Norðurland - 17.10.1908, Blaðsíða 3

Norðurland - 17.10.1908, Blaðsíða 3
en hann er orðinn hræddur um að hún hlaupi frá honum . . . »Og hann fann að hann vildi síður missa Sigurlaugu en alt annað. Heldur missa efni sín og álit og vald á mönnunum. Hvað var það alt sam- an í samanburði við dillandi hlátur og hvíta handleggi og unað æsk- unnar og dularfullan, óumræðilega mjúkan vonargróður eftir kalda þyrkingsdaga. — — — Og honum fanst, að ætti hann að missa hana, yrði auðn utan um sig . . . Hvar átti hann þá að vera á kvöldin? . . . Og til hvers átti hann að hlakka? . . . Og að hann yrði sjálfur að gam- almenni? . . . Og snöggvast varð hann fullur af meðaumkun með sjálfum sér.« Já, með sjálfum sér. Þar kom það. Því hvað sem hann kynni nú að hafa gert fyrir Sigur- laugu, þá hefði hann fyrst og fremst gert það sin vegna. Hann hefði gert það til að kaupa hana eins og hvert annað húsgagn, sem hann mátti ekki án vera eða missa. Annars hefði hann verið fús á að veita henni líka það sem honum var þyngst: skilnaðinn. En það kom honum ekki til hugar. Hann vildi ráða, eins og hann var vanur, og verzla sér í hag, eins og hann var vanur. Honum fór því líkt og föður, sem þykist eiga ástir dóttur sinnar og mega afhenda þær hverj- um sem honum sýnist — eins og hverja aðra vöru. Náttúrulögin urðu honum ofurefli. Og hann missir Sigurlaugu. »Vonargróðurinn« föln- ar »á einni hélunótt«. Nýir »þyrk- ingsdagar«, langir og ömurlegir. Nýir bardagar til að svæfa sorgirn- ar — og hefna. Og sorgirnar sofa á daginn. En þær vaka á nóttunni og væla eins og útburðir. »Og bak- ið varð þreytt. Og höfuðið varð enn þreyttara. Og honum varð þungt um andardráttinn . . . Og hann sofnaði ekki fyr en undir morgun.« Veslings kaupmaðurinn, gamli! En honum auðnaðist að hefna sín á prestinum — hann átti mest- an þátt í að koma Sigurlaugu burtu. — Gat flæmt hann frá söfnuðinum. Og auðnum hélt hann og völdun- um. Samt sem áður hafði hann beðið ósigur. Hann hafði svelt mannúð sína, en alið eigingirnina, og fengið aðra til að hjálpa sér til þess. Með þeim hætti gerði hann sjálfum sér ómögulegt að unna öðrum, og öðrum torvelt að unna sér. Hann einangraði sjálfan sig í íshúsinu — ástleysinu, og komst ekki að því fyr en hann var kalinn. »Og ellin varð að martröð. Og lífið varð að kvöl.« Fulltrúi hins síðarnefnda flokks er Þorvaldur prestur Gunnarsson. Hann er svo gagnstæður Porbirni sem frámast má verða. Líf sitt hef- ir hann helgað öðrum, og víkur aldrei hársbreidd frá því sem hann álítur rétt og gott. »Hann vissi . . . að hann ætlaði að vera guðs meg- in, sannleikans megin, réttlætisins megin, kærleikans megin alla sína æfi.« Öllum vill hann gott gera, »líkna sjúkum, leiðbeina viltum, vor- kenna breyskum og vanda um við andvaralausa«. Hann hjálpar til að hjálpa — skilyrðislaust, og reynir að fá aðra til að gera slíkt hið 35 Nl. sama. En af því hann hjálpar skil- yrðislaust, eru sumir svo lítilsigldir að launa honum með því að ganga í flokk mótstöðumanna hans, þeg- ar svo ber undir. Pví liðsinni þeirra er skilyrðum bundið. Þeim Þorbirni verður ýmislegt að ágreiningi. Þor- björn vill ráða gjörðum prests — bæði utan kirkju og innan. Pykist eiga það að honum, þar sem hann hafi ráðið kosningu hans — komið honum að með keyptum atkvæðum. En prestur þykist ekki hafa selt sannfæringu sína né samvizku fyr- ir embættið og fer sínu fram. F*á ræður Þorbjörn af að reyna að koma honum í burtu aftur. Hann fær blöðin og bæjarslúðrið til að spilla fyrir honum og ófrægja hann á allar lundir, og þannig líður vet- urinn. Að vorinu fær Porbjörn og fylgifiskar hans komið saman safn- aðarfundi. Pangað er safnað öllum konum og körlum, sem í næst með einhverjum ráðum, og fundurinn skorar á prest að sleppa embætt- inu. F*að gerir hann og á því end- ar sagan. Að sögulokum stendur F'orbjörn sem sigurvegari. Fjöldinn þyrpist um hann og fylgir honum. En lið hans alt er ótrúlegt málalið, albúið til að yfirgefa hann og hlaupa til þess sem bezt býður launin, hvenær sem vera vill. Og það er grimt og heimskt og ógæfulegt. — »Hrafnar« sem vega að þeim, er berhöfðaður ber þeim vatnið í hjálminum — án þessaðsegja: »svíktu mig þá ekki«. Er unt að bíða meiri ósigur en þann, að vinna sigur með slíku liði? Lið prestsins er fáment. En það er sjálfboðalið, sem örðugt mundi að hrekja frá honum. Hugrökk kona, sem þorir að elska hann og kann- ast við það, hvað sem um hann er sagt, og vitrir menn, sem virða hann og skilja. Enda finnur hann, að hér er um engan verulegan ó- sigur — engin fullkomin málalok að ræða. »Nei, þetta er bara byrj- unin.« Og hann er þess albúinn að halda áfram, þó heimska og lítil- menska safnaðarins hafi í þetta skifti orðið honum ofurefli. Aldrei getur ellin orðið honum martröð. Aldrei getur lífið orðið honum »ein- tóm kvöl«. FVÍ hann elskar og er elskaður. Hann hefir greiðan að- gang að vermireit vináttunnar og kærleikans. Margar aðrar persónur koma við söguna. Allar eru þær óvenju skír- ar og lifandi, og engri ofaukið. F*or- grímur yfirdómari er stórvitur maður, skemtinn og þó fullur lífspeki og al- vöru. Hann sér Ijóst hvað aflaga fer, og skilur aðra hverjum manni betur. Góðgjarn er hann og ann öllum hins bezta. En hann vill ó- gjarnan ganga í bardagann sjálfur. Enda er hann háltur og auk þess — yfirdómari, svo honum hæfir betur að sitja hjá og »hugsa margt en tala fátt«, en að standa sjálfur í stórræðunum. Ragnhildur dóttir hans byrjar sög- una og endar. Hún byrjar hana geispandi, en glaðvakandi er hún að lokum. Enginn veit hvað í henni býr, þar sem hún situr — eða ligg- ur í leti sinni á legubekknum heima hjá foreldrum sínum og horfir út á regnið og forina á götunum. Hún er eins og »von, er enginn veit hvort rætist«, og veit ekkert sjálf hvað hún á af sér að gera. Hún hefir ekkert að lifa fyrir. — Ekki einu sinni sjálfa sig, því foreldrar hennar sjá fyrir henni. Hún þekkir enga djúpa sorg eða innilega gleði — að eins ánægju og leiðindi. Hún er köld og þóttafull og drotnunar- gjörn. En svo kynnist hún prest- inum. Við það gerbreytist hún. Líf hennar fær innihald og þýðingu. Hún verður heit, og alúðleg og hluttekningarsöm. Og að sögulok- um er hún albúin að ganga við hlið hans, sem hún elskar, inn í hin löngu og dimmu göng erviðleik- anna og ofsóknanna, sem bíða hans. F*ví »hinumegin er himin að sjá og hlægjandi, blómskrýdda velli« —ást- arinnar. Hún er væn kona og sköru- leg —engin tálvon. Og lesarinn ósk- ar þeim F’orvaldi innilega til ham- ingju. Imba vatnskerling er eitt gler- brotið — »á mannfélagsins haug« — sem Gestur Pálsson kveður um. Grímsi skakkalöpp, sonur hennar er sönn ímynd eymdar og volæð- is. Sigurlaug er ein þeirra sem flest er vel gefið annað en viljinn og — gæfan. Ólafur margfróði er lifandi lygasaga eða bæjarslúður. Og Ásgrímur Bjarnason heimskur gáfumaður. Málið á sögunni og meðferð efn- isins er eins og vant er hjá höfund- inum, og er erfitt að taka einn kaflann fram yfir annan. Pó þykja mér helzt skara fram úr kaflarnir »Andvöku- nótt«, »Mér heyrist einhver vera að gráta« og »Margt býr í þokunni«. Eg væri þakklátur hverjum þeim, sem gæti bent mér og vildi benda mér á sögu, þar sem persónurnar svara betur til stöðu sinnar en Porbjörn kaupmaður og Porvaldur prestur. Karl Finnbogason. % Jíííatzen og Jlforðri. Það hefir heldur en ekki komið fát á tetrið hann »Norðra«, þegar hann sá fréttina, sem stóð í síðasta »Norð- urlandi«, þar sem skýrt var frá um- mælum Matzens prófessors á fundi hægrimanna. Þetta var þó ljóti grikk- urinn, ef breytingar kynnu að vera fáanlegar og meira að segja sjálfur höfuðpaurinn og yfirhöfðingi danskrar íhaldssemi væri eitthvað farinn að digna. Náttúrlega vissi »Norðri« tetrið ekk- ert hvað hann átti að segja, því »Norðri« hefir aldrei fundið neitt upp, hvorki »púðrið« né annað —nema lygasögur. í vandræðum sínum spurði hann því systur sína »Lögréttu« hvað hann ætti að segja, en systirin fekk Ritzau vin sinn í Kaupmannahöfn til að gefa sér upplýsingar um hvað Matzen hefði sagt. Samkvæmt skeyti Ritzaus hefir Mat- zen átt að halda sömu ræðuna, sem nefndarmennirnir íslenzku hafa sagt oss frá að hann hafi haldið í sambands- Iaganefndinni og verður ekki séð af henni að Matzen hafi neitt snúist hug- ur síðan þá. Hinsvegar er það víst að fréttin sem stóð í »Norðurlandi« er rétt höfð eftir, hún var send sem blaðskeyti til Reykjavíkurblaðanna og mátti þá telja það siðferðislega skyldu allra heið- virðra blaða, að þegja ekki yfir henni, en segja frá henni, þó »Norðri« vit- anlega gerði það ekki. Hann lætur Aiiar tóbakstegundir ódýrasfar í fóbaks- °g vindlaverzlun Jóh. Ragúelssonar. Hafnarstrœti 35. sér nægja að spyrja, mót betri vitund, »hver logið hafi svo geysilega að Norðurlandi*. Þessum tveim skeytum ber ekki saman og er þá ekki ólíklegt að ann- arhvor »ljúgi«, sá sem skeytið sendi til blaðanna, eða Ritzau. Öðruvísi gæti þó á þessu staðið. Þeir gátu haft tyr- ir sér sína heimildina hvor. Hér á landi er hinsvegar, að því er oss er kunnugt, enginn að ljúga um þetta, nema »Norðri« einn. $ Fimtugs-afmœli Porsteins Erlingssonar. Reykvíkingar héldu það hátfðlegt 27. f. m. Allir bláir fánar bæjarins voru dregnir á stöng og nokkrir hin- ir líka. En fyrir forgöngu Stúdenta- félagsins og Ungmennafélags Reykja- víkur var gengið með fylktu liði og lúðraþyt heim að húsi skáldsins og hafði Björn Jónsson ritstjóri þar orð fyrir samfagnendum með snjallri ræðu, en skáldið þakkaði með annari. Auk þess afhenti hátíðarnefndin skáldinu »viðhafnar-blekbyttu fulla af gulli í bleks stað, 1000 kr. er í höfðu lagt daginn áður nokkrir tugir höfuðstaðar- búa, lærðir og leikir borgarar og em- bættismenn, án alls flokksgreinarálits. Þeir voru í nefndinni. Bened. Þórarins- son kaupmaður, Björn Jónsson ritstjóri, Björn Kristjánsson kaupmaður, Eggert Briem skrifstofustjóri og Klemens Jóns- son landritari.« Stofa brann fyrir nokkuru á Brúarlandi í Deild- ardal. Brunnið höfðu þar ýmsir té- mætir munir og er til nefnt gullstáss og úr fyrir 400 kr. Danska ráöaneytiö er nýlega komið á laggirnar og eru þessir ráðgjafarnir: Nærgaard forsætis- og hervarnar- ráðgjafi, Brun (áður stiftamtmaður) fjármálaráðgjafi, Ahlefeldt Laurvigen greifi (áður sendiherra) utanríkisráð- gjafi, Högsbro dómsmálaráðgjafi, An- ders Nielsen landbúnaðarráðgjafi, Ene- vold Sörensen kenslumálaráðgjafi, Claus Berntsen, innanríkisráðgjafi og Jóhann Hansen konsúll verzlunarmálaráðgjafi (það embætti nýskipað). — Fjórir ráð- gjafarnir eru þá hinir sömu og síðast, en þeir J. C. Christensen og Sigurður Berg hafa orðið að víkja. Haraldur Níelsson er settur kennari við prestaskólann í sæti síra Jóns Helgasonar, forstöðu- manns skólans. Kennaraskólinn byrjaði í Reykjavík 1. oktober með 52 nemendum. Lazaskólinn komst á laggirnar 1. oktober með 6 nemendum. Herman Petersen sá sem auglýsir hér í blaðinu kenslu í að sníða og taka mál, hefir í Kaup- mannahöfn verið kennari á »Skandi- navisk Tilskærerskole*. Fnjóskárbrúin; er nú fullgjör og þegar byrjað að fara hana. Tíðin enn hin ákjósanlegasta. Stefán Stefánsson skóiamelstari er nú nýfarinn að klæðast. Eftir helgina mun hann hugsa til að fara að gegua kenslustörfum. Símasamband er á komið fyrir fám dögum við Ólafs- fjörð. Þá er og vestfjarðasítninn uú talinn fullgjör.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.