Norðurland - 25.01.1908, Blaðsíða 1
RÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir.
24. blað.
Akureyri, 25. janúar 1908.
VII. ár.
Skjaldborg
heldur fund í stóra salnum í Templarahúsinu á þriðjudagskvöldið, kl. 8U2.
Skemtisamkoma félagsins
verður á sama stað laugardaginn 1. febrúar og hefst kl. 7.
Borðhald, ræður, sjónleikur, dans 0. fl.
Félagsstjórnin og skemtinefndir).
Vonar-árið.
(Aðsent).
Samvinna
sjálfstæðis-
flokkanna.
Árið 1908 er að byrja. Pað er í fylsta
skilningi vonarár hinnar íslenzku þjóð-
ar. í ríki náttúrunnar hefur það ferð
sína með mikilli veðurblíðu nærri eins
og um hásumar væri. í voninni sjá-
um vér bregða fyrir ársæld og hag-
sæld til lands og sjávar og þetta lyft-
ir sál vorri upp til æðri stöðva, þang-
að sem blessunin kemur frá. í anda
sjáum vér engil vonarinnar svífa yfir
arni hvers einasta heimilis á Iandinu
og nýjan lífsanda, anda bróðernis og
samkomulags, ná tökum á hugum
yngri og eldri, bænda og búaliðs.
Líkar vonir þessum vakna að sjálf-
sögðu í brjósti margra manna við
byrjun hvers árs. En vér höfum sér-
staka ástæðu til þess að segja að þetta
nýbyrjaða ár — árið 1908 —sé ár von-
arinnar í hugum og hjörtum allra
þeirra Islendinga, er unna ættjörð sinni
og bera velferð hennar og heiður
fyrir brjósti sér. Innan skamms fara
nú allir að horfa vonar-augum út yf-
ir pollinn, þar sem miililandanefndin
svonefnda á að setjast á rökstóla og
ræða um landsréttindi vor og halda
uppi vörninni fyrir þeim.
Vonirnar snúast fyrst og fremst um
það, að íslenzku nefndarmennirnir verði
samtaka, samtaka um það að krefjast
þess réttar sem vér eigum bæði að
guðs og manna lögum, þess sama
réttar, sem mikill meirihluti þjóðar-
innar hefir samþykt skýlaust að halda
fram, á flestöllum þingmálafundum f
landinu síðastliðið vor, og sem full-
trúar meirihluta kjósendanna hafa aft-
ur samþykt á Þingvallafundinum síð-
astliðið sumar.
Vonirnar snúast um það, að enginn
íslenzku nefndarmannanna gangi úr
leiknum, að þjóð vor verði ekki fyrir
því mótlæti og þeirri hneisu, að full-
trúar hennar í fjarlægu landi skiftist í
tvo flokka, svo að annar flokkurinn
snúist á móti réttindum sinnar eigin
þjóðar, annaðhvort af vantrausti á þjóð
sinni og lítilmensku sjálfs síns, eða
þá af voninni um útlenda vegtyllu.
Vonirnar snúast um það að enginn
íslepzku nefndarmannanna sé svo inn-
rættur, að hann vilji láta oss »depen-
dera af Dönum« um aldur og æfi,
eða koma málum vorum í þær ógöng-
ur að semja af oss þann rétt, er vér
höfum gert tilkall til um meira en
hálfa öld.
En vonirnar snúast engu síður um
það, að sú þjóð sem vér höfum átt
mest skifti við allra þjóða í »600
sumur«, þjóðin sem hagnast hefir af
vorum sveita, árum og öldum saman,
þjóðin sem kallar sig bræðraþjóð vora,
vili nú loks unna oss siðferðislegs og
lagalegs réttar. Vér viljum allir vona
að bræðraþelið sýni sig í því að danska
nefndin og danska þjóðin vili viður-
kenna oss framvegis sem sjálfstæða um-
ráðamenn yfir því landi, er forsjónin
hefir fengið oss til ábúðar.
En fremur öllu öðru hljótum vér
þó að snúa vonum vorum og hugleið-
ingum til þjóðarinnar sjálfrar, voninni
um það, að ef svo færi að Danir vildu
viðurkenna þann rétt, er oss ber yfir
landi voru, gögnum þess og gæðum,
að vér þá förum með þann rétt sem
gætnum og vitrum mönnum sæmir,
með hófi og stillingu. En verði hins-
vegar sú reyndin á, að Danir vilji enn
neita oss um þenna rétt, þá reynir
hvað mest á þá kostina, er þjóð vorri
eru óhjákvæmilegt skilyrði til velfarn-
aðar sem sjálfstæð þjóð. F*á reynir á
staðfestu vora og þolgæði, trygglynd-
ið við góðan og göfugan málstað. Rá
reynir á það hvort þessi þjóð er orð-
in svo úrkynja, að hún vili selja fyrir
lítilfjörlega hagnaðarvon í bili þau rétt-
indi sem hún átti ein, hvort hún vill
afhenda réttinn til þess að fara með
pundið, sem henni var fengið til að
ávaxta. Pá reynir á það hvort er rík-
ara í þessu landi, þýlyndið eða dreng-
skapurinn.
Víst er árið 1908 vonar-ár þessarar
þjóðar. Pess vegna þurfa líka állir þeir,
sem vilja vera íslendingar, að koma sér
saman um að stuðla að því að þessar
vonir megi rætast sem bezt, að því er
vér sjálfir fáum að gert. F*ess vegna eig-
um vér að kappkosta að breiða friðar-
blæju yfir þau mál önnur, er oss hefir
borið á milli um, ef menn að eins geta
komið sér saman um það að sætta sig
ekki við minna en full landsréttindi eftir
Gamla sáttmála, að Island sé frjálst
sambandsland Danmerkur, með engu
óríflegri kjörum en þar er tilgreint.
Sjónlelkirnir
voru vel sóttir síðasta sunnudagskvöld
og hafa leikendurnir fengið margar áskor-
anir um að hætta ekki að sýna leiki þessa.
Enginn bæjarbúi eða fólk hér nærlendis,
sem etni hefir tii að leita sér nokkurra
skemtana, ætti að neita sér um það að
sjá leikina. Betri skemtun fæst ekki í
þessum bæ. — Knudsen leikur karlinn í
Apanum svo vel, að heita má með afbrigð-
um og flestir hinna Ieikendanna leysa
starf sitt mjög vel af hendi.
Þegar landvarnarmenn kusu sér
flokksstjórn á síðasta hausti gullu vrð
mikil fagnaðarlæti í blöðum stjórnar-
fiokkanna. Þeim þótti sem sé auðsætt,
að nú væri lokið allri samvinnu milli
sjálfstæðisflokkanna í landinu og hugðu
að þá mundi þeim veita létt að yfir-
stíga þá.
Norðurland mótmælti þessu þegar,
því blaðinu var það fullkunnugt að
þessi skýrsla sijórnarblaðanna hafði
við engin rök að styðjast. Ingólfur hefir
nú að sínu leyti mótmælt þessu stjórn-
arblaða-skrafi með grein, sem er ný-
komin út í blaðinu og til þess að hún
verði sem flestum kunn leyfum vér
oss að prenta hana upp. Greinin heitir
»Flokkaskiftingin« og hljóðar svo:
»Sambandsmálið hefir skift íslenzku
stjórnmálaflokkunum og skiftir þeim
enn.
Tvær aðalstefnur hafa komið fram
í þessu máli, þótt allajafna hafi þær
verið óskýrari en æskilegt hefði verið:
innlimunarstefnan og sjálfstæðisstefnan.
Fyrrum voru það konungkjörnu þing-
mennirnir sem studdu innlimunina gegn
Jóni Sigurðssyni og hans flokki, nú
sýnist stjórnarflokkurinn hafa tekið við
af konungkjörnu þingmönnunum.
En einhvernveginn hefir það atvikast
svo, að fiokkarnir eru fjórír þótt stefn-
urnar séu tvœr.
Þetta þykir kjósendum kynlegt sem
vonlegt er. Þeir skilja ekki hvað greinir
112
hans var hin hyggilegasta, og að þetta varð einmitt til
þess að slétta úr því, sem annars hefði getað orðið hið
mesta vandamál.
Aldrei hafði orðið nokkurt verulegt uppnám, — ef
til vill mest fyrir þá sök, að alt var svo Irjálst og frið-
samlegt. En ekki hafði hún lengi búið með Karsten
Lövdahl áður en hún komst að raun um, hve mjög
þeim var ólíkt farið.
Hann var svo varfærinn, svo skapraunarlega lýtalaus,
að henni íanst hann oft vera bæði huglaus og ótryggur.
En jafnhliða þessu var þó eitthvað fágað og riddaralegt
í fari hans, sem alt af hélt honum uppi í augum hennar.
Og þótt hann skipaði ekki hátt sæti í huga hennar og
væri henni eiginlega ekki mikils virði, þá var hún þó
ekki svo leið á honum, að hún sneri alveg við honum
bakinu.
Og nú var hún tekin að eldast — átti hálffullorðinn
son. Hún var nú roskin og ráðin; hvers vega skyldi
hún þá setja þetta fyrir sigf Var það ekki broslegt
miklu fremur að ímynda sér það, að hún væri enn þá
hættuleg ungum mönnumf
Því lét hún fólk tala eins og því þóknaðist, enda
var það gert, — og gekk hiklaust á vald þeirri þæg-
indatilfinning, að eiga fyrir vin og viðmælanda, laglegan,
mentaðan og hleypidómalausan mann; hlýddi sá maður
með aðdáun á alt það, sem maður hennar var vanur
að kalla fjarstæðuhugmyndir.
En með þessu stal hún frá Abraham — óafvitandi.
Og því síður tók hún eftir þessu nú, þar sem breyt-
ing varð svo mikil á drengnum eftir atburðinn minnis-
stæða í skólanum. Nú spurði hann ekki ótal spurninga
eins og áður og leitaðist ekki lengur við að fá hana
109
kampavínsflóði miklu — varð átrúnaðargoð bæjarins og
eftirlæti.
Mordtmann var hinn vonbezti og lék við hvern sinn
fingur. Aldrei hafði hann verið svona ánægður með
sjálfan sig og aðra. Áður hafði hann verið í minni
háttar stöðu í ókunnu landi, en nú var hann hafinn
svo hátt að vera fremsti maður í nýju fyrirtæki, sem
hann sjálfur átti að stjórna frá upphafi.
Með því að forstöðumenn og hluthafar báru ekki
nokkurt skynbragð á fyrirtæki þetta, varð hann þeim
fljótt nokkurskonar vefrétt, og hann dró ekki úr áhrif-
unum heldur. Ef hann brast þekkingu í einhverju, þá
var hann ófeiminn og snarráður að viðhafa stór orð,
sem blektu alla til fullnustu.
Fjöldi verkamanna fekk þarna stöðuga atvinnu. Á
laugardögum galt hann þeim verkalaunin. Konurnar komu
til hans og báðu hann um fyrirframgreiðslu, og hann
varð á skömmum tíma alþektur hjá æðri sem lægri,
og allir höfðu á honum hinar mestu mætur. Að eins
embættismannalýðurinn og nokkrir steingerfingslegir
afturhaldsseggir höfðu hina mestu skömm á honum, og
þar kendu menn líka mjög í brjósti um Lövdahl pró-
fessor, af því kona hans hændi svona fugla að húsi
þeirra.
En Mordtmann lét sér á sama standa um þetta.
Hann fann, að hann var heill og hraustur og ánægður,
þegar hann gekk til verksmiðjunnar um sumarið í
fögru veðri snemma á morgnana. Verksmiðjan stóð
spölkorn utan við bæinn. Verkamennirnir hans voru
öðruvísi en á Englandi, þar sem menn hugsuðu um
það eitt að vinna og lfta ekki upp. Þarna tóku menn