Norðurland


Norðurland - 19.03.1908, Blaðsíða 1

Norðurland - 19.03.1908, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. 32. blað. J Jarðarför Ólafs litla sonar okkar fer fram frá heim- ili okkar, mánudaginn þ. 23. þ. m., kl. 12 á liádegi. Guðrún Ólafsson. Ragnar Ólafsson. Ki®ðS" Unga Island? Utsölumaður á Akureyri: V, Knudsen. Vesturför. Ferðapisflar eftir Einar Hjörleifsson. VI. Ferðin yfir Atlantshafið var hin á- nægjulegasta. Hver dagurinn öðrum fegurri. Og ekki kendu sjóveiki nema örfáir. Enda vistin á skipinu hin ákjós- anlegasta. Samt var skipið, sem flutti okkur, Ionian, ekki talið hafa neitt 1. farrými. En vandfýkinn maður hefði það verið, sem fundið hefði að nokk- uru, sem farþegum var boðið á 2. farrými, sem svo var nefnt. Og mikill væri rnunur á ferðum milli íslands og annarra landa, ef kostur væri jafn-mik- illa þæginda á þeim skipum, sem hér eru á ferðinni. Hvergi veitir mönnum jafn-auðvelt að kynnast eins og á skipum, ef heils- an er í góðu lagi. Tilhneigingin til þess að vera vingjarnlegur við náunga sinn, sem með flestum mönnum býr, þó að hún fái misjafnlega notið sín, kemur einna ríkast fram, þegar ekkert er umhverfis mann annað en hafið og himininn. Ekkert er að gera. Og dag- legum áhyggjum reynir hver maður að hrinda frá sér og lauga sig í hvíld- inni. Við Magnús Markússon og systur- dóttir hans frá Sauðárkrók sátum sam- an við borðið. En næst okkur sat mið- aldra kona, hávaxin, fölleit með afbrigð- um, góðleg og ein síns liðs. Eg minnist rækilega á hana bráðum. Frændkona M. M. var víst sá farþeginn, sem al- mennasta athygli vakti fyrsta daginn. Ekki eingöngu vegna þess, að hún var barnung, hæversk og prúðmannleg, bauð af sér bezta þokka og talaði ekki ensku, sem allir aðrir gerðu á þessu farrými. Heldur jafnframt vegna þess, að hún var í íslenzkum búningi, með skotthúfu og í upphlut. Hvar sem henni brá fyrir, sneru menn sér við, meðan þeir voru að venjast þessu. Enginn virtist hafa séð þennan búning fyr. Og það var eins og kvenfólkið brynni í skirininu eftir að mega gera henni einhvern greiða, og helzt hand- fjalla hana, eins og lítið barn eða brúðu. Einu sinni, þegar eg kom út á þil- far fyrsta kvöldið, sá eg fölleitu kon- una sitja þar á stól fjarri öðrum. Ekki leyndi það sér á svipnum, að hana Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, Iæknir. Akureyri, 19. marz 1908. VII. ár. Qóðar vörur. * Odýrar vörur. Með sls Ingolf komu til Gránufélagsverzlunar á Oddeyri miklar birgð- ir af allskonar vörum. Gerið svo vel að athuga gæði og verð á vörum þessum; þér komist þá að raun um að bezt er að verzla hjá Gránufélagsverzlun á Oddeyri. Iangaði til þess að fara eitthvað að tala. Eg yrti á hana, og hún tók því einkar létt. Hún var frá Hamilton í Ontario í Canada, borin þar og barn- fædd, og hafði nú farið að sjá Eng- Iand fyrsta sinn á æfinni. Ógift var ’nún. Bróðir hennar var sambandsþing- maður í Ottawa. og sjálf hafði hún sýnilega fengið það uppeldi, sem títt er um dætur efnaðra manna í borg- unum. Sumt sagði hún mér af högum sínum þetta kvöld, sumt síðar. Við urðum góðir kunningjar. Hún inti eftir, hvaðan mig hefði borið að skipinu. Eg sagðist koma frá íslandi. Henni þótti afar-merkilegt að hitta mann, sem þangað hefði komið. — »Þar eru enginn þorp«, sagði hún. — Jú, eg sagði að þar væru þorp. Hún bar þá ekki á móti því, að svo kynni að vera; en eg sá á svipnum, að henni lá við að vefengja það. — »FIvaða mállýzka e'r töluð þar?« spurði konan. — Eg sagði, að við töl- uðum enga mállýzku þar, heldur sjálf- stæða tungu, sem kölluð væri íslenzka. — »Eg á ekki við yður,« mælti konan. »Eg á við þarlenda menn« (the natives). — Eg sagðist vera þarlendur maður. — »Eigið þér þá þar heima?«— Já, eg sagðist eiga þar heima. — »Líka á vetr- um?« — »Já, líka á vetrum.* — Eg spurði hana, hvort hún hefði lialdið, að Islendingar væru af Eskimóa-kyni. — »Já,« sagði hún, »eða einhver teg- und af Löppum«. En það væri víst einhver misskilningur, bætti hún við dálítið vandræðalega. — Eg sagði henni nokkuð af uppruna íslendinga, og henni þótti það furðu-merkilegur fróðleikur. Hún spurði, á hverju menn lifðu á íslandi. Eg sagði henni af helztu at- vinnvegunum. — »Hvernig geta menn haft sauðfé þar?« spurði hún. — Eg sagði henni, að með féð væri farið líkt og í öðrum löndum. — »Hvernig er það hægt?« sagði hún, »þar sem ekkert gras er á landinu.« — Eg sagði henni af íslenzku grasi; sumstaðar á Islandi væri sauðfé jafnvel á beit allan veturinn, og naumast tæki til að hýsa það. Hún hlustaði á þetta kurteislega og leit við og við á núg góðlátlega. En svipurinn var mjög líkur á henni eins og eg hefi séð á efagjörnum mönn- um, þegar þeim hefir verið sagt af dularfullum fyrirbrigðum. Hún hafði synilega stöðugan beig af því, að eg væri að leika á trúgirni hennar. En ekki hætti hún að spyrja. Hana Iangaði til að vita, hvernig híbýlum væri háttað á öðru eins landi og íslandi. Eg sagði henni nokkuð af því. Og hún trúði mér fyrir því í sam- ræðulok, að .hún hefði haldið, að land- ið væri alt ísi þakið sumar og vetur, að menn lifðu þar einkum á einhverj- um veiðum —hún vissi ekki hverjum — og að menn leituðu sér ekki húsaskjóls þar með öðrum hætti en þeim að grafa sig inn í hóla. »En þetta er víst alt misskilningur,* sagði hún að lokum. Meira furðaði mig samt á því en þessu öllu, að konan hafði aldrei heyrt þess getið, að nokkur íslendingur hefði nokkuru sinni til Canada komið. Mani- toba er næsta fylkið vestan við Ontario. Og í Manitoba hefir fslendinga sann- arlega verið að miklu getið. Eg bendi á það aftur, að konan var engin hér- villingur. Hún var skýrleikskona, víð- lesin og vel ment. Svona er torsótt leið þekkingarinnar inn í hugi mann- anna — þeirrar þekkingar, sem hvorki er gerð að skyldu, né nær valdi á hug- sjónaafli manna og tilfinningum, né færir mönnum neinn beinan hagnað. Svo mun flestum mönnum fara, sem eru sæmilega fróðir um eitthvað, að þeim er það stöðugt undrunarefni hvað aðrir eru ófróðir um það, sem þeir vita — þrátt fyrir alla skólana og allar bækurnar. En enginn vafi er á því, að van- þ^kkingin á íslandi úti um hinn sið- aða heim er nokkuð óvenjulega mikil. Hún er stöðug skapraun íslenzkum ferðamönnum. Um hitt er samt meira vert að sjálfsögðu, að hún er íslandi stórtjón. Þar sem áhrif Vestur-íslend- inga hafa til náð, hattar fyrir. Alstað- ar annarstaðar eru hinar og aðrar kynja-hugmyndir um ættjörðina okkar að þvælast í hugum manna. Einkum lokleysur um fádæma kulda. Þeim veldur að sjálfsögðu nafnið á landinu. Á heinúeiðinni yfir Atlantshafið sat stúlka, á að gizka hálf-þrítug við hlið- ina á mér við borðið. Hún var komin, ein síns liðs alla leið frá Honolulu í Sandvíkureyjum, langt vestan úr Kyrra- hafi og sunnan úr brunabelti. Hún þótt- ist fær í flestan sjó, og eg fann, að hún leit á það eins og að skreppa bæjar- leið að fara vestur undir Klettafjöll, eins og eg hafði komist. Hún spurði mig, hvert eg væri að fara. — »Til íslands,« sagði eg. — Hún kiptist ofur- lítið til í herðunum, eins og næðings- gustur hefði komið á hana. — »Þar er víst kalt,« sagði hún. — »Nokkuð,« sagði eg — hélt annars, að nafnið mundi vera einna kaldasti parturinn. — Hún hló, og við töluðum dálítið frek- ar um þennan kulda, sem eg sagði, að ekki ofbyði manni eins og mér, sem hefði verið nokkur ár í Manitoba. Eg varð þess brátt var, að stúlkan hafði sagt skipverjum frá þessari sam- ræðu okkar. Eftir þetta hófu allir sam- tal við mig með þessum formála: »Þér eruð frá íslandi, og þér segið, að þar sé ekki eins kalt, eins og eg hefi haldið.« }Cvað er að frétta af millilandanefndinni ? Oft höfum vér verið spurðir þess- ari spurningu síðan skipin komu frá Danmörku. Sagnafáir höfum vér að sjálfsögðu verið um það, því víst var ekki von á stórtíðindum. Skip- in fóru af stað skömmu eftir að nefndin byrjaði störf sín og hafði þá víst ekki haldið nema einn fund. Á þessum fyrsta fundi var þessum ritum útbýtt tneðal nefndarmann- anna. 1. Einar Hjörleifsson. Danmark og island. (Frjálst sambandsland). En historisk Redegörelse. 2. A. Dybdal. Den islandske For- fatningsstrid(íslenzka stjórnarjagadeil- an). Til Brug for Ministeren for Is- land Kbh. 1897. — Þessi pési hefir verið prentaður sem handrit, en ekki fyr komið út fyrir skrifstofur stjórnarinnar. 3. Oplysninger om Danmarks og Islands finansielle Mellemværende (af Michael Koefoed) og Besejlings- forholdene paa Island (af Dr. phil. Erik Arup). — Þetta eru að sögn stuttar ritgerðir. í fjárhagsritgerðinni kemst höfundurinn að þeirri niðurstöðu, að Danir hafi lagt út um 5,300,000 kr. meira fyrir ísland en þeir tóku við. Bók sú er ritari nefndarinnar Dr. Berlin hefir unnið að, er ennþá ekki komin út, en varla þurfum vér að vænta stuðnings úr þeirri átt. Vér teljum sjálfsagt að íslenzku nefndarmennirnir leggi fram bók Ragnars Lundborg, ritstjóra, sem hér hefir verið getið í blaðinu og sömu- leiðis bók þá er þeir Dr. Jón Þor- kelsson og Einar Arnórsson vinna að, strax þegar hún er koinin út. Þá höfum vér heyrt þess getið að nefndarmennirnir íslenzku haldi daglega fund með sér og hafi ráð- ið Jón Sveinbjörnsson cand. jur. sér til aðstoðar. Nefndin á að hafa lokið störfum sínum fyrir lok júlímánaðar, en séð höfum vér þess getið til að von sé um að þetta verði þó fyr. Kvisast hefir það að nefndarmönn- unum íslenzku sé ætlað 18 kr. kaup á dag. Það þykir víst mörgum æði hátt, en aðgætandi er það, að fullur helmingur af þessu fé mun ganga í daglegan kostnað. En auðsætt er það

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.