Norðurland - 20.10.1908, Blaðsíða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir.
11. blað. J Akureyri, 20. október 1908. J VIII. ár.
JMýir húsbrunar
á /Vkureyri.
Tvö hús brenna til kaldra kola.
Hann verður merkisdagur í sögu
þessa bæjar 18. oktober. t>ann dag,
fyrir réttum tveimur árum síðar, varð
hér meiri húsbruni en dæmi eru til
í sögu þessa lands og á sama sól-
arhringnum, þó fyrri væri, brenna
nú niður til grunna tvö hús í sömu
götunni. Þessi hús voru hús verzl-
unarinnar Akureyri og „Hotel Odd-
eyri".
Eldurinn kom upþ í húsi „Akur-
eyrar verzlunar". Það hús áttu þeir
Sigurður Fanndal kaupmaður og
Jón Stefánsson ritstjóri. Höfðu þeir
keypt húsið fyrir fám árum og ráku
þar félagsverzlun. Fyrir ekki löngu
síðan var þó nokkuð af vörum verzl-
unarinnar flutt burtu úr húsinu, f
annað hús á Oddeyri og byrjað að
verzla þar, en þó hélt verzlunin á-
fram sem áður. Hvorugur húseig-
enda er heima í bænum um þessar
mundir, fóru héðan báðir með Cer-
cs síðast, Jón suður til Reykjavíkur,
en Sigurður vestur í Húnavatnssýslu.
Höfðu þeir sett Guðmund Guðlaugs-
son fyrir verzlunina í fjarveru sinni.
Á laugardagskvöldið er var bauð
Guðmundur til sín þrem ungum
mönnum í bænum, til þess að spila
við sig um kvöldið á skrifstofu verzl-
unarinnar. Skrifstofan og búðin voru
á neðra lofti, en húsið tvílyft. Inn í hús-
ið voru tveir aðalinngangar, annar á
vesturstafni húsins. Þar var forstofa
og stigi upp á loftið og mátti ganga
úr forstofunni inn í skrifstofuna, sem
var í suðvesturhorninu. Hinn inn-
gangurinn var á suðurhlið, inn í
búðina og hurð á milli hennar og
skrifstofunnar. En inn frá búðinni
var læst geymslukompa, meðfram
norðurhlið hússins. Á milli skrifstof-
unnar og geymslukompunnar voru
því tvær hurðir og búðin sjálf að
auki.
þeir félagar sátu og spiluðu.
Höfðu byrjað nálægt kl. 10. * Nú
ber ekkert til tíðinda fyr en um kl.
11 að þeir fá heimsókn af Eggert
Stefánssyni símaþjóni, bróður Jóns
ritstjóra. Var hann að finna Guð-
mund. Fóru þeir út úr skrifstofunni
og höfðu Ijós með sér inn í búð-
ina, en ekki er oss kunnugt um
hvern umgang þeir höfðu um húsið.
Ekki voru þeir lengi í burtu. Komu
þeir aftur inn í skrifstofuna og fór
Eggert síðan út. Sátu þeir nú enn
og spiluðu þar til klukkan mun
hafa verið yfir H/2 um nóttina og
er ekki kunnugt um að neinn um-
gangur hafi verið um búðina eða
kompuna á þeim tíma nema hvað
Guðmundur hafði eitt sinn skotist
fram. En um þetta leyti gekk Guð-
mundur aftur fram í búðina einsam-
all til þess að ná vindlum, er hann
vildi bjóða gestunum. Eftir það spil-
uðu þeir 20 — 25 mínútur. Einn að-
komumanna var þá farinn heim til
sín, en hinir tóku eftir því að reykj-
arlykt var í skrifstofunni meiri en
eðlileg þótti. Er þá farið að gæta
að; var þá reykur allmikill í búð-
inni, en er kom inn í geymslukomp-
una stóð þar alt í björtu báli.
Mikið var af góðum eldsmat þar
í geymslukompunni, steinolíutunna,
nýlega á tekin og fleira er vel gat
logað. Fór því að líkindum að þeg-
ar kviknaði í öllu húsinu og komst
sumt fólkið á efra Iofti út mjög fá-
klætt. í búðinni eða kompunni höfðu
og verið geymd mörg pund af púðri
og urðu af því hraustlegir brestir,
þegar í kviknaði.
Næsta hús fyrir vestan hús þetta
var hið mikla hús Snorra kaup-
manns Jónssonar, en Oddeyrar-hó-
tel fyrir austan. Vindur stóð fyrst
af suðaustri, lítið eitt, en breyttist
brátt svo, að hann stóð af suðvestri.
Lagði þá logann ákaft að hótellinu og
var kviknað í því þegar er slökkvi-
liðsstjórinn, Axel Schiöth bakari,
kom að með sprautur bæjarins. Rétt
á eftir bættist við sprauta frá björg-
unarskipinu „Svafa", er lá við hafn-
arbryggjuna innri. Múgur og marg-
menni þyrptist að og var nú vatn-
inu ausið á húsin í ákafa.
Mjög fljótt var þó sýnilegt að
hvorugu húsinu yrði bjargað. Er
þar skemst af að segja að áður en
tvær stundir voru liðnar voru bæði
húsin hrunin og sömuleiðis geymslu-
hús, fjós og hlaða, sem hótelið átti,
en geymsluhús verzlunarinnar stóð
uppi sviðið mjög. í hlöðunni voru
um 2 kýrfóður af töðu og brann
hún að mestu, en skepnur fórust
engar.
Eitthvað bjargaðist af munum út
úr hótellinu, en þó var hitt víst miklu
meira, sem inni brann, bæði það
sem hótellið átti og aðrir. Var og
hótellið fult af gestum, er allir voru
í svefni er eldurinn kom upp, og
varð hverjum það eðlilega fyrst fyrir
að forða sjálfum sér.
Bæði næstu húsin við brunabælið
voru steinlögð utan og reyndist steinn-
inn góð vörn gegn eldinum. Á húsi
Snorra sviðnaði þakskeggi mikið og
í garði hússins stórskemdust um
40 kjöttunnur, eitthvað af síldar-
tunnum, en nokkurar steinolíutunnur
og tjörukjaggar brunnu.
Einna mest var þó vörnin austan
við hótellið. Sótti eldurinn yfir Grund-
argötu á hús J. V. Havsteens etaz-
ráðs og kviknaði í því oftar en einu
sinni; eru tröppur að vestanverðu
allar sviðnar og þakskeggið sömu-
leiðis, og flestar rúður brotnar á
vesturstafni. Húsbúnaður var mikið
borinn út úr húsinu og hefir eflaust
skemst til muna og sömuleiðis vör-
ur í búðinni.
Fjdrtjónið
er örðugt að meta enn. Hótel Odd-
eyri var langmesta eignin. Var það
ásamt innanstokksmunum vátrygt fyr-
ir 25 þúsnnd kr., og sýnist ekki mik-
ið. Auk þess brann þar inni svo
hundruðum og jafnvel þúsundum
skifti of óvátrygðum munum. Tap
frú Önnu, hóteleigandans, skiftir
sjálfsagt þúsundum, þó ekki sé met-
inn óbeini skaðinn, við atvinnutjón-
ið, sem ekki er neitt smáræði.
Sögn er um það, að ein stúlkan
á hótellinu hafi verið búin að pakka
niður eigum sínum í tvæi kommóð-
ur, því hana hafi órað fyrir brun-
anum. En svo fór þó að báðar
kommóðurnar brunnu.
Fjártjónið í hinu húsinu kunnum
vér enn síður að meta. Húsið var
nokkuð gamalt og víst fúi í því til
muna. Hvað í því hefir verið af
vörubirgðum er enn órannsakað.
Fólkið sem bjó uppi á loftinu misti
víst alt sitt, óvátrygt. Húsið var vá-
trygt fyrir 8 þúsund kr. og vörur
sömuleiðis fyrir 8 þúsund kr.
En við þetta bætist svo eignatjón-
ið hjá þeim Snorra og Havsteen og
sýnist þá varla of mikið í lagt að
áætla eignatjónið alls um 50 þús-
und kr.
X
Jrá útlöndum.
Kólerai) í Rússlandí.
Hún er þar voðalegur gestur og
stendur allri Norðurálfunni mikil ógn
af henni, en enn eru ókomnar ná-
kvæmar fréttir af henni, nema 2 fyrstu
vikurnar. í Pétursborg varð hennar
fyrst vart 7. september. Þá vikuna
sýktust 439, en 53 dóu. Aðra vikuna
sýktust 1456 en 439 dóu. í þeirri
sömu viku er talið að sýkst hafi ann-
arsstaðar á Rússlandi 3392 manns,
en 1377 dáið. 20. sept. var kunnngt
um að sýkst hefðu alls þar í landi
10,359, en 4033 dáið úr sýkinni. Um
þetta leyti fór kóleran þar dagvaxandi.
Eftir er þetta var ritað eru fréttir
komnar af sýkinni í Pétursborg til
28. f. m. — Á þeim tíma, einni viku,
sýktust þar í borginni ekki færri en
2483, en á sama tima dóu 1104. Sýk-
in fór því enn í vöxt þá vikuna. —-
Undir 2000 manns lágu þá á sjéikra-
húsum bæjarins í sýkinni.
Sýkin kemur mest niður á hinum
fátækari lýð bæjarins.
Hörmulegar sögur ganga af því hve
allur viðbúnaður hafi verið illur í borg-
inni, til að taka á móti sýkinni og hve
örðugt gangi að koma líkunum í jörð-
ina.
Úr JVliklagarði
hafa farið miklar og merkilegar sögur
þetta sumar. Soldáninn hefir slept ein-
veldi sínu, þjóðin fengið frjálslega
stjórnarskrá og alt þetta hefir farið
fram án blóðsúthellinga. Gamla stjórn-
arólagið var orðið svo af sér gengið,
að það hrundi nærri því fyrirstöðu-
laust, þegar við það var komið. Hvað
óhófið hefir verið gegndarlaust þar
áður við hirðina sézt einna bezt á
því, að við stjórnarskiftin urðu um
40 þúsund manns í Miklagarði at-
vinnulausir, fólk sem lifað hafði á
landsfé, til þess að halda við og vernda
hina illræmdu böðulsstjórn soldánsins.
í hóp þessum eru taldir 20 þúsund
leynilögreglumenn, 14 þúsund hirð-
menn, embættismenn og hirðþjónar
og að auki 6000 menn af öðrum stétt-
um. Alt eru þetta heimilisfeður. Sé
þá talið að hver fjölskylda sé 5 manns,
hafa um 200 þúsund manns, eða þriðj-
ungur allra Múhamedstrúarmanna í
Miklagarði, haft atvinnu sína við að
þjóna soldáni og hefir sá piltur þá
ekki verið vinnufólkslaus. Hinnþ nýju
stjórnarskipun þykir ekki stafa lítil
hætta af þessum atvinnulausa l>'ð, því
örðugt mun að útvega honum öllum
hæfilega atvinnu á skömmum tíma.
Alberli græðir fé.
Fám dögum eftir að Alberti hafði
selt sig í hendur lögreglunni, bárust
skeyti um það frá Lundúnum að hann
hefði grætt 90 þúsund krónur í ein-
hverju gróðabralli þar. Hefði hann
fengið þá skildinga dálítið fyrri, hefði
hann ef til vill hætt við að ganga á
vald lögreglunnar.
X
Steinhúsin.
»Nýtt kirkjublað« flytur eftirfylgjandi
grein um steinhúsin:
»Siðmenningarbót mikil og góð er
það hvað steinhúsum fjölgar hjá oss.
Steinsteypuhús eru hér og hvar að
koma upp til sveita. Tvö sá eg í
smíðum í Borgarfirði í sumar, í Staf-
holtsey og á Húsafelli. Gott að spyrja
að Eiðaskólinn fyrir austan á nú tví-
lyft steinsteypuhús 27 álna langt og
17 álna breitt; hefir hinn ungi skóla-
stjóri Bergur Helgason haft þar mik-
ið erfiði fyrir. Stórörðugir aðdrættir.
Á Hvanneyri er ekkert skólahús, og
verður farið fram á að reisa úr steini.
Kvennaskólinn nýi hér í bænum verð-
ur og úr steypu. Berklahælið á Vifils-
stöðum verður steypt. Bágt er að
vita að enginn vegur var til þess að
reisa kennaraskólann úr traustara efni
en er.
Það hafa ýmsir munnlega og bréf-
Iega tekið undir það, sem hér stóð í
blaðinu, að neyðarkostur ætti það að
vera úr þessú að' reisa almennings
hús úr endingarlitlu timbri. Gagn-
kunnugur maður spítölunum hér inn
með sundum orðaði það svo:
»Mér er það alveg óskiljanlegt að
Laugarnesspitalinn skyldi ekki verða
seinasta opinbera byggingin hér á
landi úr timbri. — Þar er þó fengin
reynslan.«
Viðhaldskostnaðurinn í fjárlögunum
hrökkur eigi einu sinni í fyrir máln-