Norðurland - 10.10.1908, Blaðsíða 2

Norðurland - 10.10.1908, Blaðsíða 2
Nl. 30 Lærdómsþrá og þorsti, þér sem brann í lund, spáði þér um þessa þreyðu sælustund. Nú skal gröfin geyma, grát og banasæng; senn er skólinn settur, Serafs undir væng. Þótt sé þungt að sakna þinna gáfna hér, hátt í lífsins ljóma lánið dillar þér. — Heyri eg önd hans inna, orð er hljóða svo: »Kystu, milda móðir, mína bræður tvo. »Ef eg get eg greiði gæfu þeirra spor, þar til böl og bylji bætir eilíft vor. »Kveddu kæra afa kveddu trænda lið. Guð, mín góða móðir, gefi oss öllum frið. »Hræðist ei né harmið, hel er lífsins dyr; ungan svein þið eigið alt eins nú og fyr.« Matth. Jochumsson. Kvæði þetta var áður prentað í »Norðra« en þar hafði það afbakast svo mjög, að ekki þótti viðunandi og er því prentað hér aftur, eftir ósk hlutaðeigenda. í Breytingar á Uppkastinu. Mikilvæg tíðindi. Professor Matzen í Kaupmanna- höfn — sá af nefndarmönnunum í sambandslaganefndinni, sem ís- lenzku nefndarmennirnir töldu örð- ugastan viðfangs og óljúfastan til þess að viðurkenna réttindi vor — hefir, að því er segir í símskeyti frá Kaupmannahöfn til íslenzkra blaða, iýst yfir því á fundi hægri- manna að hann teldi líkiegt að Danir mundu fáanlegir tii þess að gera breytingar á Uppkastinu, eftir óskum vorum, en þó tæpast svo mikiar, að sambandið yrði hreint persónusamband. Ekki verður því sagt að illa horfi í bráð og eru þessi tíðindi næsta eftirtektaverð fyrir þjóð vora. Sá af nefndarmönnunum, sem oss var örðugastur, tekur nú ekki einu sinni þvert fyrir persónusamband. Mikið má þjóðin gleðjast yfir því, að hún lét ekki fleka sig til þess að ganga að Uppkastinu óbreyttu. Auðsjáanlega eru það kosning- arnar hér á landi, sem hafa haft þessa breytingu í för með sér á huga prófessors og þá líklega fieiri Dana, þeirra, er taldir hafa verið sanngjarnari í vorn garð. Pví hefir að vísu verið haldið fram, að er- indi vort hafi verið rekið slælega af íslenzku nefndarmönnunum. Á það skal hér engan dóm leggja í þetta sinn, enda erum vér þess full- trúa, að það er hinn ótvíræði vilji þjóðarinnar, er hér veidur mestu um. I Nýtt ráðaneyti í Danmörk. Símfrétt frá Kaupmannahöfn seg- ir að Nergaard sé falið að mynda nýtt ráðaneyti í Danmörku. Sem kunnugt er tók hann við ráðherratign í sumar, í ráðaneyti J. C. Christensens og var þar fjár- málaráðherra. Var hann talinn þar annar atkvæðamesti maðurinn í ráða- neytinu en J. C. Christensen. Að öðru leyti er enn ókunnugt um ráðaneytisskipunina. Nergaard hefir verið vinstrimaður alla tíð, tók um eitt skeið mikinn þátt í því að ryðja Estrup frá völdunum, er hann braut grundvallarlög Dana svo stórlega, sem kunnugt er, en síðan var hann þó talinn með þeim flokki vinstri manna, er hægast vildi fara. Náttúrlega hafa þáspádómarNorðra um hægrimanna ráðaneytið reynst sama vitleysan eins og aðrir spá- dómar í því blaði. Ýmsar fréttir frá útlöndum. Bóla og kólera- Talsverð brögð hafa verið að ból- unni í Kristjaniu og var tæpast að sjá að hún væri í rénun er síðast fréttist. En svo er kólera líka komin upp í austurhluta Norðurálfunnar og gerir, sem vænta mátti, ekki lítinn usla. Mest brögð eru að henni í höfuðstað Rússaveldis, St. Pétursborg og legst hún þar á eitt með stjórninni að kúga lýðinn. Sagt að þar sýkist daglega 300 manna úr kóleru, en 100 manna deyi líka daglega úr henni. Bankavextir- í Lundúnaborg eru bankavextir nú 2V2 %, en var þar 4V2 % um þetta leyti í fyrra. Sumir höfðu jafnvel bú- ist við því að vextir færu þar niður í 2 %, en nú er talið að ekki verði af því. Það er rétt eins og hérna hjá okk- ur, sem lifum í hinum »óaðskiljanlega hluta Danaveldis«. ^fvinnuleysi og verkföll. Kvartað er mjög um atvinnuleysi á Englandi og Skotlandi, eins og víðar í heiminum. Er því búist við að víða verði búsveltan allmikil næsta vetur. Við þetta bætast svo verkaföllin, sem oft gera ekki annað en auka á neyð fátækra manna, er ekki tekst að vinna bug á auðvaldinu, sem tíðlega vill verða. Á Englandi er nú alment verkfall í bómullar-verksmiðjum og ganga 127 þúsund verkamanna atvínnulausir, en 415 bómullarverksmiðjum hefir orðið að loka. Fiskiveiðar við Skotland þykja hafa orðið með minna móti í surnar. Veiðin talin um 36 miljón kr. virði 8 fyrstu mánuði ársins og þykir ekki mikið. Á Shetlandi var fiskiaflinn 4 miljón kr. virði í ágústmánuði í fyrrasumar, en ekki nema 1 V4 mil- jónar nú í sumar. Síldveiðarnar við Skotland hafa og gengið með lakasta móti. Mannstraumuriun til Vesturheims hefir verið óvenju lítill þetta árið, við það sem vant er að vera. Þess vegna verða líka mörg þau félög fyrir miklu fjártjóni, er hafa það fyrir atvinnu að flytja fólk miili Vesturheims og Norð- urálfunnar. Tvö stærstu gufuskipafélög heimsins, í Hamborg og Bremen, verða fyrir miklu tjóni. Á þessu ári flutti félagið í Bremen til Vesturheims 37,000 farþega á öðru farrými, 8 fyrstu raán- uði ársins; en árið áður flutti það á sama tíma til Vesturheims 163,000 farþega í 2. farrými. Skáldakonungarnir Leo Tolstoj og Björnstjerne Björn- son hafa hvor um sig haldið sína há- tíð fyrir skemstu. Tolstoj varð áttræð- ur 10. september, en Björnson hélt gullbrúðkaup sitt og konu sinnar um sama leyti. X Samir við sig eru þeir enn þá hægrimennirnir dönsku, sem stýra blaðinu „Vort Land". Þar er sagt frá því 11. f. m. að nýlega hafi staðið bréf frá íslandi í einu af merkustu blöðum Þjóðverja ,;Berliner Tageblatt" og sé þar vik- ið að þeirri uppástungu, að komið sé á beinum gufuskipaferðum milli Hamborgar og Reykjavíkur. Grein- arhöfundurinn færir þá eðlilegu á- stæðu fyrir þessari uppástungu, að mikið af þeim vörum, sem fluttar séu frá Danmörku til Islands, sé ekki annað en þýzkar vcrur og megi því spara þann kostnað, sem leiði af því að skipa vörunum upp og út í Danmörku og álagningu danskra kaupmanna á vörurnar. Út af þessu lætur blaðið »Vort Land'' þess getið með töluverðri gremju, að því miður sé löggjafar- málum íslands og Danrnerkur svo komið, að Danir gætu ekki bannað þessar gufuskipaferðir. Það skín á milli línanna, að engir ættu að hafa rétt til þess að skifta við oss nema Danir einir. Þeir vildu enn kúga oss, eins og Grænlendinga, ef þeir gætu. Slíkir eru þeir tnenn sem þykjast vera bræður vorir! Og slík þjóð þykist hafa rétt til þess á 20. öldinni, að ráða fyrir ör- lögum frændþjóðar sinnar! Blaðið huggar sig þó við það að enn muni reynast örðugt að koma þessurri beínu gufuskipaferðum á. Reyndar sé nóg að flytja frá Ham- borg til Reykjavíkur, en tæplega nóg írá Reykjavík til Hamborgar. Blaðið telur tortnerki á því nú í svipinn að koma á samningi við ís- lendinga, setn banni þessháttar sam- kepni við Dani um íslenzku verzl- unina! Hyggur því ráðlegast að snúa sér til Þjóðverja sjálfra, næst þegar þeir geri við þá verzlunar- samning, og reyna að komast að þeim kaupum við þá, að dönsku verzluninni sé engin hætta búin. Af ótta fyrir því að þeir tímar muni koma, að Danir standist ekki verzlunarsamkepnina við ísland 0 \ fái eklci skatt af því, sem aðrar þjóð- ir búa til handa oss, leggur blaðið það því til að reyna til að einangra verzlun íslands tneð verzlunarsamn- irigi við aðrar þjóðír. Hann lýsir sér ekki illa þarna bróðurhugurinn, eins og stundum fyrri. % líppe/di barna. Siðameistari á Englandi, sem oft þótti æði oiðfrekur, sagði einu sinni til foreldra þeirra, sem á hann hlýddu: »Til hvers eruð þið, mann fram af manni, að kenna krökkum yðar eintóma vitleysu, oftast með höggum og slög- um, eða þveröfugu eftirdæmi? Árangur uppeldisins hér á landi—hver er hann jafnaðarlega ? Hann er sá, að sum börn- in verða villidýr, önnur skepnur, og hin skriðkvikindi! — — Þið kennið beztu siðareglur í orð>: hvað himneskt sé að elska, og háleitt að fyrirgefa, hvað heimskulegt sé að hefna sín og hvað heiðinglegt sé alt handalögmál og hættulegt að espa og erta ilt skap. En á borði kennið þið hið gagnstæða, og svo börn ykkar þeg- ar þau taka við. Eg skal benda á fá- einar syndir ykkar: Þið breytið ekki —lempið ykkur ekki eftir eðli bernsk- unnar, heldur heimsku og geræði full- orðins fólks; þið vitið ekki, að hvert barn á heilög réttindi og á að ráða í öllu því, sem heilbrigð nfjttúran fyrir- skipar — auðvitað með eftirliti. Þar þarfnist þið vitsmuna og þekkingar, lempni, kunnáttu, þolgæðis, nærfærni og ósigrandi elsku og blíðlyndis. Þið gleymið dagsdaglega því djúpi, sem er staðfest milli manneðlis á 10. ári og manneðlis á fullorðisárum. Og svo koma ávirðingar barnanna og versta syndaregistur foreldranna. Þegar barn ykkar hefst rangt að, fær það skammir högg og slög. Mundi sú aðferð vera rétt? Aíbrot hinna glæpamannanna mættu líka þeirri meðferð fyrir mörg- um öldum síðan, meðan þjóðirnar voru barbarar—þýfið var fest á bak þjófs- ins og síðan var hann færður til gálg- ans. En margir foreldrar beita sams- konar réttarfari við börnin sín enn í dag: líta einungis á brotið, og berja þau óðara, oftast í bræði! Trúið mér, hér ber mannkynið aðal syndasekt sína á baki! Vitrustu menn þjóðanna komast í mát, þegar þeir eiga að rannsaka sakir jafnvel algengra glæpa- manna og saknæmi glæpa þeirra. En ungum foreldrum, sem enga hugmynd hafa um hið myrka manneðli og enn síður barnseðlið — fávísustu manneskj- um mannfélagsins, þeim er ætlað, fyrir- varalaust, að fara með öll sakamál barna þeirra, það er að segja, jafna þau eftir hugþótta sínum, án umhugs- unar, yfirheyrslu, dóms og laga! -— Hvernig á svo kynslóðinni að fara fram ? Hvernig eiga óvitarnir að læra kristna siðfræði — hinna æðstu, vitr- ustu og fegrustu undir sólunni?* — -----»Þið eigið aldrei að refsa barni ykkar í bræði! Þið eigið aldrei að hræða þau með ofbeldi eða leggja á þau heiftarhönd! Sé barnið ekki sjúkt eða afglapi (t'díót), má leiða það, nálega ævinlega, með góðu, með for- tölum, með ástúð, með fyrirgefningu, með viðkvæmninnar, elskunnar, nær- færninnar, þolinmæðinnar ráðum. Börn- in eiga batann fyrir sér. — — Stýrið viti þeirra, eflið stillingu þeirra, stjórn- ið metnaði þeirra. En umfram alla hluti kennið þeim sjálf, með ykkar eigin dæmi, að umbera, gera gott, vinna gaga og að fyrirgefa.------« M.J.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.