Norðurland - 10.10.1908, Blaðsíða 3

Norðurland - 10.10.1908, Blaðsíða 3
Xaf/ar um /anc/shagi. Verzlunarmagn landsins. Með því orði skilja menn upphæð allrar verzlunarinnar o: verð útlendu- vörunnar, sem inn er flutt, með því verði sem á hana er lagt hér og verð innlendu vörunnar, sem flutt er út. Arið 1906 er upphæð verzlunarinnar sett 30 miljónir 412 þús. kr. Af því gerir útflutta varan þó ekki nema 13 miljónir 555 þfls, kr., en innflutta varan aftur 16 miljónir 875 þús. kr. Verzlunarmagnið hefir þá þetta ár verið meira en nokkurntíma áður undan- farið. Útfluttar vörur eru þó sízt meiri en árið áður, en vörurnar, sem inn voru fluttar, eru aftur 2 miljónum 200 þús. kr. méiri en árið 1905. Pen- ingaveltan inn og út úr landinu var með mesta móti. Innfluttar voru 1 milj. 399 þús. kr. en útfluttar um 21/<t milj. Verzlunarmagnið hefir vaxið ákaf- lega síðastliðinn aldarfjórðung. Árin 1881 — 85 voru aðfluttar og útfluttar vörur samanlagt ekki nema 11,663,000 kr. En síðan hefir þessi tala farið vaxandi árlega. Þessi aukning verzlunarinnar í land- inu nemur miklu meira en því sem svarar til fólksfjölgunarinnar í landinu. Árin 1881—8$ námu aðfluttar vörur á mann tæpum 86 kr. en útfluttar vörur, sömuleiðis á hvern landsmann, voru 78 kr. Nú eru aftur vörur flutt- ar til landsins fyrir tæpar 191 kr. á mann en vörur fluttar út úr landinu fyrir 150 kr. á mann. Fyrir rúmum 20 árum síðan var verzlunarmagn hvers íslendings að meðaltali um 164 kr. en var árið 1906 341 kr. Hjúkrunarfélagið Hlíf. Vér leyfum oss að minna bæjarbúa á, að félag þetta heldur tombólu á morgun, til að efla sjóð sinn. Þó margir hafi nú fremur lítið aflögu, er þó sjálfsagt rétt að styrkja svo þarft fyrirtæki, því félagið vinnur einkar þarft verk í þessum bæ og er líklegt til þess að gera það enn betur, er tímar líða. Félagið var stofnað snemma á fyrra ári af 8 konum bæjarins, en fljótlega urðu þær um 40. Markmiðið var að hjálpa fátæku fólki, en brátt komst félagið að þeirri niðurstöðu, að það gerði þetta bezt með því, að það breyttist í algert hjúkrunarfélag og var svo gert 4. maí í sumar. Síðan hefir félagið unnið að því með mikilli alúð, að hjúkra sjúkum fátæklingum heima hjá þeim og jafnframt sjá þeim fyrir hentugu fæði, ef þörf var á. í stjórn félagsins eru frk. Anna Magn- úsdóttir, formaður og frúrnar María Hafliðadóttir og Margrét Guðmunds- dóttir. — En þessar eru í hjúkrunar- nefnd: María Hafliðadóttir formaður, Sigurbjörg Olafsdóttir, Svanfríður Jóns- dóttir, Lilja Kristjánsdóttir og Rann- veig Bjarnadóttir. Hjúkrunarkonurnar eru þær frúrnar Sigurbjörg Jónsdóttir og Efemía Ein- arsdóttir. Samvinna í félaginu er hin bezta og eru félagskonur orðnar 60—70. Júlíus Halldórsson Iæknir á Blönduós flytur á þessu hausti alfarinn til Reykjavíkur. Hallgrímur Sveinsson biskup var sæmdur kommandörkrossi af i-flokki, er hann lét af embætti. 3i Nl. Vatnsleiðslan á Odcíeyri. Það fyrirtæki, að Ieiða vatn í húsin er vafalaust eitt hið þarfasta verk sem hér hefir verið unnið í seinni tíð, en þó er það nú orðið hið vandræða mesta fyrir- tæki sem hér hefir verið byrjað á. Fyrstu brunnarnir, sem kostuðu mikið fé reynd- ust óbrúkandi. Vatnið var svo vont. Það gat enginn séð fyrir, en eftir það að Eyrarlands brunnurinn fyrsti kom til sög- unnar, var vatnið gott en oflítið. Þó var oftast nokkurt vatn, nema seinnipart sum- ars fram á vetur, en nú hafa síðan verið grafnir 3—4 brunnar, sem hafa kostað stórfé og þá til ónýtis því nú er vatns- laust og hefir verið svo, síðan löngu fyrir sláturtíð, og er þá svo að sjá sem öllu því fé hafi verið fleigt i sjóinn. Það skal eg taka fram, að ekki var hægt að sjá það fyrir, að alt þetta verk yrði að eng- um notum, en það er annað sem eg vil segja, og það er það, að þegar reynsla var fengin fyrir því, að vatnið úr fyrsta brunninum (Eyrarlandsbrunninum) reynd- ist svikult, þá álít eg að ekki hafi verið rétt að leggja útí meiri kostnað, að þeim fornspurðum, sem vatnsins eiga að njóta, með öðrum orðum, það hefði átt að spyrja þá hvort þeir vildu heldur hafa á hættu að nægilegt vatn fengist með auknum kostnaði, eða þola vatnsleysi nokkurn tíma ársins, því nú hefir reynslan sýnt, að hið fyrra hefði þó verið skárra. Eg sem þessar línur rita hlýt nú að grafa upp brunn hjá mér í kjallara og vil gjarn- an losast við þann skatt sem hingað til hefir verið borgaður og eftirláta öðrum það litla vatn, sem kynni að renna hingað. Annars finst mér þetta svo mikið alvöru- mál að það þurfi eitthvað að gera. Það er alveg sérstakt i sinni röð, vatnið er sem önnur vara, sem maður semur um að borga með vissri upphæð yfir árið, en svo fær maður ekki nema nokkurn part af vör- unni en er krafinn um fulla borgun. Þetta sýnist ekki réttiátt, en hér álít eg stigið skakt spor af þeim sem hafa framkvæmd- ina á þessu verki, n. I. eins og áður er á minst, að þeir ekki létu vatnskaupendur ráða hvað mikið þeir vildu auka kostnað- inn upp á óvissu um aukið vatn því þá fyrst hvíldi skyldan á okkur að borga aukna skatta. Akureyri 8. október 1908. Magnás Einarsson. Blskupsvísrsla fór fram í Reykjavík á sunnudaginn er var. Þá vígði Hallgrímur biskup Sveinsson hinn nýja biskup landsins Þórhall Bjarnarson. Vonandi kemur það þá ekki oftar íyrir, að fslenzkir biskupar þurfi að sækja vígslu til útlanda. Flensborearskóllnn. Þar verða í vetur þessir kennarar: Ögmundur Sigurðsson forstöðumaður skólans, Helgi Valtýsson og síra Jan- us Jónsson. 12. f. m. höfðu 75 nem- endur sótt um skólann og sýnist þá eitthvað annað liggja nær, en að leggja þann skóla niður. Mannalót. Ziemsen, frakkneskur konsúll f Rvík, andaðist í fyrrakvöld. (Simfrétt) Stefán Stefónsson skólastlórl er á góðum batavegi, en er þó ekki enn farinn að klæðast. TrúlofuO eru Þorsteiun M. Jónsson kennari frá Seyðisfirði og unglrú Sigurjóna Jakobsdóttir á Akureyri. Tll srasnfræDaakólans eru nú komnir rúmlega 80 nem- endur og von á einhverjum fleiri. 39 af þeim eru komnir í heimavist. Aiiar tóbakstegundir ódýrasfar í tóbaks- °s vindlaverzlun Jóh. Ragfúelssonar. Hafnarstrœti 35. Epli og Vínber í verzlun Sig. Sigurdssonar. irkjujörðin S t CB V T í- Árskógur á Árskóg- strönd fæst til ábúðar í næst- komandi fardögum. Semja má við undinit- aðan. Völlum í Svarfaðardal ?/io ’o8. Stefán Kristinnsson Kvenfélagið „Framtíðin“ þakkar öllum bæði útlendum og innlendum, sem á síðast- Iiðnu sumri, á Siglufirði, styrktu það með gjöfum til hjálpar Lúpus-veiku stúlkunni. En sérstaklega þakkar það herra Jóni Jónssyni frá Bændagerði er stóð fyrir samskotunum, sem urðu 99 kr. Þess má geta að Norðmenn voru engu síður fúsir að gefa en innlendir. Stjórnin. Cstar nýkomnir verzlun Sig. Sigurðssonar. QfT-r NÝTT í bókaverzlun Kr. Guðmundssoner Æfisaga Péturs biskups Pét- urssonar, í skrautbandi kr. 4.50^ heft kr. 3.00. Systurnar frá Qrænadal, saga 1. kr. Sæfarinn, saga eftir Jules Verne kr. 1.25. Námsfólk pretur fengið gott og ó- dýrt FÆÐI’ -fL°?mat' y I I ILé 1 soluhusinu J'Iorge. Hafnarstræti 84- Nýíf smjör kaupir Höepfners verzlun fyrst um sinn gegn vörum og peningum 2 HERBERGI björt og góð, á suðurhlið, eru til leigu í Lœkjargölu 3, fyrir tvær ein- hleypar stúlkur, sem vilja búa sam- an. Eldhús fylgir ef óskað er eftir pví. Þakkarávarp. Síðastliðinn 7. júlí varð eg — Frímann Þorvaldsson — fyrir því tiifinnanlega slysi að handleggsbrotna svo hroðalega, að mjög mikil tvísýni var, hvort ekki væri heppi- legra að taka handlegginn af en reyna að bækla svo mulið bein, enda taugar og æðar slitnar og hold marið. Þannig á mig kominn var eg fluttur frá Látrum til Dalvíkur í hús Þorsteins kaupm. Jónssonar, undir umsjá og læknishjálp Sig- urjóns læknis Jónssonar. Á Dalvík hefi eg síðan verið, í 9V2 viku, og hefir iæknir- inn vitjað mín þangað frá heimili sínu, Árgerði, næstum daglega allan þann tíma, og stundað mig af hinni mestu lipurð og nákvæmni. Fyrir alla þessa miklu vinnu, tímaeyðslu og meðöl, hefir hann ekki viljað taka við nokkurri borgun, en látið sér annast um það eitt, að eg gæti orðið heill heilsu. Þetta veglyndi hans, og einstöku um- hugsun fyrir því að lækningin mætti sem bezt takast þökkum við af hrærðum huga og biðjum guð að launa. Enn fremur þökk- um við innilega þeim hjónum Þorsteini kaupmanni Jónssyni og frú hans Ingibjörgu Baldvinsdóttur á Dalvík þeirra góðu að- hjúkrun, húsnæði og fæði, er þau veittu mér, að mestu án endurgjalds allan þann tíma, er eg dvaldi undir læknishendi. Öllum þeim öðrum, er hafa gefið okkur gjafir, eður greitt götu okkar á annan hátt, síðan þetta óhapp kom fyrir, þökkum við innilega, og biðjum, að þeim megi ætíð sem bezt vegna. Hillum 9. september 1908- Sigríður Sveinbjarnarbóttir. Frímann Porvaldsson. Með % Ceres kom i dag til Edinborgarverzlunar (L-*r- mikið af allskonar vörum.l“^g NÁNAR Í NÆSTA BLAÐÍ. Tilbúinn fatnaður nýkominn í verzlun SIO. SIGURÐSSONAR.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.