Norðurland


Norðurland - 14.12.1907, Page 2

Norðurland - 14.12.1907, Page 2
Nl. 72 að grauta saman því fjárhagsástandi sem við horfði þegar Dr. Valtýr hélt ræðu sína á þingi, við þær fjárhags- horfur sem urðu við þinglokin. þetta var gcrt freklega í síðari greininni og hver sem les fyrsta dálkinn í grein þeirra félaga getur séð að þar er það gert líka. Þessi ummæli blaðsins rang- færir þingmaðurinn algerlega, leyfir sér að snúa hugsuninni í þeim alveg við. Hann segist búast við því að allir játi »að það sé ómaklega mælt að telja til lymskubragða« eins og Nl. gerir, það að yfirlitið bindur sig við fjárhaginn eins og hann lítur út við úrslit fjárlaganna á þingi.« Hver sem ber saman ummæli blaðanna um þetta sér strax, að þingmaðurinn hallar hér stórlega réttu máli. Hann sýnist vera búinn að Iæra of mikið af »heiðvirðu blaðamenskunni« í Norðra. Ekki tekst þingmanninum betnr með þá aðdróttun, að ræðu Dr. Valtýs um fjárhagshorfurnar hafi verið dreift út um landið til blekkingar við þjóðina nm það fjárhagsástand sem varð við þinglokin. Sú ræða var prentuð í Isa- fold strax þegar hann hafði flutt hana og hvergi annarsstaðar. Aftur var ræða ráðherrans, um þessar sömu fjárhags- horfur sem Dr. Valtýr ræddi um, prent- uð að minsta kosti í 3 stjórnarblöðun- um og henni dreift út um landið löngu eftir að þingi var slitið. Sé því hér um einhverjar blekkingar að ræða eða ódrengilega aðferð, eru það flokks- bræður þingmannsins, sem gert hafa sig seka í henni, en ekki aðrir. Tilraun þingmannsins til þess að klína óþverra á Norðurland fyrir þær ræður sem fluttar voru og prentaðar suður í Reykjavík, og því var alveg ókunnugt um er satt að segja svo ein- feldnisleg að furðu gegnir. En ekki vantar samkvæmnina. Honum finst það »dálítið skylt« Norðurlandi, sem stend- ur í blaði suður í Reykjavík, þó öllum sé vitanlegt að Norðurland átti engan hlut i því og gat engan hlut átt í því, en honum finst það alveg óskylt rit- nefndarmanni Norðra, sem kemur út í blaði hans, þegar hann dvelur í ná- vistum við það. Vér vonum að þingmaðurinn sé svo brosmildur, að hann geti hlegið að öllum þessum fjarstæðum sínum, þegar hann íhugar þær dálítið nákvæmar. % Mótoroagninn. Loks er þá svo komið að einn mótorvagn er til á þessu landi og farið að nota hann til flutninga hér á brautinni fram Eyjafjörð. Frá því hefir verið skýrt fyrir nokk- uru að vagninn var kominn til lands- ins. Maðurinn sem keypti hann í Þýzka- Iandi fyrir Magnús Sigurðsson á Grund, Jón Sigurðsson á Hellulandi í Skaga- firði, hefir dvalið hér undanfarið, sett vagninn saman og komið honum af stað og hefir það alt gengið ágætlega vel og greiðlega. Vagninn ber rúmlega 3000 pund og er knúinn áfram af benzínmótor. Vagn þessi hafði verið smíðaður fyrir rúmu ári áður en hann var keyptur og not- aður til flutninga en eigendurnir seldu hann af því þeir þurftu að fá sér stærri vagn. Vagninn á að geta farið um 20 kílómetra á klukkutíma, en líklega ekki gerlegt að fara svo hratt á honum á þessum vegi sem hér er. Fram að Grund í Eyjafirði er brautin um 19 kílómetra og hefir sú leið verið farin á 1 klukkutíma og 40 mínútum, en vel getur þó verið að hægt sé að fara þessa leið á skemri tfma. Að þessu hafa verið flutt á honum 2600 púnd og hefir Magnús ekki viljað flytja meira á honum í einu að þessu, einkum vegna þess að brýrnar á brautinni eru svo veikar, að hann telur þær hættulegar fyrir mikinn þunga. Hefir þeim verið hrækt upp úr veiku efni og hálfónýtu og farnar að fúna. Fjarri fer því að brautin reynist hentug fyrir mótorvagn. Þegar hún var lögð, hafði verið lagt svo fyrir vegastjórann að hugsa mest um að hún yrði sem ódýrust; hæðirnar á veginum eru því sumstaðar altof mikl- ar, líklega um I á móti 12 til I á móti 15. Hjá þessu hefði vel mátt sneiða með litlum kostnaði í fyrstu, en kostar nú miklu meira fé. Merkur Norðmaður, sem skoðaði brautina fyrir I — 2 árum síðan, sagði að hún liti út eins og þeir vegir, sem Norðmenn hefðu lagt fyrir 20 árum og er sorg- legt til þess að vita hve lítið vér getum lært af reynslu annara þjóða. Af því brautin er svo ójöfn og mis- hæðótt þarf að eyða miklu meira ben- zini en annars, sjálfsagt 1 /3 meira og er það mjög tilfinnanlegt, ekki sfzt fyrir það að benzin er nú í háu verði. Til ferðarinnar inn að Grund, fram og aftur, gengu um 25 pund af ben- zini og er það miklu meira en venja er til þar sem vegir eru sæmilega góðir. Miklar horfur sýnast nú vera á því að mótorvagnar séu álitleg framtíðar- flutningsfæri hér á landi og á Magn- ús skilið þökk allra landsbúa fyrir að hafa ráðist f svo stórfeldan kostnað til þess að koma þessari tilraun á. Konur í bæjarstjórn. Þrjár konur verða að sögn í kjöri til bæjarstjórnar í Reykjavík við næstu kosningar, þær frú Briet Bjarnhéðins- dóttir, Katrín Magnússon og Guðrún Bjarnardóttir frá Presthólum. Kosn- ingaviðbúnaður sagður mikill af hálfu kvenþjóðarinnar. Ritstjóri Reykjavíkurinnar verður Magnús Blöndal kaupmaður hér í bænum. Hann á að taka við blaðinu á nýári og er á förum héðan þegar þetta er ritað. Hraðskeyti til Nls. Reykjavík «/12 '07. Námuslys hefir orðið í Pensylvaniu, 60 manns farist. Svíakonungur mjög lasinn af svefnleysi, krónprinsinn tekinn við ríkisstjórn. Leiðréttingar. í síðasta blaði er aukaút- svar Jóns Bærings sagt 45 kr., en er 22 kr. Aftur hafði útsvar Jóns Borgfjörðs fallið úr, en það er 45 kr. í 16. bl. stendur á 2. síðu 4. d. að n. í 25. línu 950, en á að vera 650’ Trúarþingið í Boston. 1. Af enskum framfara-tíföðum í trúar- málum má sjá, að þing þetta boðar mikil og góð tfðindi í binum kristna heimi. Þar sátu í viku (nú í lok sept- embermánaðar) valdir guðfræðingar frá flestum löndum, og nálega allir hinir lærðustu og beztu guðfræðingar hinna frjálslyndari kirkjuflokka, fáir þó úr kaþólskum löndum. Aftur sátu þar fulltrúar frá Hindum og Búddatrúar- mönnum, og úr öllum heimsálfum mættu nokkurir merkismenn, einnig Múhameðstrúarmenn og Gyðingar. En flestir úr Ameríku, Trá Bretum (130), Þýzkalandi, Austurríki, Frakk- landi, Ungverjalandi, Ítalíu, Hollandi, Svíþjóð og Danmörku (1. ritstjóri bl. »Lys óver Landet«). Þingið setti pró- fessor Eliot, sonur forstjóra Harwards háskólans, er talinn er hinn göfgasti og elzti skóli í Ameríku. Innsetningar- ræða forsetans er afar-snjöll og fögur og ber vitnisburð fyrir öllum hinum kristna heimi um hve mjög Bandaríkja- menn eru langt á undan öðrum þjóð- um { allsherjar umburðarlyndi og frjáls- legri meðferð trúmála. Gilda sérskoð- anir flokka lítið hjá þeim, heldur hitt því meira, sem sameinar, og lífssann- indin tekin svo hlýlega og háleitlega fram, að mörgum mætti finnast að kristin trú sé orðin ný, nýkomin af himnum ofan — og þó hin gamla — því að þessi er hinn nýi leyndardóm- ur hionar miklu hreyfingar, sem nú er (þótt sumstaðar beri lítið á) að gagn- sýra kristnina. Annað einkenni hinnar nýju stefnu, er hin siðlega rögg hennar og dáðríka lempni. Hún gerir miklu ákveðnari kröfur til siðbóta, réttar- bóta og líknarráða í mannfélaginu, hún er eins starfandi eins og hugsandi og kannandi, fæzt minna um kreddur manna en lífsskoðanir. Þriðja mark stefnunnar er sú frumskoðun að mann- eðlið geymi í sér guðseðlið — hin forna immanens-fræði endurborin. Er þá hrundið trúarlærdómnum um »fallið,« en í þess stað kend þróunin frá lág- stfgi á æðra stig og æ hærra. Þessi kenning er nú kend við prestinn Camb- pell í Lundúnum, og kallast »nýja guð- fræðin.« Leiða þar einkum saman hesta sína höfuðsmenn hennar og Únítararn- ir. Þykjast þeir hafa kent hið sama endur fyrir löngu, enda miklu betur. Stendur nú sú deila sem hæst og þó með allri spekt og kurt. Fimmtíu rituð ávörp voru lesin á þinginu, og hafa oss borist ágrip af sumum þeirra, t. d. af ræðu hins hálærða Pfleiderers í Berlín, er nú þykir færastur allra guð- fræðinga, einkum í samanburði trúar- bragða og fornri kirkjusögu. Hann gaf ágrip af nýjasta riti sínu: »Die Entwickelung des Christentums.« Þar er hann heldur andvígur þeim miklu 98 ofjarl foreldrum sínum og á endanum vill maður ekki beygja sig fyrir guði sjálfum. En veistu hverskonar menn þeir eru, — þessir og þvílíkir náungar? ójá, það eru glæpamennirnir, það eru úrþvætti mannfélagsins, sem bjóða lögum og rétti byrginn og fylla hjá okkur fangaklefana. Þetta, sem þér varð á í dag, hefir tekið meira á mig en með orðum verður lýst. Eg megna hvorki að skamma þig né refsa þér; eg veit ekki einu sinni hvort eg get haft slíkan son framvegis á heimili mfnu.« Að svo mæltu gekk hann út. Prófessorinn hafði hugsað vel ræðu sína og hnitmið- að hvert orð, enda hreif hún eins og til var ætlast. Við öllu hafði Abraham búist þar sem hann ráfaði einmana og yfirgefinn, — öllum þeim verstu skömmum og refsingum, sem honum gátu til hugar komið; en þetta tók þó úl yfir. Þessi dapurlegi harmþrungni málrómur, beyskyrðin, sem hann fekk að heyra og svo að lokum þessi ótta- lega hugsun, að ef til vill yrði hann nú sendur að heiman — sendur burt frá móður sinni. Við þessa hugs- un tók hann fyrst að ná sér svo, að hann fór að gráta og grúfði sig lengi grátandi niður í legubekkinn. En hve honum sýndist það óskiljanlegt — þetta sem hann hafði gert; hvað skyldi nú annars verða úr honum? Löngu seina opnaði prófessorinn hurðina og kallaði á hann til að borða. Frú Wenche hafði ekki enn þá fengið ljósa hugmynd um, hvernig í öllu lá; en eptir því að dæma, sem henni hafði verið sagt, hlaut hún reyndar að játa, að Abra- ham hefði breytt mjög ósæmilega. En samt sem áður fekk það henni undrunar, að þetta lítilræði — því í 99 raun og veru gat þetta þó ekki verið mjög voðalegt — að þetta skyldi geta bundið svona tungu hennar og gert hana hljóða. Henni var þungt í skapi og leið svo óumræðilega illa, að hana dauðlangaði til að fleygja sér um hálsinn á Abraham og gráta heitum tárum. Þau mæltu ekki orð frá munni meðan á máltíðinni stóð. Abraham hýmdi alveg yfirkominn yfir súpunni sinni, og á þeirri stundu líktist hann ekki mjög hetjunni lit- verpu, sem steytti hnefann hnarreist framan í Aalbom kennara og kallaði hann djöful. VII. Stórviðburður var það fyrir baéinn, að Lövdahl pró- fessor keypti hlutabréfin tíu í verksmiðjunni. Og alt fór eins og Jörgen Krúse halði spáð. Það var rifist um listann á kaupmannasamkundunni; næstu daga gekk jafnvel nokkurskonar fjárgróðahrollur gegnum bæinn, þar sem verzlunarlífið var þó allajafna svo dauft og hægfara. Að hálfum mánuði liðnum símritaði Michel Mordt- mann föður sínum, að nú væru komnir 96,000 ríkis- dalir. Mordtmann ungi lék við hvern sinn fingur. Bæði var hann glaður af því, að líklegt var að nú yrði hann formaður fyrir miklu stórvirki og einnig var hann hreykinn yfir því með sjálfum sér, hve laglega hann hefði leikið ( þessu tafli. Honum var fjandans sama um það þó að latínumenn gæfu honum ilt auga; kaupmanna- stéttina — hlutvægismennina — ætlaði hann að vinna, og það hafði hann gert.

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.