Norðurland - 28.11.1908, Blaðsíða 4
Nl.
64
samkvæmt tilganginum, ef svo væri
ekki. Hins mætti fremur krefjast, að
ávextir þess væru, og sérstaklega fram-
vegis yrðu enn þá meiri.
Það er og ýmislegt, er ber þess
ljósan vott, að gjaldþol Iandsmanna
hefir aukist, og að hinar auknu álög-
ur hafa eigi sorfið þar mjög nærri.
Skal þar einkum bent á það, að gjöld
til landssjóðs hafa nærri því eingöngu
verið aukin með tollum hin síðustu
30 ár, og tollum á vörum, sem að
sumu leyti eru óþarfar og að litlu
leyti geta talist til óhjákvæmilegra
lífsnauðsynja. Jafnframt því, sem gjöld
þessi hafa lagst á vörurnar, hefðu
landsmenn vafalaust getað vikið sér
undan þeim, með því að minka kaupin
á hinum tollskyldu vörum. En þetta
er svo fráleitt, að ekki verður séð,
að toll-álögurnar hafi haft teljandi á-
hrif á vörukaupin, og það lítið það
er, þá að eins í bráð. Þetta sézt
glögt, þegar menn líta á yfirlit yfir
aðflutning á tollskyldum vörum, skift
niður á mannsbarn hvert á landinu,
síðan tollar hófust. Samkvæmt því er
brennivín og aðrir áfengir drykkir hið
eina, sem hefir minkað síðan tollar
lögðust á 1872. Mun það í fyrstu
hafa verið fyrir áhrif tollsins, en þó
alls eigi af því, að hann væri svo
þungur, heldur munu menn hafa verið
ófúsir á að greiða tollgjöld, á meðan
þjóðin hafði ekki fengið fjárforræði,
og þess vegna reynt, sumstaðar með
semtökum, að minka vínkaupin. Kaup
á sykri hafa aukist mest og alveg
hiklaust, þá er tollurinn lagðist fyrst
á, árin 1889—'90. Það er mesta nauð-
synjavaran af hinum tollskyldu, en toll-
urinn er þar líka lang tilfinnanlegast-
ur og mikið af sykrinum er munaður,
sem vel mátti minka, ef að krepti.
Kaffikaup og kaffibætis virðast hafa
minkað um 2 ár, þá er tollurinn kom,
en það var eingöngu kaffibætirinn, sem
minkaði í bráð og mun það hafa ver-
ið fyrir áhrif tollsins, enda var hann
10 au. at 25 au. virði. Tóbakskaupin
hafa eigi orðið fyrir neinum áhrifum,
og vindlakaup, sem liggja utan við
skyrsluna, hafa mest aukist, síðan hár
tollur kom á þá.
Loks má benda á það, að síðan
1890, að tollgjöld fyrst urðu tilfinnan-
leg hér, hafa ýms óþarfakaup og ým-
isleg eyðsla farið mest vaxandi. Alt
þetta bendir á, að gjaldþolið hafi auk-
ist, jafnvel meira en hin opinberu
gjöld; því það verður eigi sýnt eða
rökstutt, að þjóðareignin hafi aukizt
meira á tímabilinu síðan, en á næsta
tímabili á undan.
Kvenslifsi
▼▼▼TTTTTVYTVTTVYVTTVTTTT
hafa aldrei verið eins fjölbreytt og
nú í
Edinborg.
Rjúpur
og
PRJÓNA8AUM
kaupir
Gránufélagsverzlun
HÆSTA VERÐI.
iiii Prjónasaum jjii
sérstaklega heil- og hálfsokka
borgar verzlun Sig. SÍgUrðsSOnar
hæztu verði.
io cS
/5 TJÖ
'en kO
C
<D <U
C3
^ £
, c
co 05
c; >
§ *
-
3 *o
C3
C
.03
b/)
cS
o
c í3
2 "O
M c
£ jO
* >
Margar tegundir
af
LISTUM
gyltum og ógyltum
með eikar- og maljogniviðarlit
utan um
fást í verzlun
Sig. Bjarnasonar.
Oíto Monsíed3
danska smjörliki
er bezt.
Uppboð
verður haldið í Goodtemplara-
húsinu mánudaginn p. 30. p.
m. og hefst kl. 10'/2 f. h.
Seldar verða ýmsar meubler,
innanstokksmunir, nýjar og vel
inn bundnar bækur, drykkjarföng,
byssur, skotfæri, leirtau, nærri nýr
hjólhestur, kaðlar, net og m. fl.
Langur gialdfrestur.
Rjúpur
verður hvergi gefið betur fyrir en í
verzlun
Sn. Jónssonar.
Prjónasaumur.
Eins og í fyrravetur verður prjóna-
saumur nú í hæstu verði í verzlun
Sn. Jónssonar.
*
Agætt skepnufóður,
Olíukökur, Klíð,
Fóðurmjöl, Jíu/s
fæst í KAUPFÉLAOSVERZLUNINNI.
Rjúpur
°g
prjónasaum
kaupir hæsta verði verzlun
Otto Tutinius.
tegundir af
Kexum
fást í verzlun
SN. JÓNSSONAR,
sem kosta frá 0.18—1.50 pundið.
Bœrinn
DÆLDIR
í Geldingsárlandi á Svalbarðsströnd
með tilheyrandi réttindum er til sölu.
Oddeyri 24. nóv. ’o8
8n. Jónsson.
ÍSLAND
hefir það veðráttufar að mönnum er
hætt við innkulsi og sjúkdómum
þeim, er af því leiða, svo sem lungna-
pípubólga, gigtveiki, influenza, maga-
kvef 0. fl.
Bezta lyfið við öllum sjúkdómum
er China Livs Eiiksir Waldemars
Petersen í Fredrikshavn, Kjöbenhavn.
Hefir það hlotið verðlaun á sýning-
um heimsins og meðmæli læknanna.
það lyf ætti því að vera á hverju
íslenzku heimili.
Brjóstljimnubólga.
Eg var lengi sjúkur rf brjósthimnubólgu
og leitaði mér lœknishjálpar, án þess að
haldi kœmi. Reyndi eg þá China Livs El-
iksir Waldemars Petersen og með því að
neyta þessa ágœta heilsubitters um lengri
tíma hefi eg fengið heilsuna aftur.
Hans Henningseri,
Skarerup pr. Vordingborg.
Gigfveiki.
Undirituð hejir til margra ára þjáðst
mikið af giktveiki, en reyndi China Livs
Eliksir Waldemars Petersen og eftir að
hafa neytt hans daglega um langan tíma
er e8 aftur orðin heil heilsu.
Ungfrú Emmy Truelsep
Köbenhavn.
Taktu inn China Livs Eliksir, hvað
sem að þér gengur, því hann hefir
reynst óbrigðult meðal, þegar ekkert
annað hefir getað hjálpað, af því
hann hefir bætt meltinguna og hreins-
að blóðið. Biðjið berum orðum um
China Livs Eliksir Waldemars Peter-
sen. Varið yður á eftirstælingum.
Prentsmiðja Odds Björnssouar.