Norðurland

Eksemplar

Norðurland - 27.04.1907, Side 2

Norðurland - 27.04.1907, Side 2
Nl. 138 sem þá sezt á laggirnar, sé í svo fullu samræmi við óskir og kröfur þjóðarinnar, í því máli, sem frekast er kostur á, hvort sem æsingar af háifu þingmálaflokka hafa verið meiri eða minni. Hr. S. F. spyr: Ef svo mótflokk- urinn (þ. e. heimastjórnarflokkurinn) hefði svo tekið uppá því, að vilja leiða líka og orðið yfirsterkari, hvað hefði þá orðið úr samræminu?« Þessa spurningu áréttar hr. S. F. svo með tveim upphrópunarmerkjum, til þess að vekja athygli lesenda á því, að hér hafi hann komið með drjúga fyndni; hann hefir víst búist við að þeim mundi sjást yfir hana annars kostar. Þessari spurningu mun eg ekki beinlínis svara. Með því að koma með hana hefir hr. S. F. hér um bil með skírum orðum sagt, að þá er heima- stjórnarmenn kæmust til valda og væri við völd, þá væri öllu samræmi slitið milli þings og þjóðar. Þótt dá- lítið sé hæft í þessari skoðun þá mun hún samt allmikið ýkt. Hr. S. F. prentar upp all-langan kafla úr grein sinni hinni fyrstu, er umtal þetta hefir út af risið. Ef það hefir verið meining hr. S. F., með því að láta hana ganga á ný í gegn- um prentsmiðjuna, að henni yxi vit og röksemdir við það, þá er eg sann- færður um að honum er ómissandi að láta hana endurtaka þann feril þó nokkurum sinnum enn þá. Mér sýnist upplit hennar vera býsna svipað og í fyrra og hafa ekki verulega »forklár- ast«. Hr. S. F. talar um að niðurlagi, að hann seti von sína til ókomna tímans; hann muni afreka það, er sér hafi ekki auðnast; að sýna það og sanna, að mótstöðumenn sínir hafi haft á röngu máli að standa. Þessi fagra og fagnaðarríka von er samt á ofurlítið ótraustum grundvelli reist: Færi nú svo, að hinn ókomni tími yrði svo hlálegur að framleiða menn með almennri og heilbrigðri skynsemi, þá er ofur-hætt við að töluverður ó- nota-dráttur verði á uppfylling hennar. Að endingu kveð eg svo hr. S. F. og þakka honum fyrir samræðurnar, sem eg hefi haft mikla ánægju af. Vonast eg eftir að afleiðingar þeirra fyrir hann verði þær, að hann hugsi sig betur um í næsta skifti áður en hann ber þá menn ástæðulausum ill- sökum, er fylgja réttari og siðmætari stefnu í stjórnmálum heldur en hann sjálfur. Jóhannes Þorkelsson. Kirkjumálin. Furðu lítið er ritað og rætt um þau og verk milliþinganefndarinnar. Það er þó þess vert fyrir landslýðinn, að gera sér ljóst hvort »tillögur« nefndarinnar séu hæfilegar, eða hvort nægilegt sé og viðunandi að nota þess- ar bætur á gamla fatið. Eitt er víst: Verði tillögur meiri- hluta kirkjumálanefndarinnar samþykt- ar á þingi í sumar, með litlum eða óverulegum breytingum, verður þar við látið sitja um óákveðinn tíma. Ekki farið að róta í því strax aftur. Hið núverandi ástand mundi lítt breyt- ast, nema ef vera skyldi til hins lak- ara við prestafækkunina. Er irúar- og kirkjulífið hér á landi í góðu lagi? Það er sú spurning sem þeir, er um kirkjumál landsins fjalla, verða að íhuga vandlega, og sízt hefði kirkjumálanefndin átt að láta þeirri spurning ósvarað. Sé ástandið gott, er auðvitað ekki ástæða til að leita ráða til umbóta. En sé það aftur á móti ilt, svefn og doði, en ekkert líf, séu aðaleinkennin, þá þarf meira en kák eitt, brauðasam- steypur á nokkurum stöðum og svo kirkuþing, til að breyta því. Nú er það alkunnugt að í ræðum og ritum tala hinir áhugameiri prestar landsins mikið um trúardeyfð, kirkju- göngum fækki og altarisgöngur leggist niður. Þetta er vafalaust rétt, og meira að segja er auðfundið að meirihluti kirkumálanefndarinnar veit þetta og finnur það. En úrræði hennar eru eink- um að bæta hinn ytri hag prestastétt- arinnar, — já, — og svo kirkjuþingið. Olíklegt er að landsmönnum yfirleitt skiljist það, að þessi voðameinsemd— deyfð í trúmálum — læknist við það, þó ofurlítið hækki 1' peningabuddum prestanna, og við það að söfnuðirnir fái sjaldnar að sjá prestinn sinn og hafi minna samneyti við hann, þegar búið er að sameina prestaköllin. Nei, svo Iítið má ekki gera úr þeim flest- um, að það sé til bóta að söfnuðir þeirra hafi sem minst saman við þá að sælda. Fjöldamargir þeirra eru of góðir og uppbyggilegir menn til þess. Ef meirihluti kirkjumálanefndarinnar hefir í raun og veru haldið að slíkt breytingakák mundi nokkurn skapað- an hlut bæta aðalmeinið í kirkjulífi landsins, þá finst mér hann furðu þröngsýnn og fara villur vegar. Minnihluti kirkjumálanefndarinnar L. H. B. virðist hafa velt aðalspurning- unni betur fyrir sér, og reynst víð- sýnni. Fyrir honum stendur það skýrt og Ijóst, að »deyfð í trúarmálum sé nú með mesta móti í 1andinu«, og kennir það meðal annars »flutningi trúarskoðananna*. Deyfðina og áhuga- leysið sannar hann með allskýrum rök- um. Hyggur auðsjáanlega, og það með réttu, að þar sé aðalmeinið, en að það verði ekki læknað með kirkjuþingi og breytingakáki. 6 hnútana fremur daufur í dálkinn; þó varð hann nú reynd- ar oftar en einu sinni að halda niðri í sér hlátrinum; honum fanst það svo átakanlega hlægilegt þegar Abra- ham fleygði rottunni. Kennarinn leit á klukkuna; stundin var rétt að segja liðin; hann lagði frá sér blessaða fjaðrapennana, blés ruslið af borðinu, smelti hnífnum aftur og greip bókina. »Jæja, Þorleifur! — æ, þú kant ekki neitt, aldrei kant þú neitt. — Jasja, þú þá — Reinert! getur þú sagt mér um bæi í Belgíu á eftir Bryssel, — Namúr hefir líka verið talin, nú, nú, — fleiri bæir, fleiri bæir! þú ekki heldur? — nei, auðvitað; þið eruð allir úr sama súrdeiginu þarna niðurfrá. Jæja, þú þá, — Sörensen! fleiri bæir í Belgíu á eftir Bryssel, — hana nú! — svona!« »Klukkan er búin að slá,« sagði skólaþjónninn í dyr- unum. \ »Já, já, sjáið þið nú! svona gengur það! hér sitjum við stund eftir stund og eyðum tímanum fyrir letingj- ana þarna niðurfrá, sem ekkert vilja læra; það er ekk- ert, sem ber ávöxt hjá ykkur nema dugleg hýðing, og hana skylduð þið fá ef eg mætti ráða.« Því næst gaf hann hverjum þeirra »fjóra« í mesta flýti og æpti svo upp úr öllum þeim hávaða, sem nú var hafinn í bekknum: »í næsta skifti að fljótum á Frakk- landi!« »Að fljótum á Frakklandi,« át hver eftir öðrum niður bekkinn. Sá efsti gerði dálítið merki í bókina sina með nöglinni; tveir bræður, sem báðir höfðu sömu bókina, hlupu óþreyjufullir aftur og fram til að fá alveg óyggj- andi vissu um það, hve langt þeir ættu að fara. »Að fljótum á Frakkiandi,« hrópaði Reinert og sletti 7 viljandi stórri blekslettu til merkis í bókina sína; því næst Iét hann bókina aftur svo klessan gæti litað að gagni. Maríus litli horfði á hann með ótta og aðdáun. í næstu stund átti að skifta bekknum. Gagnfræða- nemendurnir — og með þeim taldist auðvitað öll neðsta röðin — áttu að vera kyrrir og læra ensku; en latínu- sveinarnir tíndu saman bækur sínar og fóru yfir í hitt skólahúsið. Lægri bekkirnir, sem þar voru, höfðu nefnilega lokið skólavistinni klukkan tólf, svo latínusveinar fengu eina af stofum þeirra, seinustu kenslustundina. Með Abraham í broddi fylkingar ruddu nú átta eða tíu latínusveinar sér veg gegnum þvögu mikla af þessum smælingjum, sem streymdu út í ganginn og fram á riðið. »Fi donc!« hrópaði Abraham, þegar þeir komust Ioks- ins inn í stofu þá á öðru lyfti, sem þeir áttu að vera í; »hér verður að lofthreinsa duglega eftir þefdýrin.« Allir gluggar voru opnaðir, og nokkurum þefdýrum, sem orðið höfðu of sein og voru eitthvað að dunda í hillum sínum, var vægðarlaust fleygt út á ganginn. í hvert skifti sem einhverjum var fleygt út ráku fé- lagar hans, sem úti voru, upp grenjandi hefndaróp; en latínusveinar virtu það að vettugi; þeir lokuðu hurð- unum, og Marteinn digri, sem bar með stillingu viður- nefnið togsperra — það er ekki gott að segja því hann var kallaður þetta — var Iátinn halda vörð. Því þefdýrin ofstopafull og óeirðagjörn, sem treystu riðinu og fjöldanum, hrundu hvert öðru 1' dyrnar og ryktu í handfangið. Sá efsti, sem ætfð var vanur að halda djarfyrtar ræð- ur, stakk nú upp á því að gera úthlaup með latínu- Eg tel ekki óþarft að rifja hér upp nokkur orð úr áliti minnihlutans, þar sem hann talar um eðli irúarinnar. Mér virðast þau svo rétt og vel sögð. Það eru þessi orð: »Trúin er tilfinn- ing, tilfinning á borð við gleði og sorg, viðkvæm eins og þær. Hún er í mesta máta persónulegt mál og þarfnast því um fram alt frelsis.« Og þar sem hann talar um gagnsleysi kirkjuþings- ins, segir hann: »Það þarf annað og meira.« Það þarf fullan skilnað, fult frelsi. Það þarf fríkirkju eða fullkom- lega frjálsan félagsskap um öll trúar- mál. Annars vil eg benda þeim á, sem með áhuga og alvöru vilja hugsa um kirkjumál landsins, að kynna sér með athygli álitsskjal minni hlutans í kirkju- málanefndarálitinu bls. 54—57. Þeim lækni mun aldrei þykja vel farnast, sem ekki hirðir um að kom- ast fyrir rætur þess sjúkdóms, sem hann er að fást við. Hann getur ekki sigrað, nema hann viti orsakir veik- indanna og útrými þeim. Eins er því farið um meinsemdir kirkjulífsins, þar duga engir plástrar, sem lagðir eru utan á. Þar þarf gagngerða Iækning frá rótum, annars fæst enginn sigur. Kirkjumálan. gerir ráð fyrir að til þess að launa prestum landsins verði varið 169600.00 kr. Þar við bætist svo borgun fyrir öll aukaverk, öll eftirlaun og mikill kostnaður sem leiðir af sameining prestakallanna. Þó þetta sé stórfé eftir okkar mælikvarða, mundi eg sízt telja það of mikið, ef þeir gerðu landinu það gagn, sem þeir eiga að gera og geta gert. En séu þeir aftur á móti að litlum not- um margir og víða, þá er þetta ófor- svaranleg fjáreyðsla. Að minni hyggju gerir góður og vel mentaður prestur ómetanlega mikið gagn í sínum söfnuði. Hann á að vera og getur verið þar andlegur leiðtogi, ekki einungis í trúmálum, heldur einnig í almennum fræðslu- og mentamálum, sem hver einasti einstaklingur getur haft ánægju og uppbygging af. En til þess að þetta geti orðið, þarf hann að hafa víðtæka mentun, vera áhugasam- ur og vel metinn og ekki hafa of stóran verkahring, svo hann verði samgróirin og kunnugur þeim, sem hann á að uppörva og leiðbeina. Samsteypa og víðlendi sókna kemur í bága við þetta. Ekki sýnist vandi að sjá, að þegar presturinn er sífelt önnum kafinn og verður að vera eins og þeytispjald milli margra kirkna, verður hann eins og ókunnugur gest- ur á útkirkjunum. Samlíf hans og þeirra safnaða verður sama sem ekk- ert. Hann verður þar miklu fremur, eða jafnvel eingöngu tekjuhirðir, en ekki sálnahirðir. Og svo bætist oft við þetta, að þegar prestaköllum er steypt saman, fá ekki söfnuðir að neyta kosningarréttar síns — en það tel eg rangt, jafnvel lögbrot —. Verð- ur þá prestunum þrengt upp á ýmsa söfnuði móti vilja þeirra og getur það haft hinar verstu afleiðingar fyrir sam- búð og samvinnu framvegis. Þar sem svona stendur á, finst mönnum því fé illa varið, sem gengur til prest- launa. Það verða blóðpeningar, og er enginn prestur öfundsverður af þeim. Það er afarþýðingarmikið að söfn- uðir fái að kjósa sér presta sjálfir, og velja um alla umsækjendur. Þá hafa þeir ekki öðrum að kenna um

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.