Norðurland


Norðurland - 30.05.1908, Page 1

Norðurland - 30.05.1908, Page 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 43. blað. j Akureyri, 30. maí 1908. j VII. ár. Tekjur landsins af tóbaki. — Tóbakseinkaréttur. Ræða flutt í fél. Skjaldborg 17. þ. m. eftir Sigurð Hjörleifsson. III. (Síðasti kafli.) Eg skal strax taka fram þá ástæð- una, sem eg geri einna mest úr. Eg vil iá tóbaksiðnaðinn inn í landið, eins og eg vil fá allan þann iðnað inn f landið, sem hægt væri að reka hér að skaðlausu. Eg veit reyndar ofboð vel, að ýmsir menn hér á landi eru mér ósammála um þetta. Þeir segja sem svo, að þá atvinnuvegina, sem þegar eru fyrir í landinu, vanti vinnu- kraft og sé sízt á það bætandi að draga vinnukraftinn frá þessum at- vinnuvegum, með þvf að bæta við nýjum atvinnuvegum. Þeir telja ekki aðrar atvinnugreinir réttmætar hér á Iandi en kvikfjárrækt og fiskiveiðar. Fljótt á að líta sýnist víst mörgum að þessir menn hafi rétt fyrir sér og þessu er víst víða trúað út um sveit- ir þessa lands. Þó held eg að þetta sé hreinasta kórvilla. Upplag mann- anna og þroski er svo misjafn, að engin von er til þess að mennirnir geti því nær allir felt sig við, svo að kalla, sama starfið; mannsandinn krefst tilbreytingar og ekki sízt á þeim tím- um, sem vér lifum á. Ef einhverjum mistekst hér á landi við atvinnurekst- ur sinn, sveitabúskapinn eða fiski- veiðarnar, sem ekki ber svo sjaldan til, þá er eins og honum séu allar bjargir bannaðar, og ekki liggi ann- að fyrir en að hann hröklist af landi burt, enda hefir sá orðið endir á sögu alt of margra íslendinga hér á landi. Norðmenn hafa orðið að kenna á þessu sama sem vér. En þar sem er að ræða um fjölbreyttar atvinnugreinir, þar er ætíð meiri von um að annað gangi betur. Það er burtflutningur manna úr landinu sem veldur því að fólkið er of fátt til þess að sinna at- vinnuvegunum, en eg held það sé rangt, sem alment er haldið fram, að leið íslendinga til Vesturheims liggi um bæina; miklu réttara held eg væri að segja að bæirnir séu helzti slagbrandurinn, sem til er í þessu landi fyrir Vesturheimsferðum, og væri meira hugsað um að efla iðnað í bæ- junum, gæti þessi slagbrandur orðið miklu sterkari. Eg tel það alllíklegt að þó bæirnir væru ekki mannfleiri nú, en þeir voru fyrir 30 árum, þá væri fólkið í sveitunum lítið sem ekk- ert fleira. Eg veit að þetta getur orðið ýmsum góðgjörnum mönnum kærkomið árásarefni, en eg hefi ekki tíma til að gera nákvæmari grein fyrir því í þetta sinn, enda væri það nægilegt umtalsefni á annari kvöld- stundu. En eg held að það sé ekkert lítils vert að fá tóbaksiðnaðinn inn í landið, ekki aðeins vegna þess fólks hér á landi, sem hefir haft atvinnu við tóbaksiðnað og landslögin reka nú út á gaddinn, heldur líka vegna fólksins sem við mundi bætast, alls þess fólks, um ókominn tíma, sem gæti fengið atvinnu við tóbaksiðnað- inn og mundi margt af því verða fá- tækt fólk, sem ætti örðugt með að leita sér atvinnu á annan hátt. Að vísu yrðum vér f bráð að flytja inn nokkura menn, sem væru sérstakir kunnáttumenn í þessari iðn, en þeir yrðu þá innlendir menn, sem sypu súrt og sætt með börnum þessa lands. Hér er líka þess að gæta að hægt væri að vinna meira að þessum iðn- aði á vetrum, en gera minna að hon- um á sumrum; með því móti þyrfti svo sem ekkert að dragast frá venju- legum sumarstörfum, en aftur byðist atvinna að vetrinum, sem oft er svo tilfinnanlegur hörgull á. — Um þessar mundir veitum vér Dönum nærri alla atvinnu við að búa til tóbak og vindla handa oss. Arið 1905 kom alt tóbak, sem flutt var til landsins, frá Dan- mörku, nema fyrir rúmlega 33 þús- und kr. Mér finst viðkunnanlegra að vér hefðum þessa atvinnu sjálfir og eg skil ekki fjárhagsstefnu þeirra manna, sem fremur vildu unna öðrum þjóðum þessarar atvinnu en börnum landsins, þó þau aldrei nema ættu heima í kaupstað. — Hér á landi er selt og hefir verið selt, undanfarin ár, mikið af útlendum vindlum úr afar- ódýru efni. Vinnulaunin við að búa þá til hafa alveg tvímælalaust verið langhæsti útgjaldaliðurinn við tilbún- ing þeirra. En þau vinnulaun höfum vér borgað útlendingum. Framvegis ættum vér heldur að borga oss þau sjálfum. Eg skal líka benda á það fyrir framtíðina, að ef mannfólkinu fjölgar í landinu má búast við því að tóbaksiðnaðurinn mundi veita fleir- um atvinnu. Ennfremur er rétt að geta þess að með batnandi efnahag þjóð- arinnar má gera ráð fyrir meiri neyzlu og styður þetta hvorttveggja það mál að vér tökum það sjálfir að oss að búa til það tóbak er vér þurfum. Því fer þó fjarri að ekki megi benda á fleiri kosti við tóbakseinka- réttinn fyrir landið í heild sinni. Sem stendur verzla flestir kaupmenn lands- ins með tóbak. Það sem hver ein- stakur þeirra kaupir inn, hlýtur að vera tiltölulega lítið og flestir verða þeir að borga há umboðslaun til út- lendra manna fyrir þessi kaup. En nú er það algild regla, að sé mikið keypt af einhverri vöru, þá fæst ltka lægra verð. Smákaupmaðurinn fær smákaupa- verð og stórkaupmaðurinn fær stór- kaupaverð 0: sanna stórkaupaverðið. Ef landið væri eitt um kaupin, hlyti að muna miklu á innkaupsverðinu. Þessi mismunur væri beinar tekjur fyrir landið og hefði enginn innlend- ur maður óhagræði eða atvinnumissi af því. Landið ætti því að standa mjög vel að vígi að því er innkaup- in snertir; en ekki ætti það síður að standa vel að vígi að því er iðnað- inn snertir. Það hefir engan keppi- nautinn, hvorki utan lands né innan og getur því dregið iðnaðinn betur saman á þá staði, sem hentugastir eru, eftir því hvernig atvinnurekstur- inn er ódýrastur. Reksturskostnaður- inn gæti að því leyti orðið ódýrari en hann verður hjá mörgum iðnrek- endum f Iandinu og mundi þetta meira en vega upp á móti því, að öll stjórn í þágu almennings er nokkuð dýrari en sú stjórn, sem menn hafa á þeim atvinnurekstri, er menn fara með fyr- ir sjálfa sig. Auk þess losnaði landið við ýms þau útgjöld, sem hvíla á tóbaksiðnaði einstakra manna, svo sem að halda umboðsmenn og erindreka, til þess að troða vörunni inn á kaup- manninn, áður en keppinauturinn hefir komið að sinni vöru. Ennfremur má telja það til hagsmuna fyrir landið, að það sleppur hjá því að borga toll fyrirfram af vörunni og við að greiða sýslumönnum innheimtulaun af tóbaks- tolli. Sé aftur aðstaða landsins borin saman við aðstöðu útlendra tóbaks- verksmiðja, sýnist mér að hún sé góð. Kaup og húsaleigu ætti það ekki að þurfa að borga hærra en þær og má færa fyrir því fullgild rök. Eg hefi áður bent á það, að hefði Iandið einkarétt til innflutnings á tó- baki, gæti það lagt skattinn miklu réttlátlegar á alþýðu manna, en hægt er með tolllögum. Það yrði alt of fyrirhafnarsamt hjá oss að leggja á tollinn eftir þyngd og verði, en með einkarétti landsins er það innanhand- ar að haga álagningunni sanngjarnlega. Fátækara fólkið, sem reykir ódýrara tó- bakið og ódýrari vindlana, bæri þá tiltölulega minni gjöld en hinir, sem reykja dýrari vöruna. Gjöldin á ein- staklingunum verða þá sanngjarnari og þjóðfélagsheildin kemur fram sem mann- úðlegri og réttlátari húsbóndi. Ef tóbaksiðnaðurinn verður ódýrari’ með tóbakseinkarétti landsins, en í höndum margra manna, eins og eg hefi fært rök að áður, ef landsbúar gætu fengið tóbakið ódýrara hjá land- inu, en þeir fá það nú frá útlöndum, en landið hefði þó eins miklar tekjur af tóbakinu eins og áður, þá má líka færa rök að því að tóbakið yrði jafn- framt betra. Því er reyndar haldið fram af andstæðingum tóbakseinka- réttar, að hvergi fái menn verra tó- bak en í þeim löndum, sem hafa tó- bakseinkarétt, svo sem t. d. á Frakk- landi. Mótmæli þeirra manna, sem telja sér óhagræði að því að tóbaks- einkarétturinn komist á, eru að sjálf- sögðu einskis virði í þessu máli, en annars sýnist ekki skynsamlega til getið, að landið geti ekki haft eins gott tóbak eins og einstakir menn, enda er reynsla talin fyrir þessu. Á- stæðan til þvílíkra ummæla byggist víst aðallega á óljósri hugsun. Á Frakk- landi þurfa menn t. d. að kaupa vont tóbak háu verði og gott tóbak ennþá hærra verði, en ástæðan er sú, að ríkið tekur til sín feikna há gjöld af tóþakinu, en ekki sú að franska ríkið eða umboðsmenn þess, hafi ekki vit á að velja tóbakið. Sama kvörtunin heyr- ist líka frá Englandi, þar sem þó tekj- urnar eru teknar með tollum. Þeir sem halda fram góða tóbakinu í toll- löndunum, gæta þess víst ekki, að tó- bak er ein af þeim verzlunarvörum, sem er svikin til mikilla muna. Fyrir 18 árum síðan fór fram á Englandi rannsókn á eitthvað 800 tóbaksteg- undum og varð sú raunin á, að 3/s af öllum vindlum voru sviknir. Slíkt þarf ekki að óttast í þeim löndum, sem hafa tóbakseinkarétt. Þjóðfélagið beitir ekki svikum við sjálft sig. Þá held eg fyrir mitt leyti að síð- ur sé hætt við brotum gegn einkarétt- inum heldur en tollsvikum. Því hærri sem þau gjöld eru, sem landið tekur, því meiri verður freistingin til þess »að fara kringum lögin«, sem kallað er. Sé svo að tollur sé svikinn á tó- baki um þessar mundir, þá má búast við enn meiri tollsvikum, ef tollurinn yrði hækkaður. Tollsvikin á áfengi hafa víst vaxið við tollhækkunina síð- ustu og yrði sá tollur enn hækkaður, yxu tollsvikin sjálfsagt enn til stórra muna, líklega meira en tiltölulega við tollinn. Mjög háir tollar virðast vera varasamir hér á landi, vegna þess að eftirlitið er örðugt. En nokkuð öðru máli verður að gegna um einkaréttinn en tollinn. Til landsins verða að eins flutt tóbaksblöð og það til mjög fárra staða. Merki landsins mundi verða sett á hvern einasta vindlakassa og hvert einasta tóbaksbréf. Talsverður kostn- aður væri því samfara að líkja eftir merki landsins og umbúðum. Brotið gegn lögunum yrði tvöfalt við það sem nú er, bæði gegn innflutnings- banninu og þeim merkjum sem landið hefði eitt rétt til. Refsingin yrði þyngri en áður og er því líklegt að menn brytu sfður. Talsverður kostnaður og fyrirhöfn yrði samfara þessum atvinnu- rekstri og sýnist líklegt að fáum þætti hann fýsilegur. Náttúrlega er ekki hér hægt að gera grein fyrir öllum króka- leiðum tollsvikaranna og jatnan mun reynast örðugt að þefa þær allar uppi, en eg vona að menn verði mér sam- dóma um, að með einkarétti verði svikin oftast óhægri, óarðvænlegri og hættulegri, en með tollaálögum og því fátíðari. Þá hefir einkarétturinn þann kost fram yfir tollinn, að hægra er að færa til tekjur landsins af honum, en að færa til tolltekjurnar, hægra að hækka verðið á tóbakinu, ef landinu lægi á, en að hækka tolltekjurnar. Þegar nýir tollar eru lagðir á, eða tollar hækkað- ir, vill oft fara svo, að óvenjulega mikið er flutt inn af vörunni rétt áð- ur en tollhækkunin gengur í gildi. Meiri hlutinn af þeim tekjuauka, sem landið hafði ætlað sér, rennur þá í bráðina í vasa einstakra manna. Enn má benda á það, einkaréttinum til stuðnings, að nú sem stendur mun þurfa að flytja inn í einu ákveðna

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.