Norðurland - 17.10.1908, Blaðsíða 1

Norðurland - 17.10.1908, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, Iæknir. 10. blað. } Akureyri, 17. október 1908. j VIII. ár. Kvöldskóli Iðnaðarmannafélagsins verður haldinu í barnaskólahús- inu eins og að undanförnu. Þeir iðnnemar og aðrir, sem ætla að sækja skólann, gefi sig fram, sem fyrst, við einhvern af undirskrif- uðum stjórnendum skólans. Akureyri, 16. október 1908. Frb. Steinsson- Oddur Björnsson. Sigtryggur Jónsson. 3mnn t»zmnm Ráðherrann situr. Þingrœðisreglan brotin og óvirt. „Norðurland" gerði stuttlega grein fyrir því í næstsíðasta blaði, að ráð- herrann ætti þegar að víkja úr völd- unum. Blaðið taldi þetta svo sjálf- sagt mál, að það gerði ráð fyrir því, hálft í hvoru, að fregnin um að hann hefði sagt af sér yrði heyrin- kunnug, áður en blaðið kæmi út. Blaðið vildi ekki taka þær fregnir trúanlegar, sem borist höfðu út frá mönnum, er þóttust hafa það eftir ráðherranum sjálfum, að hann ætl- aði sér ekki að segja af sér í bráð. Auk þess sem vér töldum þetta ó- réttmætar getsakir í garð ráðherrans, trúðum vér því ekki að flokkur hans mundi gera sér annað að góðu, en að hann segði af sér. Á meðan sá flokkur var í meiri hluta á þingi, hafði hann látið mikið af því að hann væri þingræðisflokkur og þó sumir af flokksmönnum þessum hafi nú brugðist sjálfum sér og þjóðinni í þessu efni, þá viljum vér ekki ætla það um allan flokkinn að svo sé, ekki einu sinni um meirihluta hans og geta skulum vér þess, að einn þeirra manna úr heimastjórnarflokkn- um, sem nú er kosinn á þing, talaði það í vor eyru, áður en fullfrétt var um kosninga-úrslitin, að nú færi ráð- herrann að sjálfsögðu frá strax. Hon- um fanst það þá engu síður sjálf- sagt og eðlilegt en oss. Nú mun aftur mega telja það víst að ráðherrann ætlar ekki að segja af sér að svo stöddu. Hvað lengi hann ætlar sér að reyna að sitja verð- ur ekki sagt með neinni vissu. Ef til vill veit hann það ekki sjálfur. Fyrst um sinn mun hann ætla að sitja til þingsins. Ef til vill er hann að bíða eftir einhverjum hvalreka, sem hann eigi síðar von á, ef hann taki nú þegar sæng sína. Ef til vill er hann líka albúinn til þess að freista þess að sitja áfram í trássi við þingið og hefja baráttu gegn þingræðinu, sem enn þá er á ung- um og veikum fótum hjá þjóð vorri. þeir menn sem ekki sjá neitt athuga- vert við það nú, að hann sitji fram á næsta þing, sjá sjálfsagt ekkert at- hugavert við það þá, að hann sitji lengur. þyki þeim það sæmilegt nú, að hann sitji í óþökk þjóðarinnar, þykir þeim það varla fremur ósæmi- legt þá, að hann sitji líka í óþökk fulltrúa hennar. Að svo stöddu er þó líklega rétt- ast að gera ráð fyrir því að hann víki úr völdum þegar meirihluti þingsins flytur honum vantraustsyfir- lýsingu. Vér segjum þetta ekki af því, að hægt sé að bera fult traust til þeirra manna Iengur í þessu efni, er ráða fyrir heimastjórnarflokknum, heldur af því að vér teljum mjög ólíklegt að konungsvaldið mundi sætta sig við það, að ráðherrann bylti sér í völdunum í oþinberri óþökk lög- gjafarvaldsins. Konungur vor hefir látið sér þau orð um munn fara, að hann teldi ekki hægt að stjórna ríki sínu með öðrum mönnum en þeim, sem hefðu traust þjóðarirnar. Með þeim vildi hann stjórna. í rík- isstjórn sinni hefir hann trúlega far- ið eftir þessum ummælum og vér treystum því fyllilega að þessi vilji konungsins nái einnig til þegna hans úti á fslandi. Síðan ráðherrann tók það ráð að .sitja kyr í völdunum, er reynt að dreifa út þeirri kenningu, að það sé í fullu samræmi við þingræðis- regluna, að ráðherrann sitji nú kyr. Par sem þingræði sé viðurkent, víki ráðherrarnir ekki fyrir öðru en þingiuu. Að vísu er það satt að ráðherr- arnir víkja oft fyrir þingunum bein- línis, þegar þeir komast í minni- hluta. í flestum þingstjórnar lönd- nm eru þingin ekki aðeins haldin á hverju ári, heldur líka meiri hluta ársins, eða ekki skemur en hálft ár- ið. Það er því ekki nema eðlilegt að stjórnarskifti fari oft fram á þing- um. En sá mikli munur er þar líka á, samanborið við oss, að þar er staðfestingarvaldið við hendina, svo ekki þarf að sækja það til annara landa, eins og hér. Eins og það er eðlilegt og auðvelt þar að láta stjórnarskifti fara fram um þingtím- ann, eins er það örðugt og óeðli- legt á voru landi. En auk þess er þessi kenning ekkert annað en blekking og ósann- indi. Fyrst og fremst má benda á það að þó þingræði sé viðurkent og trygt í ýmsum löndum, þá helgast það ekki af stjórnarskrám landanna, heldur af því þegjandi valdi, sem stendur ofar öllum stjórnarskrám. Sé t. d. litið í stjórnarskrá vora, eða grundvallarlög Dana, þá er eng- inn efi á því, að samkvæmt þeim er það, formlega séð, einkaréttindi kon- ungsins, að velja sér þann eða þá ráðherra, sem honum þóknast, án tillits til vilja þingsins. Þetta vald er því ekki lagalega bundið á neinn hátt við þingið. Þingræðið er í sínu insta eðli ekki vald þingsins, heldur þjóðarinnar. Hennar vilji er það, sem þjóðhöfðingjarnir framkvæma, þegar þeir breyta um stjórn og all- ir ráðgjafar, sem viðurkenna þing- ræðisregluna víkja úr völdum þeg- ar vissa er fyrir að þjóðin vill svo vera láta. Getur þá nokkur vafi leikið á því nú, að það sé brot á þingræðisregl- unni, að ráðherrann víki ekki úr völdunum strax? Er nokkur sá mað- ur til á þessu landi, sem ekki viti að af 34 þjóðkjörnum þingmönn- um fekk ráðherrann ekki með sér inn á þingið nema eina sjö? Tók þangað með sér sjö anda, sér líka, en hinir allir voru af öðru sauða- húsi. En auk þess er það beinlínis ósatt, að í þingræðislöndunum víki ráðgjaf- arnir ekki fyrir öðru en þinginu, eða þingunum. Að sjálfsögðu gera þeir það oftlega, einmitt þegar líkt stend- ur á og hér, þegar þeir komast í minnihluta við kosningar. Fáir ráð- herrar, sein ant er um sóma sinn, munu kæra sig um það, að bíða beinlínis eftir vantrausts-yfirlýsingu þinganna, þegar þeir annars eiga hana vísa, eða meta meira ráðherra tignina og ráðherra launin um nokkra mánuði, en sóma sjálfra sín og þjóð- ar sinnar. Það vill líka einmitt svo einkenni- lega til, að síðan þingræðisstjórn koinst á í Danmörku, stóð þing aðeins yfir í eitt .skifti, þegar ráð- gjafaskifti urðu, þegar þeir Christ- ensen og Alberti steyþtu Deuntzer af stóli. Aftur stóð þing ekki yfir þegar Deuntzer tók við völdunum og heldur ekki í sumar, í júlímán- uði, þegar 4 nýir ráðherrar voru skiþaðir. Enginn minsti vafi getur því Ieik- ið á því, að ráðherrann er að brjóta þingræðisregluna, með því að klessa sér niður í ráðherra'stólinn, þegar þjóðin segir að hann eigi að standa upp úr honum. Með því er hann að reyna til að smeygja hættulegum fjötri á frelsi þjóðar sinnar, hvort sem reyndin verður sú, að þetta háttalag hans verði öðrum ráðherr- um til fyrirmyndar, eða það verður varnaðardæmi. Það ætti enn að vera nokkuð á valdi þjóðarinnar, að ráða því hvort heldur á að verða. Engin ástæða, sem nokkurt vit er í, verður fyrir því færð, að ráðherr- ann eigi nú að sitja í völdunum. Astæðan getur ekki verið önnur en sú, að hann eigi að gæta hagsmuna sjálfs sín og þeirra manna, sem fylgja honum að málum. Ef til vill þykist ráðherrann þurfa að halda ráðherra- laununum, ef til vill eiga nokkurir af fylgismönnum hans von á ein- hverju embætti, eða einhverjum bitl- ingi, eða þá krossi, eða titli. Alt þetta geta verið mikilvægar ástæður fyrir þá, en fyrir landið í heild sinni verða þær næsta léttvægar. Hitt verður að ráða meiru að ráð- herrann ’hefir hvorki traust þings né þjóðar, né getur heldur haft traust þeirrar þjóðar, sem vér eigum nú í samningum við. Enginn minsti vafi er á því, að kosninga úrslitin komu Dönum al- gerlega á óvart. Ráðherrann hafði séð fyrir því og nánustu flokksbræð- ur hans, að danska þjóðin trúði því, að íslenzku þjóðinni dytti ekki ann- að í hug en að dansa eftir þeim nótum, sem hann setti henni. Þeir þögðu yfir óförunum, þó þær væru miklu fleiri, en létu mikið yfir þeg- ar betur gekk. Dönum datt því ekki annað í hug en að Uppkastið mundi fá mikinn meiri hluta atkvæða hjá þjóðinni. Nú hafa þeir séð hversu þeir voru gintir og gabbaðir og jafnframt hví hafa þeir mist traustið á ráðherranum, telja ófarir Uppkasts- ins honum til ábyrgðar. Eitt stjórn- arblaðið í Kaupmannahöfn hefir beinlínis kveðið upp úr með þetta. Sjá þá ekki allir hve vel sá mað- ur muni til þess fallinn að semja við Dani fyrir vora hönd, eða hitt þó heldur, þegar hann getur ekki haft traust þeirra og þeir vita að hann hefir ekki heldur traust ís- lenzku þjóðarinnar. Eða finst mönnum það kanske vel við eiga að ráðherrann fari nú að skipa mann í það konungkjörna sætið, sem nú er autt, skipa ein- hvern af þeim, sem þjóðin hefir hafnað, skipa mann til þess að berj- ast á þinginu á móti þjóðarviljan- um og vilja meiri hluta þingsins. Það er dáindislaglegt þingræði annað eins. Eða er ekki undirbúningur þing- málanna eitt þeirra starfa, sem stjórn og þing eiga að vinna að í sam- einingu. Halda menn að sú sam- vinna geti orðið heilladrjúg, einsog nú er á statt. Og þó tekur út yfir þegar á þing- ið kemur. Sú mynd af þingræðinu, sem þar gefur á að líta, verður blátt áfram skrípamynd. Þó þingið vildi losa sig við ráðherrann á næsta þingi, tneð því að lýsa vantrausti sínu á honum, er vafasamt að það gæti við hann losast, af því varla er hægt að skipa ráðherra á þing- inu, þar sem konungsvaldið situr í öðru landi. Þingræðisráðherrann(I) situr þá í óþökk þingsins og þing- ið samþykkir lögin hvort sem hann mælir með þeim eða móti. Óþarfi er að lýsa því hverjar afleiðingar geti af því orðið. Þingræðið er dýrasta hnossið, sem vér fengum með stjórnarbótinni 1903. Ætlar heimastjórnin að taka það líka með sér — í gröfina?

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.