjó. Danir hafa varið mil- jónum króna til þess að hefta þetta land- brot og hafa víða bygt trausta garða lík- ast stóreflis bryggjum út í hafið. En þrátt fyrir það að garðarnir séu hlaðnir úr feiknabjörgum, þá hefir brimið brotið hvern á fætur öðrum. Er það nærfelt ótrúlegt að sjá hversu brimið hefir getað unnið á jafnramgerðum mannvirkjum. Það er aldrei nema skiljanlegt að þessi hætta vofi yfir lágum ströndum, þar sem varla sézt steinn; hitt' mun fæstum kunn- ugt, að Englandi, sem víða er hálent, standi hætta af sjónum. Englendingum telst svo til að á hverju ári missi þeir í sjóinn landræmu, sem svari þrem enskum mílum á lengd og einni á breidd. Hafa menn sannar sögur af því, að heilir sveit- arhlutar hafa horfið í sjó. Lítill efi er á því að á einstöku stað brýtur sjórinn hér land svo nokkru nem- ur, en víðast veita fjöll og harðar klappir trausta mótspyrnu og að Iíkindum fer yfirborð Iands vors vaxandi en ekki mink- andi, því mjög víða fyllir framburður ánna grynningarnar upp. Eftir austræna ófriðinn sæmdi Litillœti. Englakonungur japönsku hers- höfðingjana Yamagata, Oyama og Togo aðmírál hinu enska verðleikaheiðursmerki. Standa á því öðru megin orðin »Fyrir verðleika sakir« (For merit). Þeir þökk- uðu konungi heiðurinn, en sneru þeirri hlið heiðursmerkisins inn að brjóstinu, sem orðin stóðu á og út skyldu vita. Þeir þóttust ekki eiga það lof skilið sem í orðunum Iá, og hafa þó sennilega fáir verð- skuldað það fremur en þeir. * Að mikill hluti alþýðu er ekki læs stafar af því, hve það er afarerfitt að iæra myndaskrift Kínverja Það mætti ætla að Englend- Nýjar kola- ingar, sem selja öllum ná- námur. * * grannaiöndunum kol, þyrftu ekki að grípa til annars eldsneytis sjálfir en kolanna, en þéir eru þó einnig farnir í óðaönn að hagnýta sér mó til eldsneytis. Stærsta mósmiðjan er nýlega stofnuð i Kil- berry í írlandi. Mórinn er grafinn úr mýr- inni með stóreflis grafvél og grefur hún upp 30 smálestir af sverði á klukkutím- anum. Sverðinum er steypt ofan í gufu- vagna, sem flytja hann inn í verksmiðjuna. Hann er malaður þar og pressaður, svo'að fyrirferðin verður að eins þriðjungur af blauta mónum. Að því loknu er rafmagns- straum hleypt í gegnum hann og breytist hann við það i efni, sem líkist mjög kol- um. Rafmagnið kostar tæpa 25 aura fyrir hverja smálest af mó. Verksmiðjan býr til 6000 mókögla á hverjum klukkutíma og vinnur ekki minna en 2 miljónir smálesta á ári hverju af mó. Þessi mókol þykja eitthvert hið ágæt- asta eldsneyti, hreinlegt, hitamikið og sót- lítið. Er sagt að kol þessi sé að mörgu leyti betri en steinkolin og vænta menn sér mikillar auðlegðar af þessum nýju námum. Því fer víst fjarri að íslenzku mólögin geti jafnast á við írska móinn, en íhug- unarefni er það fyrir oss íslendinga, sem flytjum kol inn í landið fyrir ærna pen- inga á ári hverju, að sjá menn vinna mó með góðum hagnaði í sjálfum kolalönd- unum. Hvergi fæst betra Aiargarine í 1 pd. og 5 pd. kössum en hjá St. Sigurðssyni & E. Gunnarssyni. MUSTADS ELDAVÉLAR eru beztar. Fást hjá Otto Tlllinius. Góður fisKur saltaður í TUNNUR fæst í verzlun Sn. Jónssonar. ikill afsláttur verður gefinn af allri álna- og kram- vöru fyrir jólin. SKÓFATNAÐUR seldur mjög góðu verði; skóaðgerðir afgreidd- ar með 1—2 daga fyrirvara. Suðl. Sigurðsson. Siglufjarðarhákarl fæst hjá St. Sigurðssyni & E. Gunnarssyni. • jyiargt er altid dei kmmm irme 7bedste -Lm.,, J Húsmœður bœjarins hafa nú reynt smáu Tapiocagrjónin í Edinborg og Iokið á þau miklu lofsorði. — Nú hefir verzlunin fengið stór Tapiocagrjón. Þau ættu þær einnig að reyna. Pundið kostar að eins 28 aura. JÖRÐ til sölu. Jörðin Saurbær í Siglufirði er til sölu á næstkomandi vori (07). Hún er 9,90 hndr. eftir nýjasta mati. Túnið gefur af sér tveggja kúa fóður. Útheysskapur er mikill og góður eftir stærð jarðarinnar. Jörðin liggur að sjó, hefir gott upprekstrarland og ó- þrjótandi mótak og torfristu; jörðinni fylgja 1 íveruhús 14x8. Það er 12 ára gamalt, vel vandað að öllu leyti, 5 peningshús og I heyhlaða. Lysthafendur snúi sér til undirrit- aðs eiganda. Saurbæ í Siglufirði 1 nóv. 1906. Jón Jóhannesson. jlalgaardsullarverksmiðjur í Noregi, eru áreiðanlega þær beztu, umboðsmaður þeirra á Akureyri er kaupm. Sigvaldi Þórsteinsson. mAAAAAAAAAA.AAA.AAAA.AAAAAAA Tannlœknir JCaraldur Sigurðsson, Österbrogade 36, Xaupmannahöfn, vœntir að landar láti sig sitja fyrir, ef þeir þurfa < að fá gert við tennur. ◄ Heimsins nýjustu og full- “1 komnustu áhöld notuð. ■▼VVTVVVVVVTVVVTVVVWVVVVB Standard er ódýrasta og frjáls- lyndasta lífsábyrgðarfélag sem starfar hér á landi, þá á alt er litið. Það tekur allskonar tryggingar, almenna lífsábyrgð, ellistyrk, fjárá- byrg*, barnatryggingar o. fl. Aðalumboðsmaður H. Einársson á Akureyn TTietsímoti n 1 Munið að Mustads r iSKimenn. önglar númer 7> Extra Long, eru veiðnastir.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.