Norðurland


Norðurland - 11.04.1908, Blaðsíða 3

Norðurland - 11.04.1908, Blaðsíða 3
139 Nt. KARBÓLÍNEUM fæst í verzlun PÁLS JÓNSSONAR. Bezta efni, sem til er, til að verja trjávið fúa, t. a. m. brýr, girðingar, húsagringdur o. s. frv. Tún ertil leigu hjá Gránufélaginuá Oddeyri Uúsnæði fyrir eina fjölskyldu er til * * leiguhjá Gránufélaginuá Oddeyri. Hraðskeyti til Nls. Rvík 10/4 '08. Larsen fjármálaráðherra Dana er dá- inn. (Talinn einn af atkvœðamestu ráð- herrunum i ráðaneytinu). Campbell-Bannermann forsœtisráðherra Breta hefir fengið lausn. Asquit orðinn forsœtisráðherra í hans stað. Stjórnin i Portugal hefir unnið stór- sigur við kosningarnar 5. þ. m. (Sbr. Nl. 28. f. m.). Þing Finna hefir verið rofið. íslandsfarar af ríkisþingsmönnum halda stórveizlu i dag. Valurinn hefir handsamað þrjá brotlega botnvörpunga, Clifton frá Grimsby, fekk 360 kr. sekt, Elsfleth frá Bremerhaven, sekt 1200 mörk og Surcouf frá Boulogne sekt 1200 kr. og afli og veiðarfœri gerð upptœk. Hólar komu i fyrradag. Skálholt að leggjast. X Qirðingrar. Samgirðingu, meiri háttar, ætlaTorfa- lækjarhreppsbúar í Húnavatnssýsiu að gera fyrir framan allan hreppinn, vest an úr Húnavatni og austur í Blöndu. Veitti sýslufundur Húnvetninga hrepn- um leyfi til þess að taka 3SOO kr. lán til þessa fyrirtækis. — Slíkar girðing- ar eru hið mesta nauðsynjafyrirtæ'ki, en gæta verður þó þess, er slíkar girðingar eru settar upp, að þær séu fullkomlega traustar. Dálítill sparnað- ur á efni borgar sig oft illa. Það hafa ýmsar þær girðingar sýnt, er komið hefir verið upp að þessu. Slysfarir. Sorglegar fréttir af slysförum ný- afstöðnum flytur síminn um landið, hafa 19 menn dáið í sjó á örstuttum tíma. A Stokkseyri fórst bátur með 8 mönnum. Formaðurinn hét Ingvar Kar- elsson. — Þá drukknuðu 3 menn í lendingu á Loftsstöðum. — Þ. I. þ. m. fórst mótorbátur með 6 mönnum í Vestmannaeyjum. — En síðastliðinn sunnudag drukknuðu í Hvalfirði Vern- harður Fjeldsted, bróðursonur And- résar á Hvítárvöllum og Jón Vestdal uppeldissonur Sigfúsar Eymundssonar bóksala. Guðlaugur Guðmundsson bæjarfógeti fór héðan í gær með Agli til þess að taka sæti sitt í skatta- nefndinni. — Einar Arnórsson cand. jur. verður settur sýslumaður og bæj- arfógeti hér meðan G. G. dvelur syðra Er E. væntanlegur hingað seint í þ. m. Or bréfi af Flateyiardal. Vetur þessi hefir verið einhver hinn snjóléttasti og óvenjulega frostalítill. Snjór kom eigi til muna fyr en á góu og var jarðlaust mestan hluta hennar. Síðan nokkur jörð af og til, en óstilt mjög. Mislingar hafa gengið hér og komið á flesta bæi. Úr þeim dó Jónína Guð- rún Jóhannsdóttir, kona Jóns bónda Sigurgeirssonar í Vík; ein hin mesta dugnaðarkona og vel látin. Friöbjörn Steinsson dbr. og bóksali varð sjötugur 5. þ. m. Flaggað var hér á hverri stöng bæjarins þann dag, en fjöldi bæjarbúa heimsótti hinn aldraða og mikilsmetna borgara, til þess að færa honum ham- ingjuóskir sínar. Auk þess barst hon- um fjöldi heillaóska-símskeyta. Úfbreiðslufund héldu Goodtemplarar hér fyrra laug- ardag. Húsfyllir var í stóra sal Templ- ara. Steingrímur Matthíasson héraðs- læknir flutti skemtilegan og fróðlegan fyrirlestur um áhrif áfengis á mann- legan líkama, en bæjarfógeti Guðl. Guðmundsson flutti snjalla ræðu. Brennivíns- oz innllmunartrúin. I skemtilegri fréttagrein í Ingólfi, eftir skáldið Indriða Þorkelsson á Ytra- Fjalli, er sagt frá stjórnmálafundi er haldinn var í þinghúsi Reykdæla í Þingeyjarsýslu í vetur. Kemst greinar- höfundurinn svo að orði » . . . þó get eg eigi stilt mig um að minnast á tvær skoðanir er þar komu fram. Er þó hvorug skoðunin ný, heldur gamlar og gengnar upp að hnjám, og færast þó enn á stúfana. Einn ræðumaður hélt því fram, all- freklega, að eigi hlýddi að banna að- flutning áfengis til landsins, sakir þess að landssjóður færi við það á mis við miklar tekjur, þar sem tollurinn væri. Nú mun enginn ætla að það fé mynd- ist eða verði til f landinu, sökum að- flutninga vínfanga, og sé það til í landinu fyrir, þá er ekki auðvelt að sjá hversvegna landssjóði getur eigi goldist það alt að einu — og í þokka- bót alt það fé sem látið er fyrir vín- föngin sjálf. Annar ræðumaður mintist á sam- bandsmálið og sjálfstæðiskröfur vorar. Fór óvirðingarorðum um forn lands- réttindi, gamla sáttmála og sögulegan rétt vorn. Taldi það alt kerlingabæk- ur, kreddur og hégóma. Var honum svarað að maklegleikum og talin firn mikil að heyra slíkum skoðunum fram haldið. Þó er þessi maður mikilsverð- ur að ýmsu, skynsamur og drengileg- ur. Og það er eg viss um að hann hefir átt svo góða móður, að hann hefir eigi drukkið slíkt eitur með móðurmjólkinni. Ágætan Sigluneshákarl seltir Matthias Hallgrímsson. Þeir, sem skulda verzlun minni nú, eru vinsamlegast beðnir að greiða skuldir sínar, í þessum mánuði eða gera samning um borgun þeirra, því að öðrum kosti neyðist eg til að afhenda þær málafærslumanni til innheimtu. Verða þá reiknaðir vextir af öllum skuldum frá fyrra ári. 9á/l Jónsson. Gaddavír fæst óvanalega ódýr í verzlun Sn. Jónssonar. Tombóla. Kvenfélagið ,Framtíðin( heldur tombólu. á Sumardaginn fyrsta 23. þ. m. á HOTEL AKUREYRI, hefst hún kl. 12. á. há- degi. Peir sem góðfúslega vilja styrkja þessa tombólu með gjöf- um, gera svo vel og afhenda munina til einhverrar af félags- konunum fyrir 21. þ. m. J'é/agssfjórnin NÚ fyrir páskana hefi eg til sölu mikið af nýjum, ljómandi fal- legum og góðum Karlmannafötum VERÐIÐ ER ÓTRÚLEGA |áo-t Enn fremur. Stórtreyjur, Peysur, Höfuðföt, Háls- klúta, og Nærfötin óslitandi, Háls- tau, Buxnatau, Flónel, Stúfasirs, Kjóla- tau og svuntutau. Allskonar pappír og umslög hvergi eins ódýrt. Páll fónsson. Saltaður FISKUR flattur stór fœst hjá Matthíasi Hallgrímssyni. Fermingarfafaefni handa drengjum og stúlkum, hvergi eins fjölbreytt og ódýr og í Vefnaðarvöruverzlun Gudmanns Efterfl. >••••• Fortepiano frá H. Lubitz í Berlít) og Orgel-Harm. frá K. A. Anderssog, Stockholm eru áreiðanlega hin hljómtegurstu, vönduðustu og beztu hljóðfæri sem til landsins flytjast og jafnframt ódýrustu eftir gæðum, enda er salan feykilega mikil. Aðeins fáein vottorð, af fjöldamörgum, læt eg birta hér frá háttvirtum kaupendum o. fl., sem reynt hafa hljóðfærin Úr bréfi 4. jan. 1907: „Orgelið frá yður líkar mér ágœtlega; eg bjóst við því góðu, en að það vœri svo gott, sem það er, bjóst eg þó ekki við. Mörg ame- risku hljóðfcerin virðast mér glœsileg útlits, en ekki að því skapi hljómfögur eða vönduð; eg sneri mér því til yðar með pöntun á þessu hljóðfœri og iðrar mig þess ekki, þvi það er mjög hljómfagurt, vandað í alla staði og ódýrt eftir gceðum. Guðríður Sigurðardóttir, forstöðukona Blönduósskóla. Fortepiano það frá H. Lubitz i Berlin, sem notað var við koncert minn og söngkonunnar V. Hellemann 2. júlí þ. á. í Reykjavík, er að mínum dóml óvenju- lega vandað og gott. p. t. Reykjavík 1905. Sigfús Einarsson. Heiðraðir kaupendur eru beðnir að minnast þess, að ágætur kaup- bætir fylgir hverju Orgel-Harm. (frá 4 — 15 kr.) sé borgað við mót- töku, að engan eyri parf að borga fyrirfram, að áreiðanl. kaupend- um veiti eg langan afborgunarfrest án nokkurrar verðhækkunar og að yfir höfuð er hyggilegast að eiga kaup við mig á Orgel-Harm. og Fortepianoum. Væntanlegir heiðraðir kaupendur á Norðurlandi geta einnig snú- ið sér til hr. verzlunarstjóra PÁLS HALLDÓRSSONAR á Siglufirði Jón Pálsson, organisti við Fríkirkjuna í Reykjavík.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.