Norðurland - 05.09.1908, Blaðsíða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir.
3. blað. j Akureyri, 5. september 1908. j VIII. ár.
HÉR MEÐ tilkynnist hlutabréfaeigendum Gránufélagsins og
verzlunarstjórum pess, að aðalfundur, er haldinn var p.
28. p. m., ákvað, að ekki sklydi greiða vexti af hlutabréf-
um félagsins fyrir árið 1908.
Akureyri 31. ágúst 1908.
O. C. Thorarensen. Frb. Steinsson.
Björn Jónsson.
Ávarp
til íslendinga heima á Fróni frá íbúum Narrows-
og Siglunesbygða, Man., Can.
8. árgangur
NORÐURLANDS
kostar að eins
B0T 1 krónu 25 aura.
JMýir kaupendur.
gefi sig fram sem fyrst.
Til viðskiftamanna.
Háttvirtir viðskiftamenn blaðsins eru
beðnir að borga skuldir sfnar sem fyrst.
Sérstaklega er skorað á þá
menn, sem veitt hafa blaðinu móttöku
til margra ára, án þess að borga það
og án þess að endursenda það, að
borga skuld sína, eða í öllu falli
eitthvað í henni í bráð.
Slíkt er ekki góðra manna háttur,
að láta senda sér blaðið ár frá ári,
en borga ekkert.
Stóreftirtektaverðar
44444 tillögur.
Hinn 3. þ. m. barst Norðurlandi
svohljóðandi einkaskeyti írá Reykja-
vík.
wAftenposten", eitt af helztu blöð-
um Norðmanna, flytur grein móti
Uppkastinu, eftir Gjelfvik prófessor
í þjóðarrétti, Evrópufrægan.
G. vill að sambandssáttmálinn sé
kallaður samningur (traktat) ekki lög,
svo að gerðadómurinn í Haag dæmi
á milli. Vill að sambandið verði
þjóðarréttarlegt ekki ríkisréttarlegt.
Gamli sáttmáli er enn í gildi.
Sambandið verður ríkisréttarl egt
ef ísland á að vera partur úr »Det
samlede danske Rige".
Eftir tillögu G. eiga Danmörk og
ísland að vera frjáls, sjálfstæð ríki,
sameinuð undir einum konungi,
meðan arfgengur prins af Gliicks-
borgarættinni lifir.
Utanríkismál sameiginleg í 25 ár,
pá uppsegjanleg, ef alþingi eða ríkis-
þing ákveða svo.
Sameiginlegar hervarnir hættuleg-
ar báðum. Hvorugt Iandanna getur
hinu hjálpað. Danmörk getur neyðst
til að láta ísland af hendi þrátt fyr-
ir ákvæðið um að það skuli vera
„uafhændeligt."
Fréttir þessar verða að sjálfsögðu
innilegt fagnaðarefni fyrir alla þá
menn, er Iand þetta byggja og láta
sér hughaldnara um það, að það
verði arfar þeirra sjálfra, er eigi
þetta land, en að það verði Danir.
Danska flokknum verða þær að sjálf-
sögðu gremju- og skapraunarefni,
eins og öll þau ummæli, er birtast
frá merkum útlendingum og oss
eru í vil.
Víst kemur oss það vel, að merk-
ur og mikils metinn þjóðréttarfræð-
ingur, maður, sem bæði er í þeirri
stöðu og í þeim metum meðal vís-
indamanna heimsins, að orðum hans
eru veitt sérlega eftirtekt, — já, víst
kemur oss það vel — að slíkur mað-
ur skuli halda því fram, að Gamli
sáttmáli sé enn í gildi, þrátt fyrir
kenningar Berlíns hins danska, sem
stjórn vor er nú að breiða út til
þjóðarinnar og lætur landssjóðinn
kosta og þrátt fyrir þá skæðadrífu
af blekkingum um þetta mál, sem
nokkurir þjónar hennar hella nú út
yfir þjóðina.
Reyndar vitum vér það sjálfir, að
flestir þeirra gera það' af því einu,
að þeir líta mataraugum til ráðherr-
ans, en mikils vert er það þó, á
þessum tímum, að góðir og merkir
menn leggja þjóð vorri lið í þessu
efni, er sumir synir hennar svíkjast
um það og það einmitt þá, er þeim
bar mest skylda til að verja mál
hennar.
En ekki er það síður ánægjuefni
hve tillögur þessa manns eru bæði
djarfar og viturlegar, og kemur það
oss vel að heyra þær og ekki síður
Dönum.
Hraðskeytið gerir að sjálfsögðu
aðeins grein fyrir niðurstöðuatriðum
prófessorsins en ekki fyrir ástæðum
hans, nema að nokkru leyti og er
því ekki hægt að skýra frá þeim
nánar.
En auðséð er það, að fyr -
ir honum vakir að mestu leyti
sama hugsunin, sem vakað hefir
fyrir oss Islendingum. Vér vildum
fá samning en ekki lög og vér
héldum því fram, að orðið »uaf-
hændeligt" trygði það ekki á neinn
hátt, að Danir þyrftu ekki að Iáta
ísland af hendi. Þessu hvorutveggja
var haldið og er haldið fram af þeim
mönnum, sem ekki hafa slept skyn-
seminni, til þess að hugsa eins og
þeir halda að Danir vilji láta oss
hugsa.
Nú höfum vér fengið skýra yfir-
lýsingu merks þjóðréttarfræðings um
það, að hann líti á þessi atriði sömu
augum sem vér.
Það er og ekki sízt eftirtektavert
að G. leggur það til að óuppsegj-
anleg mál séu engin á milli land-
anna og að hann bendir á hættuna
afsameiginlegum hervörnunum enda,
ræðir þar líklega um óviturlegasta
ákvæðið í Uppkastinu, hvort sem
litið er til Dana eða íslendinga.
Þinsrmálafundurlnn
á Sauðárkrók 2. þ. m. hafði verið fjöl-
mennur, enda var héraðsfundur haldinn
þar sama daginn. Sambandsmálið rætt
af töluverðu kappi frá báðum hliðum,
en atkvæðagreiðsla fór ekki fram.
Ólafur Briem
á Alfgeirsvöllum hefir legið í lungna-
bólgu, en er nú í afturbata og tal-
inn úr allri hættu.
Kæru landar!
Allir íslendingar vestan hafs fylgja
með sterkum áhuga tíðindum þeim,
er nú eru að gerast heima á hinu
kœra fósturlandi. Vér hugsum til þess
með söknuði, margir, að örlögin hafa
flutt oss fjarri fósturjörð vorri, svo
vér getum eigi tekið beinan þátt í striði
því, er nú er háð um það, hvort hin
islenzka þjöð sé réttur eigandi lands-
ins sins, og hvort hún hafi rétt til
að vera til sem sérstök þjóð, eða hvort
hún eigi hér eftir aðéins að vera grein
af ráðríkri smáþjóð, sem vill hrijsa
undir sig eignarrétt á íslandi, til þess
að geta notað, sér i hag, auðsupp-
sprettur þess.
Sigur, eða ósigur hinnar íslenzku
þjóðar er nú undir þvi kominn, hvort
þjóðin fylgir nú þeim, er bezt halda
fram rétti hennar, við þingkosningar
þœr, er nú er verið að búa undir
heima á íslandi og fram eiga að
fara 10. sept. nœstk., eða hún lætur
tælast af blíðmælum, eða gugnar fyr-
ir hótunum ráðríkra hirðsnáka, og
skriðdýra þeirra, er þeim fylgja að
málum.
Vér undirritaðir ibúar Narrows- og
Siglunessbygða sendum bræðrum vor-
um og systrum heima i íslandi hlýja
kveðju og hugheila ósk um að hinn
góði málstaður megi sigra, og skorum
á alla góða íslendinga að fylkja sér
nú allir • undir það merki, er hin ó-
gleymanlega frelsishetja vor, Jón Sig-
urðsson, hóf á loft. Látið nú heróp-
ið: „Vér mótmœlum allir“ bergmála
um fjöll og dali íslands! Skákið úr
þingsœtum þeim, er þér hafið ráð á,
skræfum þeim, sr lögðust flatir á
fótskör danskra stórbokka i sam-
bandslaganefndinni, þá er þér trúðuð
þeim fyrir yðar helgustu þjóðréttind-
um, eignarréttinum á landinu yðar,
réttinum til að vera frjáls þjóð í
frjálsu landi. Kjósið þá eina á þing,
er þér vitið með vissu að hafa dreng-
skap til að fella umsvifalaust vélráða-
frumvarp það, er nefnt er sambands-
lagafrumvarp. Fylkið yður nú hald-
góða fylking og látið eigi gamla
flokkaskifting eða flokkstöðu glepja
yður sýn. Hér er um einfalt mál að
rœða, er engum stjórnvélaskýringum
œtti að vera hægt að vefja inn í.
Spurningin er að eins: Hvort eiga ís-
lendingar ísland og hvort eiga þeir
rétt til að vera frjáls þjóð? Hrópið
núallireinum rómi, kjósendur íslands!
Vér krefjumst þess að vera viður-
kendir sem sjálfstœð þjóð, er eigum
sjálfir land vort og landhelgina.
Vér íslendingar, er byggjum þessar
framanskráðu bygðir, erum allflestir
kynjaðir úr norður- og austurhluta
íslands. Vér beinum þvi sérstaktega
máli voru til þeirra, er byggja þann
hluta íslands. Pér hafið jafnan verið
taldir framgjarnasti og þrautseigasti
hluti þjóðarinnar tslenzku. Látið nú
sannast að svo sé enn. Munið það,
Austfirðingar! að forfeður yðar ját-
uðust siðastir undir einveldið. Heill
sé yður að þér hafið nú fyrstir kveð-
ið upp dauðadóm yfir sambandslaga-
frumvarpinu! — Norðlendingar! Munið
það, að Einar Þveræingur var úr
yðar landshluta. Var Eyfirðingur.
Rennið augunum aftur i timann til
þjóðfundarins 1851. Þá voru það
embættismennirnir yðar, Eggert Briem,
Kristján Kristjánsson og sira Halldór
Jónsson (sem þó var konungkjörinn
þingmaður), sem börðust fyrir frelsi
og rétti þjóðarinnar fremst i fylking
foringjans göfuga, Jóns Sigurðssonar.
Munið þá síra Benidikt Kristjánsson,
Einar i Nesi og Jón á Gautlöndum,
er jafnan stóðu fremstir, þegar að
striðið var harðast. Látið ekki niður
falla það merki, ekki deyja þá hug-
sjón, er þeir börðust fyrir, hugsjón-
ina: Alfrjáls þjóð i alfrjálsu landi.
Hrindið burtu úr öllum þeim trún-
aðarstöðum, er þér hafið ráð á, öll-
um þeim er safna saur á leiði yðar
látnu höfðingja, og vilja troða niður
i skarnið merki það, er þeir vildu
teggja Hf og blóð i sölurnar fyrir.
Skúli Thoroddsen ritstjóri hefir nú
reist drengilega þetta merki. Heill og
heiður fylgi honum og störfum hans!
íslendingar. Góðir brœður og systur!
Fylkið yður fast undir þetta merki.
Látið ekki blekkjast af gyllingum
hirðgæðinganna. Gugnið ekki fyrir
einkennisbúningum eða embœttishroka.