Norðurland

Eksemplar

Norðurland - 27.04.1907, Side 3

Norðurland - 27.04.1907, Side 3
en sjálfum sér, ef illa tekst. Það skerpir umhugsun og ábyrgðartilfinn- inguna hjá hverjum einstakling. Þetta hefir kirkjumálan. tekið upp og á hún þökk fyrir. Það er vel og frjálslega hugsað. Eg sagði að samsteypa og víðlendi sókna kæmi í bága við það sem eg hefi hér haldið fram. Mér mun verða svarað að öðruvísi sé þó ekki unt að fækka prestum og auka laun þeirra, en þeir verði þó að geta lifað. Rétt er það að vísu. En til eru fleiri vegir að auka laun presta og um leið fræðslu- störf, án þess að þeim séu ætluð stór umferðasvæði. Sá vegur sem eg hygg að fara megi til þess, er að gera presta að kennurum barna og ung- linga í fleiri fræðum en kristindómi. Víða mætti hafa t. d., barna- og unglingaskóla á prestsetrum, bæði í sveitum og kauptúnum og fengi þá presturinn sérstök laun sem kennari við þann skóla. Um það fyrirkomulag hefir »prestur« ritað í »Fjallk.« í vetur og fært margar góðar ástæður fyrir. Tekur hann fram, sem sjálfsagt er, að þá yrðu prestaefnin að afla sér kennaramentunar. Þeir ættu að geta orðið betri kennarar en hinir, sem hafa miklu minni undirbúningsmentun. Við slíka skóla mundi oftast þurfa tvo kennara, hinn með almennri kennara- mentun, en gæti ef til vill verið laus við kristindómsfræðsluna. Eg get ekki séð að þetta fyrir- komulag mundi eða þyrfti að binda fastara saman ríki og kirkju, eins og hr. E. H. óttaðist í vetur. Þó ríki og kirkja sé aðskilin að mestu, hlýtur ríkið að sjá um alla hina æðri skóla- mentun, þar á meðal trúfræðslu, nema einhver trúarfélög kjósi heldur að sér- menta kennara sína. Að kristin fræðsla, á evangelisk-lúterskum grundvelli — og annað get eg ekki hugsað mér — geri vel mentaða menn þröngsýnni ó- frjálslyndari eða öfgameiri, þarf sízt að óttast. Reynslan mælir á móti því. Þó eg kannist við að hver nauðsyn- leg opinber staða þurfi að vera svo launuð að nógir fáist til að undirbúa sig undir hana, þá er það hégóminn einber, að hugsa að há laun skapi beztu embættismennina. Mætti því til sönnunar nefna mörg dæmi úr sögu landsins. Það hafa fleiri verið en síra Davíð sál. á Hofi, einn af hinum mest virtu prestum landsins, sem mætti segja hið sama um, sem stendur í hinum snjöllu eftirmælum er kveðin voru eft- ir hann. »En hálaunabænum var hugurinn fjær og himninum þessvegna töluvert nær en hinir, sem vilja ekki víngarðinn sjá nema verði þeim gullfúlgan seilingar há.« Enda er aldrei trygging fyrir að beztu embættismennirnir hljóti beztu launin. Þau geta alveg eins lent hjá hinum lakari. Það er margt annað sem gerir stöðu fýsilega, t. d. það að hún sé í heiðri höfð. Lélegur embættismaður með há- um launum, sem hugsar mest um þau, nær aldrei virðing né hylli. Hann er landi sfnu manna óþarfastur. Þó eg hafi gert hér nokkrar athuga- semdir um kirkjumálin. var ekki til- gangur minn að ræða það mál ítar- lega. Til þess hef eg lítinn tíma eða tæki. Málið of stórt til þess að tæma það í stuttri blaðagrein. En á það vildi eg benda, að þó kirkjumálanefnd- in hafi unnið mikið verk og að sumu 139 NI. leyti gagnlegt, þá er svo langt frá að eg telji að meirihlutinn hafi bygt nðaAtillögur sínar á réttum grundvelli (brauðasamsteypa og kirkjuþing) að það mundi miklu fremur verða til að tefja og spilla fyrir glæðing trúmála f landinu, ef næsta þing samþykti þær. Á ýmsum stöðum mundi það hrinda söfnuðum útúr þjóðkirkjunni. Björn Sigfússon. % jlfnám jarðeigna. í hinum frjálslyndari kirkjublöðum Dana er nýtt og harla merkilegt mál- efni nýkomið á dagskrá — í stað kirkju- nefndarfrumvarpsins, sem sá flokkur vill ekki við líta, Nokkrir ungir og ritfær- ir prestar í ríkiskirkjunum hafa stofn- að blað, er þeir kalla: »Rétt!« Halda þeir þar skörulega fram kenningunni um afnám eignarrétts einstakra manna, hvað fasteignir snertir, eins og Henry Oeorg, hinn frægi sameignarkennari Ameríku kendi. Sú fræði er helzt kunn hér á landi í Þingeyjarsýslu, og ýms- ir hinna merkilegu gáfumanna þar eða þaðan hafa töluvert rætt og ritað um málið. Hingað til hefir íhaldsmönnum heims þessa tekist að berja þessa hreyfingu niður í löndunum, og mest með þeirri staðhæfingu að öll jafnaðar- kenning lægi til eilífðar fallin fyrir þá röksemd, að »mennirnir væru ekki eins góðir eins og þeir ættu að vera«. En því gleyma menn vísvitandi, að jarðar- skattskenningar, sem hér ræðir um, virðist vera — eins og W. Morris sagði — sú grein jafnaðarkenninganna, sem hvarvetna mundi sanna sig sjálf, ef reynd væri, — mundi sanna í verk- inu, að hún ein (og ekkert annað) greiðir vandræði vorra tíma, það, að rned vexti auðlegðarinnar, vex örbirgð verkamanna og bœndastéttarinnar. Mann svimar þegar menn lesa um fjárbrallið með fasteignir í hinum auðugu lönd- um. Af þeim lögfesta yfirgangi stafar meiri örbirgð og volæði, en eiginlega er hugsanlegt, og víst er það, að mál- efnið er ekki heimskingja meðfæri. Norskur hagfræðingur ritaði í vetur góða grein f »Kringsjá«, sem vér skulum smásaman reyna til að skýra. En til smekks skal hér tilfæra kafla um einkaskattslög Nýja-Sjálandsmanna eftir hagfræðinginn Erik Givskov, í ritinu Samtiden, 1. hefti, 1905: »Töluverða hugmynd um það, hverj- ar afleiðingar fylgi, þegar einkaskatt- ur er lagður á upphæð jarðarverðsins, býðst hverjum manni, sem athugar þetta dæmi: Skattur þessi var lagður á fasteignir manna á Nýja-Sjálandi ár- ið 1891. Astand manna þar var þá hið bágbornasta. Fjárglæframenn höfðu svælt undir sig hverja ræktandi þúfu á eyjunum, og miljónir dagteiga lágu óræktaðir eða því nær, en lýðurinn streymdi í sífellu inn í borgir og bæi uns vinnuleysið var orðið óviðráðan- legt. Fjöldi verkalýðs, þeirra, sem ekki voru öreigar, leituðu af landi brott, til að leita sér bjargar eða ból- festu í einhverju öðru landi. Skrúfur og verkföll höfðu menn aftur og aftur reynt, en alt komið fyrir ekki, því auð- kýfingarnir höfðu öll ráð í sínum hönd- um. En Ioks komst frjálslyndi flokk- urinn yfir meiri hluta atkvæða og varð ofan á á þingi. Hafði og eingöngu verið barizt um einkaskattinn. Hann var síðan lögtekinn, og óðara komu umskiftin. Vinnulaunin hækkuðu úr 4 kr. upp í 10 og jafnvel 12 kr. á dag, vinnutfminn var styttur, þarfir manna fellu drjúgum í verði, og allir fengu næga vinnu. A 7 árum bættu lands- menn yfir 35 miljónum ekra við áður ræktað land, og á sama tímabili vorp aðrar umbætur gerðar, er virtar voru hér um bil 142 miljón króna virði! Út- flutningur manna hætti, enda streymdi fjöldi hinna útfluttu heim aftur. Járn- brautagjöld og hverskonar ferju- og flutningseyrir lækkaði stórum, en spari- sjóðseignir landsmanna voru 1. jan. 1900 330 miljónir króna, sem verka- menn höfðu í þá tínt síðan skatturinn var lögtekinn. Þessi framför og staka vellíðan hefir og æ síðan haldist f eyj- unum. Eitt dæmið er borgin Welling- ton. Þar er skatturinn 4 ára gamall, en borgin er síðan eins og risin úr rústum með allskonar framfaraprýði, enda eru þar aldrei verkalaun lægri en um 10 kr. en bezt 14 kr.!« »Þó að hér kasti tólfunum — segir höf., og minni mundi uppgangurinn verða hér heima (í Noregi), þótt skattur þessi kæmist á, þá mun öfgalaust mega fullyrða að stefnan sé rétt, stór- kostlega rétt.« M. J. % Landsmálafundur. Ár 1907 þann 18. apríl var haldinn landsmálafundur að Grjótnesi í Prest- hólahreppi; á fundinum var mættur mik- ill meirihluti atkvæðisbærra manna úr hreppnum. Fundarstjóri var kosinn: Björn bóndi Sigurðsson að Grjótnesi, og skrifari: Árni Árnason hreppsnefnd- aroddviti. Þessi mál rædd: 1. Fánamálið. Lesið upp bréf frá Ung- mennafélagi Akureyrar. Fundurinn lýsir því yfir, að hann sé meðmælt- ur fána Stúdentafélagsins og að hann sé tekinn upp sem flagg ís- lands. Samþykkt f einu hljóði. 2. Sambandsmálið. Fundurinn lýsir því yfir, að hann er þvi að eins með- mæltur því, að nefnd verði kosin á alþingi f sumar, til að semja við Dani um stöðu íslands í ríkinu, að nefnd sú semji við þá á þeim grund- velli, að ísland verði frjálst sam- bandsland í ríkinu. Samþykkt i einu hljóði. 3. Samgöngumálið. Fundurinn lýsir yfir óánægju sinni yfir strandferðunum norðan lands sfðastiiðin tvö ár og óskar að strandferðum verði fjölg- að og millilandaskipin verði iátin koma við á höfnum héraðsins vor og haust. Samþykkt í einu hljóði. 4. Kirkjumálið. Fundurinn er meðmælt- ur aðskilnaði ríkis og kirkju, þannig að kirkjurnar verði afhentar söfn- uðunum með tilheyrandi eignum þeirra. Samþykkt í einu hljóði. 5. Mentamálið. Fundurinn óskar að al- menn skólaskylda verði í lög tekin, og skóiar og kensla kostuð af al- mennu fé að öllu leyti. Samþykkt með 8 atkv. á móti 4; hinir greiddu ekki atkvæði. 6. Fundurinn lætur það álit sitt í ljós, að á alþingi ættu ekki að sitja nema þjóðkjörnir þingmenn. % Ferðamenn. Með Skálholti komu hingað síðast, auk þeirra er áður var getið, þeir Skagfirzku bændurnir Árni Eirfksson á Reykjum og Guðmundur Ólafsson í Ási í Hegranesi með konu sinni, en með Mjölni trjáviðar- kaupmaður Sigurður Bjarnason og Árni Sigurðsson trésmiður. Til útlanda fóru héðan með skipunum Kong Helga og Prospero: Síra Matthías Jochumsson með ungfrú Herdísi, dóttur sinni, O. Tulinius konsúll með frú sinni, frúrnar Lovísa Loftsdóttir, Jórunn Norð- mann og H. Schiöth og frú hans og dótt- ir frú Anna Vigfússon. Alþingism. Jón Jónsson í Múla og frú hans komu hingað með Prospero. »Kjötsalan.«* Herra ritstjóri! í síðasta blaði »Norðra« hefir Jón Baldvinsson farið á stúfana til að gera grein fyrir, hvernig kefeinu af hinni veiku kú hans reiddi af. Eg hefi ætlað mér að leiða alger- lega hjá mér orðahnippingar manna um kjötsöluástandið hér, að öðru leyti en því, sem eg hefi skorað á bæjar- stjórnina að hlutast til um að hér yrði komið á eftirliti með kjötsölu. En af því að Jón Baldvinsson nefnir mitt nafn, vil eg taka fram það, er hér fer á eftir. ** Eftir áreiðanlegum heimildum var það fullyrt hér í bænum að J. B. hefði farið með hinn sjúka kýrskrokk sinn til eins meiri háttar kaupmanns hér og selt honum, og víst var að kjötið var selt út — úr verzlunarhúsum þessa kaupmanns. Finst mönnum það trú- legt, að kaupmaðurinn m. m. hafi farið að Ijú J. B. búð sína og verzlunarlið til þess hann gæti komið út þessu kjöti?! En úr því J. B. vill taka á sínar eigin herðar verzlunina á þessu sjúka kjöti, skal hann látinn vita, að hann hefir þá farið óforsvaranlega að ráði sínu með því að selja kjötið sem heil- brigt, því að læknir sagði honum, að því aðeins mœtti hann selja það, að hann skýrði kaupendum frú hvernig það vœri ú sig komið og að það þyrfti mikla suðu til að vera œtt. Annars mætti ráðleggja J. B. að hugsa sig tvisvar um áður en hann næst skrifar undir aðra eins skýrslu og þessi »kjötsögu-sannleikur« hans er. Akureyri síðasta dag vetrar 1907. V. Knudsen. * Ritstjóri Norðra hafði lofað mér því að taka í blað sitt svar frá mér gegn J. B. En er til kom, þóttist hann ekki »sjá sér það fært«, ef til vill af því að hans alkunna réttlætistilfinning hefir meinað honum að láta blaðið flytja greinar sem nokkurn keim bæri af því er hann álítur persónulegt. Geta menn af þessu séð, að ritstjór- inn hefir sínar skoðanir um það mark- mið, er »Norðri« 1' upphafi setti sér, því, að öllum skyldi heimilt rúm í blað- inu til andsvara í þeim málefnum er það tæki á dagskrá. y ^ ** Ósatt er það hjá J. B., að eg hafi falað kú hans; hann margbað mig að taka hana, en kjötinu hafnaði eg er eg sá að það var sjúkt. „ Blómsturpottar af mjög mörgum stærðum fást í verzlun Sn. Jónssonar. Maísmjöl komið aftur f EDINBORG. Prjónuð nærföt Og peysur fyrir konur, karla unglinga og börn eru nýkomin í verzlun Sn. Jónssonar. Tilbúinri fatnaður allskonar er nýkominn í Vefnaðarvörubúðina.

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.