Norðurland - 24.10.1908, Blaðsíða 1

Norðurland - 24.10.1908, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. Akureyri, 24. október 1908. VIII. ár. 12. blað. j Jarðarför skólastjóra Jóns J. ){jalfalín fer fram næstkomandi mánu- dag frá gagnfræðaskólanum og hefst kl. 12. á hádegi. JVIunið effii fundi Verksmiðjufélagsins á Hófel Akureyri á mánudagin . k'- 4 e. h- •> n Aiiar tóbakstegundir ódýrastar f fóbaks- °s vindlaverzlun Jóh. Ragúelssonar. Hafnarstrœti 35. Brunarnir. Húsbrunarir hér á landi eru orðnir eitt af mestu alvöruefnum þjóðfé- lagsins. Fyrir þá er óorð komið á landið erlendis, svo ábyrgðarfélögin vilja ekki taka að sér að tryggja hús- eign manna, nema gegn afarháugjaldi. Með því er lagður mjög tilfinnan- legur aukaskattur á einn af mestu gjaldstofnum þjóðfélagsins, þann gjaldstofninn, sem útlit er fyrir að vaxi mest í landinu. Pó þessi skatt- ur bitni tilfinnanlegast á húseignum í kauþstöðum og verzlunarstöðum, bitnar hann reyndar á öllu landinu. Allir þurfa að hafa húsaskjól og kröfurnar til hollra og hentugra húsa- kynna fara vaxan ú með hverju ári. Vegna þessa háa gjalds sjá marg- ir sér ekki fært að vátryggja eigur sínar, eða vátryggja þær fyrir minna gjaldi, en þeir þyrftu að fá, ef óhaþþ bæri að höndum og þeir ættu að verða skaðlausir. Veðböndin í láns- stofnunum Iandsins reka á eftir því að húsin séu vátrygð og þá vtrður ekkert eftir til þess að tryggja lausa- féð fyrir. Það verður því að brenna hjá mörgum bótalaust, ef til vill fyrir það eitt, að einhver bófinn hefir kveikt eða látið kveikja í húsi sínu, til þess að bjarga sér út úr pen- ingaþröng, eftir eitthvert heimsku- legt gróðabrall, sem hann hafði steyþt sér í, af því hann þóttist ofgóður til þess að vinna og hafa ofan af fyrir sér í sveita síns andlitis. Mjög miklar eignir í landinu eru í voða, að alls engin vátrygging fáist á eignunum fyrir þessa sífeldu bruna. Og hvað verður þá um bankaskuld- irnar? Velti ekki á þá hliðina, vofir það hinsvegar yfir að vátryggingar- gjaldið á húsum og munum verði enn hækkað, að það gjald verði enn óbærilegra en það er nú þegar. Hér þrengir enn þá meira að fyrir það, að enn þá hefir ekki tekist að koma á þeirri vátryggingu, er iandið ætl- aði að veita forstöðu. Ábyrgðarfé- lögin hafa því bæði töglin og hagld- irnar. Þó víða sé pottur brotinn, þá mun þó Akureyrarbær vera orðræmdasti bletturinn á öllu landinu fyrir þessa bruna og sá orðrómur verður bæn- um hvorki til heilla eða frama. En er þá ekkert hægt að gera til þess að draga úr þessu þjóðarböli? Nátturlega mætti gera ýmislegt. Áhrifamesta ráðstöfunin væri víst sú, að banna mönnum að byggja hús sín úr eldfimum efnum. Sú ráðstöf- un á þó áreiðalega langt í land, jafn- hægt og steinbyggingunum miðar enn þá í landinu. Og ýmislegt fleira má gera og á að gera. Bara að hryssan horfalli ekki, með- an grasið er að spretta, eins og seg- ir í danska máltækinu. En allar ráðstafanir verða að litlu gagni, ef iðulega er verið að kveikja í af ásettu ráði, ef það í raun og veru skyldi vera einhver bezti atvinnu- vegurinn, fyrir einstaka menn, að kveikja í eigum sínum, ef sá at- vinnuvegur ætti að reynast tiltölu- lega áhættulítill. Það hlýtur að vera ein af fyrstu skyldum þjóðfélagsins, að sjá utn það að svo sé ekki. Náttúrlega verður ekkert um það sagt hvort svo sé ástatt í raun og veru. En hitt er víst að margt og mikið er um brunana talað hér á landi. Margar eru grunsemdirnar og margar hafa þær verið. Vér göng- um að því vísu að ýmsar þeirta séu á engum rökum bygðar. Fyr mætti nú líka vera. En tortrygnin í þeim efnum er orðin að þjóðfélags-eitri og því eitri þarf líka að útrýma. En hinsvegar er mjög hætt við að ekki sé alt með feldu. Dæmi Dana virðist líka benda í þá átt. Fyrir tæpum 20 árum síðati voru brunar ákaflega tíðir í Danmörku. Brunarnir voru rannsakaðir á venju- legan hátt af dómurunum í land- inu, en alt kom fytir ekki. Ekkert sannaðist og ábyrgðarfélögin máttu borga. Stjórnin tók þá það ráð að hún skipaði sérstakan rannsóknardómara til þess að rannsaka brunana, dug- legan mann og einbeittan. Nú mætti ætla að honum hefði ekki orðið mikið ágengt, úr því þeim dómurum varð ekkert ágengt, sem fyrst fjölluðu um málin. En það fór á aðra leið. Hann rannsakaði ekki að eins þau brunamál, sem þá stóðu yfir, held- ur líka ýms gömul brunamál. Og afleiðingin varð sú að mjög margir menu lentu í betrunarhús- unum, uppvísir að því að hafa kveikt í af ásettu ráði. En afleiðingarnar urðu líka aðrar og meiri, því þá mátti líka heita að tæki fyrir brunana, að minsta kosti þá bruna, sem eitthvað grun- samlegt þótti við. Hér á landi gæti farið eitthvað líkt, ef sama ráð væri tekið og þá færi vel. Og er það ekki skylda og nauð- syn þjóðfélagsins að taka þetta ráð? Þó ekki ynnist annað mundu menn verða gætnari og brunarnir því fækka. Og áreiðanlega mundi það líka draga úr tortrygninni bæði hér á Iandi og erlendis. Vátryggingargjöldin eru óbærileg, þau hafa hækkað fyrir brunana. Taki fyrir þá, eða minki þeir stórlega, lækka þessi gjöld aftur. Þá hættir þjóðin að tala um blóð- peningana — verðlaunin til þeirra, sem kveiki viljandi í eigum sínum og annara. % Fullveldið. í blaði sínu »Upsala« frá 22. f. m. bendir hinn góðkunni sænski íslands- vinur Ragnar Lundborg á þessi um- mæli ór danska blaðinu »National- tidende*. »Hvort hægt sé að kalla Island ríki (»stat«) samkvæmt nefndarfrumvarp- inu, það er vísindaleg spurning, sem hægt er að deila um og þegar hefir verið þráttað um, en sú deila hefir enga þýðingu. Aftur verður engum tvímælum að því komið að frumvarpið ætlast ekki til þess að ísland verði fullveðja ríki (»suveræn stat«), af þeirri einföldu ástæðu að ísland er ekki fært um að vera fullveðja. Danski íslendingurinn, prófessor Finn- ur Jónsson, tekur auðsjáanlega í sama strenginn sem danska blaðið, segir að »ísland geti eftir atvikum eigi verið eiginlegt fullveldisríki«. Auðsjáanlega er komið töluvert ann- að hljóð í strokkinn, en þar var fyrir kosningarnar, þykir tilgangslaust »eftir atvikum« að reyna til að villa íslend- ingum sýn, úr því þeir séu orðnir sjáandi. Lundborg bendir annars á það, að þegar hann hafi ráðið Islendingum til þess að ganga að frumvarpinu ó- breyttu, hafi hann gengið að því vísu að ísland yrði fullvalda ríki, en þar sem skoðanirnar séu mjög skiftar um þetta atriði, verði það nú ómögulegt fyrir ísland að samþykkja frumvarpið breytingalaust. Geri Islendingar það, verði það upphat að endalausri deilu um fullveldið. (»men dá meningarna áfven bland sakkunnige tyckas vara synnerligen delade dárom torde det för Island vara omöjligt att nu antaga förslaget alldeles oförándradt. Sker námligen detta blir det endast en början til en ny ándlös strid angáende frágan om suveránitet eller icke suve- ránitet«). \ Glímubók Jóhannesar. Icefandic wrestling by Jóhannes Jósefsson, (icelandic champion). Printed and published by Þórh. Bjarnarson. Akureyri, Iceland. Bók þessi er stutt lýsing á íslenzkri glímu, rituð á enska tungu og eru 38 myndir í henni; þar á meðal ein af Jóhannesi glímukappa. En því miður eru myndirnar allar mjög slæmar, og verst sú af Jóhannesi. Kemur hið á- gæta vaxtarlag og vöðvar hans þar mjög ógreinilega í ljós. Á hinum mynd- unum eru sýnd glímutök og brögð — fimtán alls. En það er hvorttveggja að myndamótin (clichéerne) hafa verið skemd, er myndirnar voru prentaðar og að þær eru illa ljósmyndaðar. Hefði annar glímumaður jafnan átt að vera hvítklæddur en hinn svartklæddur, og baktjald grátt. En á flestum myndun- um eru glímumenn eins klæddir, og er því afarilt að átta sig á brögðum þeim sem þar eru sýnd. Jafnvel þeir sem glíma kuniia, eiga bágt með að sjá hver bragðið leggur, á sumum myndunum. Meðal hinna fimtán bragða sem lýst er, eru tvennskonarhandbrögðu (»loose- fling« og »handtouch«) og þykir mér það býsn mikil, þar eð þau eru al- gerlega bönnuð í reglugerðinni um »íslandsbeltið«. Þá reglugerð verður að svo komnu að skoða sem allsherj- ar-glímureglur, og finst mér engum skyldara en Jóhannesi að halda þær, þar eð hann er handhafi beltisins nú — og eg vona sem lengst. Þetta er 6. glímureglan í bók þessari: »Fall telst þá einhver hlutur líkamans fyrir ofan hné, eða olbogi snertir jörðina.« Hér er aftur vikið frá reglugerðinni um »íslandsbeltið«, því þar er enn- fremur þetta þrent talið bylta: »a. Komi niður höfuð og hendur. b. Komi niður bæði hné og báðar hendur. d. Falli maður aftur á bak á báðar hendur. Stærsti gallinn á bókinni er samt það, að íslenzku nöfnin á brögðunum vantar. En í stað þeirra er þeim ým- ist snúið á ensku eða gefin ný nöfn. Nú er enskunni þannig varið að hún tekur fegin við ölluin útlendum orð- um, og hefði því ekki farið neitt illa á íslenzku orðunum. Og víst er um það, að ekki verður nöfnunum á brögð- unum snúið á tungur allra þeirra þjóða, sem við má búast að taki upp glím- ur, og er hætt við að ensku nöfnin festist við þau. En auðvitað er eðli- legra að íslenzku nöfnin fylgi þeim. Sömuleiðis hefði orðið »glíma« átt að haldast, og hefði bókin átt að heita »Glíma, icelandic wrestling«. Eða ef til vill fremur »buxnatök«, því glíma er þrenns konar: buxnatök, axlatök og hryggspenna, þó nú sé oftast í daglegu tali átt við buxnatök þá glt'ma er riefnd — svo geri og eg hér. Þá er að minnast á ýmsar villur sem eru í formálanum og minna gera til. Fyrst það að glíman eigi upptök

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.