Norðurland


Norðurland - 14.03.1908, Side 2

Norðurland - 14.03.1908, Side 2
Nl. 122 Aðalfundur KAUPFÉLAG5 EYFIRÐINGA verður haldinn á Hrafnagili laugardaginn 28. niarz næstkomandi og byriar kl. 11 f. h. 28/2 '08. Félagsstjórnin. Þá skal eg fara nokkrum orðum um bréf mitt og athugasemdir þær, sem Norðri gerir við það. Helzta athugasemdin er þessi: »En hvað kostar að gera ísland að sjálfstœðu ríki? Hvað þangur skattur mundi það verða á þjóðina? Þarna sprakk blaðran! Sjálfstæðis- hetja vill Norðri vera undir kosning- arnar, en þegar hreyft er við kjarna málsins, hvort land vort sé »ríki eða danskur ríkishluti« þá er óðara sleg- ið á þá strengina, sem alþýða er við- kvæmust fyrir, sem sé fjárhaginn og aukna skatta á þjóðina. — Alt þetta er reynt til þess að smeygja óhug og tortrygni inn f fólkið til »landvarn- armannanna*, í þeirri von að slík að- ferð geti orðið kosningabeita fyrir* stjórnarliðið, með innlimunina í rass- vasanum — svo eg taki upp ummæli Norðra þar sem þau hiklaust eiga við. Eg vil vekja athygli Norðra á því að hin gamla íslenzka stefna er einmitt sú að landið sé sjálfstœtt ríki. Jón Sig- urðsson taldi sjálfsagt að vér greidd- um fé á konungsborð, legðum fé til utanlandsmála og kæmum jafnvel upp herliði til strandgæzlu. Svo framarlega sem heimastjórnar- leiðtogarnir halda í innlimunarkenning- ar sínar, þá er það snúningur, sem þeir ættu sem fyrst að færa góðar og gildar ástæður fyrir. Það eru þeir sem enga sönnun og engin líkindi hafa fært fýrir nauðsyn slíkrar gerbreyt- ingar á stjórnmálastefnu íslendinga. Á Norðra hvílir sú skylda að sanna þetta. Geri hann það. Eg skal athuga hve gildar sannanirnar reynast. Eg hefi aldrei efast um að vér réðumst í mikið íslendingar, ef vér reyndum að sigla vorn sjó sem sjálf- stætt ríki, að það yrði oss nokkur byrði og ef til vill ærinn vandi. Eg hefi engar dulur dregið á þetta í »1 afturelding< og eg hefi iauslega fært rök fyrir því þar, að ókleyft yrði þetta þó engan veginn. Vill ekki Norðri hrekja það með rökum, er þar er sagt, áður en hann heimtar fleiri sannanir f * * * Þá er minst á í bréfi mínu hve viðlagasjóður sé eyddur og litlar horf- ur á að símarnir verði arðsöm fyrir- tæki. Hið fyrra er rætt nýlega í Nl. og skal eg ekki þreyta lesendur á löngu roáli um það. Eg vil að eins minna á það, sem öllum ætti að vera skiljanlegt, þó ófróðir séu í fjármál- um, að síðasta þing samþykti 500,000 krónu lántöku hjá Dönum (um 6 kr. á hvert mannsbarn í landinu). Hvers- vegna? Vegna þess og einskis annars að landssjóð skorti því rniður fé. Hún var einhvernvegin ekki handbær þessi miljón, sem höf. telur eftir vera af við- lagasjóði! Reynslan sýnir að síminn hefir bor- ið sig þetta ár segir höf. Eg hefi sagt að hann væri ekki sem stendur arðsamt fyrirtæki. Það sem reynslan áreiðanlega sýnir er það, að höf., hér sem annarstaðar, fer með ósatt mál. Síminn hefir ekki reynst arðsamur svo í tölum verði talið, hefir ekki borið sig. Hann hefir borgað kostnaðinn við að reka hann, kaup starfsmanna, húsa og þvílíkt, en ekkkert eða nærfelt ekkert fyrir rentum af öllu fénu eða fyrningu, því síður beinlfnis arð. S!m- inn er og hefir verið landinu ómagi, þó vonandi sé að hinn óbeini hagn- aður réttlæti’ meðgjöfina. Eg býst ekki við að höf. vilji kannast við þetta, en alþýða fær bráðum að sjá útdrátt úr reikningum símans og þeir leiða sann- indi höf. skýrt í ljós. * * * »Það er stór furða að bréfhöfund- urinn skuli hafa þá skrúfu lausa í höfðinu að nokkur stjórnarliði hafi horn í síðu bæklings hans* af þeirri ástæðu að hann álíti hann hættuleg- ann fyrir málstað heimastjórnaimanna*, segir blaðið. Svo er útlistað hversu Jón Ólafsson hafi rifið hann niður, án þess að eg hafi treyst mér að and- mæla. Hvað skyldi Jón Ólafsson hafa sagt um þetta? Hann ætti að vita það. Með leyfi merks manns hér í bæn- um, er átti tal við Jón Ólafsson um ,bækling minn, set eg hér nokkur orð úr bréfi til mín. »Jón Ólafsson sagði að það (í aftur elding) væri það cina móti stefnu hans og stjórnarinnar, sem væri »rerulega háskalegt* .** Það væri svo vel skrif- að.« Skammist nú ekki greinarhöfundur- inn í Norðra sín fyrir vaðal sinn og róg, þá kann hann það eflaust ekki. * * * Höf. kallar það þung orð að drótta því að heldri stjórnarliðum að sumir þeirra séu hlyntir innlimun. Á þessu er svo að heyra sem hann vilji ekki við innlimun Iíta og telji fjarstæðu að eg fari með rétt mál. Til hvers var hann þá að fást um kostnaðinn við það að landið væri sérstakt riki ? Það lítur út fyrir sem honum sé það með öllu óljóst hvað innlimun er. Ut úr henni er enginn annar vegur en sérstakt ríki og vilji hann fara hann, verður Þingvallafundarályktunin góð og gild. Þá getur ráðherra vor heldur ekki setið í dönsku ríkisráði, þó Páll heit- inn Briem teldi ríkisráðssetuna dýr- mætan rétt. Annars barðist eg fyrir kosningu hans til þess, að Norðraliðið á Akureyri gæti ekki með allskonar refjum og blekkingum traðkað ein- dregnum vilja kjósenda. Hve lágt það lið laut ( þeirri baráttu hef eg lýst í greininni »Brot úr kosningarsögu«. Og svo eru þessir menn að tala um með- ölin! * * ♦ Þá kemur »rúsfnan« í lok greinar- innar, eða réttara sagt tvær. Hin fyrri eru þessi orð að »eg tclji fult svo víst að landvarnarmenn berjist fyrir málefninu en hvorki völdum né per- sónuríg*. Eg stend við þessi orð. Þau eru einföld afleiðing af því að yngri flokkurinn hefir minna af göml- um flækjum og væringum en hinir eldri flokkarnir. Mennirnir í hinum geta verið jafngóðir fyrir því. Ef lesendum mínum finst undarlegt að höf.* sjái nokkuð sérlegt eða iast- vert f orðum þessum, þá vil eg geta þess að hann er fátækur, sárfátækur af sæmilegu efni í kosningaróg um mig, en grípur alt þegar kosningar- skelfingin fer í hann. Svo var vonin þessi að þjóðræðismenn mundu styggj- * í afturelding. ** Óbreytt orð Jóns Ólaíssonar. *** Að sjálfsögðu þorir höf. ekki að segja til naíns síns. Það gera fæstir er í »Norða« íita. Og svo er undirritað »kjósandi« til þess að láta svo sem kjósandi úr Eyjafjarðarsýslu hafi ritað hana, þó allir viti að höf. er alþekt stjórnarrotta á Akureyri. ast við þessi orð og þannig spillast samvinna milli flokkanna! Pleiðarlegt vopn! Reynist víst fremur bitlítið. Síðara gullkornið er árás á mig sem spítalanefndarmann á Akureyri! Stofnunin hafi verið í stórskuldutn er eg fór burtu. Flest reyna þessir með- alavöndu menn að nota. Hafi fjármál spítalans verið í óreiðu, þá vil eg minna á að alt viðvíkjandi þeim var gert með fullu samþykki allrar spítalanefndarinnar. I henni sátu ætíð einhverir af stjórnarstólpunum: Júlíus Sigurðsson, Magnús Kristjáns- son, Magnús Blöndal o. fl. Annars er sannleikurinn þessi: í öll þau ár sem eg vai við spítalann fleytt- ist hann með sparnaði, án styrks af bæ eða héruðunum, þrátt fyrir það að gjaldið væri lægra en á hinum sjúkra- húsum landsins. Síðustu árin safnaðist nokkur skuld, vegna aðgjörða á húsum o. fl. En af hverju var fjárhagurinn ekki betri? Vegna þess að eg barðist fyrir því í lengstu lög að hœkka ekki gjaldið á sjúklingum þrátt fyrir mótspyrnu sumra meðnefndarmanna og annara. »Hvað segir svo fátæk alþýða um það?« spyr eg eins og greinarhöf. Og hvað segja kjósendur um þessa byrj- un kosningabaráttunnar hjá Norðra, svo drengileg sem hún er? Til þess er greinin skrifuð að reyna að blekkja þá og vopnin eru þessi gömlu: ósann- indi, rógur og ódrengskapur. Og stefnan er innlimun. Ummælin um Þingvallafundinn eru full sönnun fyrir því, svo framarlega sem höf. veit hvað hann er að fara með. Guðmundur Hannesson. Brosleg blaðamenska. Björn Líndal er ennþá að reyna til að malda í móinn, en helzt lítur þó út fyrir að hann vilji kæfa allar um- ræður um sjálft deiluefnið í rustaleg- um og strákslegum ummælum. Peim dettur mér ekki í hug að svara. En þó þess gerist varla þörf, skal eg fara fáeinum orðum um aðalatriðin í síð- ustu grein hans til mín, þau atriðin sem snerta málið sjálft. Hann hafði hlaupið á því hunda- vaði að kalla óákveðin ummæli mín spádóma. Eg sýndi fram á það í síð- asta blaði hver lokleysa þetta var og varð þá hverjum manni auðsætt, að ummæli hans um þessa spádóma voru ástæðulaust bull. Nú reynir L. til þess að komast úr klípunni með því að spyrja »hver munur sé á því að þykj- ast með fullum rétti geta gert ráð fyrir einhverju og spá því að það kunni að verða.» En spurningin er ekkert annað en vitleysa. Það sem einkennir spádóma frá öðr- um ummælum er það, að þeir segja að eitthvað verði, en ekki að það kunni að verða. Sé það t. d. sagt um B. L. að hann verði flengdur, þá er það spá- dómur, en sé hitt sagt að hann kunni að verða flengdur, þá er það enginn spádómur, heldur óákveðin ummæli, ummæli sem jafnframt gera ráð fyrir því, að svo kunni að fara að hann verði ekki flengdur. Samt sem áður væri það vel hugsanlegt, að hægt væri að færa fram svo gildar ástæður fyrir slíkum ummælum, að menn þættust »með fullum rétti geta gert ráð fyrir því að þetta kæmi fyrir«. Petta er svo auðskilið mál, að sá sem reynir til að hrekja það hlýtur annað- hvort að vera óvenjulega skynlaus græn- ingi, eða þá maður sem ekki hefir þá sómatilfinningu að hann kunni að skammast sín fyrir að flytja algerlega rangt mál. Hitt atriðið sem okkur ber á milli um er það, hvort þær ástæður séu réttmætar, sem eg færði fyrir því að hægt væri að búast við því að það kynni að koma fyrir að stjórnarliðar í millilandanefndinni snúist á móti rétt- indakröfum íslendinga. Þetta kallar L. »svívirðilegan áburð,« einmitt þessar ástæður sem eg færði fram. Þessi ummæl geta því að eins verið leyfileg, siðuðum mönnum, að því sé játað að það sé svívirðilegt at- hæfi að snúast á móti þessum réttar- kröfum. Væri það viturlegt og drengi- legt að snúast á móti þessum kröfum, eða vilja.slá af þeim í aðalatriðunum, gæti það ekki jafnframt verið »svívirði- legur áburður* að geta sér þess til að einhver gerði það. Mér finnast þessi ummæli L. fremur lítið viturleg, en mér þykir samt vænt um þau. L. ætti þá að vera á sama máli sem stjórnar- andstæðingar í aðalatriðum réttinda- kröfunnar, þó hann tali óviturlegar en aðrir menn. Sé það hinsvegar skynbærum mönn- um Ijóst, að þær ástæður sein eg færði fram, séu á rökum bygðar, þá hlýtur þeim líka að vera það ljóst, að aldrei hafi nokkur maður talað af rneiri glópsku um íslenzk stjórnmál en B. L. Lítum þá svolítið á þessar ástæður. Eg sagði að stjórnarliðar hefðu reynt til þess að þegja sjálfstœðiskröfuna í hel. Eg held það sé ekki ofsagt. Getur Líndal bent á nokkura grein í stjórnar- blöðunum þar sem það sé kappkostað að skýra það í hverju réttindakröfurn- ar séu fólgnar og þýðingu þeirra fyrir þjóðina? Minna mátti það þó ekki vera en að þau reyndu það. Hvað hafa stjórnarblöðin lagt til í því efni á móts við blöð stjórnarandstæðinga? Eg tel ekki ritstjóra Þjóðólfs með stjórnarlið- inu í þessu máli. Að ininsta kosti man eg ekki eftir að stjórnarblöðin hafi tal- að öðru vísi en óvingjarnlega um þess- ar kröfur, oft og tíðum á þann hátt að þau hefðu sýnt málinu meiri vinsemd með því að þegja um það.

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.