Norðurland - 14.03.1908, Síða 1
NORÐURLAND.
9
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson. læknir.
31. blað. í Akureyri, 14. marz 1908. ! VII. ár.
K,rðS' Unga ísland?
Útsölumaður á Akureyri: V. Knudsen.
Vesíurför.
Ferðapistlar
eftir
Einar Hjörleifsson.
V.
Spákonan í Edinborg liafði sagt mér,
að innan viku yrði eg kominn út á
haf, eins og áður er sagt. Hún varð
sannspá um það. En alt að fimm
sólarhringum varð eg, ásamt íslenzku
útflytjendunum, að bíða í Glasgow eftir
Ionian, einu af skipum Allanlínunnar.
Morguninn, sem eg fór frá spöku
kerlingunni með hundana sjö, fluttist
eg í gistihús við Argyle-stræti, eitt
af aðalverzlunar-strætutn borgarinnar.
Skrautlegt var það ekki, eftir því sem
títt er í stórborgum, en stórar stofur
samt handa gestum, setusalur, reykinga-
salur og borðsalur, og gisting að öllu
hin viðfeldnasta. Par var eg samvist-
um við Magnús Markússon útflutninga-
ágent og Sigfús Eymundsson bóksala
og umboðsmann Allanlínunnar.
Sigfús Eymundsson var þar gamal-
kunnugur, hafði gist þar um mörg,
mörg ár á ferðum sínum í útflutninga-
erindunt. Stúlka, á að gizka um þrítugt,
stóð fyrir veitingunum. Hún hafði al-
ist upp þar í gistihúsinu og S. E.
hafði þekt hana, síðan hún var ofur-
lítið barn. Nú var hún orðin hávax-
inn kvenmaður og þrekin að sama
skapi, og að öllu hin konulegasta.
Eðlilega vék hún einkum kunnuglega
að S. E. En var annars vingjarnleg og
kurteis við alla.
Mér er þessi stúlka einkum í minni
vegna svipsins, sem á hana kom einu
sinni. Á borði í reykingasalnum var
stór bók. Par var gestum ætlað að
rita vottorð sín um gistihúsið, eins og
í Valhöll, og ef til vill í fleiri gistihús-
um hér á landi. Eitt kvöldið fór S. E.
að blaða í þessari bók, kallaði þá til
mín og sagðist skyldi sýna mér nokk-
uð. Allir, sem ritað höfðu á ensku í
bókina, höfðu gert það vel og kurt-
eislega. En fjöldi af Norðmönnum hafði
líka komið þangað og skrifað þar marg-
ar og langar klausur. Og ýmsar þeirra
voru svo Ijótar, að furðu gegndi, —
alls konar óþverra haugað þar saman.
Við fórum til stúlkunnar, og skutum
því að henni, að bezt mundi að hafa
ekki þessa bók á glámbekk. Hún leit
á okkur spurnaraugum. Við sögðum,
að hitt og annað væri ljótt í henr.i á
annari tungu en hún mundi skilja.
Eg man glögt og sjálfsagt lengi eft-
ir gremjunni og undruninni, sem var
í svipnum á stúlkunni, þegar henni
var farið að skiljast þetta — gremj-
unni út af því, að hún skyldi hafa
látið þetta liggja þarna til sýnis mán-
uðum saman, og undruninni út af þeim
mikla ruddaskap hugarfarsins, sem til
þess þarf að vera að rita þetta. En
þeir, sem kunnugt er um óþverrann,
sem einhverjum karlmönnum þykir á-
nægja að skrifa á veggina á afviknum
stöðum, í flestum eða öllum löndum,
þeir furða sig ekki á því, að til séu
þeir menn, sem ekki láta gistihúsa-
bækur ónotaðar til slíks gamans, þeg-
ar þeir geta gert það á tungu, sem
húsráðendur skilja ekki. Eins og nærri
má geta, var stúlkan ekki sein á sér
að leggja af stað með bókina. Og eg
þori að fullyrða, að af þeirri bók hefir
enginn gestur haft gaman né skapraun
framar.
Dagarnir hðu skjótt í Glasgow.
Mannvirkin eru þar afar-mikil, og um-
hverfið skínandi fagurt. Eg var svo
heppinn að hitta embættismann af póst-
húsinu þar, Mr. Barnett að nafni, sem
nokkuð hafði fengist við rannsókn
dularfullra fyrirbrigða, enda var hann
alsannfærður spiritisti. Pegar hann varð
þess vísari, að eg hefði kynt mér rann-
sóknirnar töluvert og gert tilraunir,
sem nokkuð sögulegur árangur hefði
orðið af, vildi hann einskis láta ófreist-
að, til þess að dvölin í Glasgow yrði
mér sern ánægjulegust. Öllum stund-
um, sem hann gat, var hann að sýna
mér eitthvað af þeirri prýði borgar-
innar, sem mest er um vert að sjá,
og þá jafnframt að rabba um rann-
sóknirnar, sem voru honum í meira
lagi hjartfólgnar. Hann sagði spiritista
í Glasgow um 5000 um þær mundir.
Enginn þeirra sagði hann að bragðaði
áfengi. Og óðum væri þeim að fjölga.
Kosningarógur Norðra.
»Það sem mest er áríðandi fyrir
heill og velferð landsins er að vita
stefnuskrá hvers flokks, sem oft er
haldið á huldu og með hvaða meðöl-
um er barist til þess að komast inn
á þingið.«
Þessi spekinnar orð standa í Norðra
4. febr. Eflaust í fyrirmyndargrein, sem
hvergi hallar réttu máli og notar hin
heiðvirðustu »meðöl«, skyldi maður
ætla.
Þá þekkir þú illa heimastjórnardreng-
skapinn á Akureyri, lesari og allar þær
klær, er flokkurinn hefir úti til þess
að klóra í bakkann. Orðin standa í
grein, sem ofin er utan um lítilfjörlegt
prívatbréf frá mér, sem auðvitað er
prentað í fullu óleyfi.
Bréfið á að hafa komist í hendur
höfundarins af »hreinustu hending*.
Þau fara ekki bréfin af hendingu inn-
an úr Eyjafirði og út á Akureyri. Lítil-
menska mannsins, er bréfið var ritað
til, bar hærri hluta en drengskapurinn,
er greinarhöfundurinn seildist eftir
bréfinu. Það er ekki getið um nafn
mannsins og eg skal heldur ekki geta
þess hér, þó ekki væri til annars en
þess að sýna mismuninn á drengskap
landvarnarmanna og hans. »Hendingin«
er án efa ein af þessum ósannindum,
sem Norðri ber óskammfeilinn á borð
fyrir lesendur sína.
Hvergi í heiminum er það talin
drengileg aðferð aó prenta prívatbréf,
án vilja og vitundar þess er skrifar.
Meðal annars af þeirri ástæðu að þau
eru sjaldan húin undir prentun, held-
ur skrifuð í flýti, án þess að hvert orð
sé aðgætt.
Aðferðin er handhæg, þó ódrengileg ,
sé, einkum fyrir þá sem eru svo höfuð-
tómir að þeim dettur ekkert gott og
drengilegt í hug til þess að verja
mál sitt með.
Og heimastjórnarleiðtogarnir sumir
eru næstum sérfræðingar í því að beita
þessu göfuga vopni. Norðri prentar
prívatbréf frá mér. Reykjavíkin prent-
ar erindi frá stjórn landvarnarflokks-
ins, er sent var nokkrum prívatmönn-
um. Fyrir nokkurum árum prentaði
Reykjavíkin upp ýms bréf frá Birni
Jónssyni ritstjóra.
Sama vopni var eitt sinn beitt gegn
Jóni Sigurðssyni Enginn mun nú mæla
því tiltæki bót. Sama dóm fá eflaust
allar þessar bréfprentanir stjórnarblað-
anna, ef ekki strax, þá síðar.
En haldi stjórnarblöðin áfram upp-
teknum hætti, þá vona eg að það hafi
þau góðu áhrif, að starfið léttist mjög
fyrir ritstjórana. Vér landvarnarmenn
skrifum nefnilega mörg bréf og sum
svo vel orðuð, að ýms gullkorn ínunu
koma í blöðin og þau batna stórum.
Væri þess mikil þörf og ekki mun
þetta slaður blaðanna breyta bréfunum
hætis hót. Bezt gæti eg trúað að
stjórnarflokknum yrði hált á þessu
vopni sjálfum, því mörgum stendur
stuggur af að fylga ódrengjum.
* *
*
Eg skal þá strax grípa á kýlinu
veslings stjórnarrottanna þar nyrðra.
Blaðið segir að »landvarnarliðið rnuni
hafa ráðið að láta mig bjóða mig fram
tii þingmensku í Eyjafirði og eg rnuni
í fleirum bréfum hafa leitað hófanna
um kosningu þar.«
Þetta segir nú blaðið. En hingað
er sú fregn sögð hiklaust, að eg ætli
að bjóða mig þar fram og »agiteri«
ákaft móti H. Hafstein. Og þessu er
óðara trúað!
Osannindin elta þessa aumingja
menn eins og skugginn. Aldrei hefir
landvarnarliðið »ráðið þetta við sig«.
Ekkert einasta bréf geta Eyfirðingar
sýnt, þar sem eg leiti eftir kosningu
þar, en fáein þar sem eg þakka fyrir
gott boð og aftek það með öllu, hvort
sem mér kann nú að snúast hugur ef
stjórnarrotturnar ætla að naga bak
mitt inn í bein. Landvarnarliðið hefir
ekki einu sinni farið þess á leit við
mig að eg biði mig þar fram.
Ekki hefi eg heldur gert minstu til-
raun til þess að »agitera« móti H.
Hafstein, nema það eigi að heita »agi-
tation« að reyna að koma á skipulagi
meðal skoðanabræðra þar. Einnig þessi
flúga er ósatt slaður, spunnið upp norð-
ur í Eyjafirði, sökum þess að margur
heldur mig sig.
Eg þarf alls ekki að leita til Eyfirð-
inga ef eg vildi komast á þing. Mér
standa fleiri en eitt þingsæti til boða,
þó Norðri kunni að vefengja þaö.
Ekki er byrjunin góð þegar farið
er að bera út heimastjórnarforina.
Innihaldið enn sem komið er ósann-
indi, slaður og ódrengskapur. Ólíklegt
er að nokkuð gott geti sprottið und-
an slíkum áburði. Þessir menn ættu
sem minst að tala um meðölin. Lang
hygnast væri fyrir þá að koma sem
minst fram í dagsbirtuna, en naga í
skúmaskotunum, eins og þeirra vandi
er, standa þar á hleri og vita hvort
ekki má slæða upp einhver prívatbréf
eða óþverrasögu, er þrenta megi eða
bera rangfærð milli manna. Svo kvað
Páll um rotturnar.
Bágan greyið bústað áttu, bæði á degi og
næturstund,
En þarna segi eg þjóna máttu þinni eigin
rottulund.
*
* *
Þá er að minnast á stefnuskrána
»sem oft er haldið á huldu«. Eg þarf
ekki að útlista hér stefnuskrá land-
varnarmannanna. Hún er margprentuð
og síðast í grein minni »Landvarnar-
stefnan«. Norðri talar um landvörnina
sem »fásinnu«, án frekari sannana.
Slíkar fullyrðingar út í loftið eru eitt
af þessum óheiðvirðu vopnum. Sann-
leikurinn er sá að enginn hefir til
þessa með nokkrum rökum mótmælt
landvarnarstefnunni, en aftur’ lítur út
fyrir að stjórnarliðar sumir séu að
reyna til að hverfa að því ráði, auð-
vitað með þeim ummælum að þetta
hafi þeir ætíð hugsað og viljað. Þeim
hafi svo sem aldrei dottið innlimun í
hug! Mér finst rétt að fræða Norðra
á þessu, svo ekki lasti hann stefnuna
um of, ef hann kynni að snúast síðar
á þá sveifina. Hið eina verulega sem
hefir verið ritað móti stefnunni var
ritdómur Jóns Ólafssonar um í aftur-
elding. Þeim ritdómi er að mestu svar-
að með grein minni »Krókurinn og
keldan«, sem hvorki Jón eða Norðri
hafa mótmælt. Nokkur önnur þýðingar-
lítil atriði skal eg athuga »áður öll
nótt er úti« og mun þá að fullu svar-
að mótmælum, er á nokkrum rökum
byggjast.
En hvað er að segja af stefnu
stjórnarflokksins í sjálfstæðismálinu?
Aldrei hefir Norðri flutt skýra ótvíræða
grein um það. Aldrei hefir neitt stjórn-
arblaðanna gert það. Par hefir alt ver-
ið á huldu. Sífelt slegið úr og f. Sá
eini sem hefir reynt að greiða úr
þeirri flækju og finna hvað fyrir mönn-
unum vekti, ef nokkuð væri af viti, er
einmitt landvarnarmaður. Langi Norðra
til að vita hvort hann hefir ráfað í þok-
unni það sem af er æfinnar, vil eg
vísa á greinina í Ingólfi »Sérmálasjálf-
stæðið*. Þeir sem enga mentun hafa
til þess að afla sér þekkingar í stjórn-
málum og ekkert skilja nema dönsku,
geta lært dálítið af grein þessari, þó
stutt sé og ófullkomin.
* *