Norðurland


Norðurland - 15.08.1908, Page 1

Norðurland - 15.08.1908, Page 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 54. blað. Akureyri, 15. ágúst 1908. VII. ár. Jlðflufningsbannið. Framkvæmdarnefndin í aðflutnings- bannsmálinu sendi á síðastl. vori ýms- um mönnum í Eyjafjarðar- og Þing- eyjarsýslum allmikið af eyðublöðum, er ætlast var til að útfylt væru og endursend nefndinni. Áttu skýrslur þessar að sýna afstöðu kjósenda í aðflutningsbannsmálinu, á ofangreindu svæði. Allinikið hefir nú nefndinni borist af skýrslum þessum, þó enn vanti mikið á að allir þeir, er eyðublöðin fengu, hafi endursent þau. En vonast er eftir, að þeir geri það hið alla bráðasta (sbr. áskorun á öðrum stað hér í blað- inu). En eftir þeim skýrslum að dæma, sem nefndin hefir nú þegar í höndum, hefir niðurstaða þessarar málaleitanar orðið sem hér segir: Úr Norður-Þingeyjarsýslu hefir kom- ið umsögn um 84 kjósendur. Af þeim eru 2i taldir bindindismenn, en 63 án bindindis. Af þessum 84 kjósend- um eru 55 taldir hlyntir aðflutnings- banni, en 20 andvígir því og 9 óráðnir. Úr Suðurþingeyjarsýslu greina skýrsl- urnar frá 232 kjósendum. Af þeim eru 58 taldir bindindismenn, en 174 utan bindindis. Af þessum 232 kjósendum eru 141 taldir hlyntir aðflutningsbanni, 42 andvígir, en 49 óráðnir. Úr Eyjafjarðarsýslu segja skýrslurn- frá 193 kjósendum; af þeim eru einir 29 bindindismenn, en 164 utan bind- indis. En af þessum 193 mönnum eru 142 taldir hlyntir aðflutningsbanninu, 29 andvígir, en 32 óráðnir. \ Ný íslenzk-ensk orðabók. Fyrir nokkurum árum lagði »Claren- don Press* í Oxford að yfirkennara Geir Zoega að semja handhæga ís- Ienzka orðabók yfir forna málið með enskri þýðingu. Orðabókin sem kend er við Guðbrand Vígfússon er bæði afardýr og nú sem næst uppseld. Til- gangurinn sá að gera nám íslenzk- unnar aðgengilegra í hinum enska mentaheimi. Háskólarnir ensku vilja auka kensluna í íslenzku, en stendur á orðabók. Þessi nýja orðabók Geirs verður væntanlega komin út á komandi vori og verður nokkuð stærri en hinar orða- Sveinbjörn Qudjohnsen frá Húsavík segir Lögberg frá 9. júlí á leið til Danmerkur og íslands að finna föður sinn og ættingja. í ísafjaröarkaupsfað bjóða sig fram síra Sigurður Stefáns- son í Vigur og Jón Laxdal kaupmaður. í Seyðisfjarðarkaupsfað eru og tveir frambjóðendur, síra Björn Þorláksson á Dvergasteini og dr. Valtýr Guðmundsson í Kaupmanna- hötn. Beltissrlíman. Herra Valdimar Valdimarsson í Böð- varsnesi í Fnjóskadaþeinn þeirramanna, er glímdi um belti Grettisfélagsins á 2. í hvítasunnu, hefir sent Norðurlandi grein um glímur þessar. En af því að löng grein og ítarleg hefir þegar stað- ið hér í blaðinu, um þessar glímur, látum vér oss nægja að tilfæra aðal- efni úr þessari grein herra V. V. Höf. tilfærir kafla úr grein f 23. bl. Norðra, þar sem einn dómnefndar- mannanna skýrir svo frá: »Við það atvik (slysið), var eins og slægi óhug á alla glímumenn, svo að flestir vildu þá hætta leiknum; aðeins 3 af 14 keppendum tjáðu sig fúsa til að halda áfram, en þegar svo ber undir, verður, samkvæmt ákvæðum reglugjörðarinnar, að lfta svo á sem þeir, er úr leiknum ganga, hafi engan þátt tekið f honum og nær því úrskurður dómnefndarinn- ar aðeins til þeirra sem glímdu til leiksloka.« Út af þessu bendir herra V. V. á að í 8. gr. reglugerðar Grettisfélags- ins standi. »En séu keppendur 4 eða færri, skulu allir glíma 2 glímur sam- an, þó í 2 lotum«. »Nú þegar keppi- nautar voru ekki nema 3, þá hefðu þeir að sjálfsögðu, eftir reglugjörðinni, átt að glíma saman 2 glímur hver, svo það er ranghermi, sem segir í Norðra- greininni að þeir hafi glímt til úrslita Jóhannes Jósefsson, Kristján Valdi- marsson og Valdimar Valdimarsson. Glímunni var ekki lokið, samkvæmt reglugjörðinni, þó 4 dómnefndarmenn- ina henti það slys, að d.æma að svo hefði verið.« ( Vestur-Skaftafellssýslu er Gunnar Olafsson verzlunarstjóri í Vík þingmannsefni sjálfstæðismanna, en móti honum bíður sig fram Jón Einarsson bóndi í Hemru. f NorOurmúlasýsIu bjóða þeir sig fram Jóhannes Jóhann- esson sýslumaður og Guttormur Vig- fússon sem fylgismenn Uppkastsins. En á móti þeim verða í kjöri Jón Jóns- son bóndi á Hvanná og Einar Eiríks- son bóndi á Eiríksstöðum. f SuOurmúlasýsIu eru þessir 4 frambjóðendur til þings: Jón í Múla, Jón Ólafsson, Jón Bergs- son á Eigilsstöðum og Sveinn Ólafs- son í Firði. — Tveir hinir síðasttöldu vilja fá breytingar á frumvarpinu. Jón Jensson yfirdómari býður sig að sögn fram í Dalasýslu. Þingmálafundir. Skagfirzku þingmennirnirÓlafurBriem og Stefán Stefánsson hafa boðað 3 fundi í Skagafirði. Fundir þessir verða á Sauðárkrók 2. sept., við Steinsstaða- laug 4. sept. og við Gljúfrá 6. sept. í Skagafirði bjóða sig fram til þing- mensku auk fyrri þingmannanna, Jósep J. Björnsson, Hólaskólakennari á Vatns- leysu og Páll Vídalín Bjarnarson sýslu- maður á Sauðárkrók. „Það sem í boði er.“ Eftir Lögbergi. Glaður vildi eg vera frjáls, vita ei björg til nœsta máls, heldur en vera æti orðinn út við dönsku húsgangs-borðin. 1—7,—’08. Stephan S. Stephansson. % Feröalaz ráöherrans. Hann hafði farið úr Hólum (sbr. síðasta bl.) á Djúpavog. Þaðan ætlaði hann að ferðast um Skaftafellssýslur og líklega Rangárvallasýslu, til þess að boða frumvarpið, sem engum staf má breyta í. En ráðherrann breytist, þó frumvarp- ið megi ekki breytast. í fyrra sumar afsakaði hann það á fundi hér á Akureyri, að þing var ekki rofið, áður en nefndarkosningin fór fram, með því að nefndin hefði ekkert vald, en löggjafarþingin gætu breytt frumvarpinu eins og þeim sýndist. Þetta kalla menn að kunna að snúa snældunni sinni. Síldveiðarnar hér norðanlands hafa gengið vel. Búið að fiska um 140 þúsund tunnur. Af því hafa um 80 þús. tn. verið flutt- ar til Siglufjarðar, en nálægt 60 þús. tn. til Eyjafjarðar (Akureyrar, Hjalt- eyrar, Hríseyjar o. s. frv.). Verði veiðarnar mjög miklar, telja útgerðarmenn hér sjálfsagt að síldin muni seljast við afarlágu verði erlend- is, því fréttirnar um aflann berast nær daglega til útlanda með ritsímanum og ekki af þeim dregið. Nokkrir út- gerðarmenn eru því að reyna til að koma á samtökum milli allra þeirra, er veiðina stunda hér norðanlands, um að hætta henni í sumar; gera þeir sér þá ennþá von um góðan hag af veið- inni. Hinsvegar hefir þeim útlendum skip- um fjölgað, sem skrásett hafa verið hér sem íslenzk skip, til þess að ná óátalið í landhelgisveiðina og veiða þau nú með dönskum fána yfir sér, þó fátt af skipstjórunum hafi lögmæt próf. Eru skip þessi orðin 10—20. > Sýnilega er hér stofnað til vand- ræða, en enginn árangur hefir enn orðið, að því er kunnugt er, af kæru útvegsmanna til stjórnarráðsins. Hér eftir koma allar stjórnarvalda- ráðstafanir um seinan, á þessu sumri, en auðsjáanlega er hér að ræða um alvarlegt íhugunarefni, sem vel þyrfti að greiðast fram úr. Flutninxabáturinn Agder rakst á sker út hjá Bjargi hér á Eyjafirði þ. 11. þ. m. og er talinn brotinn til muna. Skipið komst með’ naumindum inn að hafnarbryggj- unni hér, en talið líklegt að hann verði dæmdur strand. Strax tókst að fá annan bát í stað- inn, skipið Lesslie, er stundað hefir síldveiðar hér í sumar og fer það skip ferðirnar eftirleiðis samkvæmt áætlun þeirri er Agder hafði. Húsbrunar. Aðfaranótt síðasta fimtudags kvikn- aði á Siglufirði í búð Gísla Jónasson- ar. Fljótt hafði tekist að slökkva eld- inn, en þó höfðu vörurnar skemst til muna og voru þær að sögn ekki vá- trygðar fyrir eldi. En þegar búið var að slökkva þenna eld, stóðu geymsluhús nokkur, er Gránu- félagið átti á Siglufirði, í björtu báli og brunnu þau tvö til kaldra kola. Nákvæmar fregnir af þeim skaða ó- komnar. En eitthvað brann þar af veiðarfærum m. m. Um Höfðahverfishérað sækir að sögn Halldór læknir Stef- ánsson á ísafirði. arlmannsgullhring fann Odd- ný Þorsteinsdóttir í Bændagerði. kóvinnustofalU Surtshellií^ heldur áfram að starfa þó eg fari burtu héðan úr bænum í haust. Góður og vand- aður skósmiður veitir vinnusofunni forstöðu og sér um að alt verði fljótt og vel af hendi Ieyst. Sigurbjorn Sveinsson. týndist 9 á- gúst á vegin- um frá Mold- haugum inn að Lóni. Finnandi skili til Páls Jóns- sonar kennara á Akureyri. Góð fundarlaun. ST0NGU LBER (stikkelsbær) ný, fást eftir helgina í KJÖTBUÐINNI. der korresponderei meget, har alsidige Interesser og sær- Hg Lyst til indbrin- gende Smaahandel og Agentur, Folk med gode Talegaver, Köbmænd, Kommisser, Forsikringsin- spektörer, Handels- Markeds- og Pri- vatrejsende; samt saadanne som vil avertere efter, og arbejde med Under- agenter, og Bissekræmmere etc., kan med et Belöb af 15—20 Kroner, uden at gaa udenfor Dören, uden Butik eller Næringsbevis, danne sig en grundsikker hæderlig og selvstændig Fremtids for- retning. Kemiske Fabrík Qermania. Kas- telsvej 17. Köbenhavn. (SLT'- Tóm sfeinolfuföf kaupir Höepfners verzlun.

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.