Norðurland


Norðurland - 04.07.1908, Blaðsíða 3

Norðurland - 04.07.1908, Blaðsíða 3
Aðalfundur Rœktunarfélags Norðurlands var haldinn í húsi félagsins í tiirauna- stöðinni við Akureyri 29. og 30. júní. Auk stjórnar félagsins, Stefáns Ste- fánssonar kennara, Sigurðar Sigurðs- sonar skólastjóra og Aðalsteins Hall- dórssonar verksmiðjustjóra, voru 12 fuiltróar og varafulltrúar á fundinum. Af fulltrúunum voru 6 úr Suður-Þing- eyjarsýslu, 3 úr Skagafjarðarsýslu og 3 af Akureyri. Þeir voru þessir: 1. Björn Jóhannsson, gagnfræðingur á Skarði, S-Þing. 2. Eiríkur Halldórsson, bóndi á Veiga- stöðpm, S.-Þing. 3. Friðbjörn Steisson, bóksali á Akur- eyri. 4. Friðrik Kristjánsson, bankastjóri s. st. 5. Grímur Friðriksson, böndi á Rauðá, S.-Þing. 6. Hallgrímur Þorbergsson, fjárrækt- armaður á Einarsstöðum, S.-Þing. 7. Jón Kristjánsson, plægingamaður á Akureyri. 8. Kristján Jónsson, búfræðingur á Nesi, S -Þing. 9. Páll Jónsson, bóndi á Stóruvöllum, S.-Þing. 10. Páll Sigurðsson, búfræðingur í Geldingaholti, Skagf. 11. Sigurður Sigurðsson, kennari á Hólum, Skagf. 12. Tómas Pálsson, bóndi á Bústöð- um, Skagf. Á fundinum sátu einnig nokkurir aðrir félagsmenn úr Þingeyjarsýslu og af Akureyri og tóku þátt í umræðum um fundarmálefnin. Formaður félagsins St. St. var kjörinn fundarstjóri, en skrifarar fundarins voru þeir Sig. Sig- urðsson hreppstjóri á Halldórsstöðum og Sig. Sigurðsson kennari á Hólum. Nokkurra atriða úr fundargerðinni skal hér getið : Formaður félagsins St. St. mintist tveggja nýlátinna æfifélaga, féhirðis félagsins, Jóns kaupmanns Norðmanns og búfræðiskandídats Guðjóns Guð- mundssonar, um leið og hann setti fundinn. Formaður skýrði frá hag félagsins og störfum á síðastliðnu ári. Uppsker- an hafði orðið lítil vegna harðærisins. Búnaðarþingið hafði lækkað styrkinn að mun, svo óhjákvæmilegt verður að minka tilkostnað félagsins á þessu ári og framvegis. Trjáræktarstöðin a Ak- ureyri hafði verið afhent félaginu til eignar, einnig hafði það fengtð umráð yfir Búnaðarsjóði Norðuramtsins. Er hann að upphæð kr. 3384,22. Skipulagsskrá fyrir sjóðinn var sam- þykt á fundinum. V* vaxta hans skal árlega leggjast við höfuðstólinn, en 3/4 þeirra skal varið til verðlauna fyrir framkvæmdir í jarðyrkju ásamt góðri búpeningsrækt. Skipulagsskráin verður prentuð síðar. Lesinn var upp listi yfir æfifélaga félagssins. Hafa 29 menn greitt því æfitiliög (20 kr.) og fengið æfifélaga- bréf; rúmir 30 menn hafa og látið skrifa nöfn sín, sem væntanlerga æfi- félaga á þessu ári Einn æfifélagi bættist við( á fundin- um, etatsráð J. V. Havsteen konsúll á Akureyri. Ársfélagar eru um 750 að tölu. Reikningar félagsins fyrir árið 1907 voru lagðir fram og samþyktir. 189 - Nl. barnaskóla Akureyrar verða frá 1. okt. þ. á. settir 2 kennarar auk skólastjóra. — Laun 800 krónur og 600 krónur. Llm- sóknir um sýslanir þessar sendist for- manni skóianefndarinnar, bæjarfógeta Guðl. Guðmundssyni, fyrir 10. ágúst p. á. — Umsóknir um undanpágur eftir 6. gr. laga nr. 59 um fræðslu barna 22. nóv. 1907, sendist formanni skólanefndar fyrir 31. p. m. Akureyri, 3. júlí 1Q08. Skólanefndin. Samkvæmt aðalreikningi hefir félagið varið til tilraunastarfsemi einnar á ár- inu nær 6 þúsundum króna. Á eignar- reikningi má sjá, að hrein eign félags- ins er rúmlega 31 þús. krónur. Meiri hluti þessarar eignar eru fasteignir — aðaltilraunastöðin og húseign — og sjóðir — Búnaðarsjóðurinn, gjáfasjóð- ur Magnúsar sál. Jónssonar og æfitil- lagasjóður. Fundurinn ákvað, að gjafasjóður M. J. verði látinn ávaxtast næstu 5 ár og eigi tekin fullnaðarákvörðun um notkun hans, fyr en að þeim tíma liðn- um. Stjórn félagsins lagði fram fjárhags- áætlun fyrir árið 1909. Var hún sam- þykt óbreytt. Tekjur félagsins það ár eru áætlaðar kr. 11330,00. Samkvæmt gjaldaliðum áætlunarinnar verður mikl- um meiri hluta þess fjár varið til til- raunastarfsemi og leiðbeiningaferða. í sambandi við áætlunina var rætt allmikið um einstök atriði framtíðar- starfseminnar. Voru nokkurar tillögur samþyktar um hana. Meðal þeirra voru þessar: 1. »Hver deildarstjóri fær 10% af tillögum þeim, sem hann stendur skil á til stjórnar félagsins á rétt- um gjalddaga.« 2. »Aðalfundarfulltrúum skal framfegis greitt dagkaup, 2 kr. á dag að fundardögum meðtöldum, enda fari fulltrúar fullar dagleiðir.« Ákveðið var, að félagið haldi áfram pöntunum fyrir félagsmenn eins og að undanförnu. Þó skal gengið strangar eftir því en áður, að pantanir séu borgaðar fyrir fram. Sú starfsemi skal og meir aðgreind frá öðrum störfum félagsins en verið hefir hingað til. Sigurður skólastjóri Sigurðsson gekk samkvæmt lögum félagsins úr stjórn þess. Hann var endurkosinn ( einu hljóði. En í stað Jóns sál. Norðmanns hlaut Kristján Sigurðsson verzlunarstjóri á Akureyri kosningu f stjórnina. Endurskoðendur reikninga félagsins, Friðrik bankastjóri Kristjánsson og Hallgrímur kaupfélagsstjóri Kristins- son, voru endurkosnir í einu hljóði. Fyrirlestrar voru fluttir á fundinum: 1. Sigurður skólastjóri Sigurðsson hélt langan og fróðlegan fyrirlestur um tilraunastarfsemi félagsins. 2. Páll Jónsson búfræðiskandídat hélt fróðlegan fyrirlestur um vatnsveit- ingar. 3. Sigurður Baldvinsson kennari hélt fyrirlestur um kenslustarfsemi fé- lagsins, þýðingu hennar og not. Gat hann þess meðal annars, hve margir nemendur hafa notað hana. Eru þeir alls orðnir 86. 4. Sigurður Jónsson sýslunefndarmað- ur í Yzta-Felli hélt mjög rækileg- an fyrirlestur um efnið: »Ættjarð- arástin og Ræktunarfélagið«. Var þeirri ræðu tekið með dynjandi lófaklappi. Að fundinum loknum sátu fundar- menn saman um stund og skemtu sér við ræðuhöld. Bæði umræðurnar um fundarmálefnin og þessi síðustu ræðu- höld lýstu áhuga fundarmanna á fé- laginu og starfsemi þess. Auk stjórnar félagsins, fulltrúanna og þeirra manna, er fyrirlestrana fluttu tóku aðrir félagsmenn þátf í ræðu- höldunum svo sem þeir etatsráð J. V. Havsteen og Jón dbrm. Stephánsson. Geta má og þess, að fundarmenn skoðuðu tilraunastöðina, trjáræktarstöð- ina og tún Sigurðar Sigurðssonar smiðs á Akureyri. Hann hefir látið rækta það upp, að mestu með grasfræsáningu, og hefir það hepnast mjög vel. Næsti aðalfundur félagsins verður haldinn í Skagafirði, á Hólum eða Sauðárkrók eftir ákvæðum félagsstjórn- arinnar. Sig. Sigurðsson. * * * Merkilegt má það heita að enginn fulltrúi eða félagsmaður skyldi vera mættur á fundi þessum úr Eyafjarðar- sýslu. Að líkindum eru þó aðrar á- stæður fyrir því en ófélagslyndi og áhugaleysi sýslubúa á landbúnaði, þar- eð þetta félag er af mörgum, og það með réttu, álitið að vera ein af hin- um þýðingarmestu lyftistöngum land- búnaðarins hér á Norðurlandi. X Nýjustu fréttir. Slmfréttir. Ragnheiður Bogadóttir, 17 ára stúlka, jrá Hvestu i Arnarfirði, hrap- aði þar i fjalli og beið bana aj. Þegar Vesta var á ísafirði síðast, kviknaði i 3 póstpokum. Fjöldi bréfa brann, þar á meðal ábyrgðarbrcf. Samsœti það, sem Skúla Thorodd- sen var haldið, sátu 120 manns. Ari Jónsson ritstjóri talaði fyrir heiðurs- gestinum, en Björn Jónsson ritstjóri fyrir frú hans. Rœða Sk. Th. i veizl- unni, um sambandsmálið, er prentuð i ísafold. í Austurskaftafelssýslu býður Þor- leifur Jónsson hreppstjóri á Hólum sig fram til þings. í Vesturskaftafellssýslu, Gunnar Ólafsson faktor i Vik. í Rangárvallasýslu Sigurður Guð- mundsson á Selaiæk (frá Helli), Þörð- ur Guðmundsson á Hala, síra Eggert Pálsson og Einar bóndi á Geldinga- læk. í Árnessýslu, Hannes Þorsteinsson ritstjóri og Sigurður Sigurðsson ráða- nautur. 1 í Kjósar- og Gullbringusýslu, Björn Kristjánsson kaupmaður, sira JensPáls- son, Jón Jónsson sagnjrœðingur og Halldór Jónsson bankagjaldkeri. Dr. Valtýr Guðmundsson er farinn heim til Hafnar og hættur við framboð sitt. í Múlasýslu, Jón Jensson yfirdóm- ari og Þorsteinn Erlingsson skáld. í Dalasýslu, Ingólfur Jónsson verzl- unarstjóri og Bjarni Jónsson jrá Vogi. I Snœfellsnessýslu, Lárus H Bjarna- son og sira Sigurður Gunnarsson. í Barðastrandasýslu, síra Sigurður Jensson ag Guðmundur Björnsson sýslumaður. í Vestur-ísafjarðarsýslu, síra Krist- inn Danielsson og Jöhannes Ólafsson. Á ísafirði, síra Sigurður Stefánsson. ÍNorður-ísafjarðarsýslu, Skúli Thor- oddsen. í Strandasýslu, Ari Jónsson ritstjóri og Guðjón Guðlaugsson. Að því er séð verður er mikill meiri hluti manna á Suður- og Vesturlanéi andvigur því, að samþykkja frumvarp millilandanefndarinnar, nema því að eins, að gerðar séu við það veru- legar breytingar. X Benedikt Sveinsson ritstjóri býður sig fram til þings í Norður-Þingeyjarsýslu. Hann var hér staddur í gær, á leið þangað norður. Stefán Stefánsson kennari tók sér ferð á hendur vestur í Húnavatnssýslu með Skálholti þann 1. þ. m. Piskisýningru á að halda í Niðarósi í sumar. Ste- fán Kristinsson prestur á Völlum og Baldvin Gunnarsson í Höfða lögðu af stað með »Skreien« í dag, til þess að vera á sýningunni. ileinrich Brkes, kaupmaður frá Köln, kom með Ing- ólfi nú í vikunni. Hann fór þegar af stað til Öskju, og ætlar þaðan Sprengi- sand til Reykjavíkur. Hr. Erkes er ís- landsvinur mikill, og er nákunnugur máli voru og bókmentum. Endurskírn fór hér fram í sundpollinum nú í vikunni; athöfnina héldu þeir Gook og Nisbeth, ensku trúboðarnir; tvo kven- menn kaffærðu þeir þar, og fylgdu söngur og ræðuhöld. Fjöldi fólks þyrpt- ist að til þess að horfa á leik þenna. Skírnin fer fram eins og Mormónaskírn. Hitar miklir og þurviðri hafa verið hér þessa undanfarna viku, svo mjög er hætt við að tún séu farin að brenna, þar sem þau eru harðlend. X Úr ýmsum áttum. Afturgengið Það hlJóP skrítileí?a á snær' herskip. ið hiá Englendingum ný- lega. Þeir fundu heilt her- skip með rá og reiða, sem þeir höfðu mist fyrir 56 árum. Og skipið var eins

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.