Norðurland

Tölublað

Norðurland - 16.02.1907, Blaðsíða 1

Norðurland - 16.02.1907, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. * 28. blað. j Akureyri, 16. febrúar 1907. J vi. ár.i j yVllir sem skulda pjorðurlandi dskrífendagjöld og fyrir auglýsingar eru beðnir að borga sem fyrsf Sjk •!! jal Ijdil biójr K, heldur fund í stóra salnum i Templarahúsinu d mánudags- kvöldið kl. 81/2. * Skemtisamkoma félagsins -** verður d sama stað laugardaginn 23. p. m., hefst kl. 7. — Borðhald, ræður, söngur, fimleikar og aflraunir, upplestur, sjónleikur, dans o. fl. — Ndnara um tilhögun skemtunarinnar i fundarboðinu. Félagsstjórnin og skemtinefndin. Um leið og eg hérmeð leyfi mér að tilkynna viðskifta- mönnum mínum að eg hefi selt verzlunarhúsinu CARL HÖEPFNER í hendur skuldir pær og inneignir, sem voru við verzlun mína nú við síðustu áramót, pakka eg peim traust pað og velvild, sem peir hafa sýnt mér undanfarin ár. Frá 1. janúar 1907 held eg verzlun minni áfram með vefnaðar- vörur, skófatnað og ýmislegt fleira, pó pannig að hönd selji hendi, enda verða vörurnar seldar með talsvert lægra verði en nokkurn tíma hefir tíðkast hér í bænum. Akureyri, 14. febrúar 1907. Virðingarfylst Gudmanns Efterfl. Með pví að CARL HÖEPFNERS verzlun á Akur- — samkvæmt ofanritaðri auglýsingu — tók á móti öllum skuldum og inneignum frá Oudmanns Efterfl. verzlun 1. janúar p. á., pá skal pað tekið fram, að Höepfners verzlun óskar og vonar að njóta sömu hylli og velvildar af hálfu viðskiftamanna Gudmanns Efterfl. verzl- unar framvegis, sem sú verzlun hefir notið hingaðtil og æskir eftir framhaldandi viðskiftum allra áreiðanlegra manna. Svo skal pað og tekið fram, að skuldir peirra manna, sem engan samning gera við undirritaðan um skuld sína við Gudm. Efterfl. verzlun, fyrir 1. maí nk. verða kallaðar inn 31. júlí p. á. Akureyri 14. febrúar 1907. Kr. Sigurðsson, verzlunarstjóri Carls Höepfners verzlunar. ^r, ^r, ^r, ^r, ^r, ^r, ^r, ^r, ^r, ^r, ^r, jp, ^r, ^r, Iðnaðarsýningin. Eins og reikningur sá, sem birtur er hér í blaðinu ber með sér, varð litilsháttar ágóði á sýningunni. Eftir uppástungu forstöðunefndarinnar verð- ur fé þetta sett á vöxtu til þess tíma er iðnaðarsýning verður haldin hér næst. Iðnaðarmannafélag Akureyrar. A síðasta aðalfundi félagsins skor- uðust þeir Oddur Björnsson, Sigtrygg- ur Jónsson og Friðbjörn Steinsson, sem stjórnað hafa félaginu sfðan það var stofnað, undan því að taka við endurkosningu. — I stað þeirra kaus félagið Jón Guðmundsson timburmeist- ara (formann), Pál Jónsson kaupmann (skrifara) og Davíð Sigurðsson timbur- meistari (gjaldkera). Fundarboð. Stofnfundur fyrir Akureyrardeild Heilsuhœlisfélagsins verður haldinn á Hotel Oddeyri nœsta sunnudag 17. febrúar kl. 4'/2 e. m. Arlðandi að allir bœjarbúar, sem vilja styðja mdlið, mœti. Guðm. Hannesson. Reykjavíkur-pistlar. m. Enginn vafi er á því, að mörgum manni hér á landi hefir leikið for- vitni á pví, og að margir hafa gert sér nokkuð títt um það í hugan- um, hvernig hinir framsæknari Danir mundu líta á aftureldinguna hér á landi — kröfur og vonir þjóðar- innar um sjálfstæði og frelsi. Ekki eingöngu þeir Danir, sem sérstaka stund leggja á framsókn í stjórn- málum. Engu óannara hefir mönn- um verið um að fá að vita hugar- þel þeirra, sem taldir hafa verið gæddir mestu klmennu víðsýni, mest- um skilningi á mönnum, mestri sann- girni og réttlæti, mestum andlegum menningarþroska. Og ekki er því að leyna, að í augum margra íslendinga — sjálf- sagt alls þorra þeirra íslendinga, sem eitthvað hafa dvalist í Kaup- mannahöfn — hefir einn danskur maður borið af öðrum Dönum í þessum efnum að ýmsu leyti. Maðurinn er Georg Brandes. Hann einn danskra manna, þeirra er nú eru á lífi, hefir getið sér heims- frægð með ritum sínum. Hann hefir manna mest tekið í strenginn með frelsinu í öllum þess myndum. Hann hefir oft sýnt, að hann hefir aðdáan- Iega glöggan skilning á hugsun- um annarra manna, jafnvel þeirra, sem hugsa með alt öðrum hætti en hann sjálfur. Um íslendinga hefir hann sagt langtum magnmeiri góðvildarorð en aðrir Danir. Um Dani hefir hann farið ómildum orðum fyrir það, hve lítið þeir sintu bókmentum vorum og sjálfstjórnarkröfum. Og um þjóð vora hefir hann meðal annars sagt, að hún sé „aðalsmenn Norðurlanda". Af honum höfðum vér ástæðu til að búast við betra en af flestum öðrum Dönum. Nú hefir hann tekið til máls, hefir ritað í „Politiken" tvær greinar um oss, sem hingað eru komnar. Ekki eru samt kröfur vorar rædd- ar þar með venjulegum hætti. Ekki er þar skýrt frá þeim með almennri kurteisi. Ekki er sanngirnin í þeim lögð á neina vogarskál þar. Ekki er með nokkuru orði sýndur nokkur litur á því, að gera lesendunum skiljanlegt, hvernig á því standi, að íslendingar hugsi um land sitt og þjóð þann veg, sem þeir gera. Aðalhugsunin í ritgjörðum Brand- esar er sú, að það sé hámark hrok- ans, ósvífninnar og vitleysunnar, að Islendingar, danskir menn, sem búi í dönsku landi, sem Danir eigi, skuli koma fram með annan eins sérviHingshátt, eins og þcir láti nú af sér spyrjast. Aðferðin, sem Brandes hefir valið til þess, að Dönum geti skilist, hver endemis-vitleysa það sé, sem fyrir íslendingum vaki er sú, að rita skop- greinar um kröfur, er Amager-menn komi með. Amager er, svo sem kunnugt er, ofurlítið eyjar-krýli austan við Sjáland, álíka stórt og Álftanes, og nokkur hluti Kaupmannahafnar er á eynni. Að öllu leyti finst hon- um, eftir því sem honum farast orð, Amager hafa meiri rétt til sjálfstæð- is en ísland. í síðari greininni gerir hann ráð fyrir sams konar kröfum frá öðrum landshlutum Danmerkur. Pó að skopblær sé á greinunum, eru þær auðsjáanlega ritaðar af mik- illi gremju og töluverðum ofstopa. Islendingum er brigzlað um fámenni og fátækt. Þegar konungur komi til Reykjavíkur, geti þeir ekki hýst hann með öðru móti en því, að reisa handa honum skálahjall. Vond hafi lyktin verið að forfeðrum þeirra, og ekki geti þeir ferðamenn, sem mest lof beri á þá, slegið þeim gullhamra fyrir hreinlætið enn í dag. Oss er ráðlagt að reyna að koma upp sápu- gerðarverksmiðju og láta hana ekki fara á höfuðið. Einar Benediktsson fær háð, sem á að vera napurt, fyrir fánakvæði sitt og önnur afskifti af fánamálinu. Og Danir eru eggjaðir lögeggjan. íslendingar „hafa látið sér skiljast það, að alt má bjóða Dönum. Þeim má neita um rétt til þess að stunda fiskiveiðar í dönskum sjó, jafnvel um rétt innborinna manna í dönsku landi", segir Brandes. Þeir hafa enga aðra þrá, en þá löngun kvenna að láta elska sig. Fái þeir því til vegar komið, eru þeir þess albúnir að lofa

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.