Norðurland - 25.01.1908, Blaðsíða 4
Nl.
96
og bókhlöðuna. í ár er bráðnauðsyn-
legt að fá nýja skápa, raða safninu
og semja nákvæma skrá yfir það, er
síðar yrði haldið áfram. Vel er þeim
peningum varið, er ganga til þess að
gera safnið sem bezt úr garði, þvf
enginn vafi getur á því leikið að það
getur með tímanum orðið ein hin
helzta mentalind þessa bæjar. Allir
mentavinir ættu því að láta sér um-
hugað um að styðja það og efla.
Hér fér á eftir skýrsla um notkun
safnsins frá bókaverði, herra Jóhanni
Ragúelssyni:
Útlán af bókasafninu 1907.
Janúar 403 bindi.
Febrúar 587 -
Marz 1 OO 10 vo
Apríl 502 —
Maí 379 —
Júní 86 —
September 213 —
Október 387 -
Nóvember 476 —
Desember 481 —
4172 bindi.
sótt hafa lestrar-
355 menn.
314 —
257 —
158 -
72 —
45 —
32 —
139 —
180 —
215 —
197 —
1964 menn.
Tala þeirra er
salinn 1907.
Febrúar
Marz
Apríl
Maí
Júní
Júlí
Agúst
September
Október
Nóvember
Desember
Lestrarsalurinn var opnaður 2. fe-
brúar, og hefir verið opinn 13 tíma í
viku, nema f júlí og ágúst að eins á
sunnudögum frá 4—8 e. h.
Um tölu þeirra manna er hann sækja,
er ekki hægt að géfa nákvæma skýrslu,
með því útlán fara fram samtímis,
nema á sunnudögum; en hér er svo
nákvæmt talið sem hægt er og sízt
eru þeir færri en hér er talið.
Útlánstfmar voru í janúar 2 á viku,
en frá byrjun febrúar 9. Þar að auki
var útlánsstund á sunnudögum fyrir
börn og unglinga og eru þau útlán
ekki talin með í ofanritaðri skýrslu.
En til þeirra hafa verið lánuð 528
bindi. Samtals hafa því verið lánuð
4,700 bindi.
Þessir menn hafa gefið safninu bæk-
ur: Dr. Valtýr GuðmundssonT —10 árg
Eimreiðarinnar, cand. phii. V. Knud-
sen 5 bindi og auk þess hefir Land-
búnaðarféiagið Danska sent safninu
27 bindi að gjöf.
* *
Undirritaður selur þurrar
og góðar saitfiskshnakka-
kúlur og saltfisk bæði þurr-
an og blautan.
Akureyri, Norðurgötu 7.
Bjarni Hjaltalín.
TRCS
frá ísafirði
með niðursettu verði fæst í
Sdinborg.
Landssíminn.
Stúlka, á aldrinum 17-23 ára, verður nú pegar tekin, til kenslu
við ritsímastöðina á Akureyri. Umsækjandi skrifar sjálfur umsókn-
ina og sendir hana til Landssímastjórans, gegnum stöðvarstjórann,
á Akureyri, fyrir 31. p. m.
Það er heimtað, að viðkomandi geti, fyrir utan íslenzku, talað
og skrifað dönsku, og kunni eitthvað í ensku og þýzku.
Læknisvottorð um góða heilsu og prófsvottorð, eða meðmæli
frá kennurum, fylgi með umsókninni.
21/1 - '08.
Jorberg
Aukafundur
í Verksmiðjufélaginu á Akureyri
verður haldinn á „Hotel Akureyri" 31. þ. m. kl. 4 síðdegis.
Akureyri 20. jan 1908. StefáH StefánSSOH, P- *• formaður.
p^Tilalmennings
Svo sem kunnugt mun almenningi, hefir alþingi íslendinga á síðasta
sumri lögleitt gjald af hinum mikilsmetna og viðurkenda KÍNA-LÍFS-EL-
IXÍR, sem eg bý til, og samsvarar það gjald 2/3 hlutum af flutningsgjaidinu
Vegna þessa óeðlilega háa gjalds, er mér kom mjög á óvart, og vegna
þess að öll óunnin efni hafa -hækkað mjög í verði, er eg þvi miður til-
neyddur að hækka verðið á Kína-lífs-elixírnum upp í 3 krónur fyrir
flöskuna frá þeim degi, er fyrnefnd lög öðlast gildi; og ræð eg því
öllum þeim, er neyta Kína-lífs-elixírs, sjálfra þeirra vegna, að birgja sig
upp fyrir langan tíma, áöur en verðhækkunín kemur í gildi.
VALDEMAR PETERSEN.
Nyvej 16.
Köbenhavn V.
Þetta geta margir leikið eftir.
Miiniui imiiiiiii n ii ii ■! 1
ÓIi litli í Hlíð fór einn góðan veðurdag um sveit sína að safna kaupend-
um að Unga Islandi og fekk hann alls 50 kaupendur. Þeir fengu blaðið á kr.
1.25 og með því stóra bók (64 bls.) með myndum í kaupbæti (hún hefði ann-
ars kostað 60—75 aura), svo fengu þeir aukablöðin tvö sem gáfu afslátt á
ýmsum bókum og þeir sem höfðu efni og voru lesfúsir keyptu ýmsar þeirra
fyrir meir en helmingi minna verð en aðrir fengu þær fyrir. Allir fengu þeir
lfka fallega litmynd þegar þeir borguðu, hún var 30 aura virði, og enn fallegri
mynd í jólagjöf skrautprentaða í mörgum litum, hún kostaði annars 50 aura.
Flestir réðu eina eða fleiri af verðlaunaþrautunum 12 og fengu margvísleg verð-
laun. Einn þurfti að kaupa orgel og fekk það ódýrar af því hann gat sýnt
að hann var skilvís kaupandi Unga Islands og alt var eftir þessu.
ÓIi var sjálfur einn kaupandinn og fekk þetta a!t. eins og hinir, en svo
fekk hann fyrir ómak sitt »Sumargjöf« I. ár (krónu virði) kvæðabókina »Tví-
stirnið* og »Æska Mozarts* (2 kr. virði) Unga ísland frá upphafi alla þrjá
árgangana innbundna (5 kr. virði). Stóra mynd af frelsishetjunni Jóni Sigurðs-
syni og íslenzkan fána (kr. 10.50 virði) að ógleymdum 5 árgöngum af mynda-
blaðinu »Sunnanfari« (en þeir kostuðu annars kr. 12.50) og svo í peninguni
kr. 12.50.
Þeir sem ekki trúa þessu ættu að lesa auglýsingarnar f Unga íslandi, báð-
um desemberblöðunum, og fara síðan að öllu eins og Óli litli í Hlíð.
»En hvað fær sá, sem útvegar flesta kaupendur« spurði Gunna litla dóttir
prestsins, hún hugsaði dálítið hærra en Óli.
»Það færðu að sjá í marzblaðinu«, sagði
UNQA ÍSLAND.
Otto M^nsíecT
danska smjörlfki
er bezt.
Kosfakaup!
Undirritaður hefir til sölu nijög
fallegan og vandaðan, tveggja ára
gamlan, aldekkaðan mótorbát, all-
an úr eik, mótorhús þvert yfir
allan bátinn. Bátnum fylgja ný
og góð legugögn, segl og margt
fleira. Stærð bátsins er27x8x4'/4
fet. Mótorinn er4 hesta „pruvu"-
vél, „Alpha", sem gerir minst
eins mikinn kraft eins og 6 hesta
vanaleg mótorvél, eins og hefir
sýnt sig, par báturinn gengur
eins vel og lítið stærri bátar,
sem hafa 8 hesta vél.
Einnig hefi eg annan niótor-
bát til sölu, tveggja ára gamlan,
mjög vel vandaðan að byggingu,
aldekkaðan, með legugögnum og
seglum, með 10 hesta vél, »Gi-
deon". Stærð bátsins er 32x9'U
x5 fet.
Minni báturinn kostarkr. 2500,
en sá stærri kr. 3400, en verði
borgað strax í peningum, pá fæst
töluverður afsláttur.
Mjóafirði í des. 1907.
Konráð Hjálmarsson.
I Brödrene |
| ^tnderser) 1
| Fredrikssund. I
S Motorbaade. Baademateriale. •
# Sejlbaade. #
| Baadebyggeri & Trœskjæreri. §
_________________i
ísland og Danmörk
og reyndar allur hinn mentaði heim-
ur eiðir árlega fjarska miklum mæli
af hinum frábæra heilsu-bitter „China
Livs Eliksir" og mun það vera bezta
sönnunin fyrir hinum ágætu kost-
um hans.
Vottorð.
Undirriiuð hefir til margra ára verið
þjáð af illkynjuðum nýrnasjúkdómi; en
cg hefi fengið aftur fulia heilsu, eftir
að eg fór að reyna »China Livs Eliksir^
Waldemars Petersen og gerði eg það
eftir ráði lœknis míns.
Frú Larsen, Lyngby.
Vottorð eins og þetta og önnur
þvílík streyma daglega inn frá mönn-
um, sem losnað hafa við sjúkdóma
sína við það að taka inn „China
Livs Eliksir" og notið áhrifa lians
á meltinguna og blóðið, sjúkdóma svo
sem jömfrúgulu, máttleysi, krampa
hjartveiki, giktveiki, tæringu, maga-
kvef, legsjúkdóma o. m. fl.
Hver sá er hefir mættur á heilsu
sinni á daglega að taka inu „China
Livs Eliksir".
„China Livs Eliksir" hefir fengið
meðmæli lækna.
Varið yður á eftirsíælingum: Qæt-
ið þess vandlega að á einkunnar-
miðanum standi Kínverji rneð glas
í hendi og nafa verksmiðjueigand-
ans Waldemars Petersen, Frederiks-
havn, Köbenhavn og að á flösku-
stútnum standi stafirnir dJL [ grænu
lakki.
Dökkrauður foli
á 3. vetur, hálfvanaður, með vaglskoru
a. bæði eyru tapaðist í sumar af Hörg-
árdalsheiði. Finnandi skili honum eða
tilkynni fundinn
borsteini Jónssyni
á Möðruvölluni.
Prentsmiðja Odds Björnssonar.