Norðurland - 29.08.1908, Blaðsíða 2

Norðurland - 29.08.1908, Blaðsíða 2
Nl. 6 Frumvarpsdeilan og horfurnar. Fyrir nokkuru lofaði eg ritstjóra «Nls.“ að segja í fám orðurn álit mitt um stjórnmálahorfur vorar nú og frumvarpsdeiluna, sem blöðin fyll- ir og alla ærir. Það má heita að eg sé, sem stendur, fyrir utan alt þetta þref og fýsir ekki að taka þátt í því að svo stöddu, en til þess að svíkja ekki loforð mitt með öllu, skal eg fara um þetta fám orðum. aiœsiiegar Nú eru horfurnar Ijóm- horfur i ancji góðar og mörg tromf á hendinni; marg- falt betri en nokkur líkindi voru til fyrir 2—3 árum! Þá fylgdi enginn flokkur, ekkert blað og nálega eng- inn maður ljósri og skýrri sjálfstæð- isstefnu, nú fylgja henni í orði kveðnu allir flokkar, öll blöð landsins og sjálfur ráðherra vor í broddi fylk- ingu! Allir þykjast sammála um að takmarkið sé að fá ísland viðurkent sjálfitœtt ríki, með fullu valdi yfir öll- um sínum málum. Þetta samræmi hjá öllum leiðtog- um um aðalatriðið er svo stórvægi- legt happ, að alt það sem á milli ber skiftir miklu minna máli. En það eru ekki eingöngu blöð- in og leiðtogarnir, sem eru sammála um sjálfstæðisstefnuna. Af undirtekt- um alþýðu undir frumvarpið má á- reiðanlega ráða það, að hún styður sjálfstæðisstefnuna, líklega enn ein- beittar en flestir leiðtogarnir. Jafn- vel landar vorir í Vesturheimi styðja hana sem einn maður. Þetta hefði einhverntíma þótt á- litlegt: Takmarkið skýrt og ákveðið, allir leiðtogar og öll blöð sammála, alþýðan örugg á bak við! Þetta ætti að nægja til þess að koma máli voru fram. Og svo bætist það við að Danir í milliríkjanefndinni féllust að hálfu leyti á kröfur vorar. í stað þess að berja innlimunina blákalt fram, eins og þeir ætíð hafa gert, höfðu þeir góð orð um að viðurkenna oss sem sérstakt ríki, ef ekki í raun réttri sjálfstætt, þá að minsta kosti ríki að nafninu til. Bjargið hefir rótast. Jarð- fast er það ekki og líklegt að því megi velta burtu úr götunni, ef drengilega er á því tekið. Til þess að setja svo að lokum kórónuna á alt þetta mál, hefir ekki eingöngu konungur vor heldur einn- ig ríkiserfingi stutt sjálfstæðismálið. Konungur talaði hér um »bæði rík- in". Ríkiserfingi hafði gert hið sama í nefndarmannaveizlu ytra. Ef þetta eru ekki glæsilegar horf- ur, þá veit eg ekki hversu þær ættu að vera. Aldrei hafa mál vor kom- ist svo langt á leið, aldrei síðan vér mistum hið forna frelsi, sem aldrei skyldi verið hafa. Hér vantar að eins herzlumuninn og annað ekki. Sjálfstæðismenn hafa ástæðu til að gleðjast, þeir hafa þegar unnið mikinn sigur! Og skilnaðarhugsjón- in hefir þroskast stórum! Innan skamms dettur engum í hug að telja fullan skilnað fjarstæðu. Aug- un liafa opnast fyrir því hve gott mál skilnaðarstefnan er. Deiian um Deilur miklar og við- íeioina. sjár hafa verið með mönnumundanfarinár, en ekki alllítið af þeim stóð að ein- hverju leyti á persónulegum grund- velli. Það var barist um völd og aukaatriði, að miklu leyti, sem von- Iegt var, úr því ekkert fast stjórn- málamark lýsti fram undan. Um tíma voru allar horfur á að stjórnarflokk- urinn setti fulla innlimun á sína stefnuskrá. Blöð hans gerðu gys að því að íslendingum dytti í hug að «leika sérstakt ríki". Sömu blöðin lofa nú frumvarið fyrir þann ímynd- aða kost, að það geri landið að sér- stöku sjálfstæðu ríki. Nú telja þau sjálfstæði landsins sjálfsagt takmark. Nú er ekki deilt um takmarkið. Fáum mun og koma nú til hugar að vér verðum svo öldum skiftir að ná því. Aldirnar eru orðnar að áratugum og þykir tíminn alllangur fyrir því. Öll deilan er um það hver leið sé oss bezt og auðsóttust að því, hvort hún sé frumvarpskrókur- inu eða beina slóðin yfir kelduna. Um þessar tvær leiðir skiftast menn í 2 flokka, án tillits til fyrri flokka- skiftingar og er það næsta gleðilegt, að nú ræður málefnið meira en mennirnir í flestum sýslum lands- ins. Hitt er viðsjárvert hversu báðir flokkar verja mál sitt með öfgum og ofstæki, sem villir kjósendum sjónir og spillir fyrir málstaðnum. Skylt er þó að geta þess að „Nl." hefir rætt málið hvað hóflegast og viturlegast allra vorra blaða. Hastarlegt má það vera, ef ekki má sjá tvímælalaust hvor sé rétta leiðin. Vér skulum stuttlega athuga báðar. Frumvarps- vílja samþykkja frum- menn varpið breytingalaust. Þeir hugsa sér að þingið segi við Dani: „guðlaun og sleptu", og annað ekki. Tvent færa þeir til síns máls: 1) að samkvæmt frumvarpinu verði landið sjálfstætt ríki í jafnréttissambandi við Dan- mörku. Frumvarpið uppfylli því kröfur vorar og sé í sjálfu sér gott, hið mesta lán sem landinu hefir hlotnast í margar aldir. 2) að meira getum vér ekki fengið á nokkurn hátt hjá Dönum. Eg efast ekki um að leiðtogar frumvarpsmanna trúi þessu, að þeir berjist fyrir sínum málstað af sann- 186 af að eitthvað óttalega þungbært væri í vændum; en hann þurfti ekki að fara f skólann, og svo hratt hann því frá sér. Hann fór því ekki á fætur fyr en klukkan ellefu. Morgunmatur var borinn inn til hans meðan hann svaf; cn hann hafði ekki lyst á að borða; það var eins og hann væri hálf-ringlaður. Abraham gekk loks út úr herberginu sínu og ætlaði um mjóa ganginn yfir í herbergi foreldra sinna; en dyrnar voru læstar, svo hann varð að fara fram í eld- húsið. Honum brá fyrst í brún að finna þar matreiðslukonu þá, sem vön var að vera hjá þeim, þegar veizlur voru haldnar; hún var að verka ket, og á eldstónni stóð pottur mikill og í honum var soðin ketsúpa. Abraham gekk inn um dagstofuna til að komast inn í svefnherbergið. í stofunum sá hann frú Bentzen og fleiri konur, sem hann þekti; þær voru allar svartklædd- ar, og um borð ,og stóla var mikið af hvítu líni. Al- staðar var moskuslykt. Hann áttaði sig ekki fullkomlega á neinu fyr en hann stóð við hvílu móður sinnar. Þarna Iá hún, — nú sá hann það. »Mamma!« sagði hann mjög hljóðlega;—»mamma!« kallaði hann aftur dálítið hærra. Og þá lagðist treginn svo þungt á hann, að honum fanst hann ætla að kafna. í einu vetfangi sá hann og skyldi aðför hins miskunarlausa dauða, og hann gat ekki grátið. Faðir hans kom hljóðlega inn og talaði blíðlega við hann. »Nú skulum við báðir, Abraham, halda saman; nú er stríð hennar á enda; sjáðu, hve rólega hún hvílir«. 187 Því næst ýtti hann honum með hægð út úr svefn- herberginu. Yfir öllu í húsinu hvíldi viðkvæmnin og hluttekning, og alt fór fram hægt og hljóðlega, þó að fólkið væri í önnum. Hvít tjöld átti að hengja fyrir gluggana sem allra fyrst, og húsið var stórt með mörgum gluggum, sem sneru út að tveimur strætum Inn í skrifstofu prófessorsins mátti aðeins enginn koma. Þangað leitaði Abraham. Faðir hans sat þar og ritaði hraðskeyti, leit upp frá því við og við og andvarpaði. Abraham stóð gratkyr og horfði út í garðinn, þar sem haustregnið féll úr loftinu jafnt og þunglamalega. Fölleitur maður og blíður á svip kom inn og tatði prófessorinn; Abraham vissi, að það var líkfaraboðinn; og meðan þeir töluðu saman Iaumaðist hann inn í svefnherbergið aftur. Hann settist niður og horfði á móður sína. Hann grét lítið, bara starði sem höggdofa á hana og virti fyrir sér svipinn, er hann þekti svo vel, — andlitið, sem ekki hreyfðist nú framar. En ætli það væri nú ó- hugsandi, að þeim hefði getað missýnst? Að hugsa sér það, ef hún sneri sér nú að honum og segði »Abbi minn, eg er ekki dáin«. Faðir hans kom aftur og fann hann þarna, talaði við hann ofurlitla stund og ýtti honum svo aftur með hægð út úr herberginu. Um Ieið og prófessorinn gekk fram hjá, hvfslaði hann einhverju að litlu, fallegu frúnni Iögreglustjórans; og sköinmu seinna mælti hún, — það var auðheyrt að það átti bara að vera af tilviljun; en Abraham skildi vel, hvernig í því lá —, færingu og föurlandsást, að minsta kosti flestir. In ekki er petta full sönnun fyrir ví, að mál þeirra sé rétt. Hvað fyrri Hðina snertir að land- ið verði sjálfstitt ríki eftir frumvarp- inu, þá er aðens um tvent að gera: Annaðhvort hfa nefndarmenn ver- ið gintir og nisskilja frumvarpið, eða það er óffefilega óljóst og illa samið. Væri þirra skilningur alls- kostar réttur, hlyti t. d. í fyrstu grein frumvabsins að standa, að landið væri sjlfstætt ríki og sam- bandið að heita„dansk-íslenzka kon- ungsveldið" eð. þvílíkt, en ekki hin danska ríkisheila Að frumvarpið upp- fyllir allar kröfir vorar er vitanlega algjörlega rangf Sjálfir nefndarmenn- iinir kröfðust niklu meira í nefnd- inni, tii að byia með. Því fer svo fjarri að það ullnægi allra óskum, að enginn er ánegður með það að ör- fáum undantekiingum fráskildum. Ef vér gætuii fengið fulla vissu fyrir því, áður en frumvarpið væri samþykt, hvort Scilningur frumvarps- manna er allskQtar réttur eða rang- ur væri mikil slýring fengin. Marg- ir fleiri mundu ityðja frumvarpið, ef hann reyndist éttur, miklu færri ef rangur reyndist, Einmitt slfku fullnaðarúrskurður stendur oss til ioða. Vér getum f;ngið hann með því að breyta frumvirpinu, með því og engu öðru! E vér breytum því þannig að það Sandi skýrt og tvímœla- laust í sjálfu fruwarpinu, sem nefnd- armenn telja ai sé meining þess, þá er engin ásteða að efa að Danir gangi að því, ivo framarlega sern nefndarmenn h«*fa ekki misskilið þá. Frumvarpið hlýhrað batna við breyt- inguna. Ef Danr neita að ganga að slíkum breytingim, hefir fláttskapur búið undir tvíæðu orðunum og tvöfalda textanun og nefndarmenn verið gintir. Er -,etra að vita slíkt á undan en eftir. Þess meiri ásæða er til þess að þrófa þannig nvcrt skilningur nefnd- armanna er rétur, sem þeir hafa, þó illt sé til þe% að vita, í sumum atriðum farið me< ósatt mál. Þannig var þetta um jafrijildi textanna, þann- ig um það að beði löndin væru al- gerlega jafnrétthj eftir frumvarpinu. Væri eg í spmim nefndarmann- anna vildi eg gera hóflegar breyt- ingar á frumvarpinu. Eg mundi ekki treysta í blindní á skilning minn í svo vafasömu máli. Hvað það snertir að vér getum engu um þokað hjá Dönum, þá er því fljótsvarað: Ijm þetta vita nefnd- armenn alls ekk. Frumvarps- vilja breyta frumvarp- andstæðlngar /nK. Sumir VÍlja að- eins breyta því svo að frumvarpið sálft sé tvímælalaust í samræmi við skýingar nefndarmanna, aðrir gerbreyta |ví og hafa engin mál óuppsegjanleg. Hið fyrra er sjálf- sagt, það dylsj mér ekki, hitt er álitamál og mun það þó efst í hug- um landsmanna. í „Afturelding" hef eg (bls. 115) lagt algerlega á móti óuppsegjanlegum málum og frum- varpsfyrirkomulaginu, en ef til vill væri þetta þó íkki algjör frágangs- sök, ef vel væri að öðru leyti um hnútana búið, þegar þess er gætt

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.