Norðurland


Norðurland - 30.05.1908, Qupperneq 2

Norðurland - 30.05.1908, Qupperneq 2
saltaður SAUÐ^MÖR Kjötbúðinni Nl. 170 pundatölu fráDanmörku af hverri tóbaks- tegund, til þess að fá útflutningstoll- inn bættan upp. Þetta gerir sjálfsagt ýmsum smærri kaupmönnum óhagræði, en fari landið sjálft með tilbúninginn og innflutninginn, ætti hver kaupmað- ur að geta keypt eins mikið eða Iítið og hann vill í einu. Eg bið menn að gæta þess að til- laga mín nær ekki lengra en til inn- flutnings og tilbúnings á tóbaki, en ekki til útsölunnar; eg geri helzt ráð fyrir að hún sé frjáls eins og verið hefir. Þessu er þó ekki svo varið í ýmsum einkaréttar-löndum. Ríkin ann- ast víða sjálf söluna, t. d. á Frakk- landi, en eg heid að staðhættir og strjálbygð geri þessa verzlun ekki fýsilega fyrir landið. Breytingin á verzluninni yrði þá aðeins sú, að kaup- mennirnir keyptu hjá landinu, það sem þeir áður keyptu frá útlöndum. Að vísu geri eg ráð fyrir að tóbakssal- an gæti orðið landinu vel arðvænleg í stærri kaupstöðunum, en hinsvegar sýnist mér varla á það bætandi að fela stjórninni að skipa menn í stöð- ur í þarfir þjóðfélagsins. Þessar nýju stöður yrðu ekki annað en nýjar verð- launastöður fyrir stjórnmálafylgi, eins og flestar slíkar stöður í þessu landi um þessar mundir. A þá siðspillingu, sem því fylgir, er ekki bætandi. Miklu heppilegra væri að veita leyfi til þess gegn árlegu gjaldi, sem hverjum kaup- manni væri heimilt að kaupa, en rétt- ast tel eg þó að þessi verzlun sé frjáls, að minsta kosti þangað til gagngerð breyting yrði gerð á verzl- unarleyfum og boigarabréfum. En getum vér íslendingar gert þetta? Er ekki mikill kostnaður því samfara fyrir landið að taka þetta að sér? Eg held að vér þurfum engan kvíðboga að bera fyrir því, þó eg geti ekki komið með neina ákveðna áætlun. Verkfærin sem landið þyrfti að kaupa, kosta, að því er eg hefi til spurt, ekki nema nokkur þúsund kr. Byggingar mundu kosta nokkuð, ef landið þyrfti að byggja, en langsennilegast er að landið gæti búið í leiguhúsum, til bráðabirgða, ef það þættist ekki hafa efni á að leggja fé í byggingar í bráð. Tíminn til þessarar breytingar er afarhentugur nú. Fyrst og fremst er- um vér að endurskoða skattalöggjöf- ina, en þær verksmiðjur, sem eru í landinu, eru annaðhvort hættar, eða eru að hætta. Þetta síðara atriði er sérlega þýðingarmikið. Landið þarf ekki að taka dýrar tóbaksverksmiðjur fjárnámi, eins og þau þurfa að gera víða annarstaðar og þykir þó tilvinn- andi. Eg geng hinsvegar að því sem vísu að landið léti sér farast mannúð- lega við þær verksmiðjur, er það hefir neytt til að hætta og keypti af þeim verkfæri þeirra sanngjörnu verði, ef þær vildu það, en þar er ekki að ræða nema um smáar fjárhæðir. Eg skal svo ekki fara lengra út í þetta mál að sinni, en fela það ykkur og þjóðinni, og ekki sízt skattanefnd- inni, til íhugunar. Kröfurnar til lands- sjóðsins eru miklar. Þessvegna verður ekki hjá því komist að hugsa fyrir tekjum handa landinu, en þess verður jalnframt að gæta að skattarnir verði ekki að hömlum á framfara-viðleitninni í landinu, en þó umfram alt að þeir fþyngi ekki um of fátækustu mönnun- um í landinu, sem þola svo illa byrð- arnar. Hraðskeyti til Nls. Rvík 30/5 'o8. Tillagan er ekki borin fram í því skyni að íþyngja þjóðinni með nýjum skatti, heldur til þess að reyna með henni að firra þjóðina einhverjum öðr- um skatti, sem væri miklu ósanngjarn- ari en þessi. Og ósanngjarnari en þessi skattur eru flestir skattar og tollar í landinu. X 2jörn jCfnda/ er við og við að prenta upp úr Norð- urlandi, til þess að fylla hjá sér dálk- ana og kunnum vér honum fremur en hitt þakkir fyrir; hitt er síður þakkar- vert, að hann rangfærir ætíð það sem hann prentar upp, dregur af því vit- lausar ályktanir, þó ekki sé oss vand- ara um í því efni en öllum þeim öðr- um, sem hann ritar á móti, eða þykist eiga eitthvað sökótt við. Ennþá hafa greinir hans ekki lýst því að hann skildi neitt í þeim málum, sem hann var að tala um og er Iíklega ekki von um verulegar framfarir hjá honum úr þessu, þennan stutta tíma sem hann á eftir að fást við blaðamensku. Norðurland hefir áður gert ráð fyrir því að vér mundum vinna það til sam- komulags við Dani, að leyfa þeim fiski- veiðar í landhelgi um ákveðinn tíma, með sanngjörnum og aðgengilegum uppsagnarfresti af vorri hálfu og að því til skildu að þeir viðurkendu að vér hefðum fullan umráðarétt yfir landinu og landhelginni, svo að engin mál væru sameiginleg til langframa, nema konungssambandið eitt. Nú benti NI. á það nýlega hve háskalegt það teldi að vér gengjum að frumvarpi millilandanefndarinnar ó- breýttu, af því það bygði á alt öðr- um grundvelli en Nl. hefði áður talið að við mætti una, benti á að þar væri skráð á milli línanna sú fyrirætl- un Dana, að halda yfirráðunum yfir landhelginni um aldur og æfi. Af þessu dregur B. L. þá ályktun að Norðurland og ritstjóri þess hafi viljað fremja þá svívirðingu að ofur- selja Dönum landhelgina um aldur og æfi. Margt dettur Lindal vorum í hug skringilegt, og förum vér nú að trúa því að hann ætti fremur að eiga heima á Kleppi, en á öðrum stöðum hér á landi, viljum fremur gera ráð fyrir því að þessi staðlausu ósannindi séu hon- um ósjálfráð, en að hann sé blygð- unarlaus ósannindamaður. '4 Björn Bjarnasoi) á Húsavík andaðist að heimili sínu þann 19. þ. m. Hann hafði verið ern og frískur þar til þ. 16. s. m. að hann fekk heila- blóðfall. Björn varð 87 árs gamall, og var alla æfi mjög heilsugóður. Hann var kvæntur Helgu Ólafsdóttur, sem nú Iifir mann sinn. Þau bjuggu Iengi að Vöglum í Fnjóskadal og víðar, en fluttu fyrir nokk- urum árum til Bjarna sonar síns, sem var kaupfélagsstjóri á Húsavík og andaðist síðastliðið haust. Bjöm var mesti fróðleiksmaður, keypti og las öll íslenzk blöð og hélt því áfram til dauðadags. Hann var ætíð glaður og skemtinn, og á heimili þeirra hjóna var ætíð hin mesta gestrisni. Börnum sínum kendi hann og mentaði þau betur en al- ment gerist meðal bændafólks. Enda eru þau öll; — sem mörgum er kunnugt — hin mannvænlegustu. X Burtfararpi óf frá srasrnfrœOaskóla Akureyrar var haldið frá 23.— 29. þ. m. Þessir 10 nemendur útskrifuðust: 1. Arni Jónsson frá Akureyri. 2. Arni Hallgrímsson frá Ulfstaðakoti. 3. Hans Einarsson frá Guðrúnarstöð- um, utansk. 4. Hólmgeir Þorsteinsson frá Ytri- Dalsgerðum. 5. Jón KristjánsSon frá Akureyri. 6. Kristbjörg Jónatansdóttir frá Ak- ureyri. 7. Sigurjón Jónsson frá Húsavík. 8. Valtýr Stefánsson frá Akureyri. 9. Vilhelm Erlendsson frá Grafarós. IO. Vilmundur Jónsson frá Seyðisfirði. Pródómendur voru þeir prestarnir Bjórn Björnsson í Laufási og Stefán Kristinsson á Völlum, skipaðir af stjórn- arráðinu. Saumur af öllam tegundum, ódýrari en al- staðar annarsstaðar fæst í verzlun Guðbjörns Björnssonar. Nýtt í bókaverzlun Frb. Steinssonar. Ríkisréttindi íslands......1.50 Nýársnóttin, sjónleikur....1.50 Bóndinn, Ijóðmæli þýdd af M. J. 1.50 Ben Húr, saga frá dögum Krists 3.00 Opinberunarbókin...........2.50 Afmælisdagar...............3.00 Kjörfundar-Psaltari af Plausor . 0.15 Nýkomið í bókaverzlun Kr. Guðmundssonar Rikisréttindi ísland. Afmœlisdagar, í skrautbandi. Bóndinn. M. J. þýddi. Altarisgangan. Opinberunarbókin. Dulrœnar smásögur. Ben Húr. Nýársnóttin. Mjallhvít. Gott saltað sauðakjöt rúllupylsur tólg og saltfiskur fæst f verzlun 8N. JÓNSSONAR. Verð á eftirfylgjandi vörum, í verzlun Sn. Jónssonar er fyrst um sinn, frá 24. maí. Rúgmjöl, óvanalega fín og góð tegund, peningaverð 12*/2 lánsverð 14 — vanalega góð tegund. . . . — 11 — 121/2 Rúgur — 10V2 - 12 Bankabygg — 12V2 - 14 Heilgrjón — 133/2 15 Hálfgrjón — 123/2 14 Baunir — 133/2 15 Hálfbaunir — 14 - 151/2 Kaffi — 55 62 Melís, í toppum og kössum — 26 29 Vörurnar eru áreiðanlega góðar. Þeir sem taka vörur að láni, með ofangreindu lánsverði en borga skuldir sínar við verzlunina í næstkomandi sumarkauptíð með peningum eða vörum með peningaverði, fá bættan ofangreind- an verðmun. Verzlunin er nú sem áður vel birg af allskonar fjölbreyttum verzlunarvörum, sem seljast, gegn borgun út í hönd, með mjög lágu verði. Kenslustörfin sem fyrsti og annar kennari við barnaskóla Búðahrepps í Fáskrúðsfirði eru laus. Kenslutími frá 1. október til 30 apríl. Laun fyrsta kennara eru 600 krónur, annars kennara 400 krónur og sjái þeir sér sjálfir fyrir fæði, hús- næði ljósi og hita. Skrifleg umsókn ásamt prófvottorði og meðmælum sendist skólanefnd Búða- hrepps fyrir 15. ágúst n. k. Viðskiffavinir Gosdrykkjaverksmiðju E. Einarssonar á Ak;ureyri eru vinsamlega beðnir að endursenda kassa, flöskur og aðrar um- búðir, svo fljótt sem kostur er á. Pretitsmiðia Odds Björnssonar. — Rikisréttur i Berlín hefir ónýtt dóm þann er kveðinn var upp yfir Harden ritstjóra. Eulenburg greifi tekinn fastur, grunaður um meinsœri i máli þessu. — Konungur kom heim á miðvikudaginn úr för sinni til Austurríkis. — / gcer flutti danska blaðið „Politiken“ grein eftir Skúla Thoroddsen, aðfinningar hans við nefndarfrumvarpið. — Stúdentar i Höfn halda bráðlega jund og hafa boðið Skúla að tala. — Kristiana Kristjánsdóttir ógifi stúlka í Rvik hengdi sig i síðustu viku. — Albert Þörðarson hefir fengið bankabókarastöðuna við landsbankann. — Millilandanefndinni verður haldin fjölmenn átveizla i kvöld. (Framfélagið). — Tölf Vestur-íslendingar alkomnir heim með Lauru,

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.