Norðurland


Norðurland - 11.04.1908, Page 2

Norðurland - 11.04.1908, Page 2
Munið lininni anna^ kvöld i Goodtemplarahúsinu. — Þar verður á boðstóium meðal margs góðs: Nýsaminn ieikur, meinfynd- eftir *VVUIUoiVollllUllllllll mn og hnýflóttur, hljóðfærasamspil: piano, fiðlur, sönglúðrar, harmoníum, og margt fleira smeliið og gott mjög. Nl. 138 ágætu rit hans hafi oft skemt mér og frætt mig. Þá er að víkja aftur að ritdómi Jóns. Ekki líkar honum orðið: »vöru- rannsóknc ýfii »Beholdning«, en vill hafa: »birgðakönnun«. »Vörurannsókn« álítur hann betur hlýða, ef ræða væri um, að rannsaka gæði vöru. «Rann- saka« og »kanna« eru alveg sömu merkingar, bæði að fornu og nýju, eða hvern mun finnur hann á merkingu þessara orða á stöðum þeim, er nú skal vitnað til? í Sverrissögu er þetta ritað: »Birkibeinar höfðu eigi rannsak- at bæinn fyrir því, at þeir vildu út í konúngsgarðinn skunda sem mest,« Fm. 8., 191n. í 23. kap. Eglu er þannig sagt frá Katli hæng: »En um várit kannaði hann austurlandit, ok nam þá land milli Þjórsár ok Markar- fljóts.« Egla Rv. 1892, 23, 577. Á báðum þessum stöðum eru orðin: »að rannsaka* og »kanna« nákvæmlega sömu merkingar, og má því nota þau jöfnum höndum. Eg vil þá benda á einn stað úr fornritum, þar sem »rann- saka« hlýtur að þýða: »að telja« : »Var rannsakat liðit ok hafði hann ekki meirr en tvau hundruð útan sveina, Fm. 9., 3Ö74. Hér þýðir »rannsaka« án vafa »að telja«, og er því orðið rétt notað af Guðmundi, og verður Jóni ekki kápa úr þessu klæði. — »Hnoða« segir Jón, að sé karlkyns-orð. Mér féll allur ketill í eld, þegar eg sá þessa vitleysu. »Hnoða« er hvor- ugskyns að fornu máli sbr. Cleasby, Fritzner og Wimmer bls. 35, 56. gr. c. og beygist eins og »auga«. Nú mun orð þetta stundum vera haft kvenkyns og er því rétt hjá Guðmundi. Satt er það, að eignarfall af »vetur« er ekki: »veturs«, heldur »vetrar«, en þetta er að líkindum prentvilla, og ekki traustur snagi fyrir Jón til að hengja hattinn á. Sízt ætti Jón að láta mikinn yfir slíkum smámunum; sjálfur kann hann ekki að beygja orðið: »ær«; eignarfall af því segir hann, að sé: »ár«, en er: »ær«, eins og hvert barn- ið veit, sem búið er að læra málið. »Ár« er eignarfall af »á«: — »fljót«. Ur skugga um þetta getur hann gengið, ef hann nennir að fletta upp »CIeasby«, bls. 759 og Wimmer, bls. 31. Ekki er nú vakurt þó riðið sé. »Bakhjarl« segir Jón, að sé óskiljandi, en því fer fjarri. Jón kannast við, að: »hjarl« þýði í fornmáli: »land«. Er ei þeim harla nauðsynlegt, sem eiga í orustu að hafa opið land að baki sér til undan- komu, ef illa tekst? Á því leikur eng- inn vafi. Það er því mjög efasamt, hvort: »bakhjallur« er nokkuru réttara, en: »bakhjarl«. Mikil veiði þykir Jóni í því, er hann hittir málvillur í »Ólöfu«, og svo er um orðin: »að leggja drög- ur fyrir eitthvað«, en þetta er auðsæ prentvilla; úr: »drög« hafaorðið: »drög- ur« af vangá, og getur slíkt auðveld- lega aflagast í prentun. Jón ætlar að verða sprenglærður, og segir, að: »drög« þýði: »net«. I þetta sinn hef- ir hann þó nent að leita sér fræðslu, og flett upp í »Cleasby«, er þýðir: »að leggja drög fyrir eitthvað«: »to lay a drag (net) for a thing«. En mjög er það vafasamt, hvort þetta er rétt hjá Guðbrandi, enda er auðséð, að hann er sjálfur í vafa, því rétt á eftir skýrir hann þessi orð svo á ný: »To take some preparatory steps for a thing,« og er sú þýðing skýlaust rétt. Á enska tungu þýðir »drag« að vísu: = »net«, en það er næsta ólíklegt, að »drög« hafi nokkuru sinni haft þá merkingu í norrænu, er hún finst ekki í fornum ritum. Þótt »dragnet« sé til í íslenzku, þá sannar það alls ekki neitt; það orð miklu yngra í málinu. Orði þessu hef eg flett upp í Fritz- nersorðabók, stærri útg., og þýðir hún hvergi »drög« með »net«. Á »jónsku« ætti þá »drög til árbóka* að vera = »net til árbóka«, og »drög til orðabók- ar« = »net til orðabókar«!!! Skringi- legt verður að sjá Jón Olafsson, er hann leggur af stað með dragnetið til orðveiðar í íslenzku orðabókina sína. 5» jíííillildndanefndin. Heyrt höfum vér að samkomulagið í henni sé hið bezta enn sem komið er. Vekur það hinar beztu vonir um að starf nefndarinnar verði þjóð vorri til gagns og heilla. — En annars er hætt við að lítið sé enn fullrætt í nefndinni, því dönsku þingmennirnir hafa haft mikið að starfa á þinginu heima fyrir. * * * Eitthvað meira en lítið er víst bog- ið við þessa svokölluðu fjárkröfu Dana uPPá 5,300000 kr., sem sumir ætluðu að rifna af, þegar til hennar spurðist, þó auðsætt væri að hún mundi vera helber lokleysa. Til þess að fá þessa tölu út leggur höfundurinn saman til- lögin frá Danmörku síðan fjárskiftin urðu, þó allir viti að þau eru ekki annað en rentur af ógreiddri skuld. Sömuleiðis er herskipið Islands Falk fært oss til útgjalda og ættum vér íslendingar þá að eiga kugginn og annað fleira af líku tagi er sagt að sé f þessu riti. * * * í danska blaðið Socialdemokraten hefir Gísli Sveinsson lögfræðingur rit- að grein um bók Ragn. Lundborgs, þá sem nákvæmlega var frá skýrt hér í blaðinu fyrir skömmu. Um þá bók er sú saga sögð, að ófáanleg sé hún til kaups í Danmörku. Til þess að nefnd- armennirnir dönsku fengju þó að sjá hana, höfðu íslenzku nefndarmennirnir keypt af henni nokkur eintök og gefið þau dönsku nefndarmönnunum. % Svifferju á Blöndu vilja Húnvetningar koma sér upp um mótin á Blöndudal og Langadal. Mælt- ist sýslufundur þeirra til þess við lands- stjórnina, að hún léti skoða svifferju- stæði á þessum stað. Kvennaskólinn á Blönduós. Húnvetningar láta sér ant um þann skóla sinn. Á síðasta sýslufundi þeirra veittu þeir skólanum 600 kr. styrk þ. á. Bæði sýslufélögin ætla að leggja fé til skólans eftir réttri tiltölu og ákveða þau til skiftis hve hár þessi styrkur eigi að vera. Prestskosning: í Ólafsfiröi fór fram fyrir nokkuru. 46 kjósend- ur mættu og var það tæpur helming- ur atkvæðisbærra manna. Af þeim kusu 44 síra Helga Árnason. — Þó kosn- ing sé ekki lögleg, má þó búast við að stjórnin treystist ekki til að neita honum um embættið, þó henni sé það ekki sérlega ljúft að veita honum það. ,Jónas í kuiði stórfisksins.' Trúboðinn Arthur Gook hér á Sjónar- hæð auglýsti um endilangan bæinn, að hann ætlaði að opna sjón tilheyr- enda sinna, svo þeir sæi að hér sé sagt frá sannsögulegum viðburði. Sá sem þetta ritar hlýddi á nokkuð at röksemdum hans, þegar útskýringin kom og játar hreinskilnislega, að hann þoldi ekki mátið og fór burt áður en síðari röksemdir trúboðans voru fram bornar, enda fekk þær samt með skil- um. En í byrjun ræðunnar tók trú- boðinn fram — það sem alls ekki er rétt — að flestir hér mundu minst hirða um að lesa Jónasar spádómsbók. Það annað tók hann fram, að í upp- runatextanum mundi standa, að Guð hafi búið til stórfiskinn (o: þann) sem gleypti spámanninn, búið fiskinn til »för tilfallet«. Pess texta hefi eg aldr- ei heyrt getið. Loks tók hann það fram, að stórfiskurinn hefði verið hár eða beinhákarl, einn þeirra, er finnist enn í hinu austlæga Miðjarðarhafi, og geti orðið svo eða svo miklir og langir, o. s. frv. Síðar hafði hann sagt frá sögu um mann, sem á síðari tímum hafi komið lifandi upp úr slíkum fiski, en mér hefir líka verið sögð sú saga, en því bætt við, að hún væri æfarfornt sjómannaæfintýri og eflaust frá 18. eða 17. öld — eins og öll þessi guð- fræði og biflíuskýring er. Er það merki- leg mótsögn hjá slíkum kennimönnum, að bjóða fólki biflíuskýringar, en kenna þó (eins og A. Gook) að Satan sé hinn elzti hinna »hærri biflíuskýrenda«, — en geta ekki um Jesú Krist, sem kendi þvert á móti Móisesi. Það má annars æra óstöðugan, að ætla sér að leið- rétta menn, sem svo eru einþykkir, að þeir þykjast vita alt betur en aðr- ir menn — einkum ef þeir eru bók- stafskennimenn frá fyrri öldum og full- yrða að sáluhjálp áheyrenda þeirra sé komin undir þeirra skoðunum. Og er það hið mikla eitur og átumein þess- ara blindu trúarflokka, og engir menn flýta fyrir vantrúnni og fyrirlitningunni fyrir frjálsum og sönnum kristindómi eins og þeir, og er þá mikið sagt, sbr. orð Klaveness prests í Krist- janíu. Aftur hefi eg ekki heyrt, að Ar- thur Gook hafi bent áheyrendum sín- um á það í spádómsbók Jónasar, sem mesti og frægasti guðfræðingur, sem ritað heflr sögu hinna fornu Hebrea og sérstaklega um spámennina: dr. Cornell í Königsberg, segir um þetta spádómsrit (eg tilfæri eftir minni): Að sögunni um stórfiskinn skyldu menn ekki hlæja (segir hann), hún er auð- vitað dæmisaga í þeirrar aldar stíl, en valin umgjörð þess, sem eftir fer: sending spámannsins til Ninive. »Eg les aldrei þá sögu án þess mér vökni um augu.« Pá fyrst sézt til fulls til sólar í bókmentum Hebreanna. Þá fyrst er guð þeirra boðaður, ekki einungis fyrir utan takmörk hins þrönga Kana- ans, heldur austur í hjarta hins mikla Austurheims, í sjálfri höfuðborg Assýr- anna, Nineve! Og sá Guð, sem hið mikla skáld lætur hinn litla og veik- lynda spámann boða, það er ekki þjóð- guðinn Jehóva, það er alfaðirinn, skap- ari og faðir alls, sem börn kailast á himni og jörðu, alfaðirinn, sem Jesú af Nazaret mörgum öldum síðar boðaði við vatnið í Galíleu, alfaðirinn algóði, al- líknarinn, sem kirkjan þykist kenna, en sem svo hryggilega er falinn af börn- um hennar fyrir flestum sálum, svo ótal þúsundir þeirra segja enn í hljóði: »Þeir hafa tekið í burtu drottinn minn, og eg veit ekki hvar þeir hafa Iagt hann.« Að öðru leyti hefir oss hér verið kent, að einungis sú trú, (þ. e. lífs- skoðanir), sem sýnir ávöxt í góðri breytni sé hin eina sáluhjálplega trú. Hvað hugsa svo hin mörghundruð trú- arfélög hinna enskutalandi þjóða? Eg veit það ekki, en hitt er mín sann- færing, að bókstafstrúarboðarar þeirra vinni (sem slíkir) lítið til gagns meðal hugsandi manna hér á landi, sem frá elztu tíð hafa vanist alt öðrum skoð- unum en þeir, og þar á meðal þeirri skoðun, að það sé varhugaverð kenn- ing að skapari heimsins breyti lögmáli náttúrunnar, hvort heldur menn heimti »tákn af himni,« eða trúi einungis þeirri niðurröðun í náttúruuni, sem æ betur skýrist fyrir þróun þekkingar og reynslu. »Hið mesta kraftaverk er nátt- úran sjálf og lög hennar« sagði Carlyle. Matth. Jochumsson. s Peningavandræðin hafa aldrei verið ískyggilegri en nú, horfir til hins mesta voða. Nálega al- gjörlega tekið fyrir ný lán úr bönkun- um, svo menn sem hafa ágætt veð að bjóða verða að fara frá þeim tómhent- ir. Útlánsvextir hafa þó þokast niður í 6V2 %, ekki komnir lengra niður en þetta hér, eða í Danmörku, þó komn- ir séu niður í 3V2—4 % á heimsmark- aðinum. Súpum við hér seyðið af pen- ingavandræðunum 1' Danmörku. — Með- al annars eru ófáanlegir peningar til þess að byggja hér tyrir barnaskóla í bænum og verður það fræðslumálum bæjarins til stórhnekkis. Verður ekki sagt að góð fjármálastjórn sé í því landi, þar sem ómögulegt er að fá fé til þess að fullnægja þeim lögum, er löggjafarvaldið setur þjóðinni. Verzlunarfréttir illar frá útlöndum. Kjöt 35—40 kr. tunnan, síld óseljanleg og gærur sömu- leiðis. Islenzk vorull boðin fyrir 60—70 aura og selst ekki. Olympisku leikirnir. Safnað er nú kappsamlega fé til farareyris þeim íslendingum, er gert er ráð fyrir að fari til Lundúna í sumar, enda þarf ekki lítils við. Gert ráð fyrir að 9 menn fari og 1000 kr. þurfi hver þeirra. Þetta er metnaðar- mál fyrir þjóðina, að vel gangi og vel þess vert að styrkja það. Lands- stjórnin leggur til 2000 kr., þó engin sé lagaheimildin fyrir þeirri fjárgreiðslu og talsvert munu Reykvíkingar ætla að leggja fram drjúgan skerf. Vestan af Isafirði og úr nærsveitunum þar er von á um. 1500 kr. Hér á Akureyri og í nærsveitum hennar hafa samskotin orðið mjög lítil enn og væri æskilegt að fram úr því raknaði. Ekki nóg að vilja leggja til glímukappana, en vilja senda þá tómhenta.—Jóhannes Jósefs- son verzlunarstjóri veitir samskotum móttöku. Norðurland hefir og verið beðið að veita samskotum í þessu skyni mót- töku og er ánægja að því að gera það. Egill kom hingað frá útlöndum og Austfjörð- um í fyrradag. Með skipinu voru frá út- löndum Ásgeir Pétursson kaupm., Houeland afgreiðslumaður Wathnes-félagsins með frú sinni, Snorri Snorrason skipstjóri og Carl Bærendsen kaupm. á Hóianesi. Eljan hefir strandað við Noreg eða hlekst á til muna. Prospero á að fara næstu ferð í stað- inn fyrir Eljan. Mannalát. Þórður Guðmundsson verzlunarmaður í Reykjavík, bróðir Helga Guðmundssonar héraðslæknis á Siglufirði andaðist 3. þ. m. Úfvegsmannafélag Norðlendinga. Nefndir þær, er skipaðar voru á fundi í Hrísey 16. f. m. og skýrt var frá hér í blað- iuu, hafa haldið fundi með sér hér á Akur- eyri og samið frumvarp til laga fyrir fé- lagið. Verður minst á það mál ítarlegar síðar.

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.