Norðurland - 24.10.1908, Blaðsíða 2

Norðurland - 24.10.1908, Blaðsíða 2
Nl. 44 jYied pví að okkur konu minni er ó- mögulegt að sinna öllum peim sem leita til okkar í lækningar tilliti, nema á ákveðnum tímum, tilkynnist hér með að okkur verður að eins að finna í pví tilefni, (sé ekki gerð sérstök ákvörðun), á miðvikudögum og laugardögum, Kl. 3—6 og 7—9 e. h. Pó er tannlækning gerð hvenær sem heimtað verður, sé eg aðeins frí, — helzt eftir kl. 1. ARTHUR GOOK. sín á íslandi, og hafi aldrei þekst annarsstaðar. Þetta er ekki rétt, því Norðmenn þekkja glímuna, og nefna á Ný-norsku »bróktak«. Ennfremur tíðkast með Kirgísum (í Síberíu) glíma sem líkist mjög vorri. Nánari þekk- ingu á glímu þessari skortir mig, en tökin eru þau sömu, og brugðið er með fótum. Mun hún því mjög lík vorri, jafnvel alveg hin sama. Virðist þetta benda á að glíman sé afar-forn, jafnvel eldri en Asatrúin. Þá er sagt að margar (forn-?) sög- ur séu til af því, að vopnlausir menn hafi með glímunni varist vopnuðum. }á, og jafnvel náð vopninu af óvinun- um og vegið þá samstundis!! Vera má að sögur þær sem hér er getið, séu til, þó eg þekki þær ekki. En það liggur í augum uppi, að þær frásagn- ir eru ekki sannar. Þvf til glt'mu telj- ast engin lausatök, og glíma er þá tyrst er tökum er náð. Þá kemur það að glímt hafi verið þegar árið iioo. En ártal þetta held eg gripið algerlega úr lausu lofti, jafn- vel þó það, sem eg gat til hér að framan, reyndist rangt. Að sjálfsVÖrn hafi verið fyrstu tildrög glímunnar, og sé enn í dag orsök þess að glímt sé, þykir mér allmiklar fjarstæður. Ennfremur það, að þessi »forna dægra- stytting* (ancient pastime) hafi verið leynd(H) útlendingum, og hið eina skifti á allri síðustu öld, sem þeim hafi verið leyft að vera sjónarvottar að glímu, hafi verið á Þingvöllum 1874, þegar Kristján IX. heimsótti Island. Og jafnvel þá hefðu aðeins tveir menn glímt!!! * * * Aður en eg rek hér á botngjörð- ina, vil eg taka það fram, að þó eg lasti mjög bók þessa, þá ber eg samt mikla virðingu fyrir Jóhannesi glímu- kappa,bæði semglímumanni og »manni«. Væru íþróttir allar vel staddar á voru landi ef að vér ættum marga jafn- áhugamikla íþróttamenn og hann. Mun hann hafa samið bók þessa í flaustri á undan Lundúnaförinni, og er það ef til vill nokkur afsökun. Kaupmannahöfn í sept. Ólafur farmaður. \ ÁrstíOamótin. Sumarið kvaddi 1' gær, líklega veð- urblfðasta sumarið sem nokkur núlif- andi íslendingur hefir lifað hér á landi, rétt eins og frumvarpsdeilan hefði þok- að landinu óraveg suður á leið til Danmerkur. Það mun þó sitja kyrt á sínum stað ennþá. Veturinn heilsar í dag með hita og blíðu, bláum himni og grænum hlíðum. Á hússtjórnarskólanum hér eru 23 nemendur. Nemendatala á skólunum syðra, auk þeirra sem áður hefir verið getið, er sem hér segir: Á læknaskólanum 16, á presta- skólanum 5, á almenna mentaskólan- um 80, á stýrimannaskólanum 12, á verzlunarskólanum um 50, kvennaskól- anum um 50 og á barnaskólanum 750 börn. « » » « • • • »-» ♦ ••• ♦ ♦ ♦ ♦ mr Gjalddagi -m á 8. ÁRGANGI Norðurlands er nú í októbermánnði. Eins og áður hefir verið auglýst kost- ar hann aðeins Kr. 1.25. VönduO vinna. - Nýasta tízka. -f VönduO vinna. - Nýasta tízka. Grár hesfur dekkii í fax og tagl, vakur, með mark: Stýft hægra, sýlt vinstra, tapaðist á Sauðárkrók 26. sept. næstl. Finnandi er beðinn að koma hest- inum til eigandans Guðmundar Sveins- sonar bónda í Bjarnarstaðarhlíð, eða póstafgreiðslumanns Þorvaldar Arason- ar á Víðimýri, gegn sanngjarnri borgun. Hvítir og svartir ballskór mJOg fallegir eru nýkomnir í skóoerzlun Suðl. Sigurðssonar. Sfrandgafa /. I Prentsmiðja Odds 8>ðrnssoDar, Epli h vítkál laukur og sömuleiðis niðursoðnir ávextir Gleymið ekki “ að birgja ykkur upp með bezta margarínið í bænum, meðan pað fæst í EDljMBORG. ÍSLAND hefir pað veðráttufar að mönnum er hætt við innkulsi og sjúkdómum peim, er af pví leiða, svo sem lungna- pípubólga, gigtveiki, influenza, maga- kvef 0. fl. Bezta lyíið við öllum sjúkdómum er China Livs Eliksir Waldemars Petersen í Fredrikshavn, Kjöbenhavn. Hefir pað hlotið verðlaun á sýning- um heimsins og meðmæli læknanna; pað lyf ætti pví að vera á hverju íslenzku heimili. Brjóstljimnubólga. Eg var lengi sjúkur rf brjósthimnubólgu og leitaði mér lœknishjálpar, án þess að haldi kœmi. Reyndi eg þá China Livs El- nýkomið í verzlun Sn. Jónssonar. iksir Waldemars Petersen og með þvi að neyta þessa ágceta heitsubitters um lengri tíma hefi eg fengið heilsuna aftur. Hans Henningset}, Skarerup pr. Vordingborg. Gigíveiki. Undirituð hefir til margra ára þjáðst mikið af giktveiki, en reyndi China Livs Eliksir Waldemars Petersen og eftir að hafa neytt hans daglega um langan tíma er eg aftur orðin heil heilsu. 1 Ungfrú Emmy Truelsei}. Köbenhavn. Taktu inn China Livs Eliksir, hvað sem að pér gengur, pví hann hefir reynst óbrigðult meðal, pegar ekkert annað hefir getað hjálpað, af pví hann hefir bætt meltinguna og hreins- að blóðið. Biðjið berum orðum um China Livs Eliksir Waldemars Peter- sen. Varið yður á eftirstælingum. Hreinlæti er fegursta skraut á hverju heimili. sápuduftið hreinsar alt mögulegt: fatnað, hús- gögn, málma, gólf, borð og bekki. Einnig má búa til úr pví ágæta grænsápu. — Pakkinn kostar „Sunbeam“ aö eins 8 aura og fæst í EDINBORG. Oíto onsted danska smjörliki er bezt. Mjög gott Maísmjöl til sölu í verzlun Sig. Sigurðssonar fiooftakonurnar þurfa að reyna Ble*vatniö 0g kvlllayabörkinn, sem fæst { Edinborg.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.