Norðurland


Norðurland - 04.04.1908, Blaðsíða 3

Norðurland - 04.04.1908, Blaðsíða 3
135 Nl. Kaupfélag Eyfirðinga hélt aðalfund sinn á Hrafnagili langar- daginn 28. f. m. Starfsemi félagsins hafði aukist mikið síðastliðið ár, og eru félagsmenn mjög ánægðir með hið nýja fyrirkomulag þess. Þykir þeim vonir þær, er þeir gerðu sér um á- rangur hins nýja félagsskapar, hafa fyllilega ræzt. Árið 1905, áður en félagið breytti fyrirkomulagi sínu í það horf sem nú er, seldi það útlendar vörur fyrir að eins rúmlega 8,000 kr., næsta ár fyrir 28,000 kr. og nú síðastliðið ár fyrir 62,000 kr. Kaup og sala innlendra vara hefir vaxið að sama skapi. í slát- urhúsi félagsins var slátrað síðastliðið haust rúmlega 3,700 fjár. — Töluverðum sköðum varð félagið fyrir á árinu sem leið. í gufuskipinu »Morsö«, er lenti í ísnum fyrir norðan og austan land f marzmánuði f. á., átti það mikið af vörum, sem stórskemdust, og lækur hljóp í vörugeymslukjallara þess síð- astliðið haust og ónýtti þar allmikið af salti og kornvöru. Þrátt fyrir þessa skaða, er nema næstum 900 kr., varð ágóði félagsmanna 6 % af vöruúttekt þeirra á árinu, auk þess er félagið leggur í varasjóð. Hreinn ágóði af verzlun félagsins með útlendar vörur frá því það breytti fyrirkomulagi sínu í júní 1906 til ársloka 1907 nam íull- um 5,000 kr., og skuldlaus eign þess við síðastliðin áramót var nálega 11,000 krónur. Fundurinn áleit það brýna nauðsyn að aukið yrði við byggingu sláturhúss- ins næsta sumar, svo að það geti komið að fullum notum. Til þess að því geti orðið framgengt, og þar scm starfsemi félagsins hefir vaxið svo rnjög, þá þóttist funduririn sjá að óhjákvæmi- legt yrði fyrir félagið að auka veltufé sitt að stórum mun, og hann vænti þess, að bankar landsins mundu fús- lega veita þau lán, er það þarfnaðist, til þess að eðlilegum vexti þess og viðgangi yrði eigi hnekt. X Húsavík 3. marz 1908. Langt er síðan »Norðurland« hefir flutt fréttapistil héðan af Húsavík, og datt mér því í hug að senda blaðinu fréttapistil, en hann verður hvorki margorður né mark- verður. —. Pólitík er nú ekki að tala um hér, því hún tók sér sætan miðsvetrar-lúr um það leyti sem farfuglarnir flugu af stað suður yfir hafið og líklega vaknar hún ekki aftur fyr en með vorinu þegar farfuglarnir koma að sunnan, kvakandi og syngjandi um þau tíðindi er hafa gerst. — Þorri var þýður og þur, en þeysinn og óstiltur; skildi eftir auða jörð frá fjallabrúnum til fjöruborðs. Góa heilsaði á annan hátt; hún byrjaði með hríð og fannfergi; alla næst- liðna viku var stanslaus fannkoma svo all- ar leiðir urðu ófærat til aksturs og lítt færar mönnum. Fimmtudaginn 27. f. m. var kyrt veður, hríðarlaust um morguninn, en dimmur í lofti; þegar leið fram að há- degi hófst logndrífa með snjókomu ákaf- legri, en þegar leið að nóni tók að hvessa af norðaustri og herti veðrið svo með kvöld- inu, að aftök urðu; hríðin og veðrið var svo magnað að ekki var farandi hér húsa milli sökum dimmu og ofviðris. Þessu voða- veðri fylgdi svo mikill sjógangur að menn muna varla slíkan; þó urðu hér í þorpinu engir skaðar á bátum eða öðru, en í Héð- insvík brotnuðu þeir f spón og voru þeir þó á hvolfi í djúpum skafli fyrir ofan vana- legt sjávarmál; ein bytna brotnaði út á Tjörnesi; annað báta-tjón hefir eigi frézt og engir fjárskaðar, en á tveimur bæjum í Kelduhverfi náðist fé ekki í hús um kvöldið, en sakaði þó ekki að sagt er. Nú á sunnudaginn breyttist veður til batn aðar, svo í gær og dag héfir verið stilt og blítt veður. — A þorra var byrjað að leggja net fyrir rauðmaga og varð strax lítilsháttar vart, nú eru menn óðum að leggja net sín; hákarlsafli hér enginn, þó reynt hafi verið með lagvað. Heilsufar að batna, nema hvað barnaveiki hefir komið upp hér og þar, en þó á vægu stigi. — Sunnudaginn 1. þ. m. hélt bindindisflokk- ur Húsvíkinga 9. afmælisfund sinn í Templ- arahúsinu; á þeim fundi skrifuðu 108 karl- ar og konur nöfn sín undir bindindisskuld- bindingu flokksins; bindindisheitið gildir aðeins eitt ár í senn; flokkurinn hefir aldrei orðið svo fjölmennur. Fundurinn var hinn skemtilegasti, ræðuhöld mörg, söngur og grammófónspil, en að lokum dans; stóð hann yfir frá kl. 5 síðdegis til kl. 4 um nóttina; markverðustu umræðu- efni voru um aðflutningsbann á áfengi og um leynivínveitingar og þar af Ieiðandi óleyfilega vínsölu. Söngflokkurinn »Þrym- ir« hélt samsöng í hinni nýju kirkju í gærkveldi, áheyrendur urðu um 200, ágóð- inn er lagður í sjóð, sem stofnaður er til að kaupa hljóðfæri í kirkjuna. Tvö leikfélög eru hér á prjónunum; stúkurnar »Þingey« og »Húsavík« gangast fyrir þeim samtökum og líta margir svo á að réttara hefði verið að þær hetðu sam- einað sig og reynt að mynda eitt sjón- leikafélag í staðinn fyrir tvö. Ari Jochumsson. X Peningar sendir i)eim frá y\meríku. Maður einn í Ameríku hefir reiknað og talið saman hve mikið fé innflytj- endur í Bandaríkin sendi árlega heim til sinna, eftir því sem næst verði komist; nemur sú upphæð 50 milljónum punda, eða 900 milljónum króna. Tiltölulega eru stærstar upphæðir sendar til Ir- lands og þar næst til Ítalíu, Grikk- lands og Austurríkis. »Með því fé — segir höf. — gætum vér goldið allar vorar ríkisskuldir 4. hvert ár. Svo mikið fé senda ítalskir vesturfarar heim, að á því mega vel lifa 150 þús. heim- ili, eða heil borg með hálfri annari milljón íbúa.« Fénu jafnar hann svo niður: Ítalía fær 70 milljónir dollara, Austurríki 65, Stórbretaland 25, Nor- vegur og Svíþjóð 25, Rússland 25, Þýzkaland 15 og Grikkland 5 mill- jónir. Önnur lönd til samans 10 mill- jónir. Alls teljast innflytjendur í ríkjunum 15 milljónir. En hér koma tölur, sem sýna hve mikið kemur á mann hvern af tölu innfluttra manna hverrar þjóðar: ítalir fáfrá2,300,000 30doll.ámann Austurríki — 2,250,000 28 —»— Stórbretal. —3,050,0007 — 8—» — Skandinavía— 1,600,000 15 —» — Rússland — 1,700,000 15 —»— Þýzkaland — 3,700,000 4 —»— Grikkland — 100,000 50 —»— Séu grísk börn talin með, þau sem fædd eru vestan hafs og tala allra Grikkja þar borin saman við íslend- inga vestra og þeirra tala áætluð '/5 móti hinu gríska fólki, ætti 1 milljón dollara að verða vort hlutskifti á ári hverju, sem heim til vor væri sent. En hér er einhver skakki. Annars er almælt um Grikki að þeir festi lítt yndi í Vesturheimi og sendi jafnóð- um heim það fé, sem þeim græðist. Það fé, sem innflytjendur flytja ár- lega með sér vestur er talið ýmislega, oftast of lítið, en í viðbót við það, sem talið er að Evrópumenn í Ame- ríku sendi heim, bætast 75 milljónir króna, er þeir hafi með sér, sem heim hverfi aftur. Aftur er ekki metin í peningum sá skaði, sem löndin hafa af burtflutningi fólks hér í álfu. M.J. Fiárskaöar urðu nokkurir hér nærlendis í stór- hríðinni fyrra föstudag. Veður var gott að morgni og höfðu víst flestir látið fé sitt út, en hríðin skall snögglega á. Á Veturliðastöðum í Fnjóskadal misti ekkjan þar 30 fjár í hríð þess- ari og mundi mörgum hafa þótt til- finnanlegt þó rhinna hefði verið. Barnaskólinn á Akureyri. Tilboð eru nú komin í byggingu á nýja barnaskólahúsinu handa Akureyr- arkaupstað. Öll eldfæri hússins eru undan tekin, af því enn er óvíst hvað miðstöðvarhitun muni kosta. Alls komu fram 5 tilboð og er lægsta tilboðið frá þeim timburmeisturunum Jóni Guð- mundssyni og Guðmundi Ólafssyni bæjarfulltrúa. Bjóðast þeir til að byggja húsið íyrir 36.600 kr. Telja má víst að bæjarstjórnin gangi að tilboði þeirra. Höndlaðir botnvörpungar. Á sunnudaginn er var flutti Fálkinn tvo seka botnvörpunga til Reykjavík- ur. Hét annar þeirra Chieftain frá Hull og var sektaður um 1600 kr., en afli og veiðarfæri voru gerð upptæk. Hinn heitir Invicta frá Grimsby og fekk 400 kr. sekt. Botnvðrpungrarnir reykvíksku eru orðnir 5 að tölu, einum viðbætt í vetur. — Jón forseti, einn þessara skipa, kom inn í fyrra- dag, hlaðinn fiski, enda er sagður ágætisafli fyrir Suðurlandi. X Hraðskeyti til Nls. Reykjavík V4 '08, kl. 11.30 / h. Stjórnarflokkurinn danski hefir sigr- að við kosningu til landsþingsins i Nœstved á Sjálandi. í Einholti í Hornafirði drap elding þrjá hesta inni í húsí. Þrjú göt komu á vegg hússins. X Ur ýmsum áttum. Hvað marga korktappa draga Eng- Korh- ienc]jngar 0g nýlendur þeirra úr tappar. flöskuhálsum á ári hverju? 20 mill- jónir, svarar einn landi þeirra. Flestallir þess- konar tappar erit búnir til á Spáni vestan- verðum og í Portúgal. 40 milljónir tappa kaupa Frakkar þaðan árlega í kampavíns- flöskur sínar. — Korktappar fundust fyrst t rústum Pontpeii á Ítalíu, en tréð þektu menn 4 öldum fyrir Krist og óx það þá þar, sem það enn þrífst bezt. Korkvinnan er mjög arðsöm bændum og er korkurinn beztur af 30 ára trjám. Í ótal margt annað en tappa er korkur notaður og hefir hann margar „dygðir og náttúrur." Handrit er til af skopritinu fræga „Don Quixote," skráð á korkblöð. Má bögla blöðunum sent vill, án þess þau slitni eða skemmist og þykir listaverk mikið. Uppdráttur af Spáni er og til úr korki og ýms önnur meistaraverk, sem þarlendir inenn einir kunna að gera, svo sem eftirmyndír eða fyrirmyndir af muster- um, höllum og öðru vandasmíði og lista- verkum. M.J. óts-v Við verzlun Láru Ólafsdóttir verður í aprílmánuði gefinn mikill afsláttur gegn peningum út í hönd, ef keypt er fyrir 2 krónur minst. T rosið í Edinborg fæst joennan mánuð út fyrir að- eins 5 aura pundið. Gott salfað Kindakjöt "sa þar með læri og huppar — og enn fremur saltaðan fisk og sild selur uerzlun Sn. Jónssonar. Munið eftír hinu nýja klœðskeraverkstœði við vefnaðarvöruverzlun Gudmanns Efterfl. Vandað Fljót verk. afgrreiðsla. Blaðið „Templar“ kemur út á hverri viku. Ræðir bindindismál og flytur auk þess margskonar fréttir Verð 2 kr. árg. Útsölumaður á Akureyri ____ V. Xnudsen. Laus jörð. Ytri-Grenivík í Grímsey. Umsækjendur snúi sér til undirskrifaðs. Umboðsmaður Vaðlaumboðs. Akureyri 2. apríl 1908. Stephán Stephenseij. & Ullartuskur, iqh vel hreinar og helzt prjónaðar, eru keyptar HÁU VERÐI í Xaupfélagsoerzlun 6yfirðincja. v a> 3 5’ 3 O* 3 Q. C. fð 3 n> oz 3‘ 3 E 3 o *S ox 09 P3 —t sf. Si 5' 3 n: 3 OX cr c» ox cn co cre* c —t ox o 3 3 —t 5? ph O c 3 3 3 —t co O 3 W T1 3’ 3 3 3 Q. 00 PC r?* &3 T? a> œ CJ er 3 ox cn

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.