Norðurland - 02.11.1907, Page 2
Nl.
44
hrekkur því næsta lítið til að veita
þau lán sem gert er ráð fyrir í
lögum.
A næsta fjárhagstímabili gera fjár-
lögin ráð fyrir 125 þús. kr. lánum,
samkvæmt túngirðingalögunum á að
lána 100 þús. kr. til gaddavírskaupa
en 30 þús. kr. samkvæmt lögum um
byggingu á prestssetrum. Loks má
búast við að byggingarsjóður þurfi
að minsta kosti 200 þúsund kr. lán.
þessi Ián verða samtals 455 þús. kr.
Upp í þau hefir viðlagasjóður einar
43 þús. kr. og verður þá að taka
þessar 412000 kr. af peningaforða
landsins.
í árslok 1903 var peningaforði
Iandsins meir en nokkru sinni áður.
Hann var þá nærri því 670,000 kr.
Samkvæmt skilagrein ráðherrans á
þingi í sumar var hann við lok árs-
ins 1906 566,407 kr. 92 a. Frá því
hann tók við stjórn og fram til þess
tíma hafði hann því minkað um rúm-
ar 100 þús. kr. F*urfi að veita öll
þau lán á næsta fjárhagstímabili, sem
gildandi lög gera ráð fyrir, verða við
lok fjárhagstímabilsins ekki eftir nema
svo sem 150 þúsund kr. af öllum
peningaforðanum. Færi ennfremur svo
að tekjurnar á næsta fjárhagstímabili
verði ekki meiri en alþingi gerir ráð
fyrir, eyðist allur peningaforðinn og
100 þúsund kr. vantar upp á að hann
nægi. Fað fé þarf þá að fá með nýj-
um álögum á landsbúa á næsta þingi,
áður enn næsta fjárhagstímabili lýkur.
Eins og nú stendur eru því horfur
á að fjárhagur landsins við lok næsta
fjárhagstímabils verði sem hér segir:
1. Landið verðurí 1,060,000 kr. skuld.
2. Viðlagasjóður hefir minkað um mik-
ið meira en 100,000 kr. frá því
sem hann var við árslok 1906 og
hver skildingur sem hann á stend-
ur fastur.
3. Peningaforði landsins, sem var 670
þús kr. í árslok 1903 er alveg
horfinn.
4. Nýjan skatt eða toll þarf að leggja
á landsbúa á næsta þingi fyrir
þeim 100 þúsund kr. er upp á
vanta, til þess að reikningurinn
geti staðið í járnum.
Væntanlegur tekjuauki umfram auk-
in útgjöld gæti eitthvað bætt upp
þessar bágbornu fjárhagshorfur, en
enginn er fær um að segja hve mik-
ill hann verður, eða hvorí hann verð-
ur nokkur.
En þó er reyndar meira blóð í
kúnni.
Hér er ekki tekið tillit til þeirra
lána, er Iandið hefir lofað að veita
á yfirstandandi ári, samkvæmt gildandi
lögum.
Hitt skiftir þó meira máli, að land-
ið er í 580 þúsund kr. ábyrgð fyrir
brunabótasjóð landsins. Sú ábyrgð
getur orðið létt og það viljum vér
allir vona að hún verði, en hún get-
ur líka orðið nærri óbærilega þung,
eins og fjárhagnum annars er farið.
Petta fé hefði þurft að vera handbær
eign, að minsta kosti nokkuð af því,
en ekkert fé er handbært. Beri ein-
hvern stórbruna að höndum verður
því óhjákvæmilegt að taka lán til þess
að bæta hann upp. Að stofna bruna-
bótasjóð, en ætlast tll þess að ekkert
brenni, bendir á mjög varhugaverða
fjármálastefnu.
Auk þess er vert að geta þess að
síðasta þing hefir tekið að sér ábyrgð
á 500,000 kr. láni handa Reykjavíkur-
bæ. Ekki miðar sú ábyrgð til þess að
bæta fjárhag landsins og má heita
allmerkilegt að höfuðstaðurinn þurfi
að fá aðstoð þess til þess að afla
sér neyzluvatns.
Vér látum hér staðar numið að
sinni, að skýra frá fjárhag landsins.
Fagur er hann ekki. Svona hafa stjórn-
in og þingmennirnir skilið við hann
í enda kjörtímabilsins. Við þessum
fjárhag á nýtt þing að taka. Gamla
þingið hefir notað sér allar reiturnar
og stórfé í viðbót og svo ganga þing-
mennirnir, sem þessu hafa ráðið, út á
meðal þjóðarinnar og prédika fyrir
henni að fjárhagurinn sé í bezta lagi,
og stjórnarblöðin prenta upp hvert
eftir öðru gyllingar ráðherrans á þess-
um fjárhag.
Með öilum tólum stjórnarinnar er
prédikað fyrir þjóðinni andvaraleysi
um fjárhag landsins, blekkingunum
ausið út yfir hana.
í því er ef til vill fólgið allra hættu-
legasta »fjárhagsbölið«.
Lögin um stofnun
*
brunabótafélags Islands.
(Endir.)
Almenn ákvœði.
12. gr. Vátryggjendur í félaginu ábyrgj-
ast, hver gagnvart öðrum, að félagið standi
í skilum. Þó nær skuldbinding þessi að
eins til eignar þeirrar, er vátrygð er í fé-
Iaginu. Ábyrgðin skal ákveðin í hlutfalli
við þann hluta eignarinnar, sem vátrygður
er.
Skaðabóta má að eins krefjast af vá-
tryggjendum í félaginu á þann hátt, að
heimt séu inn aukaiðgjöld, er eigi séu
hærri neitt ár, en helmingur hins árlega
iðgjalds, er tiltekið er f brunabótaskír-
teininu.
13. gr. Landssjóður ábyrgist með alt
að 600,000 kr., að félagið uppfylli skyldur
sínar. Geti félagið eigi af eigin ramleik
borgað skaðabætur, er skylt er að greiða,
leggur landssjóður til það sem á vantar,
þó aldrei meira, en áðurnefnda upphæð.
Ef félagið hefir orðið að leita aðstoðar
landssjóðs til þess að greiða skaðabætur,
skal styrkur sá, er það hefir þegið af
landssjóði, að viðbættum 4°/o í árlega
vöxtu, endurgreiðast smátt og smátt, eftir
því sem efni félagsins leyfa. Nú nemur fé
það, er lagt hefir verið fram af landssjóði,
að meðtöldum vöxtum meiru en en 50,000
kr., og skal þá féiagið gjöra tryggjendum
að greiða aukaiðgjöld, þannig, að það, sem
fram yfir er 50,000 kr., endurgjaldist lands-
sjóði á 10 árum í seinasta lagi ef hægt
er, en ávalt skal gæta ákvæða 12. gr. um
stærð aukagjaldsins.
Af ábyrgðarupphæð landssjóðs má þegar
afhenda félaginu alt að 20,000 kr. sem
starfsfé, en greiða skai af því 4 % árlega-
Endurborga skal þetta fé af gróða félags-
ins, þá er varasjóður nemur 20,000 kr.
14. gr. Að því er snertir iausafé, svo og
húseignir aðrar en þær, sem vátryggingar.
skyldar eru samkvæmt 3. gr., má ganga
úr félaginu við áramót að undan genginni
uppsögn með 3. mánaða fresti, og gegn
því, að vátryggjandi greiði iðgjald sitt til
þess tíma, er hann fer úr félaginu, og sinn
hluta af skaðabótum þeim, er á hafa fallið
áður, ef þær nema meiru en sjóður bruna-
bótafélagsins.
Áður en nokkurt hús sé tekið úr trygg-
ing félagsins, verður sá, er trygginguna
hefir fengið, að fá samþykki til þess frá
öllum þeim, sem samkvæmt þinglesnu veð- '
bréfi, aðför eða kaupsamningi, eiga á ein-
hvern hátt tilkall til hússins.
Enga byggingu má fella úr tryggingu
fyrir þá sök, að iðgjald sé eigi greitt.
15. gr. Félagið tekur eigi ábyrgð á tjóni,
sem orsakast af jarðskjálfta eða ófriði, né
heldur á tjóni, sem af því leiðir, að vá-
tryggjandi, kona hans eða nánustu erfingjar
eru valdir að brunanum, af ásettu ráði eða
fyrir stórkostlegt hirðuleysi.
Félagið á auk þess rétt á, að draga alt
að fjórðung af brunabótunum, er vátryggj-
andi hefir út af eldsvoðanum verið dæmd-
ur í sekt fyrir brot gegn brunamálalögun-
um, eða hann hefir gengist undir það sjálf-
viljugur að greiða slíka sekt.
16. gr. Tjón, sem eigi nemur meiru en
30 kr., verður eigi bætt, og sé það meira.
skal draga þá upphæð frá brunabótunum.
Ef sérstaklega stendur á, má félagsstjórn-
in þó gera undantekning frá þessum á-
kvæðum.
Ákvæði greinar þessarar gilda ekki um
tjón, er stafar af ráðstöfunum til þess, að
hindra útbreiðslu eldsvoða, sem þegar er
upp kominn.
17. gr. Skaðabætur má eigi greiða af
hendi fyr en haldin hefir verið réttarran-
sókn út af brunanum; þó má félagsstjórnin
gera undantekning frá þessu, er tjónið eigi
nemur meiru en 500 kr.
18. gr. Bætur fyrir tjón á húsum má að
eins greiða til þess að byggja upp á sama
stað eða gera við hús það, er brunnið
hefir, sbr. þó 19. gr.
Við húsábyrgðir er félaginu skylt að
tryggja það, áður en brunabæturnar eru
greiddar, að þeim sé varið réttilega.
Félagsstjórnin, ásamt sveitarstjórn, ef
sveit er hluttaki, má veita undanþágu frá
fyrsta lið þessarar greinar, þó svo að 15
til 20 °/o af brunabótaupphæðinni sé þá
dregið frá, nema almannahagur heimti,
að vikið sé frá þessum ákvæðum.
19. gr. Þegar eignir þær, er trygðar eru
hjá félaginu, eru veðsettar, nær veðréttur-
inn einnig til brunabótafjárins. Glati veð-
setjandi rétti sínum til brunabótanna, á
veðhafi engu að síður heimting á greiðslu
þeirra, svo sem með þarf til þess að borga
kröfuskuld hans með eins árs vöxtum, ef
annað verð eða aðrar eignir veðsetjanda
hafa eigi hrokkið til.
20. gr. Tryggingariðgjaldið hvílir á hús-
eignum þeim, er trygðar eru í félaginu,
og gengur í 2 ár fyrir öllum öðrum skuld-
bindingum, er á þeim liggja, nema skött-
um til landssjóðs.
ÖIl iðgjöld til félagsins og virðingargjöld
má heimta með lögtaki.
Um það fé, sem sveitarstjórnir jafna nið-
ur samkvæmt 9. gr., fer sem um önnur
sveitargjöld.
21. gr. Eindagi á öllum iðgjöldum skal
vera 15. október. Nú eru eignir vátrygðar
á öðrum tíma, og skal þá ávalt fyrsta vá-
tryggingartímabilið teljast til 15. október
þess, er næstur kemur eftir að vátrygg-
ingin byrjar, nema vátrygt sé til skemri
tíma.
22. gr. í reglugerð félagsins skulu sett
nánari ákvæði um virðingar á eignum þeim,
er trygðar eru hjá félaginu, og á tjóni því,
er á þeim kann að verða. Skylda má sveit-
arstjórnir til og hreppstjóra, að veita fé-
Iaginu aðstoð sína í því efni kauplaust.
Sveitarstjórnirnar í þeim sveitum, er
þátt taka í áhættunni, eru yfirleitt skyldar
til þess, að gæta hags félagsins kauplaust.
Enn fremur ber þeim að heimta inn ið-
gjöldin eftir nánari ákvæðum í reglugerð-
inni.
Stjórn félagsins.
23- gr- Félagið skal hafa heimili og
varnarþing í Reykjavík, og stendur undir
umsjón stjórnarráðsins. Félaginu stjórnar
framkvæmdarstjóri, sem skipaður er af
ráðherra íslands. Félagið greiðir stjórnar-
kostnað, þar með talin Iaun framkvæmdar-
stjóra.
Þegar sameiginlegur brunabótasjóður er
stofnaður eftir Iögum 20. oktbr. 1905, skal
hann hafa sömu stjórn sem brunabótafé-
lag íslands og vera yfirleitt í samvinnu við
það, þannig, að stjórnarkostnaðurinn skift-
ist milli þeirra eftir ákvæði stjórnarráðs-
ins. Annars eru félagið og brunabótasjóð-
urinn reikningslega alveg óháð hvort öðru.
24. gr. Áður en reglugerð, flokkunarregl-
ur, iðgjöld og tryggingarskilyrði eru sett,
skal leita álits sveitarfélaga þeirra, er
hlut taka í ábyrgð. Þær sveitarstjórnir,
er í hlut eiga, eiga rétt á að koma fram
með tillögur um öll málefni félagsins, enda
skal leita álits þeirra um öll málefni, er
mjög eru mikilsverð, og þau atriði, er
einkum koma þeim við.
25, gr. Þegar félagið er orðið svo stórt
að ársiðgjöldin nema meiru en 75,000 kr.,
skal stjórnarráðið semja frumvarp til laga
um breyting á stjórn þess í þá átt, að
skipað sé fulltrúaráð til þess að gæta
hags sveitarfélaganna og vátryggjenda.
Þegar fengnar eru umsagnir hlutaðeigandi
sveitarstjórna, skal frumvarpið lagt fyrir
alþingi.
Um brunabótatrygging á eignum landssjóðs
Á eignum landssjóðs —að undanteknum
byggingum í Reykjavík — skal framvegis
ekki fengin ábyrð gegn eldsvoða. í stað
þess skal árlega leggja í tryggingarsjóð,
er landssjóður á, svo mikið fé, að sam-
svari því, er hann mundi eiga að greiða
í Brunabótafélagi íslands.
Stjórn brunabótasjóðs landssjóðs skal
falin brunabótafélagi íslands; fyrir það má
veita félaginu þóknun, er stjórnarráðið á-
kveður. Að öðru leyti er enginn félags-
skapur með brunabótafélaginu og bruna-
bótasjóði Iandssjóðs; ef síðastnefndur sjöð-
ur með vöxtum hrekkur eigi til þess að
greiða tjón af eldsvoða á eignum lands-
sóðs, þá verður landssjóður að bera skað-
ann að öðru Ieyti.
Stjórnarráðið setur nánari reglur um
þetta atriði.
Reikningar, snertandi brunabótasjóð
landssjóðs, skulu árlega fylgja landsreikn-
ingnum og skulu yfirskoðunarmenn lands-
reikninganna einnig yfirfara þá.
Um það, hvenœr félagið taki til starfa.
27. gr. Landsstjórnin sér um, að Iög þessi
komi til framkvæmda og brunabótafélag
það, er ræðir um í Iögunum, taki til starfa
svo fljótt, sem verða má.
28. gr. Brjóti vátryggjandi móti lögum
þessum eða reglum þeim og skilyrðum,
sem sett eru samkvæmt þeim, varðar það
réttarmissi tii brunabóta eftir málavöxt-
um, svo sem reglugerð nánar til tekur.
í reglugerð má ákveða sektir fyrir brot
á ákvæðum hennar, 5—500 kr., er renni í
sjóð þann, sem brotið er við.
29. gr. Með mál út af brotum gegn
lögum þessum skal farið sem almenn Iög-
reglumál.
\
Hraðskeyti til Nls.
Reykjavík 25/10 '07.
Frá útiöndum.
Borgin Karatag í Bulhara (sic.
Buchara eða Bulhar?) varð undir
skriðuhlaupi í landskjálfta. 15000
manna fórust.
200 manna biðu bana í landskjálfta
i Kalabríu (Ítalíu).
Rikisbankinn i Berlin hefir hœkkað
útlánsvexti úr 51/2 í 61/2 %, Eng-
landsbanki úr 41/2 í 5xh °/o.
Mikkelsen farinn frá stjórn i Nor-
egi, Lövland orðinn forsœtisráðherra.
Trier og Borgbjœrg, dönsku fólks-
þingsmennirnir, heimtuðu i þinginu að
Albertí dómsmálaráðherra vœri látinn
fara frá stjórn fyrir gjörræði. Stjórn-
arflokkurinn heldur hlífiskildi yfir
honum.
Harden ritstjóri þýzka timaritsins
Zukunft hefir verið sýknaður í máli,
er höfðað var gegn honum af Moltke
greifa og hirðgœðingi í Berlin. Hafði
Harden sakað hann um karlmanna-
samrœði.
í Kaupmannahöfn er stofnað stórt
félag með~300,00Q kr. höfuðstól til
þilskipaveiða við ísland. 5 motorskút-
ur cetlar það að hafa til veiða og
gufuskip til milliflutninga.
Að sunnan.
Ráðgjafinn fór utan með Sterling
29. þ. m.
Sýslunefnd Árnesinga hefir í einu
hljóði synjað um framlag til sima-
lagningar austur sýslurnar.