Norðurland - 04.07.1908, Blaðsíða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson. Iæknir.
jr ^ . I,- I- I_r_i—u*. L-.-~J !-*■- - 1-1- * I- * * * - - — — — ■»— - O- - . ~
48. blað. | Akureyri, 4. júlí 1908. j VII. ár.
Vesturför.
Ferðapistlar
eftir
Einar Hjörleifsson.
XIII.
Vestur-íslendingar eru manna fúsastir
til lesturs og ritstarfa. Pað má af mörgu
marka. Og meðal annars af blöðum
þeirra.
Af þeim hafa þeir, að tiltölu við
fólksfjölda, ógrynnin öll. Mest ber á
vikublöðunum í Winnipeg, Heims-
kringlu og Lögbergi.
Heimskringlu stofnaði Frimann B.
Anderson 1886. Meðritstjórar hans
vorum við Eggert Jóhannsson frá
Steinstöðum í Skagafirði í fyrstu. Út-
gefandi komst í fjárþröng eftir 3 — 4
mánuði, og þá varð eitthvað missiris
dvöl á útkomu blaðsins. Pegar það
komst á fót aftur varð Eggert Jóhanns-
son ritstjóri einn. Nú hefir Baldvin L.
Baldvinsson verið ritstjóri blaðsins um
mörg ár. Hann er, svo sem kunnugt
er, einn af helztu íslendingum vestra,
og hefir setið á Manitoba-þingi mörg
ár sem fulltrúi Ný-íslendinga. Við síð-
ustu kosningar varð Sigtr. Jónasson
honum sigursælli þar í kjördæminu.
Heimskringlu er stjórnað eftir öðr-
um reglum en nokkuru öðru blaði,
sem eg þekki. Par er alt prentað, sem
blaðinu berst, fallegt og ljótt, vitur-
legt og vitlaust og hvorugt. Pað stafar
alls ekki af því, að ritstjóri beri ekki
gott skyn á það, sem honum er sent.
Hann er prýðis-vel skýr maður og
hygginn, og ritfær sjálfur. En hann
lítur svo á, sem svona eigi frjálslynd
blöð að haga sér, varna engum manni
málfrelsis í dálkum sínum og að það
auki vinsældir blaðsins. Stundum hefi
eg séð þar heldur óþverraleg ónot um
ritstjórann sjálfan, prentuð athuga-
semdalaust.
Eg minnist einnar greinar, sem stóð
í fyrsta blaðinu, er út kom, eftir er
eg kom vestur. íslendingadagurinn var
ný-afstaðinn. Hann var í þetta sinn
nokkurs konar friðar- og samkomulags-
hátíð. Vestur- íslendingar höfðu um
allmörg ár ekki getað komið sér sam-
an um, hvern dag hátíðin skyldi hald-
in. Fyrsta hátíðin hafði verið haldin
2. ágúst, og við þann dag vildu sumir
halda. Aðrir kusu heldur 17. júní. Þetta
hafði mönnum orðið svo mikið kapps-
mál, þó að kynlegt megi virðast, að
»17-júní-menn« vildu ekki sækja sam-
komurnar, sem haldnar voru 2. ágúst.
En nú hafði orðið að samningum að
halda hátíðina 2. ágúst —eftir því sem
mér skildist, þangað til Austur-íslend-
ingar kæmu sér saman um einhvern
annan þjóðminningardag. Og sumir
þeirra manna, sem fastast höfðu haldið
fram 17. júní, sýndu sáttfýsi sína með
því að flytja ræður þennan dag. Og
yfirleitt fjölmentu þeir, eins og ekkert
hefði í skorist. í þessari grein, sem
eg mintist á, var sáttfýsi mannanna
gerð að svívirðingarefni í þeirra garð.
Og greinin var ekkert annað en ó-
þverralegar og heimskulegar geðvonsku-
slettur. Við hana gerði ritstjórinn at-
hugasemd, sem fór í þá átt, að því
færi svo fjarri, að líkindi væru til þess,
að greinin hefði nokkurar góðar af-
leiðingar, að hún virtist ekki vera rit-
uð í neinum góðum tilgangi.
Eg sagði við sjálfan mig: Hvers
vegna vera að prenta grein, sem ekki
kemur neinu góðu til vegar, og er
ekki einu sinni rituð í góðum tilgangi ?
Hvert erindi á slíkt inn í blöðin? En
eg áttaði mig á því á eftir, að rit-
stjórinn fór þar eftir meginreglu, sem
hann telur holla og góða. Vitanlega
megi fara illa með hana, eins og frels-
ið sjálft. En það sé þá ekki á hans
ábyrgð, heldur höfundanna.
Með þessari ritstjórn er Heimskringla
alveg einstætt blað. Að sumu leyti sýn-
ir hún menningarstig almennings betur
en nokkurt annað blað, sem eg þekki.
Og þegar frá líður, hlýtur hún að
verða, frá því sjónarmiði, talin furðu
merkilegt blað. Par kemur hver til
dyranna eins og hann er klæddur. En
í öðrum blöðum er það tíðast, að
aðrir fái ekki að sýna sig gestunum
en þeir, sem eiga til einhver spariföt.
Eða þeim er þá að minsta kosti greitt,
og sópað af þeim mesta rykinu. Pað
munu flestir ritstjórar kannast við. Og
sú hliðin er ekki talin vandaminst á
starfi þeirra að kunna að hafna.
Og afleiðingin af þessari ritstjórnar-
meginreglu hefir orðið sú, að svo mik-
ið hefir lent hjá blaðinu af þeim höf-
undum, sem engir aðrir mundu vilja
hýsa. Menn, sem setja saman alls kon-
ar óþverra. Menn, sem hvorki hafa
þekking né hæfileika til ritstarfa, en
alt af vilja vera eitthvað að bulla. Og
það hefir jafnframt fælt þá frá blað-
inu, sem ekki kunna við sig í þeim
hóp. Prátt fyrir það á blaðið víst tölu-
verðum vinsældum að fagna. Ritstjór-
inn hyggur víst, að þær vinsældir stafi
að einhverju miklu leyti af þvf, hvað
blað hans er gestrisið við vitleysuna.
Eg held, að því sé ekki svo farið. Eg
held, að þær stafi eingöngu af því,
hvað blaðið er jafnframt gestrisið við
vitið. Pað heldur uppi merki andlegs
frelsis. Menn finna, að f því er þess
tilveruréttur fólginn. Og sá réttur er
ávalt góður og gildur.
Lögberg er langstærsta blaðið, sem
gefið er út á íslenzku. F*að var stofn-
að 1888, og Sigtr. Jónasson átti mest-
an og beztan þáttinn í stofnun þess.
Að því standa ýmsir af helztu Winni-
peg-íslendingum, einkum vinir síra Jóns
Bjarnasonar. Forseti félagsins, sem gef-
ur blaðið út, er Tómas Jónsson, sem
eg hefi áður minst á. En ritstjórinn er
Stefán Björnsson cand. theol. Hon-
um kyntist eg lítið. En aðstoðarrit-
stjóra hans dálítið meira, Birni Páls-
syni, skálds Olafssonar. Hann fór fyrir
nokkurum árum héðan af landi til
Harvard-háskólans, ætlaði að leggja
stund á rafmagnsfræði, en gat ekki
haldist þar við vegna féleysis. Þegar
hann hafði aflað sér fjár, hafði hann
í hyggju að halda áfram námi. Og
lang-líklegast þykir mér, að hann muni
halda heim að því loknu. Rað leyndi
sér ekki, að hingað Ieitaði hugurinn.
Ahuginn á málum ættjarðarinnar var
mjög heitur. Hann ritaði stöðugt fréttir
frá íslandi í mesta blað Canada, Winni-
peg Free Press.
Undir núverandi ritstjórn er Lögberg
yfirleitt gætið blað og stillilega ritað,
fréttablað gott og margvíslegur fróð-
leikur í því. Um austur-íslenzk fram-
faramál talar það af góðvild. En hug-
sjónar-tilþrif ekki mikil.
Bæði blöðin sýndu mér hina mestu
alúð. Lögberg hélt mér veglega veizlu,
sem gömlum rftstjóra sínum, í hinum
glæsilegu sölum í íbúðarhúsi Jóns
Vopna. Í veizlunni voru um 60 manns.
Ræðumenn voru Tómas Jónsson, bræð-
urnir Magnús og Vilhelm Pálssynir og
Sigtr. Jónasson. Sjaldan heyrast í sam-
kvæmum hér á landi jafn-snjallar ræð-
ur og sumar þeirra, sem þar voru
fluttar. Eg fann því meir til þeirrar
trygðar og ástúðar, sem þar kom fram
við mig, sem eg vissi vel, að flesta
samkvæmisgestina greindi til muna á
við mig um sumar þær skoðanir, sem
liggja mér í mestu rúmi.
Norður á Gimli í Nýja íslandi er
gefið út íslenzkt vikublað, sem heitir
Baldur. Núverandi ritstjóri þess er síra
Jöhann P. Sólmundsson, Únítaraprest-
ur. Rað heldur fram skoðun jafnaðar-
manna í stjórnmálum og Únítara í
trúmálum.
Sameiningin, blað kirkjufélagsins, er
160
Hvar var hann nú? Hvað vissi hún um hann nú?
Það var gagnslítið, þó að hún segði: Þeir hafa tek-
ið hann frá mér. Þvf einmitt það hefði hún átt að
koma í veg fyrir, — hún átti að gæta hans, halda
honum föstum í hreinu, heiðskíru lofti sannleikans, víkja
hvergi, sleppa engu taki, ekki að þreytast í hinni dag-
legu baráttu.
Þetta var einmitt það, sem hún hafði heitið sjálfri
sér þúsund sinnum, þegar hann var lítill og hún bar
hann á handleggnum. En nú, — þegar hann var orð-
inn svo stór, að hann þarfnaðist þess, að hún mintist
loforða sinna, — gat hún nú gengið á móti honum og
sagt: Hér er eg — hérna er eg — þín trúlynda móðir!
Gat hann borið sama traust til hennar sem áður?
»Nei,< sagði frú Wenche hátt, og orðið ómaði und-
ur dapurlega í stóru, tómu stofunni; »nei, það getur
hann ekki*.
Bæði þegar atvikið minnisstæða gerðist í skólanum
og eins þegar fermingin kom til sögunnar, hatði hún
haft árar í bát, vikið frá megin stefnu sinni, svikið
sjálfa sig og glatað trausti sonar síns héðan í trá.
Aldrei hafði hann séð hana hvika fyr en einmitt í þessu
tvennu, sem hvorttveggja var svo mikilsvarðandi fyrir
hann. Og hverjar voru svo ástæður þær, sem fengu
talið henni hughvarf? Ó, hve dauðans aumar sýndist
henni þær vera nú í samanburði við hitt, — í saman-
burði við skyldu sína að halda drengnum á réttri léið.
Nei, — það var eitthvað annað, sem hatði svift hana
afli, og það hafði Mordtmann einmitt gert. Hans vegna
og hugbundin honum hafði hún yfirgefið — yfirgefið?
nei, svikið son sinn.
Og nú tók hún Mordtmann fyrir og íhugaði sam-
157
sinn; en varaðu þig nú og gerðu það ekki aftur. Jæja,
veiztu það, eða veiztu ekki, hver hefir gert þetta?
»Þú hefir þó svarað undir eins, vænti eg?« spurð
prófessorinn kvíðafullur.
»Já, ■— eg svaraði —« Abraham leit undan.
»Og þú sagðir, að það hefði verið Marteinn Kruse?«
»Já, því að það var hann.«
»Auðvitað áttirðu að svara; það hefði verið óðs
manns æði, ef þú hefðir valdið hneyksli í skálanum af
nýju, — ekki sízt núna þegar þú gengur til prestsins.
»Eg veit nú reyndar að þeir menn eru til, sem kynnu
að koma með þetta og þvílíkt fjarstæðumas að svíkja
ekki vin sinn, eins og þeir kalla það. En um slíkt
skaltu alls ekki hirða. Hlýðnin, — taktu nú eftir —
hlýðni við yfirboðara sína er undantekningarlaust aðal-
skylda og æðsta dygð ungra manna og allra góðra
borgara. Með því að eiga mök við afbrotamenn verður
þú sjálfur einn af þeim þá er minst vonum varir. En
aftur á móti vinnur þú sjálfum þér og réttvísinni gagn
með því að geta það uppskátt, sem ilt er og hegning-
arvert.«
Þegar þeir höfðu gengið spölkorn, mælti prófessor-
inn svo sem af tilviljun: »það er réttast að þú segir
ekki móðir þinni neitt frá þessu; — það er heldur
ekki svo merkilegt.«
Abraham leit ekki upp; þeir forðuðust að lfta hvor
á annan um stund. Það var ekki laust við að þeir
hefðu launmál og færu á bak við móðurina; en með
því að Abraham gerðist rólegur við hrósyrði föður síns,
þá hugsaði hann ekki frekar um það, að móðir hans
hefði nú líklega litið öðrum augum á málið.
En hún var eitthvað undarleg um þessar mundir