Norðurland

Tölublað

Norðurland - 09.03.1907, Blaðsíða 3

Norðurland - 09.03.1907, Blaðsíða 3
111 Svo er og háttað enn í dag, að fuglabjörg eru gersemi sem mest. En þó er illa farið með þessi gæði náttúrunnar og svo forsjárlaust að þeim unnið, sem frekast er hægt að gera, að sögn kunnugra manna. Svartfuglinn er víst aðalfuglinn í björgunum. Mér er sagt, að hann sé drepinn í varpinu: skotinn og veidd- ur á ýmsar lundir. Egg hans eru tek- in hlífðarlaust og hann er snaraður á flekum, þúsundum saman, á sjónum. Ungar sumra bjargfugla eru teknir á hillunum, ósjálfbjarga. Lundi er veiddur í net, þegar hann fer af eggj- um sínum — eggjamæðurnar sjálfar o. s. frv. Þetta er alt saman grimdarleg veiði- aðferð og ómannleg. Þetta hátterni er þvílíkt, sem konur væru drepnar — t. d. í hernaði — á barnsfararsæng- um sínum. Vera má, að mér mundi verða svar- að því í þessu máli, að því að eins geti not orðið að bjargfugli, að hann sé veiddur, þegar til hans næst, og að hann gangi ekki í greipar mönn- um nema við fuglabjörgin og í þeim. En þau svör liggja til þessa máls, að svartfugl er skotinn töluvert á vetrum, þegar hann er feitastur og fengmestur. Sú veiði er reyndar á fjörðum inni og mun hún ganga úr greipum þeirra manna, sem fuglabjörg eiga. En þeir hafa jafnan eggin vís í hendur sínar og er í þeim veiður- inn mestur. Annars skal eg engar dulur draga á þá skoðun mína, að réttast væri . ð friða bjargfuglinn fyrir dráptólum þeim öllum, sem mennirnir hafa ráð á. Egg- in ætti að taka, á skynsamlegan hátt, þannig. að viðkomunni sé þó ekki stofnað í voða. Egg eru komin í hátt verð og munu stíga. Hagurinn af eggj- um bjargfugla mun því að líkindum verða meiri, en hagurinn er af drápi þeirra og eggjum nú, að saman lögðu. Þessi hjörð gengur sjálfala og er engum manni bagi að lifnaðarháttum þeirra. Það er því viðlíka heimskulegt að drepa fuglinn, sem gefur af sér eggjaarð, hvaða nafni sem fuglinn er nefndur, sem það er óbúmannlegt að drepa ær á.unga aldri, sem gengið geta sjálfala og gefa af sér ull og lömb og mjólk að kostnaðarlausu. Á hitt er að líta, að sjá ráð við fækkun bjargfuglsins. Eg heyri nú og hefi lengi heyrt sömu söguna að sunn- an, úr Vestmanneyjum, og að norðan, úr Grímsey, og að austan og vestan, að bjargfuglinn fari fækkandi og egg- verin gangi til þurðar þar. Þetta staf- ar vafalaust af því, að veiðibrellur og morðtól færast í aukana, svo að fugl- inn stenzt þau ekki. Æðarfug/. Meðferðin á æðarfuglinum hér við land er hrein og bein þjóðarsmán. Því að: Hann er sannast að segja drepinn kringum alt land, eitthvað meira og minna, þegar færi gefur. Varpeigendur vita þetta, en hlífast við að kalla á lögregluna til hjálpar atvinnu sinni og til verndar fuglinum. Þetta er góðmenska að vísu. En hvað á hún að ná langt? Á hún að ná inn í eilífðina ? Þessi fugl er einhver fegurst skepna fjaðrakyns í landi voru og til unaðar óspiltri augnasjón. Á gagnsmunum hans leikur enginn vafi. Hann er tvímæla- laust, fuglinn sá, gullberi varpeigenda, sem aldrei bregst verulega, þar sem hann er orðinn iandvanur. Lögverndin hefir tekið æðarfuglinn undir forsjá sína og lagt sektir við drápi hans. En fjöldi manna skellir skollaeyrunum við fyrirmælum laganna. Þeir látast ekki skilja, að þessi fugl sé rétthærri, eða eigi að vera, en »hver önnur skepna í sjó«, enda sé hann og »ómarkaður« ! Svona er landinn á víð og dreif. Hann lýtur ekki lögunum. Þessir menn segja og að fuglinn þoli það, þótt hann sé skotinn »dálít- ið«, þar sjái ekki högg á vatni. En hve lengi mundu skotmenn hafa æðarfuglafjöldann fyrir morðhólkum sín- um, ef varpeigendur hættu að hlynna að honum? Þá er. rétt farið með æðarfuglinn, þegar hann er hsendur að varplönd- um. Allir menn hafa rétt til þess, þeir sem svo eru settir, að þess sé kost- ur. Þau afnot hans eru hin einu réttu og er hann svo sem skapaður til þeirrar tamningar. Vörpum mætti vafa- laust koma á miklu víðar en þau eru enn til; og reyni menn sig á þeim leik! En æðarfugladrápið er til skaða og skammar þjóðinni og ætti að ganga að þeim mönnum með oddi og eggju laganna, sem ata hendur sínar í blóði hans og eru að því leyti vargar í véum. Andii. Andir eru víða í landi voru til gagnsmuna og unaðar. Stórkostleg andavörp eru t. d. í Mývatnssveit og þó nokkur með fram Laxá og í hólm- um hennar og eyjum. Þar er öndun- um hlíft að vísu, í varplöndunum sjálfum. En þar sem andir eru á víð og dreif alviltar, vofir yfir þeim dráps- hönd almennings alt árið um kring. Sumar andategundir eru að gereyð- ast, t. d. toþpandir. Stóra toppönd er nálega útdauð. Þær eru, vesalings fiski- endurnar, friðlausar að lögum — af því að þær eta hornsíli og smábröndur! Miklir menn hafa stundum á þingi setið, og merkilegt lögmál samið! Grænhöfðaönd er og mjög á þrot- um Hún er staðfugl hér og sídvelja, og þess geldur hún. Landanum er sjaldan ant um þá, sem sitja heima, hérna í landinu. Fleiri andir geta vel verið á þrot- um, þótt eg kunni ekki deili á því máli til hlítar. En sárt væri til þess að vita, ef vér útryddum öndum vor- um á 20. öld siðmenningarinnar, svo sem geirfuglinn var gerdrepinn fyrir fáum öldum. \ Hraðskeytitil Nls. Reykjavlk >/3 '07 kl. 2.27. Frá útlöndum. Félag stofnað i Kaupmannahöfn til hrossakaupa á íslandi, handa dönskum húsmönnum; mikill höfuðstóll. Skipströnd vlða ytra; af enska gufu- skipinu „Berlín" björguðust alts 15 menn, 165 fórust. Snjóflóð í Noregi; yfir 20 menn hafa farist i þeim. Að sunnan. „Reykjavíkin" mölbrotnuð. Afgreiðslu- maður byrjar málsókn, heimtar 50 þús. kr. skaðabcetur af norska kolaskipinu vegna áreksturs. Nýr gufubátur vœntan- legur nœstu daga. Jakob frá Árbakka dáinn úr krabba- meini. Símaslitin. Ekki ber mikið á því að þau séu að hætta. Nú í vikunni hafa þau verið með meira móti, svo örðugt er að fá fréttir. Þessvegna getur Norðurland ekki flutt hraðskeyti frá Reykjavík í þetta sinn, né neinar fregnir af sýslufundum þeim, er haldnir hafa verið hér nærlendis. Verzlanasamsteypan. Snemma í þessari viku barzt hingað sú frétt með hraðskeyti frá Kaup- mannahöfn, að hætt væri þar við allar tilraunir til þess að steypa verzlunum hér norðan- og austanlands saman. Þegar til kom hafði staðið á fé til þessarar félagsstofnunar og lánsstofn- unura í Höfn þótti tryggilegra að skifta við gömlu verzlanirnar, en við nýtt stórt félag. ÞjóQvesurinn út Krœklingahiið. Til hans eru lagðar í ár 6ooo kr. og má þá búast við því að svo togni úr honum á næsta sumri, að hann verði npp frá því notaður af ferðamönnum í stað gamla vegarins. — Eins og áður stendur Páll Jónsson kennari fyrir vega- gerð þessari. Sýslufundur Eyfirðinga. Hann var haldinn hér 4. — 8. þ. m. Allir nefndarmennirnir á fundi. Þetta gerðist á fnndinum meðal annars. 1. Símamál. Oddviti skýrði frá þeim undirbúningi, er hann hafði gert í þessu máli. Hér var að ræða um að leggja símalínu frá Siglufirði til Sauðárkróks eða Skriðulands, frá Akureyri fram að Grund í Eyjafirði, frá Möðruvöll- um fram Hörgárdal, frá Völlum að Dalvík og frá Dalvík að Ólafsfjarðar- horni. í tilefni af tillögum nefndar þeirrar (sýslum., St. St. og St. B.), e.r kosin var í þessu máli, samþykti sýslunefndin að leggja þessar línur: Frá Dalvík til Ólafsfjarðar. — Akureyri - Grundar. — Akureyri - Glæsibæjar. Fram Hörgárdal. Til þess að leggja þessar línur vill sýslunefndin leggja fram helming kostn- aðar á móti hlutaðeigandi hreppsfé- lögum, en þau leggi stöðvunum til ó- keypis húsnæði og starfrækslu 2 tíma á dag, en skaði eða ábati skiftist jafnt milli sýslusjóðs og hlutaðeigandi hreppsfélaga. Línu frá Siglufirði til landsímans i Skagafirði vill nefndin og leggja, en hugsar sér að til þess sé stofnað hlutafélag með 7 hlutum á 1000 kr. hver. Þaraf hafi Eyjafjarðarsýsla 2 hluti, Hvanneyrarhreppur 1, tveir Norð- menn á Siglufirði sinn hlut hvor, Skaga- fjarðarsýsla 1 og hinn norski vicecon- sull 1. Fé það sem þá vantar uppá, 30—35 þús. kr. sé útvegað með sölu á handhafaveðbréfum, er trygð séu með veðrétti f línunni og tekjum hennar, án frekari ábyrgðar frá hér- uðunum, afborgist á 20 árum og á- vaxtist með 4 °/o. Sýslunefndin sam- þykti fyrir sitt leyti að taka þessa tvo umræddu hluti í' fyrirtækinu, ef það komist á fót. Til þess að koma ályktunum sýslu- nefndarinnar í símamálinu í framkvæmd sem fyrst og sem bezt kaus hún sýslu- mann Guðl. Guðm., kaupm. Pál Bergs- son og séra Bjarna Þorsteinsson. Verði Hjalteyrar- og Dalvfkurlínurnar ekki bygðar á landsjóðskostnað felur nefnd- in hinni kosnu nefnd að láta byggja þær sem allra fyrst, með hinum settu skilyrðum. Kpnungskoman. í bréfi frá heimboðs- nefndinni var farið fram á að léðir verði 18 hestar úr sýslunni að sumri, þá er konungur er væntanlegur. Skyldi þeim fylgja einn myndarbóndi og 2 — 3 hestasveinar. Málið fekk góðar undir- tektir. Sýslunefndin samþykti að verja til hestaleigu við förina suður nokk- urri upphæð (5—600 kr.) og jafna henni niður á hreppana með öðrum sýslugjöldum og í sama hlutfalli og þau og er það talið með óvissum gjöldum sjóðsins. Væntanlegum far- stjóra falið að útvega hestasveina eða NI. fylgdarmenn, með ráði oddvita, en farstjóri og fylgdarmenn útvegi hesta með tiistyrk sýslunefndarmanna. Far- stjóri fyrir Fyjaljarðnrsýslu kosinn Kristján Jónsson sýslunefndarmaður í Glæsibæ. Gufubátsmálið. Almenn óánægja kom fram yfir gufubátnum Guðrúnu frá sýslunefndum Eyjafjarðar- og Þing- eyjarsýslna. Skorað var á Pétur Bjarna- son að láta betri og stærri bát til ferðanna í sumar. Samþykt að leita styrks af landssjóði til gufubátsferða 1908 og frv. alt að 600 kr. árlega. Nefnd kosin til að vinna að undir- búningi málsins til næsta árs (G. G., Kr. J., P. B.). Skyldi hún leita tilboða um stærri bát og um hluttöku bæjar- stjórnar Akureyrar og ef til vill næstu sýslunefnda. Amísráðsfullírúar. Fulltrúi kosinn Stefán Stefánsson kennari. Varafull- trúi Magnús Sigurðsson á Grund. Afhending Hólaskóla til landsstjórn- arinnar á næsta vori samkvæmt lög- um um bændaskóla. Amtsráðsm. St. Stefán og oddviti skýrðu fyrir nefnd- inni ágreining þann, er væri milli amts- ráðsins og stjórnarráðsins um það hvað væri eign Hólaskóla. Amtsráðið segir að það sé húsið og ef til vill jörðin, en alls ekki búið, en stjórnaráðið tel- ur alt sem amtið á á Hólum eign skól- ans, skólahúsið, jörð og bú. Sýslunefndin er samþykk áliti amts- ráðsins í þessu máli og æskir þess að afhending fari fram, en óskar þess að sú krafa sé gerð að landssjóður endur- gjaldi amtinu það, sem amtið á skuld- laust á Hólum og vilji þingið ekki sinna þeirri kröfu, þá sé skólinn með öllum eignum afhentur amtinu aftur. Girðingar. Sveitarfélagi C æsibæjar- hrepps veitt leyfi til þess að taka 6000 kr. lán til girðinga um tún og engjar, 12500 faðma að lengd. Hólamannafélagi synjað um 100 kr. styrk til skólahalds til eflingar alþýðu- mentunar, einkum í búnaðarmálum. Verðlaun úr búnaðcrsjóði Eyjajjarð- arsýslu. voru veitt þeim Jóni Arasyni á Þverá 25 kr., Kristjáni Jóhannessyni á Jódísarstöðum 25 kr. og Þorleifi Sigurðssyni á Syðra-Holti 20 kr. Ábyrgð á láni. Hreppsnefnd Arnar- neshrepps veitt leyfi til að taka að sér ábyrgð á 1100 kr. láni til þess að byggja yfir tvær fjölskyldur á Hjalt- eyri. Útrýming refa. í tilefni af erindi frá sýslum. Skagfirðinga var oddvita falið að undirbúa í sameiningu við hann og sýslum. í Þingeyjarsýslu reglugjörð til útrýmingar refum, svo betri samvinna komist á í því máli milli sýslnanna. Breyling á lœknishéraði. Sýslunefnd- in mælti með þeirri beiðni frá Ólafs- firðingum, að Ólafsfjörður verði fram- vegis talinn með Höfðahverfislæknis- héraði. Póstar. Sýslunefndin mælir með því að bréfhirðing í Ólafsfirði sé flutt frá Kvíabekk í Ólafsfjarðarhorn og enn- íiemur að póstur fram Eyjafjörð gangi ofan Staðarbygð að Þverá og sett verði bréfhirðing í Hrafnagilshreppi. Kyennaskólamál. Rætt um að lands- sjóður veiti annaðhvort ríflegan styrk til byggingar kvennaskóla í grend við Akureyri, eða til byggingar húsmæðra- skóla (í ííkingu við bændaskólana) hér við Eyjafjörð á kostnað landssjóðs. Skólanefnd G. G., Kr. J., Kr. B. Sýsluvegasjóðsgjald hækkað úr kr. 1.25 í 1.50 fyrir hvern verkfæran mann. I illaga um hækkun upp í kr. 1.75 feld. Hundalœkningar. Vanrækt hefir verið í flestum hreppum sýslunnar að fylgja reglugerðinni um hreinsun hunda og ekki síður um hálsbönd. Ákveðið að prenta skýrslu um vanræksluna í sýslu- fundargerðinni. Heilbrigðissamþykt fyrir Ólafsfjarðar- kauptún yfirfarin og samþykt. Sjúkrahúsreglugerð. Til að endur- skoða hana kosnir B. E. og E. S. Dýralœkningar. Jóhanni bónda á Botni veittar 40 kr. til dýralækninga.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.